Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 8
MORGUNÍÍLAÐIÖ DAGBÓKWpMÍÍÉr 1991 A 1T4 \ /"''ersunnudagur 15. september, 258. dagur ársins 1991. Árdegisflóð kl. 10.41 og síðdegisflóð kl. 23.04. Fjara kl. 4.17 ogkl. 17.06. Sólarupp- rás í Rvík kl. 6.49 og sólarlag kl. 19.56. Myrkur kl. 20.40. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.23 og tunglið er í suðri kl. 19.12. (Almanak Háskóla íslands.) Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23.) ÁRNAÐ HEILLA HJÓNABAND. Þetta eru brúð- ■ hjónin Margrét Asta Guðjóns- dóttir og Smári Hreiðarsson. Þau voru gefin saman í Háteigskirkju. Heimili þeirra er að Vesturvangi 36, Hafnarfirði. Sr. Arngrímur Jónsson gaf brúð- hjónin saman. (Ljósm. Sigr. Bachmann). HJÓNABAND. í Víðistaðakirkju létu þau gifta sig Áslaug Jónsdótt- ir og Jón Gestur Sörtveit. Heimili þeirra er í Hafnar- fírði, Sléttahrauni 24. (Stúdíó Guð- mundar.) ára afmæli. Á morgun, 15. september, er níræð Margrét Guðmunds- dóttir, fyrrum húsfreyja á Gemlufalli í Dýrafirði, Sól- brekku 14, Húsavík. Eigin- maður hennar, Valgeir Jóns- son, lést árið 1981. Þeim varð níu barna auðið og eru þau öll á lífí. tug Jónína R. Þorfinnsdótt- ir, kennari, Engihjalla 9, Kópavogi. Maður hennar er Sveinn Á. Sæmundsson. Þau verða að heiman á afmælis- daginn. O /\ára afmæli. Næstkom- OU andi þriðjudag, 17. september, er áttræður Jó- hann Ólafur Jónsson, renni- smiður, Fjóluhvammi 1, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Kristjana J. Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í Skút- unni, Dalshrauni 15 þar í bæ, á afmælisdaginn eftir kl. 20.30-......... .......... /\ára afmæli. Næstkom- OU andi þriðjudag, 17. september, er sextugur Gunnar Kárason, bústjóri á Sólheimum í Grímsnesi. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn í íþróttahús- inu á Sólheimum, eftir kl. 20. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eins og sjá má á að hressa upp á útlit þessa gamla húss, enda ekki vanþörf á að klæða það upp á nýtt í bárujárn. Þetta er ein hin elsta menntastofnun landsins: Gamli Kennaraskólinn við Laufásveg. Hann var talinn vera nokkuð langt utan við bæinn er hann reis af grunni. FRÉTTIR/MANNAMÓT POURQUAI PAS-slysið. Næstkomandi þriðjudag eru liðin 55 ár frá því þetta mikla stórslys varð vestur á Mýrum. FRÍMERKI. í fréttatil. frá Pósti og síma segir að næstu frímerki sem út koma á þessu ári komi í byrjun októbermán- aðar, sami útgáfudagur 9. október,_ 50 kr. frímerki í til- efni af 100 ára afmæli Sjó- mannaskólans, með teikningu af skólanum. Hitt er smáörk, eins og þeir kalla það í póstin- um. Myndefni hennar eru að minnst er póstskipanna tveggja sem sigldu hingað til landsins á öldinni sem leið. Hin eru af þekktustu farþega- og flutningaskipum íslend- inga á þessari öld, segir um frímerkin í fréttatilk. Þessi smáörk kemur út 9. okt., sem fyrr segir. Það er árlegur „Dagur frímerkisins". Hvert frímerkjanna kostar 30 kr. Smáörkin með 8 frímerkjum alls kostar því 240 kr. RÉTTIR verða á morgun, mánudag, í Hítardalsrétt í Hraunhreppi. í Silfrastaða- rétt í Akrahreppi og Þverár- rétt í Þverárhíð. Á þriðjudag eru réttir í Grímsstaðarétt, Álftaneshr. VIÐEY. Gönguferð á vestur- eyna í dag kl. 14.15. Lagt af stað frá Viðeyjarhlaði. í Við- eyjarstofu er kaffisala frá 14-16.30. