Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ .SUNNUÍIAGrR 14. JÚLÍ ÍMÍ 33 íslenska fjölskyldan í Pasvik-dalnum; Solveig Ingebrigtsen og Arni Björn Haraldsson ásamt Vigdísi og Haraldi. Andreas var ekki heima er myndin var tekin. Árni Björn við einn af stólpunum á landamær- um Noregs og Sov- étríkjanna, gulur á norsku landi, rauður á þeirri hlió er snýr í aust- ur. vetuma er fjölskyldan mikið á gönguskíðum og Árni Björn lætur strákana draga sig á svigskíðunum aftan í vélsleða. Aðstaða til að iðka alpagreinar skíðaíþróttarinnar eru lélegar í Pasvik-dalnum og frekar um hæðardrög og ása að ræða en brattarfjallshlíðar. Á hverjum vetri liggur Ámi Bjöm úti í tjaldi sínu nokkrar helgar og veiðir físk í gegn- um ís á vötnum á fjöllum uppi. „Það er víst ábyggilegt að nóg er við að vera og ekki vandi að finna sér tómstundir. Við fömm mikið á fjöll og hér er spriklandi fiskur í hverri sprænu og hverju vatni,“ segirÁrni Björn. „Við veiðum aborra, geddu, sik, harr, lax, bleikju og urriða og einnig er hér nokkuð um gæs. Ég hef sagt að gamni mínu að þegar íslendingar tali um stærð laxa sinna í pundum tölum við um kíló, svo miklu stærri sé fiskurinn hér um slóðir. Þessu til stuðnings get ég nefnt að fyrir nokkrum ámm fékkst 36 kílóa lax á stöng úr Tana ánni hér skammt fyrir norðan. Lífríkið hér er mjög fjölskrúðugt og til dæmis gera skógarbimir sig heimakomna hér í dalnum. Á sumrin fömm við oft á sjóskíði á vatninu, sem getur orðið Veiðar á villibráð eru mikið stundaðar í Pa- svik-dalnum og í flestum ám og vötnum er sprikl- andi lax, silungur, gedda eða aborri og reyndar fleiri tegundir. allt að 20 stiga heitt. Vatnið í Pas- vik-ánni hitnar mjög við að fara í gegnum raforkuverin, sem eru sjö talsins á tiltölulega litlu svæði, 2 norsk og 5 rússnesk. I fyrravor fór ég með net út í ána og varð þá fyrir því óhappi að ís rak yfir lögnina og færði hana yfír miðlínu og yfír á rússneskt svæði. Ég hafði samband við norsku landamæraverðina og bað þá um aðstoð við að ná netunum. Þeir ræddu við rússneska kollega sína og nokkrum dögum seinna var ég kominn á skektunni minni út á ána. Að þessu sinni með fríðu föru- neyti rússneskra og norskra landa- mæravarða, sem voru á stórum báti, og í þessu alþjóðlega sam- starfi náðum við hluta netanna. Fólk eyðir frístundum sínum mjög í ýmiss konar útivist og þá jafnt vetur sem sumar. Hér er ein- staklega milt og gott veður á sumr- in eins og sést á því að meðalhiti íjúní er 10,8 stig, 14,4 stigí júlí og 12,3 stigí ágúst. Til samanburð- ar má nefna að meðalhiti í júní í Reykjavík er 8,6 stig, 10,6 íjúlí og 10,2 í ágústmánuði. Satt að segja sef ég helst ekki þessa þrjá björtu og blíðu mánuði. Kaldast verður hér í j anúar og febrúar þeg- ar hitastig er að meðaltali rúmlega 13 gráðu frost, en um frostmark í Reykjavík. Við erum svo sem í ýmsu öðru tómstundastarfi hér. Haraldur son- ur okkar er á kafí í grísk-róm- verskri glímu og er nýkominn með félögum sínum frá Murmansk. Samskipti á sviði menningar- og íþróttamála hafa alltaf verið tölu- verð við sveitarfélögin á Kolaskaga og þau hafa aukist með þíðunni í samskiptunum á síðustu árum. Svo má nefna að við hjónin erum í þjóð- dansahópi og höfum víða sýnt þessa gömlu norður-norsku dansa.