Alþýðublaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 9
C Íftróftii* ^ Ármann 70 áras íslenzkir judo-glímumenn æfa fallæfingar í judo undir leið- sögn japansks þjálfara. Körfuknattleiks- og Júdó- deildir Ármanns minnast 70 ára afmælis félagsins í kvöld kl. 8,15 með keppni i körfu- knattleik og sýningum á jap- anskri glímu. Er þetta éinn lið- ur í hátíSahöldum vegna þess- ara merku tímamóta. V' ” KÖRFUKNATTLEIKS- DEILD ÁRMANNS . FIMM ÁRA. ' Körfuknat+leiksdeild Ár- manns er ung aS árum eða 5 ára, og hefur starfið farið vax- andi með hverju ári. Hafa yngri flokkar deildarinnar bor ið- merkið hátt ásamt kvenna- flokknum. Meistaraflokkslið kemur væntanlega á næsta ári. Mest hefur borið á 2. flokki og hefur hann unnið íslands- meistaratFilinn þrjú seinustu árin. í kvöld mæta þeir úrvali úr K.F.R. og Í.R. í 2. flokki. Er búizt við mjög skemmtilegum leik. 3. flokkur keppir við K.R. Þessir flokkar hafa áður hitzt x æfingaleikjum í tvísj'-nni keppni. Þá má nefna kvennaflokk- inn, sem byrjaði að æfa körfu- knattleik fyrir ári síðan og urðu þegar á seinasta ári Reykjavíkurmeistarar. í kvöld mæta þær hörðustu andstæð- ingum sínum, íslandsmeistur- unum úr Í.R. Hafa þessir flokk ar marga hildi háð og gengið á ýmsu. Til þess að áhorfendur geti betur notið kvoldsins, verður leiktími nokkuð styttur og hlé- um fækkað. V JUDÖ, JIU-JITSU O. FL. Á miTi leikja í körfuknatt- leikskepnninni fer fram sýn- ng á janönsku fjölbragðaglím- unni Judo, sem nær nú stöðugt meiri vinsældum í heiminum og aðeins tímaspursmál hve- nær hún verður tekin upp sem keppnisgrein á Olympíuleik- um. Nú þegar fara fram Evr- ópuméistaramót og heimsmeist aramót í Judo. Má geta þess, að á síðasta Evrópumeistaramóti urðu Bretar Evrópumeistarar, en í- keppni þessari tóku þátt tólf lönd o« var jxetta sveita- keppni. Heimsmeistaramótið fór fram í Janan í vetur og var það einstaklingskeppni, Japan- ir áttu þriá fvrstu menn en svo kom franskur glímumaður í fjórða sæti. Glímufélagið Ármann tók þessa glírmi á stefnuskrá sína um áramót 1956—57, og hafa nokkrir ungir menn iðkað hana óslitið síðan og' líður vonandi ekki á löngu að hægt verður að koma upp keppnishæfu liði hér, sem hægt verður að tefla fram á móti erlendum félögum Ekki eru síðri efniviðir hér c má benda á, að hæpið er að nokkurri annarri íþrótt geri góð þjálfun í íslenzkri glímu j jafn mikið gagn, því að svo skyldar eru þessar glímur, þótt ( Judo að vísu taki yfir mörgum sinna stærra svið hvað snertir fjölbreytni í brögðum en ís- lenzka glíman. Einnig verður sýnd Jiu Jitsu, japönsk sjálfsvarnar og bar- dagaíþrótt. En margir halda að það sé sama og Judö, og hafa kvikmyndir, sem hér hafa ver- ið sýndar, gert sitt til þess að auka á þann misskilning. En hér á er mikill munur, sem koma mun í Ijós á sýhingunni. Jiu Jitsu er ekki kennd hér nema sem sjálfsvörn og er þá að mestu leyti um að ræða brögð til að losa sig úr tökum sem árásarmaður kann að hafa náð, eða að verjast höggum slagsmálamanna, t. d. eru leysi tök á sundi sams konar vörn Oo- oft er beitt í Jiu Jitsu. Kl. Tímatafla kvöldsins: 8,15—8.45 Ármann—K.R. 3. fl. -9 Japönsk glíma -9,30 Ármann—Í.R. Kvennafl. -9,45 Japönsk glíma --10.15 Ármann— 8.45- 9 - 9,30- 9.45- KFR, Í.R. 2. fl. segir Hafsteinn Guðmundsson. Osló, 10. febr. 1959. NOREGUR vann Island í ha.id knattleik í kvöld með 27 mörk- um gegn 20. Leikurinn fór fram í Nord- strandhallen (20x40 m.) í Osló að viðstöddum ea. 600 áhorf- endum, en áhugi fyrir hand- knattleik hjá Norðmönnum er mjög takmarkaður, sérstaklega um þetta leyti árs, þegar skíða- og skautaíþróttirnar eru í al- gleymingi. Éftir að þjóðsöngvar beggja landanna höfðu verið leiknir hófst