Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 4

Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JULÍ 1991 ERLEIMT INNLENT Sjötíu þús. tonna skerð- ing þorsk- afla lögð til Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að þorskafli á næsta físk- veiðiári verði 250.000 tonn sem þýðir um 70.000 tonna skerðingu veiðiheimilda miðað við áætlaðan afla í ár. Slík skerðing þýðir 8 til 9 milljarða tekjutap fyrir sjávarút- veginn á einu ári og er þá ekki maðtalin óvissa vegna loðnuveiða. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að í tillögun- um felist sú meginniðurstaða að aftur þrengi að í íslenskum þjóðar- búskap á næsta ári og standi kyrr- stöðutímabilið því yfir í fímm ár sem sé það lengsta frá því að fjórða áratugnum. Verð á þorskblokk lækkar enn Verð á þorskblokk fer áfram lækkandi á Bandaríkjamarkaði og verð á þorskfiökum hefur einnig verið lækkað um 10-20 sent. Magn- ús Gústafsson, forstjóri Coldwater, segir að mun minni sala sé á sjávar- afurðum í Bandaríkjunum en á sama tíma á síðasta ári. Helstu ástæður verðlækkana eru taldar vera talsvert framboð á þorskblokk frá Danmörku og Noregi. Fjárlagavandi á þriðja tug milljarða Fjárlagavandinn fyrir næsta ár er á þriðja tug milljarða króna, að sögn Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Sérhvetjum ráðherra verður falið að gera tillögur um niðurskurð að tiltekinni upphæð og er ætlunin áð enda nálægt 4-5 milljörðum, að hans sögn. Friðrik Sóphusson fjármálaráðherra, segir að meðal þess sem til greina komi að gera sé að taka gjöld af opin- berri þjónustu við neytendur og færa rekstrarverkefni út á markað- inn. Heyfengur yfir meðallagi Heyskapur gengur vel víðast hvar á landinu og dæmi eru um að slætti sé sums staðar lokið. Útlit er fyrir að heyfengur verði vel yfír meðallagi þegar litið er til landsins í heild og einnig er útlit fyrir að hey verði betri en venju- lega. Hertar reglur um útihátíðir Dómsmálaráðuneytið hefur sent öllum lögreglustjórum og sýslu- mönnum á landinu viðmiðunarregl- ur um útisamkomur, þar sem m.a. er kveðið á um að neysla og með- ferð áfengis á útisamkomum sé stranglega bönnuð og að bömum yngri en sextán árá sé óheimill aðgangur nema í fylgd með for- ráðamönnum. Framkvæmdasljóri NATO í heimsókn Manfred Wömer, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi vamarmálaráðherra Þýskalands, kom hingað s.l. fímmtudag í opinbera heimsókn. í samtali við Morgunblaðið sagðist hann telja að hlutverk íslands inn- an Atlantshafsbandalagsins myndi verða enn mikilvægara á næstu ámm. Wömer heldur af landi brott í dag. Grútur veldur fugladauða Nokkuð þétt breiða af hvítum grútarflekkjum á sjónum við strendur Bolungarvíkur í norðri til Reykjanesshymu í suðri á Strönd- um hefur valdið fugladauða á svæðinu. Talið er að 20-25 þúsund æðarungar séu dauðir. Ekki er enn vitað um hvers konar grút er að ræða. ERLENT Borís Jeltsín Jeltsín sver embættiseið Borís Jeltsín sór á miðvikudag embættiseið sem fyrsti þjóðkjömi forseti Rússlands. Athöfnin fór fram í Ráðstefnuhöllinni í Kreml og hún þótti einkennast af andófi og uppgjöri við kommúnismann. Meðal þeirra sem árnuðu Jeltsín heilla og velfamaðar í starfi vom Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Alexej II, patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, og auk þess vom hundmð stjómmála- manna og trúarleiðtoga viðstödd athöfnina. Patríarkinn fór sér- staklega hörðum orðum um kom- múnismann og sagði m.a. að hann hefði svipt fólkið löngun og getu til að vinna. Enn ófriðsamlegt í Júgóslavíu Slóvenska þingið staðfesti á miðvikudag með miklum meiri- hluta friðaráætlun, sem leiðtogar Júgóslavíu sömdu um á sunnudag fyrir tilstilli Evrópubandalagsins. Þrátt fyrir það hafa Serbar og Króatar barist í austanverðri Kró- atíu og á fimmtudag létust tveir menn í bardögum í bænum Osijek. Viðskiptabanni gegn Suður-Afríku aflétt Bandaríkjastjórn aflétti á mið- vikudag viðskiptabanni gegn Suður-Afríku sem hafði verið í gildi frá 1986. Þessi ákvörðun hefur mælst misjafnlega fyrir, Afríkuþjóðir hafa sagt hana ótímabæra og sú skoðun hefur hlotið hljómgrunn víða um heim. Margir hafa þó tekið henni fagn- andi, t.d. stjómvöld í Sviss, Bret- landi og mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum. 261 maður ferst í flugslysi Kanadísk þota af gerðinni DC-8 hrapaði skammt frá flugvellinum í Jeddah í Saudi-Arabíu á fímmtu- dag. Hún var að flytja múslímska pílagríma frá Nígeríu og létust 247 farþegar ásamt 14 úr áhöfn- inni. EB-áætlun um samdrátt i landbúnaði Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins samþykkti á þriðju- dag nýja áætlun um niðurskurð í landbúnaði og minni niðurgreiðsl- ur. Þar er fyrirhugað að lækka verð sem bændur fá fyrir fram- leiðslu sína, sérstaklega kornvör- ur. Áætlunin hefur mælst afar illa fyrir á meðal bænda í Evrópu. Almyrkvi á sólu Almyrkvi var á sólu á fímmtu- dag og sást hann allt frá Hawaii til Brasilíu. Mestur varð hann yfír Mexíkó og talið er að allt að 100 milljónir manna hafi fylgst með undrinu. Staða EES í Noregi: Flestir jákvæðir en fisk- urinn er „úrslitaatriði“ AFSTAÐAN til Evrópusamvinnu hefur skipt Norðmönnum í mjög afmarkaðar fylkingar allar götur síðan haldin var þjóðaratkvæða- greiðsla um aðild að Evrópubandalaginu (EB) árið 1972. Þess eru jafnvel dæmi að fyrrum vinir talist ekki við enn þann dag í dag vegna þess að þeir tóku þá mismunandi afstöðu til aðildar. Nú standa Norð- menn, líkt og aðrar aðildarþjóðir Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), frammi fyrir því að þurfa að gera upp hug sinn á nýjan leik til Evrópu, í þetta sinn vegna samninganna um Evrópskt efnahags- svæði (EES) milli EB og EFTA. Umsókn Svía um aðild að EB hefur líka ýtt undir umræðuna um hvort Noregur eigi að gera slíkt hið sama. Daginn eftir fund utanríkisráð- herra ríkja EB og EFTA í Lúxemborg 18.-19. júní áttu norskir stjómmálamenn og fjöl- miðlar ekki orð til að lýsa ánægju sinni yfír því samkomulagi sem virtist hafa náðst á næturfundi í Lúxemborg, ekki síst um fisk. Norsku sjómannasamtökin, Norg- es Fiskarlag, voru reyndar nokkuð hikandi í afstöðu sinni en aðrir aðilar í sjávarútvegi virtust mjög ánægðir. Það voru ekki síst norsk stórfyrirtæki í matvælaiðnaði, sem framleiða mikið af unnum sjávar- afurðum, sem glöddust. Töluðu norskir fjölmiðlar um „fagnaðar- læti“ í höfuðstöðvum Frionor-mat- vælafyrirtækisins. Útflutningsráð Norðmanna sagði „sögulegt" sam- komulag hafa náðst og Samtök viðskiptalífsins spáðu því