Morgunblaðið - 21.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1991, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1991 ieei MORGUNBLAÐIÐ 9nÍkíl)ÁGUá 2lfllti,r i'99l I8KUÍ ÍJ 19 JltojimiMajjtife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Lítum í eigin barm Ummæli Jakobs Jakobsson- ar, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar, hljóta að vekja menn til umhugsunar um þá „ábyrgðarmiklu fiskveiði- stjórnun“ sem við höfum þurft að horfa uppá undanfarin ár. Stöðugt sígur á ógæfuhliðina og engum dettur í hug að við fáum ágætiseinkunn fyrir það próf sem við höfum verið að taka í verndun fiskistofnanna undanfarin ár. Gefum forstjóra Hafrannsóknastofnunar orðið, en hann sagði í Morgunblaðinu 12. júlí síðastliðinn: „Annars- vegar (hefur) ekki... verið far- ið að tillögum fiskifræðinga um sókn í stofninn. í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar um nytja- stofna og umhverfisþætti 1991 og aflahrotur fyrir fískveiði árið 1991-1992 kemur fram umtalsverður munur atiUögum 1 EN nú á X. vl I »að snúa öllu við. Nú á að leggja fiski- miðin, sameiginlega eign íslenzku þjóðarinnar samkvæmt lögum, út- gjaldalaust í hendur ör- fárra manna sem hafa haft skip á hendinni. En þjóðin er þessu andstæð einsog könnun Félagsvísinda- stofnunar og Gallup hafa sýnt svo eftir- minnilega. Hún leggur áherzlu á sam- eign (95,2%) og vill fá greitt í sameigin- legan sjóð fyrir afnot af fískimiðunum (66,8%). Fólkið, hvar í flokki sem er, vill einnig tiyggja byggðakvóta þarsem hagkvæmt er að reka útgerð og sjálf- sagt að stuðla að því. En athyglisverð- ast er þó að fólk hafnar þeim siðferðis- bresti útgerðarmenn geti selt fisk sem þeir eiga ekki öðrum fremur, eða þann veiðikvóta sem þeim hefur verið úthlut- aður án endurgjalds (allt að. 86,9%), enda grundvallaratriði þessa máls að eignarréttur sé virtur einsog lög gera ráð fyrir. Veiðitæknileg atriði leysa menn í samræmi við reynslu og hag- kvæmni og þá væntanlega einsog sið- menntað fólk en ekki villirnenn; og án þess rugla saman óskildum málum, t.a.m. laxveiði I ám sem bændur eiga og hafa átt í þúsund ár og veiðum í sameiginlegri auðlind á hafinu. Eg tel mig fijálshyggjumann þótt ég hafi aldrei túlkað fijálshyggjuna með þeim hætti hún sé upplagt tækifæri stór- eignamanna til að ná undir sig eignum annarra. Fijálshyggjan vill aðhald með samkeppni, en ekki forréttindum og yfir- gangi. Hún vill vernda eignarréttinn, það er allt og sumt. Hún þolir ekki ríkið traðki á honum, hvaðþá stjórnmálamenn eða einhveijir gæðingar séreignaskipu- lagsins. Kvótakerfið hefur ekki ýtt und- ir auðsöfnun almennings, heldur eigna- tilfærslu til fárra, þótt sístækkandi hlutafélög einsog Grandi auki bjartsýni. Marxistar sögðu alltaf, og segja víst enn, kenningin sé ágæt en framkvæmd- in röng. Það segja sumir kvótamenn einnig. En þeir verða þá að lagfæra kerfið með sannfærandi hætti. Fijáls- hyggja er ekki handalögmál fyrir þá sem geta neytt aflsmunar. Fijálshyggja hef- ur aldrei gert ráð fyrir því hinir sterku hafi heimild til að sölsa undir sig eignir þeirra sem eru minni máttar. Og svo er þetta einatt gert með handayfírlagn- ingu vinstri manna sem alltaf ráðast á fijálshyggju þegar þeir þurfa að afsaka eigin gerðir og er það raunar orðin ein- hvers konar þjóðfélagskækur nú um stundir. Það er alltaf verið að krefjast þess