leikurinn. -k ÍSLENDINGAR BYRJUÐU RÓLEGA íslendingar byrjuðu mjög íslandsmeistarar Ármanns í 2. fl. í körfuknattleik. rólega og spiluðu öruggt fyrstu mínúturnar. Þegar um 4 mín. voru af leik skoraði Gunölaug- ur fyrsta mark leiksins með fallegu skoti. Hættulegasti maður noi-ska liðsins, Roy Yssen, jafnaði ákömmu seinna. Fyrirliði íslenzka liðsins, Hörð- ur Felixson, skoraði næsta marlc leiksins, en Norðmenn jafna fljótlega úr vítakasti. Eft ir þetta tóku Norðmenn leik- inn í sínar hendur og skoruðu hvert markið á fætur öðru og þegar 20. mín. eru af leik er staðan 12:3 fyrir Noreg. Eftir þetta náðu fslendingar sér á- gætlega á strik og það sem eft- ir var hálfleiksins, skoruðu þeir 4 mörk en fengu 2. Staðan í hálfleik var því 14:7 fyrir Noi-eg. ★ BETRI SEINNI HÁLFLEIKUR. Seinni hálfleikur var, eins og síðustu 10 mín. af fyrri hálf- leik, ágætlega leikinn af ís- lendingum. Náðu þeir góðu sóknarspili og vörðust ágæt- lega. Var leikurinn nú mjög jafn og skemmtilegur og höfðu íslendingar oftast frumkvæðið með að skora. Var staðan í seinni hálfleik um tíma 6:4 fyr ir ísland og seinna 12:10 en síð- ari hálfleikur endaði með jafn- tefli 13:13. Úrslit: Noregur 27, ísland 20. Beztu menn íslenzka liðsins Framhald á 11- «ðu. Urslit heimsmeisíarakeppninnax- í skautahlaupi, sem fram fór í Osló, urðu þau, að Finninn Járvinen sigraði og kom það ekkii á óvart. Hann stóð sig afbrágðsvel í Evrópumeistarakeppninni í Gautahorg fyrir tveim vikum, varð þar annar. Annar í röð- inni á heimsmeístaramótinu varð Salonen3 einnig Finni. —- Þi'iðjj varð Rússinn Merkulov og fjórði Knut Johannessen. Á myndinni sjást hinir sigursælu Finnar, daginn fyrir keppn- ina og er Járvinen til hægri. Nr. 20, 1959. Samkvæmt lögum fi'á 30. janúar 1959 um niðurfærslu verðlags og launa o. fl. ber framleiðendum vara, og þeim sem þjónustu selja. að lækka söluverð sitt til samræmis við lækkaðan launakostnað og aðrar kostnaðarlækkanir vegna laganna, svo og svarandi til þess að hagnaður lækki í hlutfalli við niðurfærslu launanna. í sömu lögum er la<gt fyrií verðlagsyfirvöldín að setja nánari fyrirmæli om framkvæmd þessara gkvæða. Með tilliti til lagaékvæða, svo og samkvæmt heimild í eldri lögum, hefur Innflutningsskrifstofan að undanförnu tekið ákvarðanir um verðlækkanir hjá fiölmörgum aðilum, og hafa jafnóðum verið gefnar út tilkynningar um það efni og þær birtar í útvarpi og blöðum. Að því er snertir framleiðslu- og þjónustuaðila, sem þessar tiikynningar ná ekki til, hefur Innflutningsskrif- stofan ákveðið, að þeir skuli nú þegar framkvæma sam- svarandi lækkun á söluverði sínu án frekai’i fyrirmæla. Um framkvæmd lækkana gea hlutaðeigandi aðilar haft samrág við skrifstofu verðlagsstjóra og senda skulu þeir allijv skrifstofunni hinar nýju verðskrár ásamt þeim er áður giltu. Þeir aðilar, sem þegar hafa framkvæmt lækkanir i samræmj við það sem að framan greinir, skulu einnig senda verðskrár sínar ásamt upplýsingum um gildistöku lækkananna. Á það skal séi'staklega foent, að tilgangslaust er að sækja um undanþágur frá framangreindum verðlækkun- arákvæðum vegna hækkana, er kunna að hafa orðið á kostnaðarliðum, sem ekki eru háðir launum, nema áhrif slíkra hækkana séu það núkilvæg, að óhjákvæmilegt sé að taka tillit til þeii’ra. Reykjavík, 17. febrúar 1959. VERÐLAGSSTJÓRINN. Þökkum hjartanlega auðsýndan hlýhug og kærleiksþel við andlát og útför ÞORVALDAR KOLBEINS, prentara. Hildur Kolbeins, hörn, tengdahörn og barnahörn. Hjarkæ,r eiginkona mín HELGA THORSTEINSSON, andaðist að heimili okkar Mímisvegi 8 þ. 16. febr. Jarðarförin aúglýst síðar. Árni Thorsteinsson. Alþýðuhlaðið — 18. febr. 1959 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.