Morgunblaðið - 21.07.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA/RAÐ/SMÁ M&imm
21. JÚLÍ 1991
23
Kennarar
l AUGLYSINGAR
Mosfellsbær
- atvinna
Kennara vantar að Steinsstaðaskóla í Skaga-
firði. Tilvalið fyrir hjón. Almenn kennsla,
handmennt, sérkennsla og kennsla yngri
barna. Steinsstaðir eru 10 km (bundið slit-
lag) frá hringvegi, hitaveita á svæðinu og 2
km í næstu verslun. Sundlaug er við skólann.
Nemendum, sem eru um 50, er ekið dag-
lega. Hálfsdagsmötuneyti er í skólanum.
Húsnæði fyrir kennara er í nýjum einbýlishús-
um. Daggæsla. Ókeypis flutningur innan-
lands er í boði.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 95-38033
og 985-32538, formaður skólanefndar í síma
95-38018, og oddviti í síma 95-38068 eða
95-38035.
Sölumaður
sjávarútvegur
Fyrirtæki í þjónustu við útgerð og fiskvinnslu
óskar eftir starfsmanni sem þekkir til í þess-
um greinum.
Starfslýsing: starfið er fjölbreytt. Fyrst og
fremst er um að ræða sölu á vörum fyrirtæk-
isins, en einnig starf á skrifstofu og lager.
Viðkomandi myndi hafa samskipti við mikinn
fjölda viðskiptavina víða um land og sjá að
nokkru um erlend bréfaskipti varðandi pant-
anir o.fl.
Við leitum að starfsmanni sem:
- Hefur frumkvæði, er hugmyndaríkur og
sjálfstæður í störfum.
- Hefur þekkingu á sjávarútvegi, mætti
gjarnan hafa verið til sjós og kunnað því vel.
- Hefur haldgóða menntun og/eða reynslu.
- Hefur gott vald á ensku, eigin bíl til um-
ráða og er á aldrinum 25-40 ára.
Starfið er laust strax eða eftir nánara sam-
komulagi. Byrjunarlaun eru kr. 140.000 á
mánuði. Umsókn með greinargóðum upplýs-
ingum skal skila til augýsingadeildar Mbl.
eigi síðar en 26. júlí, merkt: „Sjávarútvegur
- 7273“. Farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál.
Óskum að ráða starfsmenn í eftirtalin störf
á bensínstöð okkar í Mosfellsbæ: kassamað-
ur, bensínafgreiðslumaður.
Stundvísi, reglusemi og þægileg framkoma
eru nauðsynlegir eiginleikar viðkomandi
starfsmanna. Bæði störfin henta.jafnt konum
sem körlum.
Nánari upplýsingar gefur yfirmaður bensín-
stöðva milli kl. 9 og 12 mánudaginn 22. júlí
nk. í síma 689800.
Olíuverslun íslands hf.
HflNS PETERSEN HF
Verslunarstjóri
Óskum að ráða verslunarstjóra til starfa í
verslun Hans Petersen hf. Lynghálsi 1.
Við leitum að manni til að stjórna daglegum
rekstri verslunarinnar, reynsla af verslunar-
stjórn æskileg. Þekking og áhugi á framköll-
un og Ijósmyndun æskileg. Vinnutími 8.45-
18.00 mánud.-föstud. Laust strax.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar: „Verslunarstjóri" fyrir 27. júlí nk.
Hagva agurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík [ Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
TCIÍM KRISTNESSPÍTALI
■ -----------------------------
Lausar stöður
hjúkrunarfræðinga
Deildarstjóri óskast á hjúkrunardeild okkar.
Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár frá
og með 1. ágúst að telja eða eftir nánara
samkomulagi.
Vegna vaxandi starfsemi á endurhæfingardeild
okkar vantar okkur hjúkrunarfræðinga til starfa.
íbúðarhúsnæði og barnaheimili á staðnum.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-31100.
Kristnesspítali.
Lausar stöður
við grunnskóla íVestfjarðaumdæmi:
Skólastjórastaða við Grunnskólann í Bolung-
arvík, umsóknarfrestur til 9. ágúst.
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við
Grunnskólann í Tálknafirði framlengist til 2.
ágúst.
Umsóknarfrestur um eftirtaldar stöður
grunnskólakennara framlengist til 2. ágúst:
Grunnskóla Bolungarvíkur, meðal kennslu-
greina sérkennsla.
Grunnskólann Tálknafirði
Grunnskólann Bíldudal
Grunnskólann Þingeyri
Grunnskólann Suðureyri
Grunnskólann Súðavík
Grunnskólann Broddanesi
Lausar eru til umsóknar við Fræðsluskrif-
stofu Vestfjarðaumdæmis staða forstöðu-
manns Ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu á
Vestfjörðum og staða talkennara. Hvort
tveggja með aðsetur á ísafirði eða nágrenni.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst.
