Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 36
N • Á • M • A • N
Landsbanki
ísiands
Banki allra landsmanna
Bögglopóstur
um ollt Iflnd
PÓSTUR OG SÍMI
MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
200 úrum
var stolið
INNBROT var framið í mann-
lausan bíl í porti við Berg'þóru-
Cíi#ötu aðfaranótt laugardags og
þaðan stoiið tösku með um 200
úrum að verðmæti um 2 milljón-
ir króna.
Það var sölumaður frá Jóni
Bjarnasyni úrsmið á Akureyri, sem
skildi töskuna eftir í bílnum, falda
á bak við framsætin. Taskan er
ómerkt, lág úr leðri með talnalás
og eru þeir sem fínna slíka tösku
beðnir um að snúa sér til lögregl-
unnar. „Þetta eru ný og fín sviss-
nesk Tissut og Edox úr, sem ég er
með umboð fyrir og sendi suður í
sölu,“ sagði Jón. „Ætli útsöluverð
þeirra sé ekki um 2 milljónir króna."
Þjófurinn komst að töskunni með
því að henda bíltékk í rúðu á bílnum
^g brjóta hana.
Davíð hittir
George Bush
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, mun hitta George Bush
Bandaríkjaforseta á stuttum
fundi í Bandaríkjaför sinni, en
hann er nú leið þangað til að
vera viðstaddur hátíðahöld
vegna komu vikingaskipsins Ga-
iu til New York.
Forsætisráðherra fer til Banda-
ríkjanna frá París þar sem hann sat
fund leiðtoga EDU, Sambands evr-
ópskra lýðræðisflokka. Til þessa
hafa íslensku fulltrúarnir verið
áheyrnarfulltrúar á fundunum en
eru nú fullgildir meðlimir.
Eigendur Guðbjargar buðu
best í Elínu Þorbjamardóttur
HRÖNN hf. á ísafirði, sem gerir
út aflaskipið Guðbjörgu ÍS, gerði
hæsta tilboð í hlutabréf Hlaðsvík-
ur hf. á Suðureyri, útgerðarfélag
Elínar Þorbjarnardóttur IS. Til-
boð Sjólastöðvarinnar í Hafnar-
firði var næsthæst þeirra sjö boða
sem bárust. Fáfnir hf. á Þingeyri
og Stálskip í Hafnarfirði buðu
einnig í Hlaðsvík. Stjórn Fiskiðj-
unnar Freyju sem á bréfin í
Hlaðsvík fundaði um tilboðin í
gær, laugardag. Helgi Þórðarson,
stjórnarformaður Hlaðsvíkur,
segir menn helst vilja semja um
rekstur Fiskiðjunnar Freyju í
heild.
Helgi segir vænlegast fyrir at-
vinnurekstur á Suðureyri að samn-
ingar náist um samstarf um allan
rekstur Freyju, ekki einungis útgerð
togarans Elínar Þorbjarnardóttur.
Frystihúsinu á Suðureyri vilji menn
reyna að halda opnu og Byggðastofn-
un hljóti að horfa til hagsmuna sveit-
arfélagsins.
Byggðastofnun ræður yfir 54%
bréfa í Freyju, Sjávarafurðir hf. eiga
20% bréfanna, Suðureyrarhreppur
rúm 15% og afgangur skiptist milii
23 minni hluthafa.
„Nýir hluthafar eru besti kostur-
inn, að því frágengnu að núverandi
eigendur leggi aukið fé í Freyju,"
segir Helgi Þórðarson. „Annar kostur
er samstarf við nágranna um rekst-
urinn og við höfum í vetur og aftur
síðustu daga átt viðræður um það.
Þriðji möguleikinn væri sá að selja
eignir fyrirtækisins."
Öll tilboð í Hlaðsvík þykja of lág
samkvæmt upplýsingum blaðsins.
Hlutabréfin voru auglýst með 75%
af kvóta Elínar Þorbjamardóttur, en
misjafnt er hvort boðin taka mið af
því eða fullum kvóta.
Hrannarmenn munu frekar vilja
kaupa togararin og gera hann upp
heldur en fara í atvinnustarfsemi á
Suðureyri. Þeir hafa þó eftir heimild-
um Morgunblaðsins ekki lokað á
Kannaðir möguleikar á flutn-
ingi rafmagns vestur um haf
Washington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins
: _^-Í^ANDARÍSKT verkfræðinga-
fyrirtíeki hyggst kynna sér
möguleika á stórframleiðslu raf-
magns á íslandi til notkunar í
Bandaríkjunuin og Kanada. Sam-
kvæmt upplýsingum frá verk-
fræðingum félagsins er nú til-
tölulega auðvelt að flytja raf-
magn í stórum stíl frá Islandi til
^■Prýfundnalands með nýjustu
tækni til flutnings rafstraums um
langan veg.