andstæðingar kvótakerfisins bendi á betri leiðir til lausnar. Vonandi fá þeir tækifæri til þess þegar lög um fiskveiði- stjórnun verða endurskoðuð undir stjóm Þorsteins Pálssonar og Sjálfstæðis- flokksins, með nauðsynlegu aðhaldi Al- HELGI spjall þýðuflokksins sem vill auka virkni eignarréttar- ákvæðisins einsog Davíð Oddsson, en bezt væri að stjómarskrárbinda það einsog formaður Sjálfstæðisflokksins vill. Það nægði gagnrýnend- um einsog okkur Morgunblaðsmönnum. Svolengi sem við höfum þetta löglega en siðlausa kvótakerfi óbreytt getum við aldrei gagnrýnt olíufursta eða- tangar- hald þeirra og furstaættanna á auðlind- um fólksins í arabaríkjunum. Og þá er illa komið fyrir okkur. Nema við stefnum að furstadæmi hér norður við heim- skautsbaug. Fiskimiðin em einsog aðrar sameigin- legar auðlindir þjóðarinnar. Ein slík auðlind er orkan. Þess vegna er það heldur fáránlegt þegar eigendumir sitja ekki allir við sama borð og greiða jafn- hátt orkuverð hvarsem þeir búa. Þannig eiga menn einnig sama rétt til fiski- miðanna hvaðsem búsetu líður og auð- vitað ættu allir að greiða sama verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Menn þurfa ekki að eiga spennistöð til að nýta orkuna. Það er nóg að eiga eldavél eða nokkrar ljósapemr. Þannig ætti eitt og hið sama að ganga yfir eig- endur fiskimiðanna, þeir eiga ekki að þurfa að eiga bát eða togara til að njóta góðs af auðlindinni. Stundum er talað um einkavæðingu orkustofnana einsog Hitaveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun- ar. Það er ágætt útaf fyrir sig þótt vel sé þar að verki staðið. En það geta eng- ir selt eignimar nema eigendumir, þ.e. Reykvíkingar, Akureyringar og þjóðin öll. Og ennsíður er hægt að gefa öðmm það sem maður á ekki. Einkavæðing Landsvirkjunar færi að mínu viti bezt úr hendi með því að senda öllum eigend- um hlutabréf þeirra í eigninni, síðan gætu þeir myndað fjölfyrirtæki um sam- eignina og ráðstafað hlut sínum að eig- in geðþótta einsog nú er íhugað í Au- Evrópu. Það væri lýðræðisleg aðferð. Og þá gætu eigendur hlutabréfa gefið þau vinum og kunningjum að vild; átt þau eða selt þau ella. En ég er þess fullviss flestir vildu eiga sinn hlut og reyna þannig að hafa einhver áhrif á reksturinn og orkuverðið. Þannig væri einnig hægt að mynda eignarrétt á haf- inu, þ.e. með því að raunvemlegir eig- endur tækju sjálfir ákvörðun um hveijir færa með hlut þeirra og þá gæti fólk í sömu byggðalögum stofnað stórfyrir- tæki um miðin, einsog ég hef áður vikið að, og lagt fram sinn skerf til uppbygg- ingar og almenningsheilla. Fátt er íhugunarverðara nú um stund- ir en sú tilhneiging að færa mikið vald á fárra hendur og safna auði undir fá- mennisstjórnir. Það varð okkur dýrkeypt reynsla á sturlungaöld þegar fé og mik- Hafrannsóknastofnunar um fiskveiði og raunverulegum afla. Sem dæmi um muninn þá lagði Hafrannsóknastofnun til að árið 1984 yrðu veidd 200 þúsund tonn af þorski en aflinn nálgaðist 300 þúsund tonn það ár. Arið eftir var munurinn enn meiri því enn lagði Hafrann- sóknastofnun til 200 þúsund tonna veiði en aflinn fór vel yfir 300 þúsund tonn. Árið 1989 var afli umfram tillögur hvað minnstur en þó var þá veitt rúmlega 50 þúsund tonn- um meira en Hafrannsókna- stofnun mæltist til.