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis.
H| BORCARSPÍmiNW
^ Hjúkrunarfræðinga
vantar nú þegar á öldrunardeildir. Vinnutími
og starfshlutfall samkomulag. Aðstoðar-
deildarstjórastöður lausar.
Upplýsingar gefur Anna Birna Jensdóttir
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 696358.
Aðstoðarfólk
vantar nú þegar á slysa- og sjúkravakt.
Vaktavinna.
Upplýsingar gefur Svanlaug Skúladóttir
hjúkrunarstjóri í síma 696650.
Hjúkrunarritara
vantar á lyflækningadeildir í 50-60% störf
frá 15. ágúst og 1. september bæði fyrir og
eftir hádegi.
Upplýsingar um störfin eru gefnar á skrif-
stofu hjúkrunarforstjóra í síma 696351.
Starfsmenn
vantar í rúmaþvott og ýmis aðstoðarstörf á
skurðlækninga- og lyflækningadeildum hálf-
an daginn, strax og frá 15.ágúst.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrun-
arforstjóra í síma 696351.
Sjúkraliða
vantar á gjörgæsludeild. Vaktavinna.
Upplýsingar gefur Kristín Gunnarsdóttir
deildarstjóri í síma 696336.
Læknaritara
vantar á nokkrar deildir spítalans nú þegar
eða í haust.
Upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma
696204.
Gæðavottun
Vottun hf. auglýsir eftir starfsmanni til að
leiða starfsemi félagsins.
Um er að ræða nýtt félag í eigu aðila í sjávar-
útvegi, iðnaði, verslun og þjónustu. Hlutverk
starfsmannsins verður að vinna að uppbygg-
ingu þekkingar á úttektum og vottun gæða-
kerfa fyrirtækja og byggja upp .skipulag
slíkrar þjónustu fyrir íslensk fyrirtæki í sam-
ræmi við EN-45000 og ISO-9000 staðlana
og aðrar reglur sem gilda um vottunarstarf-
semi.
Starfsmaðurinn verður sendur í þjálfun er-
lendis á vegum fyrirtækisins í úttektum á
gæðakerfum fyrirtækja samkvæmt ISO-9000
stöðlunum.
Leitað er að verkfræðingi eða manni með
sambærilega menntun og minnst 4 ára
starfsreynslu. Hann þarf að hafa góða mála-
kunnáttu og vera vel að sér í rekstri fyrir-
tækja. Æskilegt er einnig að hann hafi
trausta þekkingu og reynslu í gæðastjórnun.
Viðkomandi þarf að hafa stjórnunarhæfileika,
vera opinn og eiga gott með að setja sig inn
í verklag og skipulag fyrirtækja. Hann þarf
að geta starfað í fullum trúnaði við fyrirtæk-
in og geta að þjálfun lokinni lagt sjálfstætt
mat á gæðakerfi þeirra og skorið úr um at-
riði hjá fyrirtækjunum, sem standast ekki
kröfur.
Boðið er upp á spennandi og nýtt starf í
nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf í Ijósi
nýrra strauma í alþjóðlegum viðskiptum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsreynslu, sendist auglýsingadeild
Mbl. fyrir 1, september, merktar: „Vottun hf.“.
Bókarar
Óskum eftir að ráða bókara nú þegar hjá
eftirtöldum aðilum:
1. Húsgagnainnflytjanda í Reykjavík.
Fjármálastjórn og bókhaldsstörf (Ráð),
innheimta og áætlanagerð. Aðeins koma
til greina aðilar með mikla reynslu af ofan-
greindu.
2. Fyrirtæki í ferðaþjónustu. Starf í 1 ár.
Aðalbókari sem annast öll bókhaldsstörf
(Alvís), afstemmingar og frágang til end-
urskoðanda. Yfirumsjón með bókhalds-
deild og eftirlit með tölvu (IBM 36).
Reynsla skilyrði.
3. Prentsmiðju í Kópavogi. 60-70% bók-
halds- og skrifstofustarf við útskrift reikn-
inga, merkingu fylgiskjala (Opus), innslátt
bókhaldsgagna, launabókhald og vinnu
við tilboðagerð ásamt öðru tilfallandi.
Sjálfstætt starf sem krefst reynslu og
nákvæmni.
4. Opinberri stofnun. Starf í bókhaldsdeild
við merkinu fylgiskjala, undirbúning
skráningar ásamt afstemmingum. Leitað
að töluglöggum starfsmanni með undir-
stöðuþekkingu á bókhaldi. Vinnutími frá
kl. 8-16.
Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skóla^'úrdustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355