Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 19
MORGUNESLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 19 -rri Gröf í kirkjugaróinum á Stóruborg. Bein voru illa farin og víóa voru grafir teknar hver ofan í aðra. Yfirleitt voru grafir syðst í garóinum kistulausar, en norðar voru kistur. Enginn þeirra sem upp voru grafnir 1978 hafói hand- leggi niður með síðum. Gæti þaó bent til þess að garðurinn hafi ekki verið gerður mjög snemma. Mjöll Snæsdóffir fornleifafræóingur: „Þaó hefur jafnmikla þýðingu að finna hluti sem fólk hefur týnt eða hent því þeir fræða okkur um hversdagslífið." skiptin, er dáin fyrir 1571, og bjuggu afkomendur hennar á Stóru- borg allt fram til 1700. Anna gift- ist um síðir Hjalta Magnússyni, en hvort hann var 15 árum yngri en hún eins og Jón Trausti hefur það í sögu sinni er ómögulegt að segja, því fæðingarártöl þeirra beggja eru ókunn. En vel getur verið að sonur þeirra tii dæmis hafi átt stúlku sem hét Anna. Auk þess voru „Önnurn- ar“ fjölmargar og gat því hver sem er átt snældusnúðinn. Ég bendi hins vegar oft á Önnu frá Stóruborg í sambandi við þessa sýningu því margir hafa lesið sög- una og fólki finnst gaman að tengja hluti við atburði.“ Mjólkursía og fisknet Brot úr sótugum pottum, brot af franskri flösku og ieirkeri fínu frá Suður-Þýskalandi fundust í eld- húsum húsfreyja, en Mjöll viður- kennir þó að mjólkursía úr melrót, afar heilleg, og bútur úr fiskneti séu hennar uppáhaldshlutir, „því það þarf heppni til að detta um þá“. Varðveisluskilyrði á svæðinu eru mjög góð og því fannst margt óVenj- ulegt eins og vefnaðarleifar og hlut- ir úr tré og leðri. Þarna er þessi fíni flókahattur, að vísu aðeins göt- óttur, og einhveijir höfðu tapað öðrum spariskónum sínum á mið- öldum og örugglega þótt miður því þéir voru í besta lagi. Naglar og brýni, þeir hlutir sem oftast fmnast á íslenskum bæjar- stæðum, voru á sínum stað, en stærsti hluturinn sem fannst er steinker úr móbergi. Það fannst grafíð í búrgólfi, sennilega notað til að geyma í matvæli. Sem sagt ísskápurinn. Aðeins eru hér nokkrir munir nefndir af þeim fímm þúsund sem fundust, en öll mannleg umsvif enda þó á sama staðnum. Brimið fletti af kirkjugarðinum á Stóru- borg árið 1969 og má ætla að graf- ir þar hafi vart verið færri en 150. Vitað er að kirkja var á Stóruborg, líklega fyrir árið 1200, en hún var aflögð um 1700. Bein í kirkjugarðinum voru afar illa á sig komin og ekki voru minj- ar um minnismerki á gröfum, leg- steina eða krossa. Grafir voru grunnar á miðöldum, oft ekki nema rúmur hálfur metri að dýpt. í mjög fáum gröfum sem grafnar voru upp árið 1978 voru ummerki um kistur og voru víða merki um að grafir hefðu verið teknar hver ofan í aðra. Það tók þrettán sumur að grafa upp úr bæjarhólnum og hafá rúm- lega þijátíu manns unnið við gröft- inn þegar allt er talið. Oftast var unnið í átta vikur í senn, stundum lengur. Framundan er tími úr- vinnslu og mun hann ekki vera skemmri en uppgröfturinn sjálfur. Mjöll er spurð hvaða þýðingu fundurinn hafi fyrir þjóðina og seg- ir hún, að fyrir þá sem vilji þekkja fortíð sína sé hann afar mikilvæg- ur. „Ég veit hins vegar ekki hvaða gildi hann hefur fyrir þá sem láta sig hana engu skipta. Én hér koma fram heimildir fyrir framtíð okkar og sögu.“ íslensk samtímalist á sýningu í Köln NÝLEGA var opnuð sýning á íslenskri samtímalist í Kölnischer Kunstverein í Köln. Sýningin er hluti stærra verkefnis á vegum 63 þýskra sýningarsala, þar sem ætlunin er að sýna samtímalist frá 20 Evrópulöndum. Yfirskrift þessa verkefnis er Kunst Europa. Val listamanna er í höndum for- stöðumanns Kölnischers Kunstver- eind, dr. Marianne Stockebrand. A sýningunni verða verk eftir Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Ingólf Arnarsson, Önnu Guðjóns- dóttur, Tuma Magnússon, Finnboga Pétursson og Rögnu Róbertsdóttur. Þjóðveijar munu borga þetta verkefni að hluta, en íslenska menntamálaráðuneytið, Eimskipa- félag Íslands og Vátryggingarfélag íslands hafa veitt þessu verkefni fjárhagslegan stuðning. Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sfmi: 91-624800 Þar sem útgáfa 7 af Macintosh-kerfishugbúnaði er væntanleg í byrjun næsta mánaðar bjóðum við eigendum Macintosh Plus-tölva sérstakt tilboð, sem gerir þeim kleift að nýta sér allar þær frábæru nýjung- ar sem Kerfi 7 býður. Tilboðið felst í minnisstækkun, harðdiski og Kerfi 7 á mun sérlega hagstæðu verði og góðum kjörum. Minnisstækkun eykur innra minni Plus-tölvanna úr 1 Mb í 2.5 Mb, sem er nægjanlegt fyrir Kerfi 7. Harðdiskurinn er hraðvirkur 40 Mb diskur frá hinu viðurkennda fyrirtæki Microtech. Einnig eru til Microtech-harðdiskar allt að 1.350 Mb. Hafðu samband við okkur sem allra fyrst til að færa Macintosh-tölvuna þína fram um eina kyn- slóð og gera hana enn skemmtilegri og fjölhæfari en áður. Tilboðið gildir aðeins á meðan birgðir endast. '17' erðið á Kerfi 7, minnisstækkun og 40 Mb harð- Vdiski er 59.100,- kr. en við bjóðum þetta allt á 49.600 kr. en staðgreiðsluverðið er aðeins 47.280,-kr 7 MUÞ jll -o _ÁN greiöslukjör til allt aö 1 2. mán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.