Alþýðublaðið - 28.02.1959, Blaðsíða 4
Ctgefcmdi: Alþýðuflokkorhm. Ritatjórar: BeneÆkt Gröndnl. Gidl 3. Áat-
þóruoD og Helgi Sœwuadaíðn (Ab). Fulltrúi ritetjómar: Sigrakli Hjálraan-
asa. Fréttnstjóri: Bjðrgvin GuSmundmon. Auglýotncutióri PAtnr PAtios-
aon. Ritstjómarsiœor: 14861 og 14602. AiuÆMagMÍml: 1480C. Afgt-rfMa-
■tmi: 14886. ABjctur: Alþýihdiúsið. PnmtmdQja Alþýóubl. Hvwfiag. 8—10.
Þyzka bókasýningin
ÞÝZKA BÓKASÝNINGIN, sem opnuð var í
þjóðminjasafninu í gær, verður íslendingum á-
réiðanlega fagnajðarerfni. Hún gefur greinargott
yfirlit um þýzka bókaútgáfu eftir styrjöldina, en
á þeiin tíma hafa íslendingar ekki;átt þess kost
sem sky.ldi að kynnast þýzkum bókmenntum.
Hins vegar eru menningarskipti landanna gömul
og góð. Nú stunda fleiri íslenzkir stúdentar nám
í. Þýzkalandi en nokkru öðru landi. Þjóðverjar
háfa löngum haft mikinn áhuga á íslenzkum fræð-
uijn, og til þeirra er margt að sækja í bókmennt-
uiþ. Þjóð Goethes og Schillers hefur fyrr og síð-
aii lagt margt og mikið af mörkum í þeim efnum.
vissulega munu þýzkar samtíðarbókmenntir
gijrnilegar til fróðleiks. Ber að fagna því, að sam-
i' • -
tí^arbókmenntir girnilegar til fróðleiks. Ber að
fa^na því, að samskipti Þjóðverja og íslendinga
verði náin og góð, og þýzka bókasýningin í
Heykjavík mun reynast spor í þá átt.
' Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra sagði
í ræðu sinni við opnun þýzku bókasýningarinnar
í gær: „íslendingar fagna þessari bókasýningu
ekki aðeins minnugir þess, að hún er hingað komin
frá þjóð Gutenbergs. Hún er spegilmynd af menn-
ingu þjóðar, sem borið hefur gæfu til þess að skrá
marga af glæstustu þáttunum í sögu mannsand-
ans. Hér eru bækur frá þjóð Goethes og Schillers,
Kants og Schopenhauers, þjóðinni sem gaf heim-
inum Bach og Beethöven, Planck og Einstein.
Bækur slíkrar þjóðar hljóta að vera girnilegar til
fróðleiks og margt til þeirra að sækja. Kynni af
bókunum, sem hér eru sýndar, munu án efa vekja
virðingu fyrir þeirri þjóð, sem hefur gert þær.u
1 Og þýzku bækumar verða eftir hér á landi,
þegar sýningunni lýkur. Þær verða færðar íslenzk-
um bókasöfnum að gjöf og kynningin þess vegna
varanleg. Því ber að fagna. Og vonandi verður
bókasýningin til þess að efla gagnkvæman menn-
ingaráhuga og önnur samskipti Þjóðverja og ís-
lendinga á sviði bókarinnar.
i
f
I
[
verður skrifstofa bæjargjaldkerans í Austur-
stræti 16 ekki opin til afgreiðslu mánudaginn
2. marz næstkomandi.
Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík,
f < ' 28. febrúar 1959.
í Vegna minningarathafnar
| um skipverja á b/v Júlí verður skrifstofa vor
| að Strandgötu 4 Hafnarfirði lokuð frá hádegi
! í dag.
Olíuverzlun íslands hf.
