Morgunblaðið - 21.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1991, Blaðsíða 12
}ife ffiGi Uúl IS HjlOAniWMDK QIÚAJiiMIí;)H(iW': MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 21. UULI 1991 JIIGOSLAVIA Hingoð til hðfum við bora verið Júgóslovor - núno erumvii allt í einu Slóvenor, Króntnr og Serbnr Helena Dejak íslendingar og Slóvenar um margt líkir Alveg frá því ég var lítil man ég eftir að talað var um að Slóven- ar væru búnir að borga nógu lengi til Suður-Júgóslavíu og það hefur verið talað um sjálfstæði í mörg ár. Við erum öðruvísi, hugsum öðruvísi og höfum önnur trúarbrögð. Mataræði Slóvena er líkt því sem tíðkast í Austurríki og Þýskalandi en Serbar borða sterk- ari og kryddaðri mat. Þar að auki eru tungumálin og menningin ólík. Þegar maður ber saman þá getur maður sagt að Serb- ar séu opnari og blóðheitari. Slóven- ar eru miklu íhaldssamari. Þeir vinna mikið og skemmta sér mikið. Mér hefur alltaf fundist að íslendingar og Slóvenar eigi mikið sameiginlegt. Þegar ég kom hingað árið 1974 komst ég að því hve langan tíma það tekur að kynnast fólki. Svo þegar það gerist þá er maður bókstaflega tekinn inn í fjölskylduna. Svona er þetta líka í Slóveníu. Slóvenar eru hræddir um að hafa sært stolt Serba. Einkenni íbúa suð- urlanda er að ekki má bijóta þá nið- ur, þeir verða alltaf að vera númer eitt og þeir hefna sín. Slóvenar eru. harðari. Þeir geta tekið gagnrýni. Héðan af verður ekki aftur snúið. Slóvenar standa vel saman. Þeir eru ákveðnir í að öðlast sjálfstæði og þeir eru tilbúnir að beijast fyrir því. Ef fólk vill vera sjálfstætt þá verður það að fá að vera það. Þetta er eins og í hjónabandi — það er ekki hægt að þvinga fólk til að búa saman ef það vill það ekki. Ég var mjög hissa þegar Bandaríkjamenn og Evrópu- bandalagið ákváðu að styðja ekki Slóvena. Með því voru þeir að gefa Serbum leyfi til að gera innrás. Ég held að ástandið eigi eftir að versna áður en það batnar aftur. Nú þarf að byija uppbygginguna á grunnin- um. Fólk þarf að takast á við vanda- málin. | Ég held að aðalvandamálið í heim- inum sé þáð að allir hugsa meira og meira um sjálfa sig og að fólk talar I ekki saman. Allt of lítið tillit er tek- ; ið til annarra. Þetta tillitsleysi byijar meðal fárra, t.d. innan fjölskyldunn- ar, svo færist það yfir á heiminn. Alllr hafa eitthvað að segja en fólk vill ekki hlusta hvað á annað. Jani Zilnik: — Samkomulag næst aðeiris meö aóstoi að utan Miklar breytingar hafa orðið í Júgóslavíu á síðustu 2-3 árum en það eru ekki allir jafnhrifn- ir af þeim. Yfírmenn í hemum eru Serbar og þeir eru hræddir um að missa völdin ef of miklar breytingar verða. Þær eru hins vegar óhjá- kvæmilegar því ekki er hægt að neyða fólk, sem er jafn ólíkt og íbú- ar Júgóslavíu, til að búa saman. Sambandsherinn kom ekki af fullu afli inn í Slóveníu. Það átti bara að hræða Slóvena því enginn átti von á svo öflugri mótspyrnu sem raun bar vitni. Nú eru Slóvenar hræddir við hótanir hersins og treysta honum alls ekki. Ef Slóvenía öðlast sjálfstæði þá verða Slóvenar að fá eigin gjaldmið- il og auka þarf útflutning því stærsti markaður fyrir vörur þeirra hefur verið hinn hluti Júgóslavíu. Eftir að Slóvenar studdu Albani í Kosovo settu Serbar viðskiptabann á slóv- enskar vörur í Serbíu. Það á sinn þátt í versnandi efnahagsástandi í Slóveníu. Eftir að sjálfstæði er feng- ið þá verður lífið erfítt í þijú til fjög- ur ár en svo fara hlutirnir að skána. Það hefur alltaf verið erfítt fyrir Slóvena að eiga við Serba því þeir hafa alltaf meirihluta í forsætisráð- inu. Af þeim ástæðum hafa Slóvenar ekki trú á sam- bandslýðveldinu. Þar að auki stela Serbar frá Seðla- banka Júgóslavíu og veija fénu án samráðs við önnur yfírvöld annarra