“ Við ættum að líta í eigin barm. Það er ekki nóg með að náttúran sé óblíð við ísland, heldur ættum við að umgang- ast hana af þeirri virðingu og alúð sem við lofuðum sjálfum okkur þegar við fengum yfir- ráð yfír 200 mílna fiskveiðilög- sögu. Fiskstofnamir fá engan stundlegan frið fyrir ryksugun- um á hafinu. Það gæti komið að því að það væri ekki eftir neinu að slægjast. Þó skilyrði séu nú talin góð í sjónum um- hverfis ísland getum við búist við takmarkaðri afla næstu fimm árin en áður þekkist. Við höfum ekki rétt náttúrunni hjálparhönd við erfiðar aðstæð- .ur, þvert á móti höfum við tek- ið lítið tillit til þessara erfiðu aðstæðna. il völd féllu fáum en fyrirferðarmiklum og þó umframallt óvægnum höfðingjum í skaut sem glutruðu niður frelsinu í hendur Noregskonungi þegar metnaður brauzt í milli þeirra. Éftir samtal við tvo helztu forystu- menn í sjávarútvegi, ef mið er tekið af velgengni 350 hluthafa fyrirmyndarfé- lags þeirra Granda-manna, er ég, þrátt fyrir allt og allt, farinn að gera mér vonir um forystan um endurbætur á kvótakerfinu komi úr röðum framsýnna útgerðarmanna sem kjósa frið og sátt- fýsi um mikilvæg störf þeirra. Eg trúi því menn einsog Ámi Vilhjálmsson og Brynjólfur Bjamason eigi eftir að benda á sanngjarnar leiðir til siðlegra úrlausna sem tryggja kvótaeigendum rétt sinn og útsjónarsömum framkvæmdamönn- um frið í mikilvægu starfi fyrir þjóðina alla, og þá ekkisízt einkarekstur í landinu. Þessir menn hafa unnið vel og skipulega að arðbærri hagræðingu þjóð- félaginu öllu til heilla. Og þeir gera sér grein fyrir því fyrirtæki þeirra á ekki miðin en hefur þau til afnota og ávöxtun- ar. Það er ekkisízt fáránlegt þegar skattayfirvöld hafa heimtað kvótakaup séu afskrifuð einsog skip eða aðrar eign- ir, þ.e. 8% á ári, eða til 12 ára, og tel ég hárrétt af útgerðarmönnum að hafna því enda væri hér ekki um neina eign að ræða heldur óvissuþátt í útgerð þar til lög hafa verið sett til frambúðar sem taka af öll tvímæli um nýtingu mið- anna. Líklega er hægt að láta kólum- busaregg kvótakerfisins standa uppá endann og gera áætlun um réttláta framtíðarskipan fiskimiðanna, svoað út- gerðarfélög eflist af áhuga almennings, þ.e. eigendanna. Við lagfæringu þarf að taka tillit til ólaganna undanfarið og veita útgerðinni nægilegan aðlögun- artíma til að sætta sig við sanngjarnan kostnað af nýtingu miðanna. En afnota- gjöld af þeim eiga að vera skapleg og í samræmi við getu og rekstur fyrirtækj- anna. Þó er höfuðatriðið miðin séu ekki bókfærð eign eins né neins einsog skattayfirvöld hafa krafizt, heldur í umsjón þeirra sem eigendurnir treysta bezt fyrir góðri nýtingu og hagkvæmum rekstri. Það Verður farsælasta lausnin. Og þá væri hægt að nota afnotagjaldið til uppbyggingar sterkum og góðum útgerðarfyrirtækjum um land allt eða í rannsóknar skyni og treysti ég eigend- unum sjálfum bezt til að ráðstafa fénu, því hvorki þurfum við nýja millifærslu- sjóði né aukin ítök stjómmálamanna; hvaðþá þjóðnýtingu. En fmmkvæðið að þjóðarsátt um auðlindina verður að koma frá þorgeimm ljósvetningagoðum þessa mikilvægasta atvinnurekstrar landsmanna, enda er það ekki í stíl arf- taka og erfingja athafnaskáldanna að gera tilkall til þess sem aðrir eiga. M. | (meira næsta sunnudag.) VIÐ ÞURFUM AÐ halda vöku okkar á sama tíma og við fögn- um með Sovétþjóðun- um þeim áfanga sem þær hafa náð á leið frá ógnarstjórn kommún- isma til lýðræðislegra hátta. Manfred Wörner framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, dró ekki úr mik- ilvægi íslands þegar hann kom hingað í heimsókn sína á dögunum. „Hlutverk ís- lands mun af landfræðilegum og pólitísk- um ástæðum verða enn mikilvægara en áður,“ sagði hann við blaðamann Morgun- blaðsins sem spurði hann jafnframt hvaða augum hann liti hlutverk íslands í nýju hemaðarskipulagi Atlantshafsbandalags- ins. Framkvæmdastjórinn svaraði: „Mikil- vægi þess mun aukast hernaðarlega, vegna þess að NATO treystir nú meir að liðsauki berist en áður og pólitískt vegna þess að tengsl Evrópu og Ameríku munu verða lykilþáttur í heimsskipan framtíðarinnar. Eg tel að ísland hafi pólitískt táknrænu hlutverki að gegna fyrir tengsl Evrópu og Ameríku. Þið eruð mitt á milli meginland- anna, horfið jafnt til hinna Evrópuland- anna, sem til Bandaríkjanna. Þetta tel ég einnig að bendi til aukins mikilvægis lands ykkar.“ Vart verður um þetta deilt enda eru Islendingar nú meira einhuga að baki Atl- antshafsbandalaginu og öryggisstefnu vestrænna þjóða en nokkru sinni fyrr. Þeir verða áreiðanlega fúsir að horfast í augu við breyttar aðstæður um hraðliðsá- ætlun NATO og laga stefnu sína að þeim breytingum eða endurbótum á varnar- og öryggiskerfi vestrænna ríkja sem nú eru í deiglunni og verða munu brýnt verkefni á næstu árum. Kjarn- orkuvá ■i ISLENDINGAR munu ekki draga úr viðleitni sinni til að standa vörð um frelsi og lýðræði eins og það hefur verið þróað í vestrænum ríkjum, en það er þá ekki heldur útí hött að þeir reyni að hafa einhver áhrif á ný- skipan öryggismála í álfunni og lítill vafi á því að margir hafa áhyggjur af kjam- orkubúnaði á Norður-Atlantshafi. Enn ræður sovéski flotinn yfir 89 kjarnorkukn- únum árásarkafbátum á svæðinu. Frá ár- inu 1987 hefur norðurflotinn alls tekið 11 slíka í notkun en einn þeirra sökk suður af Bjarnarey við Noreg 7. apríl 1989. Það er ástæða til að reyna að draga úr þess- ari kjarnorkuvá einsog unnt er. Kjarnorku- slys utan við fiskveiðilögsögu okkar gæti gert þetta land næsta óbyggilegt. Við verð- um að bægja þessari hættu frá einsog unnt er. Nú er reynt að ná upp kjarnorku- kafbátnum við Bjamarey en Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins, hefur sagt í Morgunblaðinu að þetta geti verið afar áhættusamt og minni líkur séu á leka geislavirkra efna frá bátn- um þar sem hann er nú, eða á um 1.700 metra dýpi, en ef hann yrði færður úr stað. Hann gæti brotnað eða skaddast með einhveijum hætti þegar honum væri lyft upp á yfírborðið og færður til og reynt yrði að flytja hann til Kólaskaga. „Það geta komið upp aðstæður sem menn vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Telur hann því einna öruggast að láta bátinn liggja þar sem hann er nú. Það sem minnki líkumar á að leki verði sé það, að báturinn er sokkinn í setlög að hluta til, sem bendi til þess að lítil hreyfíng sé á sjónum. Fiskimiðin og mengrin ALLT ER ÞETTA heldur uggvænlegt og nauðsynlegt að við gerum allt til þess að bægja slíkum hættum frá okkar miðum. Á það eigum við að leggja áherslu, jafnframt því sem við höldum vöku okkar og tökum þátt í öryggissamstarfi vestrænna ríkja á veg- um Atlantshafsbandalagsins. Og við skul- um ekki gleyma því sem Jón Ólafsson, REYKJAVIKURBREF Laugardagur 20. júlí Sovéskur kafbátur af Juliet-gerð á siglingu í Barentshafi. haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði einnig í samtali við Morgunblaðið um mengunarhættuna af þessum sokkna kafbáti: „Geislavirk efni gætu borist upp að landgrunnsbrúninni með Austur-Græn- landsstraumnum. Þá tæki það u.