4 28. febr. 1959 — Alþýöublaðið
‘ I
Samkomulag breta,
Grikkja og Tyrkja um fram-
tíð Kýpur hefur vakið gleði
bæði í Grikklandi, Tyrklandi
og ekki sízt á Kýpur. Ógnar-
öldinni, sem þar hefur staðið
í næstum fjögur ár, er nú lok
ið og innan árs verður stofn-
að sjálfstætt lýðveldi á eynni
þar sem reynt verður að
tryggja eftir föngum rétt
beggja þjóðarbrotanna, sém
hana byggja, — Grikkja og
Tyrkja. í augum Kýpurbúa
er ákvæðið um áframhaldandi
herstöðvar Breta á eynni ó-
æskilegt, en þess er gætt, að
Kýpur verður fasttengd At-
lantshafsbandalaginu, þar eð
bæði Grilj;kir og Tyrkir eru í
því og þsér þjóðir munu hafa
herlið á eýnni. Allar hersveit-
ir staðsefar á Kýpur verða
undir sanieiginlegri yfirstjórn
og auk þess verður stofnað
landvarnarlið Kýpurbúa, sem
verður.beint undir stjórn lýð-
veldisins. Um tíma leit út fyr
ir að Makarios erkibiskup,
leiðtogi grískra Kýpurbúa,
ætlaði að láta samninga
stranda á atriðinu um hersetu
Breta á eynni, en á síðustu
stundu mat hann friðinn
meira en- ófrið, enda virðast
þær tryggingar settar, að slík
herseta komi ekki beinlínis að
sök. t
Höfuðatriði samkomulags-
ins er að Grikkir hafa fallið
frá þeirri kröfu að Kýpur
verði sameinuð Grikklandi og
Tyrkir, sem kröfðust þess, að
eynni yrði skipt í tvö ríki,
samþykktu að stofna þar eitt
ríki, sem aldrei má skipta í
tvennt né sameina öðru ríki.
Þjóðþing Kýpur verður skip-
að Grikkium að 70 hundrað-
ustu en Tyrkir fá 30 af hundr
aði þingsæta, ríkisstjórnin
verður skipuð 7 Grikkjum og
þremur Tyrkjum en Tyrkir
eiga rétt á einu af mikilvæg-
ustu ráðherraembættunum,
forseti landsins á að vera af
grískum ættum en varaforset-
inn tyrkneskum. Öll meiri-
háttar lagafrumvörp verða að
hljóta samþykki bæði forset-
ans og váraforsetans. Merki-
legt er þáð atriði að forsetinn
hefur heimild til að náða
menn af tyrkneskum ættum. '
Enda þótt allir fagni friði á
Kýpur og voni að hin nýja
stjómskipan reynist vel í
framkvæmd, er þess ekki að
dyljast að ýmsir örðugleikar
kunna að vera á henni. Hin
óvægilega barátta undanfar-
inna ára skilur eftir sig' spor,
sem erfitt verður að afmá.
Trúarbrögð Grikkja og Tyrkja
eru gjörólík og hinir andlegu
leiðtogar hafa mikil völd og
áhrif. Samstjórn tveggja þjóð
arbrota í sama ríki hefur oft
reynzt illa, enda togstreyta
milli þeirra harðari en milli
hagsmunahópa innan sömu
þjóðar. Þrátt fyrir illan grun
er ekki útilokað að nú hefjist
tími bættrar sambúðar þeirra
Grikkja og Tyrkja og margt
bendir tii að Balkanbandalag-
íð, sem Grikkir og Júgóslavar
stóðu að, verði innan skamms
endurvakið og Júgóslavar fær
ist þar með nær vestrænum
þjóðum en verið hefur um ]
nokkurt skeið. 1
k Allar unnar kjötvörur
hafa iækkað.
k Nauðsynleg leiðrótt-
ing. •
k Fylgist fólk ekki
með?
★ Eggjaeinokun í
Reykjavík.
MÉR URÐU MISTÖK Á fyrir
nokkrum dögum þegar ég birti
bréf frá húsmóður þar sem hún
kvartaSi yfir því aS kjötvinnslu
vörur hefðu ekki lækkaS. Hins
vegrar finnst mér það undarlegt
ef húsmæður, að minnsta kosti
sumar, fylgjast ekki betur með
verðlaginu en svo að þær veita
því ekki athygli þegar þær
lækka. Skyldu þær hinar sömu
vera eins blindar þegar vörurnar
hækka?
