Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 35

Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 35
35 v„'1T ‘ a,. |i fi yff^Bqg | ^ui T^or^t/ "- -; 11- t ! - ' •' i iisl « 1 /%**'*» i -ttv! tu.la/. >i; MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDÁGUR 14. JÚLÍ 1991 Stelpurnar að sulla í því sem eftir er af læknum góða. VINDASHLIÐ Verst að þurfa að fara að sofa á kvöldin Isumarbúðunum í Vindáshlíð eru 67 stelpur í senn í vikuflokkum, alls 10 flokkar, auk eins kvenna- flokks, sem er í lok starfsins í ág- úst. Svo góð aðsókn er að búðunum í Kjósinni, að allir flokkarnir eru yfírbókaðir. Sumarbúðirnar í Vindáshlíð eru reknar af KFUK í Reykjavík og eru þær Biddý, Halla, Magga, Ester, Guðrún og Nína foringjar á svæðinu ásamt forstöðukonunni Systu. í eld- húsinu ráða aftur á móti Sessa, Áslaug og Helga ríkjum. Morgun- blaðið leit við í Vindáshlíð fyrir nokkru og tók nokkrar stúlkur tali. Þær voru yfirleitt sammála um að einna skemmtilegast væri að vaða í læknum, þar sem hann væri svo heitur þessa daganna og auk þess lítið vatn í honum vegna þurrkana. Best væri ef það væru svolítið stærri pollar í honum, þá gætu þær lagst þar til sunds og þá fyrst yrði fjör á svæðinu. Þær voru einnig allar á þvi að þetta yrði ekki síðasta dvöl þeirra í Vindáshlíð. Allar ætluðu þær að koma aftur að ári og tilhugsunin væri ekki góð, að í fyllingu tímans kæmi að því að þær yrðu of gamlar til að vera gjaldgengar öðru vísi en að koma í „einhverjum konuflokki". Þær ætluðu ekki að breytast í konur alveg strax. Þessar kátu stúlkur voru reyndar búnar að finna út úr þessu, þær ætluðu einfaldlega að vinna við búðirnar og geta þannig haldið áfram að koma aftur og aftur. En er ekkert leiðinlegt í Vind- áshlíð? Jú, eitt. Það er að í lok hvers dags þurfi endilega að koma kvöld og nótt. Það er nefniiega svo skemmtilegt og um svo margt að tala er dagur sé að kvöldi kominn að helst vildu þær ekki fara að sofa. Foringjarnir gæfu þeim hins vegar engan frið og skipuðu þeim í háttinn og þá flnndu þær að þeir hefðu rétt fyrir sér, því svefninn kæmi óðar og gómaði þær. pþ. ORÐUR Júlíus Hafstein heiðraður Staðalbúnaður í Suzuki Vitara JXIXLIXLLLLI Framkvæmdastjórn íþrótta- bandalags Reykjavíkur sam- þykkti nýlega að sæma Júlíus Haf- stein formann Iþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur gullstjörnu bandalagsins fyrir framgöngu sína í íþróttamálum um langt árabil. í máli Ara Guðmundssonar formanns ÍBR kom fram, að sem dæmi um eljusemi Júlíusar þá hefði hann er hann tók við formennsku í ITR spurt framkvæmdastjórn ÍBR hvað teldist mest aðlaðandi varðandi íþróttamannvirki í borginni. Svarið var: gervigrasvöllur á Hallarflöt- inni. Haustið 1984 var þessi völlur opnaður til afnota fyrir knatt- spyrnudeildir félaganna í Reykja- vík. Síðan vann hann að og fékk verulegar hækkanir á ramlögum til byggingarframkvæmda félaganna og síðustu árin fengið rekstrarfram- lög til Reykjavíkurfélaganna stór- aukin. Ari rakti enn fremur langan feril Júlíusar í íþróttageiranum, liann var varaformaður IR 1970 til 1974, formaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur 1973 til 1975 og for- maður HSÍ 1978 til 1983. Ilann sat í framkvæmdastjórn ÍBR 1974 til • 1.6 I 80 ha vél með rafstýrðri bensínsprautun • 5 gíra með yfirgír eða 3ja gíra sjálfskipting • Samlæsing hurða • Rafmagnsrúðuvindur • Rafstýrðir speglar • Snertulaus kveikja • Vökvastýri • Veltistýri • Halogen ökuljós með dagljósabúnaði • Þokuljós að aftan • Útvarpsstöng • Gormafjöðrun á öllum hjólum • Diskahemlar að framan, skálar að aftan • Grófmynstraðir hjólbarðar 195x15 • Varahjólsfesting • Snúningshraðamælir • Klukka • Vindlingakveikjari • Hituð