Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 12
i .fsj.N.Niiijt4(ii>t415. mssmmmA m L06MAL FRUM8KÓGHMS á lífskjörum okkar sjálfra. Við vit- um að Efnahagsbandalagsþjóðim- ar í kringum okkur eru öflugar enda hafa þær verið að reyna að ná þessum afla frá okkur í gegnum árin og við höfum þurft að heyja við þær þorskastríð til þess að bægja þeim frá. Það væri vissulega grátbroslegt ef við létum þær taka okkur í viðskiptalandhelgi. Að mínu .mati er of mikið af því gert að senda fisk óunninn úr landi á markaði erlendis og ég hreinlega skil ekki þá ásókn, sem virðist vera í það, sé tillit tekið til þess verðs sem fæst á innlendum fisk- mörkuðum,“ segir Gunnar. „Augljóst er að undirstaðan í byggðum landsins hef- ur verið sjáv- arútvegur og landbúnaður. Þegar svo mikil skerð- ing verður í báðum þess- um greinum og ekkert annað kemur til ættu menn að fara áð horfastí augu við að freista þess að efla þá byggða- kjarna, sem eru hringinn í kringum landið, í stað þess að láta sig dreyma um að hægt sé að halda öllu gang- andi. Með því móti tel ég að hægt sé að halda sjó,“ segir Gunnar Ragnars. Vænta viðunandi síldarvertí- ðar Við teljum nauðsyn- legt að okkar tak- markaða sjávarafla verði ráðstafað á sem hagkyæmastan hátt fyrir þjóðarbúið. Þessi mikla skerðing nú getur valdið ýms- um aukaáhrifum í þjóðfélaginu sem ekki sést fyrir. „Skerðing- in þýðir minni tekjur og meiri erfið- leika í rekstri. Okkar fisk- vinnsla bygg- ist á viðskipt- um við sjálf- stæða út- gerðarmenn. Auk þess á KASK hlutdeild í tveimur togurum og þremur báturn," segir Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði. „Auðvitað hljótum við, eins og aðrir, að leita allra leiða til þess að spara. Aukin kvó- takaup eru ekki í sjónmáli, en ekki hafa verið teknar neinar ákvarðan- ir um uppsagnir að svo stöddu. Vafalaust hefur skerðingin þau áhrif að fólk vill síður búa úti á landi þar sem eru lakari afkomu- möguleikar. Hinsvegar ber á það að líta að aflaskerðingin nær til landsins alls þannig að mönnum er enginn hagur í því að fara af einum stað á annan ætli þeir sér að vera áfram í sjávarútvegi. Aðal- atriðið er að menn-dragi þann lærdóm af þessu að gæta meiri hagsýni, bæði í útgerð og fisk- vinnslu. Hinsvegar er það ekki minna at'riði í mínum huga að þess- ar aðgerðir nú beri tilætlaðan árangur þannig að fiskistofnarnir nái að vaxa. Það er markmið, sem menn mega ekki missa sjónir af- enda er það atriði meginröksemd skerðingarinnar og ef menn eru sannfærðir um að það markmið hau fyrirtæþ sem voru illa stödd fyrir skerðinguna, eiga eftir að lenda í miklum hremmingum. náist, þá er þetta aðeins spurning um að þrauka í ákveðinn tíma.“ Að sögn Hermanns hefur engin umræða farið fram fyrir austan þess efnis að byggðarlög tengdust með sameiningu fyrirtækja. „Við búum við þá stöðu, eins og margir aðrir staðir hér á Austurlandi, að liggja vel við síldarmiðum. Þar er ekki um neina skerðingu að ræða og við erum vissulega að gera okkur vonir um viðunandi síldar- vertíð í ár.“ Hætta á minna fram- boði á fiskmörkuðum Sjólastöðin í Hafnarfirði gerir út tvo frystitogara og rekur auk þess fisk- vinnslu í landi sem kaupir allt sitt hrá- efni af inn- lendum fisk- mörkuðum. „Það er veru- leg ■ hætta á því að fram- boð á fisk- mörkuðunum minnki í kjöl- far aflaskerð- ingarinnar nema því að- eins að skert- ur verði út- flutningur á ferskum físki frá því sem nú er. Það er það eina sem bjargað getur vinnslunni í landi. Helst vildi ég að bannaður yrði útflutningur á ferskfiski svo hægt yrði að selja fisk- inn innan- lands. Þannig hefðu íslensk- ir fiskkaup- endur að minnsta kosti möguleika á því að bjóða á móti útlend- ingunum. Við gerum ekki ráð fyrir að segja upp fólki, svo fremi sem framboð á fiskmörkuðum minnkar ekki,“ seg- ir Jón Guðmundsson, forstjóri Sjól- astöðvarinnar. Jón segir aflasam- drátt frystitogaranna verulegan, en reynt yrði m.a. að mæta honum með auknum úthafskarfaveiðum. Engar sameiningar- hugmyndir í gangi „Við ætlum að mæta skerðing- unni með því að leggja einum bátn- um, Suðurey, í haust í fjóra til sex mánuði og færa mannskapinn yfir á síldar- og loðnubátinn Guðmund. Auk þess dregur úr umsvifum í frystihúsinu, án þess þó að til upp- sagna þurfi að koma,“ segir Sig- urður Einarsson, forstjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja. „Menn hér í Eyjum eru að vonum daprir í bragði, en ég átta mig svo sem ekki á því hvað þeir ætla að gera til þess að mæta skerðing- unni. Þetta einfaldlega þýðir hell- ingssamdrátt og $ð einhveiju leyti minnkar atvinna í bænum. Eg ímynda mér þó að útlendingar verði ekki eins áberandi í fisk- vinnslunni en hingað til.