“ í sveitarstjórn fyrir misskilning Fyrir nokkrum árum keyptu Árni og Sólveig jörð foreldra Sólveigar í Pasvik-dalnum. Þar heyjar íjöl- skyldan á hveiju sumri og selur bændum. Alls er jörðin 38 hektarar og ræktað land um 16 hektarar. Auk alls þessa er Árni á kafi í fé- lagsmálastússi og segir að gjarnan sé leitað til aðkomumanna um þess háttar, þó hann líti ekki á sig sein slíkan Iengur. Fyrsta kjörtímabilið sem hann hafði kosningarétt í Nor- egi var hann kjörinn í sveitarstjórn í Suður-Varanger, árið 1983. „Mér var eiginlega þröngvað til að fara í framboð og sætti mig svo sem við það þegar forysta Hægri flokksins hér setti mig í 36. sæti af 37. sætum á listanum. Lög um sveitarstjómarkosningar eru hins vegar þannig í Noregi að útstrikan- ir vega miklu þyngra en á íslandi og óvenju margir voru strikaðir út af listanum þannig að ég færðist alla leið upp í 9. sæti. Hægri flokk- urinn fékk 10 menn kjörna í sveitar- stjórn og ég var því inni fyrir mis- skilning vil ég segja. Setan í sveitarstjórninni kallaði á óhemju vinnu sem ég hafði ekki reiknað með, en ég reyndi að sinna eins og ég framast gat. Ég sat í fjölmörgum nefndum og fundir þessara nefnda og ráða voru allir haldnir í Kirkenes, sem er um 40 kílómetra héðan. Þetta var mjög lýjandi og ég notaði tækifærið til að koma mér út úr þessu eftir fjög- urra ára setu í kosningunum 1987. Ég sit í stjórn Hægri flokksins í sveitarfélaginu og hef því hönd í bagga um það hveijir fara á lista. Að svo stöddu hygg ég ekki á frek- ari frama í stjórnmálum, það er víst ábyggilegt,“ segir Árni Björn Haraldsson. Minning: Þórörn Jóhannsson loftskeytamaður Fæddur 28. júlí 1922 Dáin 5. júlí 1991 Og hvað er að hætta að draga andann annað er að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum, og ófjötraður leitað á fund guðs síns. (Kahlil Gibran) Föstudaginn 5. júlí andaðist á heimili sínu, Hagatúni 37, vinur okk- ar Þórörn Jóhannsson, eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm þann er að lok- um fór með sigur af hólmi. Þórörn var kvæntur Lovísu Hönnu Gunnarsdóttur. Áttu þau sonin Gunnar Þór og buggu sér friðsælt og fagui-t heimili í Hlíðartúni 37, enda allt sem þau lögðu hönd á gert af smekkvísi og vandvirkni. Ungur missti Þórörn móður sina, dvaldi hann löngum í æsku hjá móð- ur- og föðursystkinum sínum í Hrífu- nesi í Skaftártungu. Hann var mikið náttúrubarn, í Hrífunesi ræktaði hann skógarlund í heiðinni og var staðurinn honum einkar kær. Margar ferðir áttu þau hjón til að heimsækja systkinin í Hrífunesi meðan þau bjuggu þar. Hingað kom Þórörn á vegum út- varpsins við að koma upp endur- varpsstöð. Síðan sem endurvarps- stjóri. Var Brekkugerði þeirra fyrsta heimili. Það var gaman að koma til þeirra þar. Þótt húsakynni væru ekki stór var ætíð nóg pláss fyrir vini og kunningja. Eftir að þau hjón fluttu hingað tóku þau til við að rækta fagran skógarlund í landi Dilksness, ættarseturs Lovísu. Þórörn tók virkan þátt