Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 15
M
ógnun að halda rétt eins og við
höfum enga og þurfum enga
óvinaímynd.
Hins vegar er enn nauðsynlegt
að viðhalda NATO, einnig
hernaðarlega, þó að það verði í
minna umfangi en áður, sem
varnarbandalagi. Af hverju? í
fyrsta lagi vegna þess að í
Sovétríkjunum ríkir nú mikil
stjómmálaleg óvissa en á sama
tíma búa þau eftir sem áður yfir
gífurlegum hernaðarmætti. Það er
brýn þörf á hernaðarlegu mótvægi
við þessu til að halda aftur af þeirri
freistingu að beita herafli. Við
erum ekki lengur að vernda okkur
gegn beinni ógn heldur erum við
aðyiðhaldajafnvæginu.
í öðru lagi geta nýjar hættur
komið upp á yfirborðið frá svæðum
utan bandalagsins, eins og við
sáum dæmi um í Persaflóastríðinu,
s.s. frá Balkanskaga eða
Norður-Afríku. Það má segja að
bandalagið verði því hernaðarlega
séð eins konar tryggingarfélag
gegn hættuástandi."
Hættuleg samsetning í
Sovétríkjunum
— Hversu alvarleg er sú hætta
sem enn stafar af Sovétríkjunum.
„Ég myndi ekki tala um hættu
og ekki heldur ógnun í þessu
sambandi. Aftur á móti töluverða
óvissu. Hveiju stöndum við frammi
fyrir í Sovétríkjunum? Algjörri
stjórnmálalegri óvissu þar sem
enginn veit hver staðan verður á
morgun. Valdabaráttu. Baráttu um
að viðhalda Sovétríkjunum.
Efnahagsástandi sem sífellt heldur
áfram að versna. Sem sagt, óvissu
og ójafnvægi. Á hinn bóginn er í
Sovétríkjunum eftir sem áður að
finna mesta hernaðarmátt á hinu
evrasíska meginlandi. Þetta er
hættuleg samsetning og í ljósi
hennar verðum við að halda þannig
á málum að ekki sé hætta á að
hernaði verði beitt gegn okkur
sama hvað verður uppi á
teningnum í Sovétríkjunum.“
— Sum hinna nýju lýðræðisríkja
í Austur-Evrópu hafa Iýstyfir
áhuga á aðild aðNATO. Þessu
hefur hins vegar verið hafnað af
hálfu bandalagsins. Sjáið þér fyrir
yður einhverja þá stöðu í
framtíðinni þarsem aðild ríkja á
borð við Ungveijaland og
Tékkóslóvakíu kæmi til álita?
„Við erum að vinna að því að
tryggja öryggi þessara ríkja á
annan hátt en með aðild að NATO.
Við erum í fyrsta lagi að efla hin
tvíhliða samskipti og færa þau inn
á ný svið s.s. hið hernaðarlega, í
öðru lagi að efla samstarfíð innan
Ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu (RÖSE) og í
þriðja lagi höldum við áfram að
vinna að afvopnun. Við erum að
útbúa nýjan evrópskan
varnararkítektúr þar sem NATO
myndar þá stoð sem veitir styrk
og stöðugleika.
Við viljum byggja þessa nýju
Evrópu í samvinnu við jafnt
Sovétríkin sem ríki Austur- og
Mið-Evrópu. Ef við ætluðum nú að
fara að færa ytri mörk
Atlantshafsbandalagsins upp að
landamærum Sovétríkjanna væri
þessi sögulega tilraun dæmd til að
mistakast.
Það er hins vegar forsenda þess
að tilraunin takist að Sovétríkin
haldi áfram á braut umbóta og
taki einnig tillit til
öiyggishagsmuna nágrannaríkja
sinna. Ef þau gera það er
spurningin um NATO-aðild óþörf,
ef þau gera það ekki verðum við
að hugsa málið upp á nýtt.“
Aukið evrópskt
varnarfrumkvæði viðbót
við NATO
— Nú er mikið rætt um að auka
verði ábyrgð Evrópu í
varnarmálum. Hver er skoðun yðar
á þvíhvernigskipuleggja eigi hið
nýja varnarfyrirkomulag
Evrópuríkja?Á það að vera beinn
hluti af Evrópubandalaginu eða
heyra frekar undir
Vestur-Evrópusambandið, WEU?