þ.b. tvö til fjögur ár að komast hingað, þ.e.a.s. að fara inn í Austur-Grænlandsstrauminn og berast suður á móts við ísland.“ Jón sagði að mesta áhyggjuefnið, hvað okkur viðviki, væri „að ef þessi mengun verður og berst hingað, jafnvel þótt hún berist ekki upp að landinu, þá er hún í vitund fólks hér á þessu hafsvæði og þá er ákaflega hætt við að það spilli mörkuð- um og þeirri ímynd, sem við erum alltaf að reyna að selja ásamt afurðum okkar, að þetta sé tiltölulega hreint hafsvæði." En hann bætti við að blöndun í hafinu væri geysilega mikil, „þannig að ég held að það sé ekki mikil hætta á því að þetta mengi fisk að því marki, að hann verði óbrúklegur til manneldis vegna geislunar, ég held að það sé afskaplega ólíklegt," sagði Jón Ólafsson. Vonandi hefur hann rétt að mæla, en áhættan er mikil og við verðum að minnsta kosti að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að koma í veg fyrir nýtt vígbúnaðar- kapphlaup á höfunum, helst af öllu að úr því dragi. í grein hér í blaðinu nýlega var að þvi vikið, að tilkynnt hefði verið um 200 óhöpp í kjarnorkuknúnum kafbátum á árunum 1954 til 1988. Sjö kjarnorkukafbátar hafi farist og sitji 5 þeirra enn á hafsbotni, af þeim séu tveir bandarískir og fimm sovésk- ir. Sex þessara kafbáta hafi farist í Norður-Atlantshafi og hljóti það að vera nokkurt umhugsunarefni fyrir okkur ís- lendinga. Við verðum að fylgjast rækilega með hafinu. Við verðum að vernda auðlind okkar fyrir mengun og geislavirkni. Það hlýtur að vera liður í öryggissamstarfi okkar við aðrar þjóðir. Hér er ástæða til að minnast á ræðu sem Geir Hallgrímsson flutti á sínum tíma, þar sem lögð er áhersla á að semja beri um traustvekjandi aðgerðir á haf- og loft- svæðum sem tengjast hernaði á landi. Það hlýtur að koma að því að slíkar „traust- vekjandi aðgerðir“ nái til kjarnorkuvígbún- aðar á Norður-Atlantshafi — og þurfum við að leggja áherslu á það því ekki væri það eftirsóknarvert markmið að veija land- ið, en glata miðunum. Þess má þá einnig minnast sem Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í ræðu á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál 2. júní 1988 en þar komst hann m.a. svo að orði: „Við setningu Stokkhólmsráð- stefnunnar 1984 komst Geir Hallgrímssort, fyrrverandi forsætisráðherra, en þá ut- anríkisráðherra íslands, svo að orði: „ís- lendingar eru eyþjóð sem lifir að veruleg- um hluta á sjávarfangi. Því má ljóst vera að við höfum miklar áhyggjur af hernaðar- uppbyggingu á höfunum. Kjarnorkuslys á hafi úti getur ógnað lífsafkomu okkar og annarra þjóða, svo ekki sé minnst á þann óbætanlega skaða sem hlytist af flotaátök- um engu síður en af vopnaviðskiptum á landi.“ Og í grein sem Þorsteinn skrifaði í Morgunblaðið laugardaginn 9. desember 1989 nefnir hann þetta enn og vitnar í orð Geirs Hallgrímssonar, en bætir svo við: „Þetta mikilvæga frumkvæði Geirs Hallgrímssonar hefur ásamt með þeirri umræðu sem_ síðar hefur farið fram um þessi efni af íslands hálfu verið mikilvægt framlag í þeim tilgangi að draga fram stöðu Islands í þeirri þróun sem nú á sér stað.