lýðvelda. Það sem Slóven- ar sækjast eftir fyrst og fremst er efnahagslegt sjálfstæði. Bandaríkja- menn munu viðurkenna sjálfstæði Slóveníu ef aðskilnaðurinn fer frið- samlega fram en það verður ekki án utanaðkomandi hjálpar. Sameinuðu þjóðirnar eða Evrópubandalagið verða að skerast í leikinn og senda samninganefndir til að standa fyrir viðræðum milli deiluaðila. Ég veit ekki hvernig þetta fer að lokum en vona það besta. Úros Ivanovic Margir kommúnistar eins og úlfar í sauðargæru r Eg fæddist í Svartfjallalandi en fluttist til Slóveníu árið 1956 þar sem ég gekk í hótelskóla og lék knattspymu. Ég á skyldmenni á báð- um stöðum og þekki^ stöðu mála vel. í byijun var erfitt að búa þar, tungumálið er öðruvísi _ og fólkið ólíkt. Á þessum tíma var mikill uppgangur í iðnaði í Slóveníu en fólkið er óhemju duglegt og í dag lifir það góðu lífi, sérstaklega N-Slóvenar. Júgóslavíustjórn gerði mikil mis- tök með þvf að senda herinn til Slóv- eníu. Fyrir 26. júní vissu allir að Silóvenar og Króatar vildu sjálfstæði. Fyrir fjórum mánuðum sagði Ante Markovic forsætisráðherra að það væri í góðu lagi en svo þegar þeir gerðu alvöru úr því þá voru ungir og óreyndir hermenn sendir til Slóv- eníu og þeir gáfust bara upp. Þeir kunna ekki að beijast. Júgóslavneski herinn var ekki að gera alvöru árás, það áttí bara að hræða Slóvena svolítið. En á þessum fjórum mánuð- um sem liðu keyþtu Slóvenar vopn fyrir 40.000 manns. Þeir voru búnir að ákveða að beijast og þeir voru tilbúnir til þess. Margir hermann- anna sem komu til Slóveníu voru frá borgum á svæðinu. Þeim var ætlað að beijast við nágranna sína og það gengur ekki. Enginn sigurvegari stendur uppi eftir þessi átök. Júgóslavar skulda Alþjóðagjald- eyrissjóðnum 17 milljarða Banda- ríkjadala. Slóvenar neita að borga, þeir vilja bara verða sjálfstæðir. Eg er fylgjandi því að Slóvenar fái sjálf- stæði en það á ekki að gerast með vopnavaldi. Þeir sem helst eru mót- fallnir sjálfstæði Slóvena og Króata eru gamlir kommúnistar. Vel var gert við þá, þeir fengu góð hús, hærri laun en aðrir o.s.frv. Þeir eru ekki tilbúnir til að neita sér um þæg- indin sem þeir eru orðnir vanir. Margir þeirra sem nú þykjast vera lýðræðissinnar voru í ábyrgðarstöð- um í kommúnistaflokknum. Um alla Júgóslavíu eru kommúnistar eins og úlfar í sauðargæru. Eftir 1946 flutti 1,6 milljón Júgó- slava úr landi. Margir þeirra vildu ekki búa við einræði Titos. Þeir sem fæddust eftir 1950 hugsa allt öðruvísi. Þeir sjá Vestur-Evrópu og halda að þar sé allt gott. Lýðræðis- hreyfingin hefur teygt sig til Júgó- slavíu en við getum ekki breytt kerf- inu á einni nóttu. Stærsta vandamálið er milli Kró- ata og Serba. Þeir hafa búið saman í friði í Króatíu í 40-50 ár en eru allt í einu orðnir óvinir. Þetta er ekki komið frá fólkinu sjálfu, þetta er allt komið frá stjórnmálamönnum. 760.000 Serbar búa í Króatíu. Það sem gerðist í Slóveníu er bamaleikur á móts við það sem á eftir að gerast ef átök bijótast út milli Serba og Króata. Ef Slóvenía segir sig úr ríkjasam- bandinu þá er Júgóslavía ekki til lengur. Lýðræði verður ekki skapað af flokkum eða leiðtogum, fólkið sjálft verður að standa á bak við raunverulegt lýðræði. Stjórnmála- menn segja ýmislegt sem þeir standa ekki við, við þekkjum það nú hér á íslandi líka. Munurinn er sá að ís- Iendingar hlæja að því en í Júgó- slavíu grætur fólk. Marjan Zak Erfiileikar breyta alltaf afstöiu fólks að er alveg sama hvert er litið. Þegar erfiðleikar bytja þá kem- ur upp óánægja og skuldinni er skellt á einhvern, yfirleitt stjórnmála- menn. Það hefur verið erfitt í Júgó- slavíu, verðlag er hátt og kaupið lágt. Þeir sem stjóma landinu núna ólust upp á tímum kommúnismans og þeir hafa lifað góðu