„Þetta er ákvörðun sem
Evrópubúar verða að taka en ekki
bandalagið. Að mínu mati náðist
mjög skynsamleg málamiðiun á
Kaupmannahafnarfundinum. Við
skilgreindum þar þau lykilhlutverk
Atlantshafsbandalagsins sem verða
að liggjatil grundvallar. Þetta
gerðu öll aðildarríkin sextán
samhljóða. Meðal þess sem
samþykkt var, og ég tel vera mjög
mikilvægt, er að bandalagið er og
verði áfram sá vettvangur þar sem
samráð verður haft og ákvarðanir
verða teknar um evrópskar varnir.
Einnig voru menn sammála um
að hið nýja varnarfrumkvæði
Evrópu verði eitthvað sem bætist
við en kemur ekki í staðinn fyrir
starfsemi NATO. Við gerðum sem
sagt skýra grein fyrir hlutverki
bandalagsins og tókum einnig
afdráttarlausa afstöðu með auknu
evrópsku öryggis- og
varnarhlutverki. Hvernigþetta
varnarhlutverk kemur til með að
líta út er mál Evrópuríkja en ekki
framkvæmdastjóra NATO. Mjög
líklega munu þau þó velja
Vestur-Evrópusambandið sem
grundvöll þessa samstarfs. Hver
tengslin við EB verða á enn eftir
að koma í ljós. Við eigum hins
vegar ekki í neinum erfiðleikum
með að sætta okkur við
Vestur-Evrópusambandið enda er
í stofnsáttmála þess gert ráð fyrir
mjög nánum tengslum við NATO.“
— Gæti þetta samstarf innan
Vestur-Evrópusambandsinsjafnvel
orðið framlenging bandalagsins,
t.d. hvað varðar aðgerðir utan
varnarsvæðis NA TO?
„J á, það getur og á að verða
framlenging á starfsemi NATO,
þ.e. láta til sín taka þegar NATO
getur ekki eða vill ekki láta til sín
taka. Á hinn bóginn getur WEU
séð um að samræma afstöðu
Evrópuríkja innan bandalagsins. I
því sambandi verður samt að finna
leiðir til þess að tryggja að ríki á
borð við ísland, Noreg, Tyrkland,
Danmörk og Grikkland, sem ekki
eiga aðild að
Vestur-Evrópusambandinu, hafi
sömu möguleikaá að taka þátt í
skoðanamyndun innan
bandalagsins.“
— Værijafnvel æskilegt að þessi
ríkigerðust aðilar að WEU?
„Það er alfarið þessara ríkja og
Vestur-Evrópusambandsins að
ákveða það. Eg væri að fara út
fyrir verksvið mitt ef ég tæki
afstöðu til þess.“
Ekkert getur komið í staðinn
fyrir NATO
— Það heyrast oft raddir, ekki
síst íFrakklandi, sem halda því
fram að framtíðar „Evrópuher“
gætigert veru bandarískra
hermanna íEvrópu óþarfa. Sjáið
þér einhvetjar hættur fyrir
varnarsamstarf Evrópu og
Bandaríkjanna leynast íauknu
varnarfrumkvæði Evrópuríkja?
„Nei, alls ekki. Ekki eins og
búið hefur verið um hnútana. Og
hvað ætti svo sem að taka við af
Atlantshafsbandalaginu? Það er
ekkert til í heiminum sem gæti
gert það. Atlantshafsbandalagið er
eina öryggisbandalagið í heimi sem
virkar. Þetta er öflugasta bandalag
í heimi, bandalag sem hefur sannað
sig. Það felst svo mikil reynsla,
kraftur og árangur í þessu
bandalagi að enginn í veröldinni
gæti byggt upp annað eins nema
á mörgum áratugum og með
ótrúlegum tilkostnaði. Hvorki
RÖSE, EB né WEU geta komið í
staðinn fyrir NATO. Þau geta hins
vegar orðið að æskilegri viðbót við
bandalagið."
— Hvaða lærdóma er hægt að
draga af Persaflóastríðinu?
„Marga. Að mínu mati er sá
mikilvægasti að ekkert getur komið
í staðinn fyrir samstarfíð milli
Evrópu og Bandaríkjanna. Evrópa
þarf á Bandaríkjamönnum að halda
rétt eins og þeir þurfa á Evrópu
að halda. Við erum háð hvert öðru.