“ Engin goðgá NÚ ÞEGAR ÞRO- unin í Sovétríkjun- um er í átt til lýð- ræðislegri stjórnar- hátta og minnkandi útþenslustefnu, hlýtur að koma að því, að unnt sé að ræða við rússnesk eða sovézk stjórnvöld um hagsmunamál Islands og minnkandi kjarnorkuvígbúnað á norður- slóðum. Eitt kjarnorkuslys í námunda við fiskimið okkar gæti leitt til landauðnar. Það getur því varla verið nein goðgá að íjalla um svo mikilvægt mál þegar umræð- ur hefjast um endurskoðun öryggisstefn- unnar. Traustvekjandi eftirlit á hafsvæð- inu umhverfis ísland ætti að nægja flota- veldunum í austri og vestri sem trygging fyrir eðlilegu og áhættulitlu jafnvægi milli stórveldanna. íslendingar hafa lengi haft áhuga á við- ræðum um afvopnun á höfunum, eða minni umsvif kjarnorkubúinna skipa á norður- slóðum, einsog raunar sést af þeim tilvitn- unum sem hér hafa verið nefndar að fram- an. Þessi áhugi hefur ekki verið bundinn neinum sérstökum flokki og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur lagt áherslu á slíkar viðræður, einsog kunnugt er þótt málflutningur hans og talsmanna síðustu ríkisstjórnar hafí af ýmsum ástæðum ekki hlotið hljómgrunn hjá öðrum Atlantshafsþjóðum og þá af ýmsum ástæðum; vegna málatilbúnaðar og krafna um frelsi á höfunum sem við Íslendingar erum að sjálfsögðu einnig hlynntir þótt við viljum takmarka siglingar kjarnorkubúinna skipa urh hafsvæði okk- ar, svo dæmi séu nefnd. Nórðmenn hafa einnig haft nokkurn áhúga á þessu máli og fylgjast til að mynda/'vartdlega með björgunartilraunum við Bjarparey. Þeir vilja ekkert síéur en við losna við sokkna < Mike-kafbáta á sínu hafsvæði og hafa eðlilega áhyggjur af þvi ef það yrði meng- að og geislavirkni bærist með hafstraum- um. En nú þegar svo miklar breytingar hafa orðið á afstöðu manna til öryggis- og varnarmála á meginlandi Evrópu, Berlínarmúrinn er hruninn með Varsjár- bandalaginu og Sovétmenn glíma við næsta óyfírstíganlega efnahagsörðugleika, hrun kommúnismans og yfirofandi gliðnun ríkisins i sjálfstæð lýðveldi er eðlilegt að menn velti fyrir sér framtíðarskipan örygg- ismála á Atlantshafi, ekki síður en annars staðar. Nýjarhug- myndir - og Kólaskagi VIÐRÆÐUR OG samningar á vett- vangi Ráðstefnunn- ar um öryggi og vinnu í Evrópu (RÖSE) um traust- vekjandi aðgerðir vegna hernaðarumsvifa á landi og samningar um gagnkvæman niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu (CFE) ýta undir nýjar hugmyndir, þó enn standi deilur um ýmis atriði og útfærslur. M.a. hefur Sovétmönnum verið borið á brýn að hafa flutt landhersveitir undir flotastjórn. Þeir hafa reyndar einnig viður- kennt að hafa flutt skriðdreka og önnur vígtól austur fyrir Úralfjöll til Síberíu, sem er utan samningssvæðisins. Hitt er aftur á móti uppörvandi að nú er allt útlit fyrir að á leiðtogafundi Bush og Gorbatsjovs síðar í þessum mánuði verði undirritað samkomulag um fækkun langdrægra kjarnorkueldfiauga með START-samningi. Þá er gert ráð fyrir að fækka kjarnaoddum risveldanna um 7000 (4000 hjá Rússum og 3000 hjá Bandaríkjamönnum), en þeir munu vera um 23 þúsund talsins. En íslendingar horfa til þess með hryll- ingi, hvemig Sovétmenn hafa aukið hern- aðarumsvif sín á Kólaskaga en ekki minnk- að þau, einsog vonir hafa staðið til. Við getum ekki skilið þennan áhuga á afvopn- unartímum. Samt hefur verið dregið úr umsvifum varnarliðsins hér við land enda er þrýstingur Sovétmanna í lofti minni en áður hefur verið. En við