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg. Nk. þriðjudag er opið hús kl. 15-16 fyrir foreldra ungra barna. Umræðuefnið að þessu sinni er málþroski bama. NIÐJAMÓT. í dag efna ætt- ingjar Vigfúsar Lúðvíks Árnasonar og konu hans, Vilborgar Magnúsdóttur til ■ niðjamót-s- ■ í • Garðaholti -við- Garðakirkju. Vigfús starfaði í Reykjavíkur apóteki yfír hálfa öld. Þau bjuggu lengst af á Bergstaðastræti 31b hér í Reykjavík. Hann var fæddur 18. september 1891. Á niðja- mótinu í dag, í tilefni af 100 ára afmælinu, verða sýndir listmunir sem Vigfús vann á heimili sínu. NÁTTÚRUFRÆÐIFÉ- LAGIÐ. Hið ísl. Náttúru- fræðifélag efnir til fyrsta fræðsluerindisins á þessu hausti nk. fímmtudagskvöld í stofu 101 í hugvísindahúsinu Odda. Ingibjörg Svala Jóns- dóttir plöntuvistfræðingur flytur erindi: Náttúrufar og mannlíf á Suður-Georgíu. Þar var hún þátttakandi í vísinda- leiðangri í byrjun þessa árs. Eyjan Suður-Georgía liggur 1450 km leið austsuðaustur af Falklandseyjum. Veðurfar og náttúrufar ber sterkan svip af kulda Suðurheim- skautssvæðanna, segir í fréttatilk. frá félaginu. Fund- urinn verður öllum opinn. SAMVERKAMENN Móður Teresu halda mánaðarlegan fund sinn mánudaginn kl. 16 í safnaðarheimilinu, Hávalla- götu 16. KIW ANISKLÚBBURINN Viðey heldur fund nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.00 í Kiwan- ishúsinu, Brautarholti 26. Fundurinn er öllum opinn. NORÐURBRÚN 1. Félags- starf aldraðra. Mánudag kl. 8 er baðtími, smíði kl. 9, lestur framhaldssögu kl. 10. Fóta- aðgerðartími kl. 12, leikfími, handavinna og leirmunagerð kl. 13. Samverustund í dag- stofu kl. 15 og kaffitími. VESTURGATA 7, fél./þjón- ustumiðstöð aldraðra. Kínversk Ieikfimi á morgun og fímmtudag. Þá hefst postulínsmálun kl. 13, leið- beinandi Ingrid Hlíðberg. Danskennsla framhaldsflokks kl. 12.30, almenn kennsla kl. 13.30 og síðan dansað kl. 14.30. GERÐUBERG: Félagsstarf aldraðra kl. 9 mánudag fóta- aðgerðartími og hárgreiðsla. Leikfimi kl. 11. Þá hádegis- hresfiing. -E.h.-spiiað.upplest,- ur og kaffitími og kl. 15.30 dansæfíng hjá Sigvalda. BÓLSTAÐARHLÍÐ 43. Handavinnustofan verður op- in mánudag 9-16. Sund kl. 9.30. Myndlist kl. 13 og helgi- stund kl. 14. KRISTILEG FÉL. heilbrigð- isstétta heldur opinn fund mánudagskvöldið í safnaðar- heimili Laugarneskirkju kl. 20. Sr. Magnús Björnsson flytur hugleiðingu: Tvenns konar gleði. Þá syngur Guðný Einars einsöng. Fundurinn er öllum opinn. UT ANRÍ KISÞJÓNU ST AN. í tilk. í Lögbirtingablaðinu frá utanríkisráðuneytinu segir að þeir: Benedikt Jónsson, Pét- ur G. Thorsteinsson, Sig- urður Ásmundsson svo og Þórður B. Guðjónsson hafí verið skipaðir sendifulltrúar í utanríkisþjónustu íslands. LÁTA AF embætti. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið tilk. í sama Lögbirtingi að sr. Gísli Kolbeins hafí fengið lausn LÁRÉTT: — 1 óhræsi, 5 verk, 8 pípuna, 9 öflug, 11 blóma, 14 herma eftir, 15 grænmetið, 16 fuglum, 17 reið, 19 verkfæri, 21 dugleg, 22 hnettinum, 25 bekkur, 26 þjóta, 27 kyrri. frá embætti sóknarprests í Stykkishólmsprestakalli að eigin ósk, frá 15. okt. að telja. Eins hefur sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir fengið lausn frá embætti sóknar- prests í Raufarhafnarpresta- kalli, einnig frá 15. næsta mánaðar að eigin ósk. KIRKJUSTARF_________ ÁRBÆJARKIRKJA: For- eldramorgnar í safnaðar- heimili kirkjunnar þriðjudag kl. 10-12. Miðvikudag er opið hús fyrir aldraða kl. 13.30 og þann sama dag fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16.30. H ALLGRÍ MSKIRK J A. Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk, mánudagskvöld kl. 20. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær var Kyndill væntanleg- ur. Togarinn Ásgeir fór til veiða og togarinn Víkingur fór, var í slipp. Á mánudag er Laxfoss væntanlegur að utan og togarinn Viðey vænt- anlegur af veiðum. LÓÐRÉTT: - 2 fum, 3 hreinn, 4 stundaði, 5 kænn, 6 þvottur, 9 bók, 9 meinlaus, 10 styrkist, 12 lofaðir, 13 vesalingur, 18 vegur, 20 kyrrð, 21 greinir, 23 svik, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 ósára, 5 ókátt, 8 ímuna, 9 fólks, 11 ær- una, 14 tað, 15 klóku, 16 Ingvi, 17 ráð, 19 náin, 21 kala, 22 nýrunum, 25 níu, 26 ára, 27 ben. ' LÓÐRÉTT: — 2 sló, 3 rík, 4 amstur, 5 ónæðið, 6 kar, 7 tin, 9 fákænn, 10 ljóðinu, 12 unglamb, 13 aðilann, 18 áður, 20-ný; ‘21 •ku,'28-rá,-24*Na.*'—* * -—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.