lífi. Það er stað- reynd og þeir vilja ekki neita sér um þægindin sem þeir búa við. Þeir vita að ef ástandið breytist þá missa þeir ýmis forréttindi. Þessir menn eru úti um allt land - ekki bara í Serbíu. Það er ekki venjulegu fólki að kenna hvemig ástandið er orðið, það em nokkrir stjórnmálamenn og herfor- ingjar sem kynda undir og segja fólki hvað því á að fínnast. Eftir að Tito dó og lífíð fór að verða erfiðara í Júgóslavíu þá fór umræðan í Slóveníu um að Slóvenar væm búnir að borga nóg til suður- hlutans að aukast. Þetta er að sumu leyti rétt, að öðm leyti ekki. Slóven- ar hafa alltaf fengið heilmikið til baka frá suðurhlutanum og ég held að þetta hafi ekki verið svo ójafnt. Þegar efnahagur Slóvena fór að versna þá kenndu þeir íbúum suður- hlutans um. Þessari togstreitu lýkur aldrei fyrr en lýðveldin fá sjálfstæði og jafnvel þá verður hún ekki úr sögunni. Það á eftir að taka langan tíma, 10-20 ár, fyrir lýðveldin að koma undir sig fótunum. Þetta er alveg eins og með fyrirtæki sem kemst í erfiðleika. Það er ekki hægt að reisa það úr rústum á einni nóttu. Ég held að það verði langbest ef Slóvenar og Króatar fá sjálfstæði, eins og þeir vilja, en herinn á fyrir alla muni ekki að blanda sér í það því hann getur eyðilagt allt saman. Óbreyttir hermenn hafa ekki vit á pólitík en það em gömlu hershöfð- ingjarnir, sem em aliir harðir komm- únistar í hjarta sínu, sem vilja hella olíu á eldinn. Yfírskin þeirra er að herinn sé að veija landið. Ég hef aldrei verið í pólitískum hugleiðingum. Pólitík skiptir mig ekki máli. Ég horfí bara á málin eins og venjulegur maður. Þegar ég var að alast upp þá varð ég aldrei var við neina togstreitu milli Slóvena og Serba eða annarra. í hernum vomm við 40 saman, mjög góðir vinir. En ef við kæmum saman í dag þá yrði sjálfsagt ekki mikill kærleikur milli okkar. Það er búið að hafa svo mik- il áhrif á viðhorf fólks. Áður skipti engu máli hvaðan við vomm. Sömu sögu er að segja af þeim Júgóslövum sem hér hafa verið. Við höfum alltaf verið góðir vinir og verðum það áfram. Hingað til höfum við bara verið Júgóslavar — núna emm við Slóvenar, Króatar og Serbar. Ég held að friður haldist ekki í þijá mánuði, það á allt eftir að fara í bál og brand. Meðan átökin em bara í Slóveníu þá er hægt að tala saman en ef Serbar og Króatar fara að beijast þá getur enginn stöðvað það fyrr en eftir mikið blóðbað. Mikael Gabríelsson Sjúlfslæúis- yfirlýsingarnar neyðarúrræði Enginn getur ímyndað sér hvernig er að búa við kommúnisma nema sá sem hefur reynt það. Ég flýði frá Júgóslavíu af pólitískum ástæðum, ekki efnahagslegum, því foreldrar mínir voru efnaðir og ég hlaut góða mennt- un. Fólk var orðið svo heilaþvegið. í skólanum var börn- um innprentað að allt vestrænt væri slæmt og það var alltaf verið að reyna að finna ástæður til að fara í kröfugöngur. Kommúnismi er bara fyrir vélar, ekki fyrir fólk. Nú er kommúnisminn að hrynja alls staðar og Slóvenar og Króatar sjá tækifæri til að losna við að borga til Suður-Júgóslavíu. Þeir vilja ekki borga lengur. Þeir vilja ekki að aðrir stjórni þeirra efnahag. Serbar hafa verið í aðstöðu til þess vegna þess að þeir em alltaf í meirihluta í for- sætisráðinu. Þeir hafa alltaf meiri ítök í öllum málum en aðrir, bæði pólitískum og efnahagslegum. Bandaríkjamenn og Evrópubanda- lagið hefðu ekki átt að lýsa því yfír að þeir myndu aldrei viðurkenna sjálfstæði Slóvena og Króata. Þeir hefðu bara átt að þegja. Það var ekki yfírstjórn hersins sem sendi hersveitimar af stað. Það vom serbn- eskir herforingjar sem héldu að þeir hefðu tromp á hendi vegna yfírlýs- inga Vesturveldanna. Þar sem Serbar og Króatar hafa búið saman í Króatíu um langan ald- ur hafa aldrei verið vandræði. Nú er allt