þurfum að fá Rússa til að draga einnig úr umsvifum kjarnorkuskipa á norðurslóðum, svo að minni líkur séu á kjarnorkuslysum en ella. Það hlyti að vera í þágu þeirrar friðarvið- leitni sem hvarvetna kemur fram í sam- skiptum stórþjóðanna enda hefur hvar- vetna verið dregið úr spennunni, nema á Kólaskaga. Að því verðum við að hyggja, minnug þess sem stendur í fréttaskýringu hér í blaðinu 15. júní sl.: „Frá árinu 1987 hafa 10 kjarnorkuknúnir árásarkafbátar bætzt við Norðurflota Sovétmanna og eru þeir nú 74 talsins. Eldflaugakafbátar Norðurflotans, sem búnir eru langdrægum kjarnorkueldflaugum, eru 38 og bera þeir samtals 2.636 kjarnaodda. Þetta kemur fram í grein eftir Thomas Ries, þekktan norskan sérfræðing á sviði öryggismála, sem birtist i nýjasta fréttabréfí Öryggis- málanefndar." í greininni kemur fram að alls ræður sovéski flotinn yfir 89 kjarnorkuknúnum árásarkafbátum. Frá árinu 1987 hefur Norðurflotinn alls tekið 11 slíka í notkun en einn þeirra sökk suður af Bjarnarey 7. apríl 1989, eins og fyrr getur. Þar var um að ræða kjarnorkuknúinn kafbát af gerðinni „MIKE“ og fórust með honum 42 menn. „Sovéskur vísindamaður, Igor Spasskíj, hefur lýst yfir því að hætta sé á, að geislavirk efni leki úr flaki þessa kafbáts og hvatt til þess að áætlunum um að bjarga honum af hafsbotni verði hrað- að. Þá kom upp eldur um borð í kjarn- orkuknúnum kafbáti af gerðinni „ECHO 11“ á svipuðum slóðum, 26. júní 1989, og var hann dreginn til hafnar ... Thomas Ries víkur að uppbyggingu Norðurflotans á undanförnum árum sem vakið hefur mikla athygli ekki síst í ljósi þeirrar þíðu sem ríki nú um stundir í samskiptum aust- urs og vesturs. Hann kveður ljóst að flot- inn hafi fengið riflegar fjárveitingar á þeim tíma sem liðinn er frá því Mikhaíl Gorbatsjov hófst til valda í Sovétríkjunum og telur það til marks um, að flotinn njóti meiri „virðingar nú en á árum áður“. Höfundur telur líklegustu skýringuna á áframhaldandi smíði herskipa, árásarkaf- báta og einkum flugvélamóðurskipa fyrir Norðurflotann vera þá að hún sé talin nauðsynleg til að veija mikilvæga hags- muni, einkum þá er lúta að langdrægum kj amorku vopnum. “ ÞAÐ ER ÞVÍ EKKI nnori > s að ástæðulausu, að KUðL-rdO- við íslendingar telj- stefnan í um mikilvægt, að september um afvopnun á höf- r unum verði rætt á næsta fundi RÖSE sem haldinn verður í september næstkomandi, enda er slíkt fyr- irhugað. Slíkar umræður ættu ekki að veikja varnarsamstarf NATO á nokkurn hátt, þótt skoðanamunur sé með vestræn- um þjóðum, heldur ættu þær að geta orð- ið mikilvægt skref í áttina að langþráðu takmarki. Allt er ófyrirsjáanlegt, einsog við höfum nú reynt á síðustu misserum, en það hlýtur að koma að afvopnun á höfunum, eins og öðrum þáttum öryggis- mála í heiminum og þá getum við ekki sætt okkur við, að Kólaskagi sé stikkfrí, ef svo mætti segja og hafsvæðið norður af íslandi og umhverfís það stóráhættu- samt og háskasamlegt vegna siglinga kjarnorkuskipa sem gætu orðið íslenskum fiskimiðum skeinuhættari en víghreiðrið á Kólaskaga í kalda striðinu. „Fráárinu 1987 hafa 10 kjarn- orkuknúnir árás- arkafbátar bætzt við Norðurflota Sovétmanna og eruþeir nú 74 talsins. Eldflaug- akafbátar Norð- urflotans, sem búnir eru lang- drægum kjarn- orkueldflaugum, eru 38 og bera þeir samtals 2.636 kjarnaodda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.