að þús- und ný atvinnutækifæri myndu skapast í Noregi í kjölfar samning- ana. Síðan hefur_ nokkurt vatn run- nið til sjávar. Óljóst er orðið hvort samkomulag næst yfir höfuð um fisk og ef það næst, hvemig það muni líta út. Hins vegar virðist bjartsýnin enn vera ríkjandi í Nor- egi þó vissulega séu ekki allir jafn ánægðir með fyrirhugaða aðild Norðmanna að EES. Lengi verið deilt um EES Þegar hugmyndin um EES kom upp fyrri hluta ársins 1989 var hún gripin fegins höndum af þá- verandi ríkisstjóm Verkamanna- flokksins, undir forsæti Gro Harl- em Brundtland,, enda gaf hún kærkomið tækifæri til að komast hjá því að velta fyrir sér óþægi- legu spumingunni um EB-aðild um sinn. Að afloknum kosningum haus- tið 1989 tók hins ■_____________' vegar við borgar- leg samsteypu- stjórn þriggja flokka undir for- sæti jans P. Sy- eftir Steingrím Sigurgeirsson ses, þáverandi kveður á um að lög eða samning- ar sem skerða fullveldi landsins verði að fá 3/4 atkvæða í Stór- þjnginu og fellur samningurinn um EES undir þá grein vegna ákvæða hans um yfirþjóðlegt vald. Stjómarskrágrein þessi er oft köll- uð „EB-ákvæðið“ þar sem hún var á sínum tíma sett inn til að koma í veg fyrir EB-aðild Norðmanna. Tveir stærstu flokkamir á þing- inu, Verkamannaflokkurinn og Hægiiflokkurinn standa einhuga að baki EES, ef frá em taldir tveir þingmenn Verkamannaflokksins sem lýst hafa sig andsnúna samn- ingunum. Einn til tveir þingmenn flokksins til viðbótar em tvístíg- andi. Þessir tveir flokkar hafa hins ______________ vegar ekki til- 3/4- BAKSVID formanns Hægriflokksins. Hægri- flokkurinn var mjög hlynntur EES en afstaða hinna stjómarflokk- anna tveggja, Kristilega þjóð- arflokksins, og Miðflokksins, sem er bændaflokkur, var frekar nei- kvæð, sérstaklega þess síðar- nefnda. Fór að lokum svo að stjómin hrökklaðist frá eftir um ár sökum ágreinings um EES. Vom það fyrst og fremst kröfur Miðflokksins um undanþágur fyrir Noreg í EES-samningunum sem urðu stjóminni að falli. Vildu Mið- flokksmenn m.a. ekki að útlend- ingar gætu eignast land í Noregi án þess að samþykki stjórnvalda lægi fyrir og einnig vom þeir and- vígir að fella úr gildi lög sem tak- mörkuðu eignarhlutdeild útlend- inga í norskum fyrirtækjum, bönk- um og lánastofnunum. Tók þá aftur við vinstri stjórn undir forsæti Brundtland, sem sit- ur enn í dag. í stefnuræðu sinni sagðist hún vilja samninga við EB um EES án nokkurra fyrirvara. 3/4 þingmanna verða að samþykkja EES Þegar EES-samningamir liggja fyrir og koma til atkvæða í norska þinginu nægir ekki einfaldur meirihluti. I norsku stjómar- skránni er að finna lagagrein sem skilinn atkvæða meiri- hluta á þinginu og ráðast því ör- lög EES af af- stöðu þingmanna annarra flokka, fyrst og fremst Kristilega þjóðarflokksins. Sá flokkur hefur síðustu mán- uði verið frekar jákvæður gagn- vart EES en einnig lýst því yfir að hann muni ekki taka endanlega afstöðu fyrr en lokasamkomulagið liggi á borðinu. Hvers konar samn- ingar nást.um físk er talið eiga eftir að ráða miklu um afstöðu kristilegra. Framfaraflokkur Carls Hagens, sem er popúlískur flokkur á hægri vængnum, hefur einnig verið fylgjandi EES þó að sumir þing- menn hans hafi haft uppi athuga- semdir um sum atriði samkomu- lagsins, s.s. varðandi