afturrúða • Afturrúðuþurka og sprauta • Kortaljós • Fullkomin mengunarvörn, (Catalysator) • Samlitir stuðarar, hurðar- húnar og speglar • Vönduð innrétting • Litaðar rúður • Sílsahlífar • Eyðsla frá 8.0 I á 100 km • Verð 5 gíra: 1.388.000 stgr. Sjálfskiptur: 1.473.000 stgr. Til afgreiðsiu strax. $ SUZUKI —**•*------------------ SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 • SÍMI 68 51 00 Bergur Arnbjörnsson fyrr á árum, með stórveiði snemma sumars úr Víðidalsá. STÓRLAXAR 1978 og formaður þess árin 1984 til 1988. Hann var kosinn í íþróttar- áð Reykjavíkur 1978 og frá árinu 1982 hefur hann verið formaður ÍTR. Yar stærsti stangarveiddi laxinn alls ekki stærstur? Suzuki Vitara jbd 3ja dyra lipur og öflugur lúxusjeppi * » Inýútkomnu hefti af tímaritinu „Veiðimaðurinn" er lítið grein- arkorn eftir tæplega níræðan heið- ursmann af Akranesi, Berg Arn- björnsson þar sem hann lýsir þjóð- sagnakenndum veiðiferðum hér fyrr á árum. Þar stendur meðal annars að Bergur telji sig hafa veitt þann stærsta lax sem veiðst hefur hér á landi á stöng, 41,5 punda lax, trú- lega árið 1920 eða 1921 norður í Vatnsdalsá. Laxinn hafí ekki verið veginn fyrr en tveimur dögum síðar. Þar sem löngum hefur verið talað urn að stærsti stangarveiddi laxinn á íslandi hafi verið 38,5 punda lax sem Kristinn heitinn Sveinsson veiddi fyrir mörgum árum austur á Iðu, hafði Morgunblaðið samband við Berg og spurði hann nánar út í meint íslandsmet sitt. „Eg sagði formanni Stangaveiði- félags Reykjavíkur frá þessum laxi mínum og satt að segja skiptir það mig engu máli hvort mér er trúað eða ekki. Lax þennan veiddi ég og hann var 42 pund en ekki 41,5 eins og stendur í Veiðimanninum,“ sagði Bergur. Laxinn veiddi Bergur í Vatnsdalsá í lok ágúst og tók hann maðk. Þetta var mjög leginn fiskur og auk þess veginn tveimur sólar- hringum síðar eins og fram hefur Morgunblaðið/Árni Sæberg Júlíus Hafstein tekur við gull- stjörnunni úr hendi Ara Guð- * mundssonar. komið. Þetta hefur því bæði verið nokkuð þyngri lax nýveiddur svo ekki sé minnst á hvað hann gæti hafa vegið nýrunninn í sumarbyijun forðum. Því miður, segir Bergur, var ekki myndavél við höndina, „en þeg- ar ég ók suður þá stoppaði ég í Hreðavatnsskála þar sem var hótel. Veitingamaðurinn varð svo ólmur er hann sá fiskinn að hann heimtaði að fá að sýna gestunum hann. Það fékk hann og hann staulaðist um allt hús með ferlíkið," segir Bergur. En var laxinn ekki erfiður, svona ferlega stór? Jú, þannig að ég stóð á hálum móbergsstalli og átti erfitt um vik. Hann Þorsteinn heitinn í Litlu Mið- stöðinni var með mér og ég sendi hann í bílinn eftir ífæru og það auð- veldaði mjög við löndunina. Laxinn tók löng strik, en stökk aldrei. Eg fann að það var vel fast í honum og þar sem ég var með sterkar græj- ur, tók ég vel á honum. Viðureignin tók svona tæpa klukkustund. En blessaður vertu, laxinn var svo stór í þessum ám í gamla daga, þetta er allt öðru vísi nú til dags. Eg veiddi til dæmis í 30 ár í Víðidalsá og veit ekki hvað ég veiddi marga laxa, hundruð, svo góð var áin. Ætli það hafí verið nema svona 15 smálaxar þar af eða svo. Það var hreinasta undantekning ef það veiddist lax sem var minni en þetta 10 til 14 pund. Mikinn íjölda laxa um og yfír 20 pundinn veiddi ég og þó nokkra um og yfir 30 pund. En þessi bolti var lang stærstur," segir Bergur. En þetta er þá stærsti laxinn og Iðulaxinn er þá númer tvö eða hvað? „Nokkrum árum áður en ég veiddi minn lax veiddi Englendingur lax í Víðidalsá sem var 46 „libs“, eða ensk pund. það er ekki óáþekkur lax og ég veiddi. Ekki hef ég heyrt um stærri laxa veidda á stöng,“ segir Bergur Arnbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.