ÞAÐ VAR EKKI AÐEINS að
ég fengi þetta eina bréf. Ég fékk
þrjú bréf um þetta sama mál, en
ég lét mér það ekki nægja. Ég
talaði við konu, sem oft hefur
bent mér á ýmislegt í sambandi
við verðlagið og hún, hélt því
fram, að það væri rétt, sem bréf
m n es
o r n i n u
ritararnir héldu fram. En þetta
hefur reynzt alveg rangt,
ALLAR KJÖTVINNSLUVÖR
UR hafa Iækkað verulega síðan
í desember. Ég get ekki birt heil
-an lista til þess að sýna þetta, en
ég hef hann í höndunum. Öllum
virðist vera feunnugt um þáð að
fejöt hefur stórlækkað. Súpu-
kjötið hefur lækkað um kr. 7,60
hvert kg. Kjöt í lærum um kr.
8,60 og annað kjöt eftir þessu.
Svo eru það unnu kjötvörurnar,
sem gerðar voru aðallega að um
talsefni í bréfinu. Kjötfars hefur
Iækkað um kr. 2,50 kg., vínar-
pylsur og kindabjúgu um kr.
3,80, hrossabjúgu um kr. 2,75 og
þar fram eftir götunum.
ALLAR UNNAR KJÖTVÖR-
UR hafa lækkað eftir þessu,
einnig álegg. Rúllupylsa í
stykkjum hefur lækkað um kr.
15,50 feg. og rúllupylsa í sneið-
um um kr. 19,00 kg. Sama lækk-
un hefur orðið á hangikjöti í
stykkjum og sneiðum til áleggs
og steikum. En salöt, fiskálegg,
til dæmis lax, hefur ekki lækk-
að. Fiskfars hefur ekki lækkað.
ALLT ÞETTA SÝNIR, að það
er rangt að unnar kjötvörur
W.C. skálar
W.C. kassar
W.C. setur
mai-gar gerðir -fyrir-
Hggjandi
J. Þorláksson
& NorSmann hf.
Bankastræti 11 —
Skúlagötu 30.
Félagslíf
KFUM
A morgun:
Kl. 10 fJh. Sunnudagaskóli.
Kl. 10,30 f. h. Kársnesdeild.
Kl. 1,30 e. h. Drengir.
Kl. 8,30 e. h. Samkoma. —
Séra Harald: Sigmar talar.
Tekið við samskotumi vegna
sjóslysanna. Allir velkomn-
ix.
LEIGU BÍLAR
Bifreiðastöð Steindórs
Sími 1-15-80
Sifreiðastöð Reykjavíkmr
Sími 1-17-20
hafi ekki lækkað. í sambandi
við þetta mál hef ég orðið var
við Það hve margir fylgjast lítið
með verðlaginu. Mig grunar, að ,,
sumir að minnsta kosti reikni : j
alls ekki með þeirri verðlækk-
un, sem varð um áramótin, þeg-
ar þeir eru að reikna út kaup-
lækkun sína og verðlækkanirn-
ar, sem voru afleiðing af frum-
varpinu. Ef svo er, þá er engin.
furða þó að sumir launþegar
kunni að vera óánægðir. En. vit-
anlega er þetta hin mesta fá- •
sinna,
ÞÁ SKAL ÉG GETA ÞESS, að
kaupmenn í bænum eru ekki
síður óánægðir en húsmæðurnar
út af uppátektum. hins nýja
eggjasölusamlags. Kaupmenn
eiga engan þátt í stofnun þess og
þeir eru algerlega andvígir því, :
að það taki sér einokunarrétt á
eggjasölu til þeirra. Sama ér að
segja um nær alla eggjaframleiö
endur í Reykjavík. Enda hefur-
og komið í ljós, að þetta nýja
samlag getur ekki gleypt þann,
bita, sem það hefur sett upp I
sig.
HÉR ER ÞVÍ um það að ræða
að hrifsa í sínar hendur atvinnu
veg gegn vilja allra, sem stunda
hann í Reykjaviik, og allra, sem
njóta lians. Tilgangurinn er að-
eins sá, að ná einokunaraðstöðu
í honum. Þetta er 'ekki aðeins
skaðlegt fyrir Reykvíkinga,
heldur líka rangt og ekki hægt
að þola það. Reynslutíminn er
stuttur, en hann er orðinn nógu
langur samt. ’
Haiuies á horninu. [