í einu búið að etja þessu fólki saman. Bróðir minn sagði mér að 1.500 Serbar hefðu komið frá Serbíu til að skapa vandræði á svæðum þar sem Serbar og Króatar búa saman. Á þessu sér maður hvað Serbar grípa til örvæntingarfullra ráða til að skapa glundroða og óeiningu. Það var ekki meiningin hjá Króöt- um og Slóvenum að segja sig úr ríkjabandalaginu, þeir vildu bara fá að ráða sínum efnahag. Þegar kosið var á síðasta ári töpuðu kommúnist- ar alls staðar nema í Serbíu og þeir vilja engar breytingar. Þess vegna var sjálfstæðisyfírlýsingin neyðarúr- ræði. Núna em Serbar sjálfir óánægðir með leiðtoga sína, þeir vilja líka breytingar. Annaðhvort verða Serbar að aðlagast Slóveníu og Kró- atíu eða þeir standa einir og einangr- aðir eftir. Almenningur stendur held- ur ekki á bak við aðgerðir hersins. Hvenær hefur það gerst áð foreldrar fari til yfirvalda og heimti að fá syni sína heim úr hernum? Mín skoðun er sú að Serbar geri sér grein fyrir því að stríðið er tapað og að þeir verði að semja. Eitthvert samkomulag verður gert til að halda Júgóslavíu saman en Króatar og Slóvenar verða sjálfstæðir að lokum. Eins og bróðir minn sagði þá vita allir hvað gerist það er bara spurning hvenær. Friðrik Borg Tito leyndi stríisglæpum Króata Sjálfstætt ríki var stofnað í Kró- atíu í seinni heimsstyijöldinni af Hitler. Þá voru 800.000 Serbar, gyðingar og sígaunar og aðrir sem óæskilegir þóttu drepnir í útrýming- arbúðum og á annan hátt. Nasistum í Króatíu var ekki refsað því Tito var Króati og hann verndaði þá. Fram að síðari heimsstyijöld var Króatía mun stærri en hún er nú en Tito skipti lýðveldinu niður þegar sambandsríkið var stofnað. Hann vildi ekki þýðast Stalín og naut í raun virðingar fyrir hvað hann stóð uppi í hárinu á honum. Til að veijast innrás frá Sovétríkjunum vom verk- smiðjur fluttar frá Serbíu til Slóv- eníu og Króatíu árið 1948. Hluti af velferð Króata og Slóvena er þess vegna því að þakka að verksmiðjur voru fluttar þangað frá Serbíu. Hernum er stjórnað af gömlum kommúnistum sem lifa í drauga- heimi. Þeir skilja ekki að kommún- isminn er búinn að syngja sitt síðasta og hvað hann er búinn að gera margt illt í heiminum. Ef ég fengi ein- hverju ráðið þá tæki ég alla kommún- ista og léti þá sæta geðrannsókn. Margir flokkar buðu fram í Serbíu en þeir hlutu ekkert fylgi. Við megum ekki gleyma því að kommúnistar em búnir- að stjóma öllu í 50 ár. Fólk veit varla að hægt er að hafa hlutina öðmvísi. Þetta er eins og á Islandi. Manstu, jiegar það var bara ríkissjón- varp á Islandi? Ég þjáðist í sálinni þegar „Kana-sjónvarpið“ var tekið og ríkissjónvarpið kom með þetta líka drepleiðinlega efni. Fólk var alltaf að mótmæla og stjórnendur hvöttu það til að láta óskir sína í ljósi og þeir myndu síðan gera sitt besta. Þá var staðan bara orðin þannig að fólk var búið að gleyma hvernig gott sjón- varpsefni var. Þetta gerðist í Júgó- slavíu, kommúnistar sögðust ætla að reyna að bæta hlutina og fólk hugs- aði með sér að það væri best að leyfa þeim að reyna einu sinni enn. Þeir sem nú em við völd í Króatíu em allt kommúnistar sem segjast vera orðnir lýðræðissinnar. Engin andstaða við stjórnvötd líðst í Kró- atíu en í Serbíu er gífurleg andstaða við stjórnvöld. Serbar eru ósáttir við að Slóvenar segi sig úr ríkjasambandinu án þess að borga sinn skerf af þjóðarskuldum Júgóslava sem em gífurlegar. Þá eru þeir þeirrar skoðunar að leiðrétta beri landamæri innan ríkisins, sem em bandvitlaus. 1 Króatíu býr mikill flöldi Serba og þá verður að veija ef til átaka kemur. Ég er á því að langbest sé að Slóvenar og Króatar fái sjálfstæði en í Króatíu a.m.k. verður það ekki fyrr en eftir mikið blóðbað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.