Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 29
ietíi uui. .þí H
MORGUNBLAÐIÐ
í/íija á*1*-iiitt:túrf. iL bh w l jr-4 GIGAJBUUO
ATVINNA/RAÐ/SMA SÚNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
2S
AUGL YSINGAR
Glerskurður
Óskum eftir að ráða mann, vanan glerskurði
og slípun. í boði eru góð laun fyrir réttan mann.
Upplýsingar í símum 680327 og 11386.
BLBBTBJ
Framtíðarstörf
Húsasmiðjan vill ráða starfsfólk í eftirtaldar
stöður:
• Smið, eða vanan afgreiðslumann, til
starfa í smávöru- og verkfæradeild.
• Við leitum að góðum starfskrafti til að
vinna við afgreiðslukassa hálfan eða all-
an daginn.
• Ræsting hálfan daginn í verslun okkar í
Skútuvogi.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
sendist rekstrarstjóra Skútuvogsversl-
unar fyrir 20. júlí.
Farið verður með allar umsóknir sem
. . trúnaðarmál og öllum svarað.
T»n HÚSASMIPJAN HV=
Skútuvogi, sími 687700
Ý
Smiðir
Smiðir, vanir mótauppslætti, óskast í vinnu
við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
Einnig vantar kranamann á byggingarkrana
svo og verkamenn.
Upplýsingar gefur Páll á staðnum í síma
611657.
ilfe
SH VERKTAKAR
Atvinnutækifæri
Viðskiptafræðingur, með langa reynslu á
sviði útflutnings- og innfiutningsverslunar og
rekstri iðnaðarframleiðslu, óskar eftir að
komast í samband við aðila, sem halda sig
geta nýtt slíka reynslu. Til greina kemur þátt-
taka í atvinnurekstri eða launað starf.
Með öll tilboð verður farið sem algjört trún-
aðarmál.
Svar sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt:
„Atvinnutækifæri - 1318“.
Auglýsingastofa
Við leitum að starfskrafti til skrifstofustarfa
frá 1. ágúst nk. Starfið fellst m.a. í móttöku,
símavörslu, gerð auglýsingapantana, rit-
vinnslu, vélritun, útskrift reikninga o.fl.
Umsóknir, ásamt uppjýsingum um aldur,
menntun og fyrri störí, óskast sendar á aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 23. júlí nk. merktar:
„A - 7268“.
Auglýsingastjóri
Fróði hf. vill ráða auglýsingastjóra að tímarit-
inu NÝTT LÍF, sem er eitt útbreiddasta tíma-
ritið á íslandi. Áhugavert starf, sem krefst
frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða. Af-
kastahvetjandi launakerfi sem býður upp á
góð laun fyrir dugmikinn og hugmyndaríkan
starfskraft.
Upplýsingar hjá Birni Jónssyni, markaðs-
stjóra, sími 685380.
Umsóknir berist fyrir 21. júlí 1991.
Fróðihf.
ÞJONUSTA
Rafvirkjameistari
Löggiltur rafverktaki getur bætt við sig verk-
um, stórum og smáum.
Upplýsingar í símum 41773 og 985-35565.
TILKYNNINGAR
Fósturforeldrar
Hin árlega útilega verður um verslunar-
mannahelgina á Jónasarvöllum sunnan við
Hafralækjarskóla í Aðaldal.
Upplýsingar í símum 97-71721 og 97-71887.
Tilkynning til gjaldenda
skipulagsgjalds í
Reykjavík
Gjaldendum vangoldins skipulagsgjalds er
bent á að skipulagsgjaldskröfum fylgir lög-
veðréttur í viðkomandi fasteign, sbr. 1. mgr.
35. gr. laga nr. 19/1964.
Verði vangoldin skipulagsgjöld álögð 1990
og 1991 eigi greidd fyrir 1. september nk.
mun, skv. 1. gr. laga nr. 49/1951, fyrirvara-
laust verða krafist nauðungaruppboðs á fast-
eignum þeim, er lögrétturinn næryfir, til lúkn-
ingar vangoldnum kröfum auk dráttarvaxta
og kostnaðar.