í mannlífi hér á Höfn, var einn af stofnendum Lionsklúbbs Hornafjarðar og gegndi hann þar formannsstarfí og fleiri störfum. Einnig var hann um tíma virkur í atvinnulífinu, var einn af hluthöfum í fiskverkunarfyrirtækinu Stemmu hf., var þar í forsvari og ýmsum trúnaðarstörfum. Trúlega var þó hestamennskan hans mesta áhugamál og félagsskap- ur henni tengdur, hann var á annan áratug stjórnarmaður í Hestamanna- félaginu Hornfirðingi og með í ákvörðunartöku um uppbyggingu aðstöðunnar á Fornustekkjavelli. • Margar góðar minningar streyma fram er vinir kveðja og verður þeim ekki öllum gerð skil í þessum fátæk- legu línum. Við minnumst skemmti- legra ferða á hestum, t.d. suður und- ir Eyjafjöll 1968, þegar öll vötn voru óbrúuð. Þar var Þórörn sannarlega á heimaslóð, átti allstaðar frændur og vini og nutum við góðs af því. Einnig ferð til Danmerkur 1977 á hestamót á Skiferen. Mikið var þá búið að hlægja og skemmta sér. Hann var skemmtilegur ferðafélagi, alltaf hress og kátur. Oft leit hann inn til okkar á morgnana og var þá mikið spaugað og hlegið. Hvergi undi Þórörn sér betur en heima, enda naut hann þar sérstakr- ar umhyggju, sólargeislinn hans Lovísa litla sem svo oft var hjá afa sínum, sonurinn Gunnar Þór, Guðný tengdadóttir hans, litli drengurinn þeirra, öll voru þau honum svo nærri, og hún Lóló er aldrei vék frá honum og annaðist hann til hinstu stundar af svo mikilli nærgætni og kærleika. Ykkur öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og Guð- rúnu Björnsdóttur tengdamóðir hans. Megi góður guð vera með ykkur öll- um. Sigrún og Guðmundur. Helga G. Sigurðar- dóttir - Kveðjuorð Fædd 13. desember 1934 Dáin 5. júlí 1991 Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Helga Guðrún Sigurðardóttir lauk þessari jarðvist eftir langa og stranga baráttu. Við mannanna börn skiljum ekki tilgang þjáningar- innar, en eitt er víst að hún Helga okkar óx við hverja raun. Á þessum erfíða tíma áttum við saman margar góðar stundir, sem geymdar verða í minningunni. Við vorum ungar stúlkur er við kynntumst og sú vinátta hélst alla tíð. Þegar við lítum til baka hrannast minningarnar upp og erfitt er að hugsa um Helgu án þess að tónlist komi upp í hugann svo tónelsk og fjölhæf sem hún var á því sviði, enda eru þær ómældar stundirnar sem við eyddum saman við söng og hljóðfæraslátt. Hugurinn leitar inn á Nauteyri, sem var henni svo kær, en þar áttum við einnig ljúfar stundir saman. Við hugsum með gleði og sökn- uði til saumaklúbbanna, spilakvöld- anna, kvöldanna sem við hjónin komum öll saman og gerðum okkur glaðan dag og svo ótal margs sem við tókum þátt í saman. Helga var virk í félagsmálum og ber þar hæst starf hennar í kvenfé- laginu Hlíf, en þar var hún meðal annars formaður í nokkur ár og ómældar eru stundirnar sem æft var heima í stofunni hjá henni fyrir „Hlífarsamsætið". Innilegar samúðarkveðjur send- um við ástvinum Helgu, sérstaklega eiginmanni, börnum og aldraðri móður. Helgu kveðjum við með Guðs blessun og óskum henni góðrar heimkomu. Birna og Stella.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.