Þá hafa þær aðferðir sem við
viðhöfum í samstarfi okkar og innri
uppbygging bandalagsins sannað
sig. An NATO hefði þessi aðgerð
ekki verið framkvæmanleg. Það
hefur sýnt sig að fjölþjóðasamstarf
Viö erum aö vinna af fullum krafti viö
aö gera gruudvallarbreytingar á
bandalaginu ukkar. Þessi vinua er mjög
langt á veg kumin ug viö munum Ijúka
henni á leiðtagafundinum sem baldinn
verður í Rúm 7.-8. núvember nk.
Viö stöndum ekki lengur frammi fyrir
neinni bráöri yfirvnfandi hættu. Guöi
sé lof. Við burfum ekki heldur á neinni
slíkri úgnun að halda létt eins og við
Evrúpa barf á Bandarfkjamönnum aö
halda rétt eins og beir burfa á Evrúpu
að halda. Við erum háð hvort öðru.
innan samræmds ramma er rétt
leið og að við eigum að halda áfram
á henni. Þetta er dæmi um þann
lærdóm sem við getum dregið af
Persaflóastríðinu.“
— Meðan á Persaflóastríðinu
stóð varðþað að umræðuefni innan
bandalagsins, aðallega í
Þýskalandi, hvort árás íraka á
Tyrkland hefði átt að túlka sem
árás á öll bandalagsríkin eins og
stofnsáttmálinn kveðurá um.
Veikti þessi umræða bandalagið
að yðar mati?
„Það varð tímabundin umræða
um þetta atriði í Þýskalandi sem
óneitanlega angraði bandalagið.
Þetta tímabil er liðið. Þjóðveijar
hafa lagt sitt af mörkum. Þeir létu
einnig mikið til sín taka í Tyrklandi
og sýndu þar með í verki að þeir
standa við skuldbindingar sínar
innan bandalagsins. Ég held að við
getum litið svo á að þessum kafla
sélokið.“
— Þessa dagana er verið að
draga verulega úrherafla á megin-
landi.Evrópu. Kemursúþróun
einnig til með að hafa einhver áhrif
á varnir hér á íslandi?
„Við munum líklega fækka
virkum hersveitum bandalagsins
um allt að því helming. Lögð verður
meiri áhersla á fjölþjóðasveitir,
hreyfanleika og liðsaukaflutninga.
Ég get ekki útilokað að það verði
einnig einhveijar breytingar á
íslandi en ég sé hins vegar ekki
fram á verulega fækkun í herafla
hér einfaldlega vegna þess að í
framtíðinni verðum við mun háðari
liðsaukaflutningum en nú. Það
þýðir að eftirlit á Atlantshafi verður
mikilvægara sem og að tryggja
flutningaleiðir okkar milli Evrópu
og Bandaríkjanna. í þessu felst að
ekki mun draga úr mikilvægi
íslands. Ef eitthvað er eykst það.“
PAVAROTTI
Hlustið á meistarann
Ferðamiðstöðin Veröld efnir til hópferðar á stórkostlega 30 ára söngafmælistónleika fremsta
söngvara nútímans, Luciano Pavarotti, í Hyde Park í London 30. júlí nk.
Okkur tókst að útvega 40 miða á þessa stórkostlegu tónleika og verður farið til London 29.
júlí og til baka 1. ágúst. Dvalið verður á hinu ágæta hóteli, Cropthome Tara, og hópurinn
verður undir fararstjórn Hans Kristjáns Ámasonar, sem þekkir borgina mjög vel, auk þess að
vera mikill listunnandi.
Fyrir tónleikana er farþegum okkar boðið í móttöku á Hilton hótelinu við Hyde Park, en
þaðan verður rölt út í Hyde Park, þar sem hlýtt verður á meistarann í tvær klukkustundir við
undirleik Philharmoníusveitar Lundúnaborgar.
Verðið fyrir þessa frábæm ferð er aðeins 48,900 kr.*
Auk tónleikana verður boðið upp á kynnisferð um London, heimsfræg söfn borgarinnar
heimsótt og margt fleira. Þá mun hópurinn snæða saman góðan kvöldverð að tónleikunum
loknum.
0 fl IN
.
AUSTURSTRÆTI 17(SÍMI: (91)622011 & 622200
*Innifalið í verði er flug, gisting,
flutningur til og frá flugvelli
ög aðgöngumiðar á tónleikana.
1 ERflAMIDST
,-r