“ Sigurður segir það ekki spurn- ingu í sínum huga að skerðingin Ferskur fiskur á leið úr landi. Allut útfluttur ístlskui tari um fiskmarkaöina: ÚTLENDINGAR LÉTU YINNA FISKINN HÉR - segir Gísli Geiissun fiskkaugandi Fiskkaupendur á fiskmörkuðum hafa gert þá kröfu tií stjórnvalda að allur fiskur, sem sendur sé óunninn úr iandi, verði fyrst seldur á innlendum uppboðsmörkuðum. Þeir segja að núverandi fyrirkomulag á útflutningi óunnins fisks frá íslandi sé gjörsamlega óviðunandi og hindri þá eðlilegu þróun og hagræðingu sem innlendir fiskmarkaðir bjóði upp á. w Ounninn fiskur, sem sendur er óflokkaður, óvigt- aður og óseldur til EB-landa, veldur mismun- un og samkeppnishömlum, sem er ósamboðin því hlutverki sem íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum er ætlað að sinna í atvinnu- og efnahagslífi þjóðar- innar,“ segir m.a. í ályktun frá Félagi kaupenda á fískmörkuðum. Utanríkisráðherra hefur tekið undir þessar hugmyndir og segir ríkisstjómina alla já- kvæða í garð hennar. Ráðherra segir að núverandi kerfí útflutningsleyfa geti aðeins orðið bráðabirgða- lausn og nú sé unnið að endurskoðun á fisksölukerf- inu. Að sögn Bjarna Thors, framkvæmdastjóri Faxa- markaðar, er mörkuðunum ekkert að vanbúnaði að selja meiri físk. Hér væri aðeins um skipulagsatr- iði að ræða, sem krefðist mikils undirbún- irigs.„Þetta krefst auðvitað aðlögunar, ekki bara markaðanna, heldur fiskvinnslunnar því mörg fyrir- tæki hafa hætt starfsemi,“ segir Gísli Geirsson hjá Sjávarfiski hf. í Hafnarfirði. „Verðið á mörkuðunum að undanförnu hefur verið í hærri kantinum vegna ónógs framboðs, en ef framboð er nægt getur rekstur vinnslufyrir- tækja gengið ágætlega. Ef allur fiskur yrði seldur hérlendis sé ég fyrir mér örlitla niðursveiflu í verði fyrst til að byrja með, en síðan myndu það rétta sig af með tímanum. Erlendum fískkaupendum yrði að sjálfsögðu leyfður aðgangur að mörkuðun- um hér en með þessu gætu íslendingar staðið jafn- fætis útlendingum. Ég hef þá trú að ef af þessu yrði myndu útlendingar jafnvel láta vinna fyrir sig fiskinn héma í stað þess að flytja hann beint út. Til þess að svo geti orðið þarf að lækka tolla á unnum físki. Ég held líka að fyrirtæki utan af landi muni í auknum mæli kaupa af mörkuðunum hér sunnanlands, þar sem að flutningavandamál er ekki lengur til staðar. Að sögn Gísla eru víða erfiðleikar, „en við verð- um að átta okkur á því að lánsfé er mjög dýrt á íslandi og mörg þau fyrirtæki, sem nú ganga illa, hafa offjárfest og skulda þar af leiðandi mikla peninga. Og þessi fyrirtæki hér á suðvesturhorninu hafa ekki getað hlaupið í opinbera sjóði með lána- fyrirgreiðslu, eins og fyrirtæki hafa getað úti á landi,“ segir Gísli Geirsson hjá Sjávarfiski hf., en þar starfa um 30 manns við saltfiskvinnslu og kaupir fyrirtækið allt sitt hráefni af fiskmörkuðum innanlands. Boð og bönn Bjarni Thors segir að æskilegt væri að þannig framboð og verð væri á mörkuðum að bæði seljend- Afli boðin upp á íslenskum uppboðsmarkaði. ur og kaupendur gætu unað glaðir við sitt. „En við hreinlega vitum ekki hvenær framboð og eftir- spum er í jafnvægi þvi við höfum rekið okkur á að þegar lítið framboð er af fiski, þá er verðið hátt eins og gefur að skilja þar sem margir beij- ast þá um hann. Ef á hinn bóginn framboð eykst þá gerist það oft að kaupendum fiölgar. Nú þegar kvóti fer minnkandi hljóta vinnsluhús víða um land að sjá sér hag í því að kaupa á mörkuðunum. Hinu megum við ekki gleyma að ef skerðing verður á útflutningi gámafisks, þá getur hún orsakað hækk- un á verði ferskfísks erlendis sem ekki verður hægt að réttlæta. Því verðum við að bjóða útlend- ingum, eða umboðsmönnum þeirra, upp á þann möguleika að geta keypt fisk á innlendum mörkuð- um. Að mínu mati duga boð og bönn ekki. Sjávarút- vegurinn skilar sér í miklu betri afkomu ef menn fá að gera eins og þeir kjósa og þá læra þeir líka af því í leiðinni. Það eina, sem ég vara við, er að eitthvert sjóða- og lánakerfi verði í gangi sem myndi rugla myndina þannig að ménn gætu gert vitleysur án þess að finna fyrir þeim. Stjórnvöld verða að skera úr um það hveijir eiga fiskinn í sjónum. Ef útgerðin yrði krafin um gjald fyrir kvótann, gæti fiskvinnslan ekki sagt mikið við því hvað hún gerði við aflann úr því að hún yrðí þá búin að greiða fyrir afnotaréttinn. Ef útgerðarmenn yrðu á hinn bóginn rukkaðir yrði erfiðara að setja þeim skilyrði," segir Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.