Alþýðublaðið - 28.02.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.02.1959, Blaðsíða 6
HAFIÐ er fjölbreytilegur l’.eimur. sem býr yfir miklum andstæðum. Það gælir við barnið, sem leikur sér x fjör- unni. — Það lokkar og íaðar, og býður auðæfi sín og ger- gemar, birtist sem bjargvætt- ur heillá þjóða, — eins og stór, gjöful og örlát hönd. En — í næstu andrá er það æðisgeng ið, tryllt og misktinnariaust, eiris og villidýr, sem með ýfn- um hrammi reiðir til höggs. 'Það er ímynd lífsins og dauð- ans í senn. Hafið er viðsjárvert. Sá, sem sækja vill gjafir lífsins í greipar þess, tekur um leið á sig þá áhættu áð deyja í skauti þess, gefa sitt eigið líf. Og saga sjómannaþjóðar á þess óteljandi dæmi, að syriir henn ar hafa fært sííkar fórnir. Á slíkum degi sem þessum ber oss að minnast þess, að vör vegna hefur verið lagt út í áhættuna og vor vegna var fórnin færð. Sjbmennirnir eru raunar ekki þeir einu, sem fórna, til þess að þjóð vor lifi, en áhætta þeirra, sem gera sjóinn að vettvangi stárfs síns, er sérstaks eðlis, — því að hafið er engu öðru líkt. Þeir eru heldur ekki einir um áhættuna. Einn af mestu predikurum íslenzku þjóðar- innar hélt einu sinni ræðu, er hann nefndi „áhættu kærleik ans“. Sá, sem elskar, á alltaf eitthvað á hættu, því að haíín bindur öi'lög sín annarra lífi og dauða. Ahætta sjómanns- ins er því um leið áhætta heimilanna, áhætta ástvin- anna, sem bíða og vöna. Eig- inkonan, unnustan, sjómanns- barnið, fóstran eða foreldrarn ir lifa einnig sínu lífi úti á sjónum á vissan hátt. Senni- lega eru þessi tengsl miklu raunverulegri en vér að jafn- aði fáum skynjað. Maður, sem komst í pfshættu á sjó, héyrði Kirkjuþáttur Þórður Pétursson, skipstjóri. Hafliði Stefánsson, Þorv. Benediktsson, Stefán H. Jónss., Guðlaugur Karls., Runólfur Ingólfs., 1. stýrimaður, 2. stýrimaður. 1. vélstjóri. 2. vélstjóri. 3. vélstjóri. fwörður Kristinsson, Andrés Hallgrímss. loftskéytamaður. bátsmaður. Kristján Ólafsson, 1. mátsveinn. Viðar Axelsson, 2. matsveinn. Svanur P. Þorvarðs., Skúii Benediktsson, kýndari. kyndari. RagKar G. Karlsson, Ólafur Ólafsson, netamaður. netamaður. Sigmundur Finnss., Benedikt Sveinsson, Jóhann Signrðsson, Magnús Guðmnnds., netamaður. netamaður. netamaður. háseti. ólafur Snorrason, Björn Þorsteinsson, háseti. háseti. Jón Geirsson, háseti. Magnús Gíslason, Magnús Sveinsson, Jón Haraldsson, háseti. háseti. háseti. rödd móður sinnar við eyra sér. Annar maður, sem stóð á þiljum uppi í ofsaroki, sá bjarta veru við hlið sér, á þeirri stundu, sem konan hans var að biðja fyrir. honum Þorkell Árnason, háseti. Guðm. Éiíasson, háseti. Benedikt Þorbjörns., háseti. Aðalsteinn Júlíuss., Björgvin Jóhannss. Sigurður Guðnason, háseti. háseti. háseti. heima. Ef vér værum ekkí svo haldin af hyggju efnisins, sem vér oftast erum, kynni margt slíkt að koma upp á yf- irborðið, sem nú liggur í þagn argildi. Þeir, sem heima bíða og biðja, taka þátt í áhætt- unni, og einnig í baráttunni —■ á sinn hátt. Þungai’' eru áhyggjurnar, sem hvíla á hugum þeirra, sem fyrst bíða lengi í óvissu, en síðan vei’ða að gefa upp alla von um, að ástvinir þeirra komi heim. Og spurningarnar eru sárar, meðan hið innra stríð er háð. Hvar er nú misk unn að finna? Hvar er Guð? Hvar er kærleikurinn? — Það er hægt.að harka slíkar spuril ingar af sér, eh í raun og verú leita .þær alls staðar á, þegar dauðinn kemur „fyrir tím- ann“, frá sjónarmiði vor maixn anna. En hvað vitum vér í rauninni um það, hvenær tím inn er kominn? Vér mennirn- ir skynjum svo skammt og vitum svo lítið um hin dýpstu rök orsaka og afleiðinga í til- verunni. „Stundin er komin“, sagði Jesús Kristur um sinn eigin dauða, og bæn hans í Getsemane sýndi það glöggt, áð hann saetti sig við að drekka þann bikar, sem að honum var réttur, af því að hann skyrijaði, að jafnvel í því allra-sárasta, sem fyrir gat komið, var æðri hand- ieiðsla nálægt. — Þessa trú vill hann einnig innræta oss, sem á hann trúum. Og oft hef ég heyrt orð af vörum fólks, er missti ástvini sína í hafs- ins djúp, sem báru vitni um slíka trú — og hana mikla og sterka. Það var sjálfsagt held- ur ekki auðvelt fyrir vini hans að sætta sig' við dauða hans á krossinum. Hvar var þá sigur þess lífs og þess kær- leika. sem hann sjálfur hafði boðað? En eftir föstudaginn, langa komu páskarnir, sem sýndu allt í öðru ljósi en fyrr. Þá birtist sigur lífsins og sig- ur kæi’leikans í allri sinni dýrð. — Og síðan hafa kristn- ir menn getað tekið sjálfum dauðanum með fögnuði sem inngangi til annars og æðra lífs. Einu sinni, er lærisvein- ar hans komu af sjónum að morgni dags, stóð hinn upp- risni vinur þeirra á strönd- inni. Og því trúum vér, að hann taki einnig á móti þeim, sem í dögun æðra lífs taka land við þá strönd, sem vér hin eigum eftir að siá. þótt seinna verði. — Meðal sjó- mannanna á togaranum „Júlí“ voru tv«=ir fermingardrengir mínir, Nú verður mér hugsað til hess, að beir hafa kropið við altarið £ kirkjunni minni, og gefizt ihonum á vald, sem eitt sinn tók þá að sér í heil- agri skírn. Þeir voru ungir þá, oa hafa sjálfsagt ekki, frem- ur en vér hinir eldri. gert sér fulla grein fvrir því, hvað í þessu fólst,. En nú munu ekki aðeins þeir tveir, heldur og félagar þeirra, komast að raun um, að sá vinur, sem þeir ungir voru helgaðir, bregzt beim ekki. Kærleikur hans fyllir alla himna og heima. Engin „banabylgja", enginn Framhald á 12. síðu. 28. febr. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.