Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
1
Sjávarútvegsauólindin er fullnýtt, þess vegna batna lífskjör ekki nema íslendingar renni fleiri stoóum undir atvinnulífið.
Mo^gunblaðið/Árni Sæberg
engsta kyrrstöóutimabil islensks
effnahagsliffs i nœrri 60 ár stendur nú yffir og sést
ekki ffyrir endann á þvi. ikki eru þó nema nokkrir
mánuóir síóan menn töldu aó á næsta ári kæmi
betri tió, hagvöxturinn ffæri aó aukast á ný og
lifskjörin aó batna. Sú mynd heffur verió aó smá-
molna á sióustu vikum og um miója vikuna sem var
aó lióa hrundí hún saman: Þjóóhagsstofnun birti
drög aó nýrri þjóóhagsspá ffyrir þetta og næsta ár.
Sé sú spá raunsæ er Ijóst, aó aigjör kyrrstaóa er i
effnahagsliffinu og þaó eina sem er sjáanlegt í kortun-
um aó breyti þvi er bygging álvers á Keilisnesi, þó
ekki ffyrr en á árinu 1993. I drögum Þjóóhagsstoffn-
unar er svo ffátt um upplifgandi atriói, aó nærri
lætur aó þaó jákvæóasta vió hana sé, aó ekki er
spáó eldgosum eóa öórum náttúruhamförum. Hvers
vegna þetta ástand? Hagfræóingum sem hér er
rætt vió ber saman um meginskýringuna: Einhæfft
atvinnuliff og mislukkuó afskipti stjórnvalda aff at-
vinnuliffinu.
Texti: Þórhallur Jósepsson
Harðæri af ýmsum toga eru þekkt
úr íslandssögunni og margar frá-
sagnir til af mannfelli og eymd, sárri
fátækt og uppflosnun heimila af
þeirra sökum. Á síðari tímum hafa
harðærum fylgt fólksflutningar úr
landi, má nefna tímabilið í lok
síðustu aldar og árin um og fyrir
1970. Nú árar illa, kannski ekki
harðæri, kyrrstöðu vilja menn kalla
það, og ekki er von mannfellis, en
hætta á að þrengi að heimilunum.
Hvort Iandflótti fylgir á eftir að
koma í ljós. Ástandið er þannig, að
mikið þarf að gerast til að lífskjör
hér hangi í sama horfi, enn meira
til að þau batni. Að óbreyttu stendur
hér hnípin þjóð „á köldum klaka,“ á
meðan nágrannaþjóðirnar sigla
hraðbyri fram úr okkur í sókn til
betri lífskjara.
Væntingarnar
í nýjasta hefti vikuritsins The
Economist er birt yfirlit yfir stöðu
þjóðanna innan OECD. Jafnframt
er birt spá um framvinduna á næsta
ári. Héðan hafa farið upplýsingar inn
í þessa spá, væntanlega einhvem
tíma í vetur, um að þjóðarfram-
leiðsla muni aukast á árinu 1992
um sem næst 4% frá þessu ári. Sam-
kvæmt þeirri spá er Island í næst
efsta sæti OECD þjóða á þennan
mælikvarða. í apríl síðastliðnum gaf
Þjóðhagsstofnun út ritið Þjóðarbú-
skapinn og þar er birt sambærileg
tala og í spá OECD um vöxtinn á
þessu ári, 1,2%. Það dugir í 16.
sæti OECD þjóða á þessu ári. í Þjóð-
arbúskapnum er landsframleiðslan
sögð vaxa um 1% á þessu ári.
Fyrir kosningarnar í vor ein-
kenndist málflutningur margra
stjómmálamanna af því, að nú væri
hægt að hækka launin, sérstaklega
þau lægstu. Síðan fóm viðskiptakjör
batnandi og skiluðu launaauka í
launaumslögin.
Hrunið
Þá dundu reiðarslögin yfir. Fisk-
eldið og ullariðnaðurinn gjaldþrota.
Fiskverð lækkaði á mörkuðum, Ha-
frannsóknastofnun lagði til minni
afla á næsta fiskveiðiári, talað hefur
verið um að þar tapi þjóðarbúið 9
milljörðum króna og þá er eftir að
sjá hvað loðnan gefur af sér, hún
er ennþá vonarpeningur. Ofan á
þetta bættust ófagrar lýsingar ríkis-
stjórnarinnar af erfiðleikum í ríkis-
búskapnum upp á tugi milljarða
króna.
Þjóðhagsstofnun mælir stöðuna
eftir nýjar upplýsingar og á þriðju-
dag em þar tilbúin drög að þjóð-
hagsspá og hefjast á þessum orðum:
„Nú bendir ýmislegt til þess að aftur
þrengi að íslenskum þjóðarbúskap á
næsta ári.“
Svo kemur í ljós hveijar vísbend-
ingarnar em: „Þetta stafar einkum
af því að nauðsynlegt er talið að
draga úr fiskafla í því skyni að
styrkja veiðistofna. Fleira leggst þó
á sömu sveif. Má meðal annars nefna
slæmar horfur í ullariðnaði og fisk-
eldi. Þá er líklegt að tekjur af varnar-
liði dragist saman. Loks er h'klegt
að viðskiptakjör þjóðarbúsins versni
vegna lækkunar fiskverðs."
Ekki eru þó öll sund lokuð: „Á
móti þessu vegn hugsanleg bygging
nýs álvers, aukin framleiðsla kísil-
járns og tiltölulega góðar horfur í
ferðaþjónustu."
Áframhaldandi kyrrstaða
Niðurstaðan er þessi: „Að öllu
samanlögðu virðist þó stefna í nokk-
um samdrátt landsframleiðslu milli
áranna 1991 og 1992. Þetta felur í
sér framhald þeirrar kyrrstöðu sem
ríkt hefur í efnahagslífinu frá árinu
1988. Islenskur þjóðarbúskapur hef-
ur ekki verið jafn lengi í lægð frá
því á fjórða áratugnum. Verði hins
vegar ráðist í byggingu nýs álvers
í samræmi við áform má reikna með
örum hagvexti hér á landi árin 1993
og 1994.“
Af þessu leiðir að kaupmátturinn
rýrnar. í Þjóðarbúskapnum er spáð
2% kaupmáttaraukningu á þessu
ári, en hin nýja spá segir 1% og á
næsta ári rýrni hann um 1,5%.
Óhagstæður samanburður
Svona er þá staðan, eftir bjartsýn-