Alþýðublaðið - 28.02.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.02.1959, Blaðsíða 5
1 september: Reglugerðin um tólf sjómílna fiskveiðilög- sögu við ísland gengur í gildi á miðnætti. 2. september: Brezki togarinn „Northern Foam“ tekinn að ólöglegum veiðum í nýju fiskveiðilögsögunni. Níu varðskipsmenn af „Þór“ og „Maríu Júlíu“ fara um borð í togarann og ná undirtök- unum. Brezkir sjóliðar koma á vettvang og bera íslend- ingana ofurliði. Eru þeir fluttir um borð í herskipið „Eastborne“ og hafðir þar í haldi. Samdægurs ber utan- ríkisráðherra fram harðorð mótmæli gegn ofbeldinu við brezka ambassadorinn á ís- landi. 13. september: „Eastborne" siglir upp undir landsteina í Keflavík og laUmar föngun um í land eftir að hafa haft þá í haldi í 11 daga. 14. september: Utanríkisráð- herra mótmælir landhelgis- broti herskipsins. 20. september: Brezkur sjóliði lagður á sjúkrahús á Pat- reksfirði. 25. september: Varðskipsmenn taka brezkan togara út af Vestfjörðum eftir snarpa viðureign við skipverja. Nokkru síðar berast fyrir- mæli um að sleppa togaran- um lausum. 3. október: Brezkur togari sigl ir á varðskipið „Ægi“ og laskar það lítilsháttar. 23. október: 18 brezkir togarar að ólöglegum veiðum í ís- lenzkri fiskveiðilögsögu. 12. nóvember: íslenzkt varð- skip kemur að brezka togar- anum „Hackness“ með ólög- legan veiðarfæraútbúnað 2, 5 sjómílur frá landi. Áður en til tíðinda dregur, kemur herskipið „Russel“ á vett- vang og hótar að sökkva varðskipinu, ef það skjóti á togarann. 7 13. nóvember: Ríkisstjórn og utanríkismálanefnd ganga*- frá harðorðum mótmælum til brezka ambassadorsins ■ vegna atburðarins daginn áður, sem talinn er sá alvar- fi legasti frá því að útfærsla ® fiskveiðilögsögunnar og deil an við Breta kom til sögunn- ar. ® 14. nóvember: Utanríkisráð- herra afhendir ambassador Breta eindregin og hörð mótmæli vegna „Hackness“- málsins. 28. nóvember: Brezku herskip- in opna nýtt „verndarsvæði“ út af Austfjörðum. 10 togar- ar að ólöglegum veiðum þann dag. 10. desember: Enginn brezkur togari að veiðum í fiskveiði- lögsögunni, en togaraskip- stjórar kvarta sáran yfir lé- legum aflabrögðum. 8. janúar: Brezkir togarar hefja landhelgisbrot að nýju eftir nokkurt hlé. Aðeins var þá vitað um tvo að ólög- legum veiðum frá því á ann- an dag jóla. 1. febrúar: Varðskipið „Þór“. tekur brezka togarann „Vala fell“ að veiðum innan fjög- urra sjómílna takmarkanna. Tvö brezk herskip koma þegar á vettvang og hindra frekari aðgerðir meðan beð- ið sé nánari fyrirmæla frá London. 5. febrúar: Fýrirmæli berast frá útgerð „Valafells“ um að hann skuli hlýða íslenzku landhelgisgæzlunni og sigla til hafnar. Skipstjóri reynir að sigla á haf út, en „Þór“ nær honum fljótlega og fer með togarann til Seyðis- fjarðar. 6. febrúar: Réttarhöld yfir skip stjóranum á „Valafelli“ fara fram á Seyðisfirði. Mótmæl- ir hann ekki mælingum varð skipsins. Skipstjóri illa á sig kominn til heilsunnar og mun hafa fengið vott af taugaáfalli. febrúar: Dómur kveðinn upp í máli „Valafells“-skipstjór- John Foster Dulles utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hverfur úr því embætti á sama tíma og allt útlit er fyr- ir að utanríkisstefna Banda- ríkjanna, sem verið hefur ó- breytt og einstrengingsleg í tíu ár hlýtur að taka einhverj um breytingum í átt til meiri sveigjanleika. Utanríkisstefna Dullesar var í meginatriðum hin sama og fyrirrennara hans, demo- kratans Dean Achesons. Ache- son orðaði hugmyndir sínar upp á gamlan og rótgróinn diplómatiskan máta, en Dull- es gerði ýmist að ákalla guð eða hóta andstæðingunum öllu illu. Ræður hans og yfirlýs- ingar voru morandi í slagorð- um eins og „stórkostlegt end- urgjald“ og „sársaukafullt endurmat“. í kosningabaráttu heima fyrir ræddi hann gjarn an um frelsun rússnesku lepp- ríkjanna, en í þau skipti, sem tækifæri var til að láta til skarar skríða — eins og í upp- reisninni í Berlín 1953 og Ung verjalandi 1956 — varð ekki neitt úr neinu. Þetta voru að- eins slagorð. í samræmi við stefnu Ache- sons hefur Dulles ætíð lagt höfuðáherzlu á að stöðva framrás kommúnismans með því áð gera bandalög við þjóð- ir Vestur-Evrópu, og þeir báð- ir hafa álitið það skipta meg- inmáli að Þýzkaland yrði sterkt hernaðarlega og efna- hagslega. En þegar Dulles hafði nærri gert að éngu sam- starf Bandaríkjanna og Bret- ans. Er hann dæmdur í 74 þús. kr. sekt til Landhelgis- sjóðs íslands og afli og veið- arfæri upptækt gert. Dóm- inum áfrýjað til Hæstarétt- ar. ulanrlkis- lands vegna Súezævintýrsins, hlaut hann fyrir það mikla gagnrýni hjá Acheson. Acheson er formaður utan- ríkismálanefndar Demókrata- flokksins og sem slíkur hefur hann talsverð áhrif, sem þó hafa farið minnkandi undan- farið. Hinn nýi formaður ut- anríkismálanefndar öldunga- deildarinnar, J.W. Fulbright, er mjög andstæður utanríkis- stefnu Dullesar, og Mansfield, sem talinn er hægri hönd Lyndon Johnsons hins óopin- bera forsætisráðherra Banda- ríkjanna, lét nýlega svo um mæl á þingfundi, að Berlínar- deilan yrði aldrei leyst nema með beinum samningum rík- isstjórna Austur- og Vestur- Þýzkalands. Allir þeir sem til greina koma sem eftirmenn Dullesar (Cabot Lodge þó undantek- inn) þeir Herter, Gruenter og McCloy eru fylgjandi svip- aðri afstöðu og Dulles varð- andi samstarfið við Vestur- Evrópu. En þess er ekki að vænta að þeir geti haft sömu áhrif á bandaríska þingið og Dulles. Framámenn Demó- krata koma því sennilega til með að ráða utanríkisstefn- unni hér eftir, og verður hún þá væntanlega tekin til ræki- legrar endurskoðunar. Adenauer kanslari Vestur- Þýzkalands virðist vera á- hvggjufullur vegna þessarar þróunar í Bandaríkjunum, og búast má við, að þeir forustu- menn vestrænna þjóða, sem Framhald á 12. síðu. Alþýðublaðið — 28. febr. 1959 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.