Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C
157. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vegirnir geta
verið varasamir
Nú eru meira en 100 stjómarandstöðu-
flokkar í Zaire en forseti landsins, Mob-
utu Sese Seko, hefur enn ekki ákveðið
hvenær kosningar verði haldnar. Leið-
togar stjórnarandstöðunnar hafa meira
að segja sakað Mobutu um að styðja
marga flokka fjárhagslega til að sjá til
þess að enginn þeirra verði of öflugur.
Fjölmiðlar kalla ástandið „fjöl-Mobut-
isma“. „Það eina sem okkur hefur
áskotnast," sagði einn íbúa landsins sár
og reiður, „er að nú megum við ganga
með bindi.“ Áður bannaði Mobutu mönn-
um að ganga með bindi, þeir áttu að
hætta að nota evrópsk nöfn, ganga í
jökkum með „Maó-sniði“ og kalla hver
annan „borgara". Ein sagan af Mobutu
segir frá því þegar Juvenal Habyari-
mana, forseti Rwanda, bað Mobutu eitt
sinn um hjálp vegna þess að uppreisnar-
menn voru á leiðinni. Mobutu spurði
hvenær þeir væru væntanlegir. „Eftir
þrjár til fimm klukkustundir," svaraði
Habyarimana. „Koma þeir með þyrlu
eða flugvél?" „Akandi," svaraði Habya-
rimana. „Þarna sérðu,“ sagði Mobutu,
„ég varaði þig alltaf við því að láta
leggja vegi.“
New Orleans
brátt sjálfstæð?
Verið er að gera könnun á því hversu
vænlegt það er fyrir borgina New Or-
leans að segja sig úr lögum við fylkið
Louisiana í Bandaríkjunum. Arthur
Morrell, áhugamaður um pólitískar að-
gerðir, segir að borgin leggi mun meira
til fylkisstjórnarinnar í sköttum og
gjöldum en hún fái til baka í aðstoð.
Hann segir að könnunin muni jafnvel
leiða í Ijós 'að best væri fyrir borgina
að segja skilið við Bandaríkin. Þá gætu
borgaryfirvöld nefnilega sótt um alþjóð-
lega aðstoð.
Jörðin svífur í
skotsal alheims
Meiri líkur eru á að fólk deyi vegna
áreksturs smástirnis við jörðina en í
flugslysi. Vísindamenn telja að stærri
smástirni rekist á jörðina á 50 til 100
milljón ára fresti en minni smástirni á
300 þúsund til milljón ára fresti. „Jörðin
svífur í skotsal alheimsins," segir David
Morrisson, vísindamaður hjá Geimvís-
indastofnun Bandaríkjanna, NASA.
„Þessi tíðni þýðir að líkurnar á að ein-
staklingur deyi í slíkum árekstri á næstu
50 árum eru einn á móti 6.000 til einn
á móti 20.000,“ segir Morrison. Líkurnar
eru að hans mati meiri en að sami ein-
staklingur deyi af völdum flugelda, felli-
bylja, eldgosa, kjarnorkuslysa, hryðju-
verka eða flugslysa.
Morgunblaðið/KGA
MEÐ SUMARBROS Á VÖR
\
Forsætisráð Júgóslavíu:
Friðaráætlim EB samþykkt
Belgrad. Reuter.
FORSÆTISRÁÐ Júgóslavíu ákvað á fundi
á laugardag að samþykkja friðaráætlun
þá sem samkomulag náðist um milli Júgó-
slavíusljórnar og Slóveníu og Króatíu fyr-
ir tilstilli Evrópubandalagsins (EB) um
síðustu helgi. Það samþykkti hins vegar
einnig ályktun þess efnis að allar hersveit-
ir aðrar en sveitir Júgóslavíuhers skyldu
afvopnast. Er þessu beint gegn þjóðvarð-
liðssveitum Slóveníu og Króatíu og þeim
gefinn frestur til miðnættis á fimmtudag
til að verða við þessari kröfu. Var géfið
í skyn að ella myndi Sambandsherinn
grípa til aðgerða. Einnig er Slóvenum
gert að láta lausa þá hermenn Sambands-
hersins sem enn eru í haldi og skila her-
gögnum sem þeir hafa tekið.
I forsætisráðinu sitja fulltrúar hinna átta
lýðvelda Júgóslavíu. Slóvenía, sem lýst hef-
ur yfir sjálfstæði sínu, situr ekki lengur
fundi forsætisráðsins en þing Slóveníu sam-
þykkti í vikunni friðaráætlunina.
Fundurinn stóð í fjórtán klukkustundir
og voru hörðustu deilurnar milli forsætisráð-
herra Júgóslavíu og yfirmanna hersins, að
sögn /íeuíezs-fréttastofunnar. Evrópu-
bandalagið mun nú senda fimmtíu eftirlits-
menn til Júgóslavíu til að fylgjast með því
að friðarsamkomulagið sé virt.
Samkvæmt friðarsamkomulaginu frá
síðustu helgi eiga hersveitir Sambandshers-
ins að halda til búða sinna og hersveitir
Slóvena að leggja niður vopn. Þá sam-
þykktu Slóvenía og Króatía að taka ekki
frekari skref í átt til sjálfstæðis næstu þtjá
mánuðina. I samkomulaginu felst einnig að
slóvenskir lögreglumenn hafi eftirlit með
landamærastöðvum í Slóveníu þó að stöðv-
arnar falli eftir sem áður undir sambands-
stjórnina.
Tyrkland:
Lögregla fellir 11 skæruliða
Istanbul. Reuter.
TYRKNESKIR lögreglumenn réðust snemma á laugardagsmorgun inn í nokkrar
íbúðir í Istanbul þar sem menn úr hinum bönnuðu skæruliðasamtökum Dev-Sol
höfðust við. Kom til skotbardaga og féllu ellefu skæruliðar í þeim, að sögn tyrkn-
esku fréttastofunnar Anatolian. Þrír skæruliðar voru handteknir, einn þeirra særður.
Að sögn fréttastofunnar umkringdu lög- I Tyrklands. Einungis á þessu ári hafa þau
reglumennirnir íbúðirnar og hvöttu skæru- lýst yfir ábyrgð á á þijátíu sprengjutilræðum
liðana til að gefast upp. Því var hins vegar og fjölmörgum morðum. Einn af helstu for-
svarað með skothríð. Stóðu átökin í alls ystumönnum samtakanna, Pasa Guven, var
þijár klukkustundir. veginn í París á fimmtudag en ekki er vitað
Dev-Sol eru virkustu skæruliðasamtök | hver var þar að verki.
KOLDUM
KLAKA
MIKILVÆGI
W
14
Manfred
Wörner
fram-
kvœmdastjóri
NATOívið-
tali við Morg-
unblaðiö
EYKST
A MIG
Um upp-
gröftinn ó
Stóru-Borg.
ÞRJÁR
SYSTUR
C