Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 61
teet fl33M333Q .[ ;WWUN«iiAt)ÁM®V®AÍI\jAl/IWIWA9il;|'ÍAJfr/'JOHOI/. oæi Minning: Gísli Krisljánsson skólasijóri, Hvolsvelli Fráfall Gísla Kristjánssonar, skólastjóra Hvolsskóla, langt um aldur fram, kom vinum óvænt, enda þótt hann hefði um skeið átt í höggi við krabbameinssjúkdóm. Allir von- uðu að í hans tilfelli mætti sigrast á sjúkdómnum eins og mörg dæmi eru um í dag. En öll tiltæk ráð komu fyrir ekki. Við Gisli höfðum í bjart- sýni okkar á liðnu sumri talað um að hittast einhveija helgi á Hvol- svelli, en nú er fundum okkar fre- stað um sinn. Þegar jafnaldrar og vinir falla frá erum við skýrar en ella minnt á hverfulleika mannlegs lífs og að okkur er ekki gefinn ómældur tími. Gísli var fæddur í Ólafsfirði, sonur Kristjáns Friðrikssonar, fyrrum bónda á Auðnum og verkamanns í Ólafsfírði, og konu hans, Jónínu Sig- urðardóttur. En þau hjón áttu ættir sínar að rekja inn í Fljót og í Svarfað- ardal. Gísli var þriðja barn þeirra hjóna. Eldri eru Hulda og Snjólaug, en yngri Sigurður og Gunnlaug. A uppvaxtarárum Gísla var aðeins barnaskóli í Ólafsfirði. Er honum lauk urðu böm, sem vildu leggja fyrir sig meira nám, að leita annað. Gísli fór eins og fleiri Ólafsfirðingar af hans kynslóð í Reykholtsskóla. En hugur hans stóð til meiri mennta. Úr Reykholti lá leiðin í Kennaraskól- ann. Þaðan lauk hann kennaraprófi 1954. Næstu þijú árin kenndi hann við Bama- og unglingaskólann í Borgarnesi, en 1957 sneri hann aft- ur til náms og lauk handavinnukenn- araprófi árið 1959. Hann var jafn- framt forfallakennari við Austurbæj- arskóla og Langholtsskóla í Reykja- vík. Að því búnu sneri hann aftur til Borgarness og kenndi þar til 1965, er hann gerðist kennari í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi. Árið 1971 tók hann sig upp ásamt fjölskyldu sinni og fluttist til Hvol- svallar. Þar var hann fyrst kennari við gagnfræðaskólann, en 1972 varð hann skólastjóri Hvolsskóla og gegndi því starfi æ síðan. Gísli var maður dulur og hæg- gerður í fasi, athugull og fordóma- laus, afar samviskusamur og ná- kvæmur í öllu, sem hann vann að, en jafnframt dijúgur verkmaður. Hann gerði sér far um að halda við og auka menntun sína og birtist það m.a. í því, að hann fór í námsferðir til Danmerkur 1968 og 1974 til að auka þekkingu sína og fæmi í áhugasviði sínu, m.a. handavinnu- kennslu. Hann var farsæll kennari og skólastjóri. Þeir, sem til þekkja, vita, að þar fór mikill skólamaður. Gísli vissi gildi bókasafns fyrir allt fræðslustarf og menningarlíf sér- hvers bygðarlags og aflaði sér sér- þekkingar í bókasafnsfræðum og tók að sér forsjá bókasafnsins á Hvol- Legsteinar Veitum fúslega upplýsíngar og ráðgjöf umi K9S.HELGASONHF STEINSMIÐJA I SIŒMMUVB3I 48-SlMI 76677 svelli. Á sumrin stjórnaði hann ungl- ingavinnu staðarins. Þá var hann virkur í félagsstarfi, m.a. í Rótarý- klúbbi Rangæinga. í hveiju byggð- arlagi eru menn sem Gísli var ómet- anlegir liðsmenn. En Gísli stóð ekki einn. Við hlið hans stóð eiginkona hans, Guðrún Ormsdóttir, handavinnukennari, ættuð úr Borgarfirði. Þau hjón voru einkar samhent og naut Gísli stuðn- ings hennar í öllu starfi sínu. Þau byggðu sér hús á Hvolsvelli og bjó Guðrún honum og börnum þeirra yndislegt heimili, þar sem vel var að öllu hlúð. Þar var gott að koma. Börn þeirra eru Kristín Helga, sjúkr- aliði, Ásgeir, stýrimaður, og Jóhanna Lovísa, nemandi í Kennaraháskóla íslands. Missir eiginkonu, barna og barnabarna svo og annarra sam- ferðamanna er mikill við fráfall góðs drengs. Kynni okkar hófust er við hjónin fluttumst til Ólafsfjarðar sumarið 1958. Prestssetrið á staðnum var þá ekki talið íbúðarhæft og leigðum við hjónin fyrsta árið hjá foreldrum Gísla. Gísli kom þá eins og jafnan árvisst síðan af eðlislægri tryggð sinni í heimsókn á æskustöðvarnar ásamt fjölskyldu sinni. Elsta dóttir þeirra, sem þá var rúmlega tveggja ára, kom þá stundum í heimsókn til ungu hjónanna í kjallaranum og leiddi fjölskyldur okkar saman. Þau tengsl, sem þá var stofnað til, hafa haldist æ síðan, þótt jafnvel lönd og höf hafi skilið okkur að um skeið. Við þökkum minnisstæðar samveru- stundir á heimilum beggja og trygga vináttu gegnum árin. Við þökkum öll Guði fyrir það, sem hann miðlaði okkur í lífi og starfi Gísla. Við felum hann Guði og biðjum um hjálp til þess að halda áfram að lifa. Kristján Búason ❖ ■é- Lærdómsrit Bókmenntafélagsins - ný bók BUhBBBhHNI ORÐRÆÐA UM AÐFERÐ eftír RENÉ DESCARTES Eitt af höfuðrítum vestrænnar menningar. ✓ ./slensk þýðing eftir Magnús G. Jónsson með inngangi og skýringum eftir Þorstein Gylfáson. „Eg hugsa; þess vegna er ég til.“ René Descartes (1596-1649) er einn áhrifamesti heimspekingur allra tíma og með ritum sínum, þeirra á meðal „Orðræðu um aðferð til að beita skynsemiimi rétt og leita sannleikans í vísindum", átti hann hvað mestan þátt í að sagt var skilið við hugsunarhátt miðalda í heimspeki og vísindum. Orðræða um aðferð kom fyrst út í Leiden 1637. Hér lýsir Descartes þekkingarleit og þroskaferli sjálfs sín og setur fram heildarsýn, hvemig skuli reisa öll visindi á undir- stöðum öruggrar þekkingar. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlOUMÚU 21 -PÓSTHÓLF 8935- 128 REYKJAVlK • SlMl 91-679060 M 1816 1991 ■é SIEMENS Viðskiptavinir heimilistækjadeildar athugið! Verslunin verður lokuð mánudaginn 2. desember. Opnum aftur þriðjudaginn 3. desember helmingi stærri og glæsilegri verslun. Verið velkomin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.