Morgunblaðið - 21.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1991, Blaðsíða 11
,, ,MqqGyNBiA9iÐ Hugmyndir þeirra hlutu þó dræmar undirtektir hjá Serbum og þá ekki síður hjá sambandshernum þar sem Serbar hafa mest ítök. Vestrænar ríkisstjórnir reyndu einnig að draga úr þeim kjark. Þeim var glögglega gefið til kynna að á Vesturlöndum væri eindreginn vilji fyrir einingu Júgóslavíu. George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í mars sl. að Bandaríkjamenn „myndu ekki verðlauna" þá sem tækju einhliða ákvörðun um úrsögn úr ríkjasambandinu. Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, James Baker, sagði að Bandaríkjastjórn myndi ekki „undir nokkrum kringumstæð- um“ viðurkenna sjálfstæði iýðveld- anna tveggja. Þessar yfiriýsingar urðu ekki til að draga kjark úr Slóv- enum og Króötum en ýmsir af yfir- mönnum Júgóslavíuhers drógu þær ályktanir að yfirvöld á Vesturlönd- um myndu ekki vera mótfallin — myndu jafnvel verðlauna herinn fyrir að grípa til nauðsynlegra að- gerða til að halda ríkinu saman. En leiftursókn sambandshersins fór ekki eins og yfirmenn hans höfðu áætlað. Andspyrna Slóvena reyndist mun harðari en búist hafði verið við. Varnarsveitir þeirra voru að verja eigið land og nutu við það óskoraðs stuðnings íbúa þess. Þær nutu einnig góðs af því að hafa hrakið á brott sveitir sambands- hersins á síðasta þegar kommúnist- ar hrökkluðust frá völdum í Slóv- eníu en um 40% af búnaði þeirra var haldið eftir. Vesturveldin lögðu heldur ekki blessun sína yfir árás- irnar þegar til kom. Þau fordæmdu hernaðaraðgerðirnar og byijuðu jafnvel að tala um viðurkenningu á sjálfstæði Slóveníu og Króatíu. Yfirvöld sambandsríkisins hafa hvað eftir annað bælt niður tilraun- ir aðskilnaðarsinna. I síðasta mán- uði komu Serbar í veg fyrir að Stipe Mesic, króatískur þjóðernissinni, tæki við formennsku í forsætisráð- inu en fulltrúar lýðveldanna sex og sjálfsstjórnarhéraðanna tveggja skiptast á að sitja í formannsstóln- um, hver í tólf mánuði í senn. Serb- ar héldu því fram að það væri óðs manns æði að fela framtíð ríkisins í hendur manni sem ætti sér það takmark æðst að leysa það upp. •Samkvæmt stjórnarskránni er for- maður forsætisráðsins æðsti maður sambandshersins. Meðan ráðið var formannslaust var herinn jafnframt án yfirmanns. Hann er er nú undir stjórn Mesics, að nafninu til a.m.k. Slóvenía á ekki landamæri að Serbíu og þar býr aðeins óverulegur fjöldi Serba. Hættan á raunveru- legri borgarastyijöld er hins vegar í Króatíu þar sem stór minnihluta- hópur Serba er aigjörlega andsnú- inn sjálfstæði lýðveldisins. Serbar í Króatíu, sem eru um 600.000 tals- ins eða um 12% íbúa lýðveldisins, hafa reyndar einnig lýst yfir sjálf- stæði og stofnun lýðveldisins Kraj- ina. Þá hafa Serbar í Bosníu lýst því yfir að þeir tilheyri Krajinu og gæti sú yfirlýsing haft í för með sér að hinir fjölmörgu Króatar sem í lýðveldinu búa færu að gera kröf- ur um sjálfstæði. Upphæðir eru í ÍSK % af útflutnings- verðmætum Þjóðarframleiðsla á nef hvert Meðaltekjur á mánuði Slóvenía 29% 801.000 34.100 Króatía 21% 455.000 32.800 Vojvodína 8% 434.000 28.200 Serbía 21% 317.000 27.100 Svartfjallaland 2% 254.000 23.700 Bosnía-Herzegóvína 14% 230.000 23.400 Makedónía 4% 213.000 19.200 Kosovo 1% 97.000 16.300 Slóvenar fagna sjálfstæðisyfir- lýsingu áður en sambandsherinn réðst til atlögu. Örlög sambandslýðveldisins gætu allt eins ráðist í Krajinu eins og Slóveníu. Serbar hafa stutt að- skilnaðarsinna í Krajinu og hótað því að Serbar lýsi yfir sjálfstæði á öllum landsvæðum þar sem þeir eru í meirihlúta ef ríkjasambandið leys- ist upp. Til að styggja ekki yfirvöld í Belgrad var sjálfstæðisyfirlýsing Króata hógværari en yfirlýsing Slóvena og gerði t.d. ekki ráð fyrir Sambandshermaður styður særðan félaga sinn á engi í Slóv- eníu. yfirráðum Króata yfir landamærum lýðveldisins. Svo virðist sem það hafi verið ein ástæða þess að sam- bandsherinn gerði ekki árás í Kró- atíu — að þessu sinni. Aðalástæðan hefur þó sennilega verið sú að Slóv- enar virtust mun auðveldara fórnar- lamb en Króatar. Þeir eru innan við tvær milljónir og allir saman- komnir á tiltölulega litlu landsvæði. Júgóslavíuher hefur á að skipa 180.000 hermönnum. í heimavarn- at'liði Slóveníu eru aðeins 300 menn í fullu starfi þótt Slóvenar haldi því fram að þeir geti kallað til 70.000 menn, þar af 40.000 undir vopnum. Það er ýmislegt sem hindrar Slóvena í því að öðlast sjálfstæði fyrir utan það hversu Serbar eru staðráðnir í að halda þeim innan ríkjasambandsins. Serbar vilja ekki að Slóvenar hirði tollatekjur af landamærastöðvum og skilji eftir sinn hluta af þjóðarskuldum Júgó- slava sem nema rúmlega þúsund milljörðum ÍSK. Önnur hindrun er sambandsherinn. A.m.k. tveir þriðju hlutar yfirmanna hans eru Serbar og frá stofnun hersins hefur eitt aðalmarkmið hans verið að halda ríkinu saman. Ef ríkjasambandið leysist upp þá leysist herinn upp líka. Serbar muna enn þegar Króatía var leppríki nasista í síðari heims- styijöldinni og króatískir nasistar, svokallaðir ustashar, myrtu mörg hundruð þúsund Serba og gyðinga. Vladimir Dedijer, sem ritaði ævi- sögu Titos, gaf út bók um ógnar- verk ustasha árið 1988. Tito hafði bannað alla umræðu um þau og þetta var í fyrsta skipti sem það bann var brotið. Dedijer segir frá því að u.þ.b. 800.000 Serbar, gyð- ingar og sígaunar hafi verið myrtir af ustöshum á þeim fjórum árum sem leppríkið var við lýði. í hefndar- skyni hafi skæruliðar Titos drepið u.þ.b. 400.000 Króata í stríðinu og eftir það. Engin evrópsk þjóð missti hlutfallslega jafn marga þegna í síðari heimsstyijöldinni eins og Júgóslavía, að Pólveijum einum undanskildum. Það sorglega við þá staðreynd er að flestir féllu af völd- um annarra Júgóslava. Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og þú veist alltaf hvar þú stendur ÞJOIMUSTU SIIVIIIMIM - BEIIM LIIMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.