Verkfræðingarnir hafa fyrst og
fremst augastað á íslandi, þar sem
þeir telja möguleika á að framleiða
hér rafmagn í stórum stíl, ekki ein-
ungis með vatnsafli heldur og e.t.v.
frekar með því að virkja jarðhita
landsins í þeim tilgangi.
Verkfræðingafyrirtækið sem hér
um ræðir mun á næstunni snúa sér
til íslenskra yfirvalda vestan hafs
og reifa málið fyrir þeim.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær að fyrirtækið
hefði ekki kynnt sér möguleika á
fiutningi raforku vestur um haf en
möguleikinn til flutnings raforku
um sæstreng til Bretlandseyja er í
athugun á vegum fyrirtækisins.
Vegalengdin frá íslandi til Ný-
fundnalands er nær þrefalt lengri
en vegalengdin milli íslands og
Bretlandseyja.
þann möguleika. Rætt hefur verið
við útgerðarmenn frá Þingeyri til
Súðavíkur um samvinnu við Freyju
en ekki kominn botn í málið. Sam-
starf Þingeyrar og Suðureyrar er
einn þeirra möguleika sem nefndir
hafa verið, þá yrði togara Hlaðsvíkur
væntanlega iagt. Togarinn Bessi frá
Súðavík gæti einnig veitt allan kvóta
Elínar Þorbjarnardóttur.
Talið er að auka þurfí hlutafé í
Freyju um 100 milljónir hið minnsta
til að halda rekstri áfram. Skuldir
fyrirtækisins nema rúmum 500 millj-
ónum króna þrátt fyrir 580 til 600
milljóna eignir.
Samningar við Rupari Food:
Gert ráð fyrir að
ganga frá sölu Igöts
í upphafi vikunnar
GERT ER ráð fyrir að undirrita upp úr helginni samninga um
sölu til Bandaríkjanna á lambakjöti frá því í fyrra og ærkjöti úr
slátrun haustsins. Þetta segir Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðarmaður
Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra og bendir á að enn sé ekki
fullljóst hve mikið af kjöti verði
skýrast snemma í vikunni.
Sigurgeir kveðst ekki búast við
að dómur er féll í mútumáli banda-
ríska samningsaðilans fyrir níu
árum hafi áhrif á samninga við
hann. Hann segir að ráðuneytið
hafi vegna þessa leitað upplýsinga
opinberra aðila vestanhafs og í
helstu viðskiptalöndum Rupari
food, Danmörku og Finnlandi.
Samningur um sölu á 800 til
1.000 tonnum af ærkjöti er fullfrá-
genginn en ekki undirritaður. Ljóst
verður í vikunni, að sögn Sigur-
geirs, hve mikið verður skorið af
fé. Ekki hefur heldur verið skrifað
undir samning við Rupari Food um
sölu á árs gömiu lambakjöti. í
til sölu. Það segir hann hljóta að
fyrstu var rætt um 800 tonn af
því og segir Sigurgeir gert ráð
fyrir að magnið fari ekki undir 500
tonn.
Verið er að kanna birgðir dilka-
kjötsins og ekki fulljóst nú um
helgina hve mikið er enn til í heil-
um skrokkum. Bandaríski samn-
ingsaðilinn, Rupari food, vill ein-
ungis kaupa lambaskrokkana í
heilu lagi. Giskað var á um síðustu
mánaðamót að eftir væru um 700
tonn af heilum skrokkum frá því
í fyrra. Hugsanlegt er talið að
vinnslustöðvar hafi birgt sig eitt-
hvað upp af dilkakjöti vegna frétta
um verðhækkun.
Sjá nánar á bls. 6.
Málað fyrir veturinn
Morgunblaðið/KGA
Haustið hefur minnt á sig um alit land að undanförnu. Fyrir norðan hefur gránað í fjöll. Húseigandi í Garðastrætinu taldi síðustu forvöð að
huga að málun þaksins fyrir veturinn.
Samning-
ar ASÍ-fé-
laga lausir
KJARASAMNINGAR aðildarfé-
laga Alþýðusambands Islands og
flestra annarra félaga annarra
en félaga opinberra starfsmanna
verða lausir í dag 15. september.
Undirbúningsnefnd ASÍ vegna
kjarasamninga hefur samþykkt að
sérmál á vettvangi landssambanda
verði rædd áður en hugað verður
að sameiginlegum málum og sama
gildir um BSRB og BHMR, en
samningar þar voru lausir um mán-
aðamótin.
Kjarasamningarnir sem nú eru
að renna sitt skeið voru undiritaðir
1. febrúar 1990. Þeir hafa gengið
--^tndir heitinu þjóðarsáttarsamning-
amir og mörkuðust af þeirri megin-
stefnu að ná tökum á verðbólgunni.
♦ ♦ »