frjálsan flutning vinnuafls. Dálæti á inn- flytjendum hefur fram að þessu ekki átt upp á pallborðið hjá Fram- faraflokknum. En þó að flokkurinn sé ekki á móti EES er það hins vegar skráð í stefnuskrá flokksins að halda eigi þjóðaratkvæða- greiðslur um öll meiriháttar mál- efni og hefur Framfaraflokkurinn því krafist þess að slík atkvæða- greiðsla verði haldin um EES. Sósíalíski vinstriflokkurinn hafnar samkomulaginu alfarið og eru það ekki síst frelsin fjögur, fijálst flæði fjármagns, vinnuafls, vöru og þjónustu, sem valda þess- ari afstöðu flokksins. Þá er flokk-g urinn mjög á móti þeirri fullveldis- skerðingu sem fælist í aðild að EES. Sósíalistar eru líka andvígir því að norskum lögum verði breytt þannig að útlendingum verði ekki lengur torveldað að eignast hlut í norskum fyrirtækjum. Miðflokkurinn hefur einnig mjög neikvæða afstöðu gagnvart EES á sömu forsendum og urðu til þess að stjóm Syses sprakk á sínum tíma. Það var mat viðmælenda Morg- unblaðsins í Noregi að ef vjðun- andi samkomulag næðist um sjávarafurðir ætti EES-samning- urinn að eiga sæmilega greiða leið í gegnum þingið. Krafa myndi vissulega koma upp um þjóðaratkvæða- greiðslu en engar lík- ur væri á að hún næði fram að ganga vegna andstöðu Verkamannaflokks- ins og Hægriflokks- ins. Þá myndu að öll- um líkindum hluti ef ekki allir þingmenn Kristilega þjóðar- flokksins greiða at- kvæði með samning- unum. Ef ekki næðist samkomulag um sjávarafurðir væri hins vegar alls óvíst um afdrif samning- ana. Norskir stjóm- málamenn hafa allan tímann sett það mál mjög á oddinn og sagt það vera „úr- slitaatriði“ að viðun- andi samkomulag næðist um fisk. Þora menn (að undanskildum harðsnún- um andstæðingum EES) ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað gerist ef fiskurinn yrði útundan. EB-umræðan geymd en ekki gleymd Þegar rætt er um EES í Noregi er spurningin um aðild Norð- manna að EB aldrei langt undan. Telja raunar margir jafnt and- stæðingar sem fylgismenn EB- aðildar að EES-aðild sé málstað þeirra til framdráttar. Fylgismenn EB á þeirri forsendu að EES sé bara millistig sem muni auðvelda og flýta fyrir aðild en andstæðing- ar EB á þeirri forsendu að EES muni gera EB-aðild óþarfa. Síðan eru auðvitað þeir aðilar báðum megin sem ekkert vilja gefa eftir: Annars vegar þeir sem kalla mætti „EB strax“-sinna og hins vegar nokkurs konar „aldrei EES né EB“-sinnar. Samkvæmt skoðanakönnun sem fyrirtækið Opinion A/S gerði í síðasta mánuði eru 52% Norð- manna hlynnt EES-samningun- um. Alls vilja 25% að Noregur samþykki EES-samkomulag og sæki síðan um aðild að EB en 27% vilja að Noregur samþykki EES en sæki ekki um aðild að EB. Þá telja 14% að Norðmenn eigi sem fyrst að sækja um EB-aðild og 13% vilja hvorki aðild að EES né EB. Gro Harlem Brundtland og Verkamannaflokkurinn segjast ætla að draga það fram á næsta ár að gera upp hug sinn um hvort sækja beri um aðild að EB. Málið eigi að útkljá á landsfundi flokks- ins í nóvember á næsta ári. Kaci Kullmann Five, formaður Hægri- flokksins, sagði hins vegar í um- ræðum á norska Stórþinginu á dögunum að svo lengi væri ekki hægt að bíða, enda hún og flokkur hennar ötulir talsmenn EB-aðildar. mu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.