Tollstjórirm í Reykjavík.
Krabbameinsrannsóknir
Krabbameinsfélag íslands auglýsir styrki úr
rannsóknastjóðum Krabbameinsfélagsins
vísindaverkefna, sem tengjast krabbameini.
Umsóknir skulu berast á sérstökum eyðu-
blöðum, sem fást á skrifstofu félagsins að
Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. september.
Stefnt er að úthlutun styrkja í desember.
Krabbameinsfélagið.
%
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
í tilefni sjötugsafmælis Rafmagnsveitunnar
stendur yfir sérstök afmælissýning í Minja-
safni RR. Þar er m.a. virkjunarsaga Sogsins
rakin í máli og myndum.
Sýningarsalur safnsins er opinn almenningi
á sunnudögum frá kl. 14.00-16.00.
Skólanemendur, hópar og annað áhugafólk
geta pantað tíma til að fá leiðsögn um safn-
ið á öðrum tímum. Safnið er staðsett á ann-
arri hæð Aðveitustöðvar andspænis Raf-
stöðinni við Elliðaár.
Sími Minjasafns er 679009.
Hjólhýsi
Af gefnu tilefni vill embætti skipulagsstjóra
ríkisins koma því á framfæri að hámarks-
breidd á hjólhýsi er 2,50 metrar samkvæmt
vegalögum. Ætli eigandi að láta hjólhýsi
^standa lengur en einn mánuð utan skipu-
lagðra svæða, þarf hann að sækja um leyfi
byggingarnefndar viðkomandi sveitarfélags.
Á undanförnum árum hafa verið flutt inn og
seld sem hjólhýsi eða færanlegir sumarbústað-
ir timbur- og málmgrindarhús, sem eru um 3
metrar á breidd og allt að 10 metra löng. Slík
hús teljast ekki hjólhýsi heldur innflutt verk-
smiðjuframleidd hús, sem þarf að fara með
samkvæmt 13. gr. byggingarlaga nr. 54/1978
og gr. 3.4.9. í byggingarreglugerð.
Skipulag ríkisins,
Laugavegi 166, Reykjavík.
TIL SÖLU
Til sölu
umboðs- og heildverslun
Fyrirtækið þjónar aðallega matvöruverslun-
um og söluturnum. Framlegð fyrirtækisins á
árinu 1990 var kr. 22 milljónir.
Áhugasamir aðilar skili nafni og nauðsynleg-
um upplýsingum til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 25. júlí nk. merktum: „A - 151“.
Landmælingartæki
Sambyggður horna- og fjarlægðamælir,
ásamt speglum, talstöð o.fl. til sölu.
Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „GÓ - 3976“.
Til sölu bókalager
Lagerinn er 10.000 bindi í vönduðu bandi.
Um er að ræða fjölbreytt bókaval. Einkar til-
valið fyrir sölumenn, sem eru að fara um
landsbyggðina, eða bókamarkaði.
Nánari upplýsingar í síma 681001 á daginn,
40850 á kvöldin.
Tilsölu
Til sölu eru eftirfarandi tæki til verslunar-
reksturs:
1. Omron RS-3010 sjóðvélar.
2. Avery búðarvigtar með prentara. Nýyfir-
farnar.
3. Innkaupavagnar, 60 lítra.
5. Kassaborð, ýmist með einu eða tveimur
færiböndum.
Upplýsingar veitir Finnur Ingimarsson milli
kl. 13.00 til 17.00, sími 689459, Faxafeni 10
(kjallara).
HAGKAUP
ÝMISLEGT
WÓÐLEIKHÚSIÐ
Auglýsingar á leikhúsmiða
Þjóðleikhúsið óskar eftir tilboðum í auglýs-
ingar sem prentaðar yrðu á bakhlið aðgöngu-
miða næsta leikár. Til greina kemur að gera
samning fyrir allt leikárið eða hluta þess.
Tilboð óskast send Þjóðleikhúsinu, fyrir 1.
ágúst nk., merkt: „Auglýsingar".
Þjóðleikhúsið,
pósthólf 280,
121 Reykjavík.