Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 1
128 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
275. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Verða alkóhól-
istar í Rússlandi
gerðir ófrjóir?
RÚSSNESK þingnefnd hefur lagt til að
alkóhólistar, eiturlyfjasjúklingar og
fólk, sem smitast hefur af kynsjúkdóm-
um, gangist undir ófrjósemisaðgerð.
Nefndin er að undirbúa frumvarp um
mæðra- og fjölskyldumál og vill að í
því verði ákvæði um tafarlausa ófrjó-
semisaðgerð berist kvörtun frá nánustu
ættingjum slíks fólks. Aðrar þingnefnd-
ir eiga eftir að fjalla um frumvarps-
drögin, meðal annars ein sem fjallar
um mannréttindamál og hefur fordæmt
þetta ákvæði harðlega. Búist er við að
fallið verði frá því þar sem það þykir
óraunhæft, ekki síst vegna þess að
áfengissýki er gífurlegt vandamál í
Rússlandi.
Lánsapar fá ekki
frí á hvíldardegi
OVADIA Yosef, sem var áður æðsti
rabbíni ísraels, hefur úrskurðað að
tamdir apar megi annast ýmis heimilis-
verk, sem gyðingum eru bönnuð á hvíld-
ardeginum, svo sem slökkva ljósin. Hins
vegar eigi þetta aðeins við um apa sem
gyðingar hafa að láni því þeirra eigin
apar verði áð fá að hvílast á laugardög-
um eins og mennimir. Þetta kemur
fram í grein eftir rabbínan í Yom Has-
hishi, vikublaði strangtrúaðra gyðinga.
Bóndakona ræðst
á boðbera ófrjó-
semi með rakhníf
WANG Darong, 29 ára gömul kínversk
bóndakona, hefur verið dæmd í fimm
ára fangelsi fyrir að ráðast á embættis-
menn sem ætluðu að láta framkvæma
á henni ófrjósemisaðgerð. Dagblaðið
Anhui skýrði frá því að tveir embættis-
menn hefðu fyrir skömmu sótt Wang
Darong heim til að fyrirskipa henni að
fara í ófrjósemisaðgerð þar sem hún
væri þegar tveggja bama móðir. Dar-
ong neitaði máialeitan þeirra og þegar
þeir ítrekuðu hana daginn eftir réðst
hún að þeim með hárbeittum rakhníf.
Særði hún annan embættismanninn
mjög alvarlega, að sögn blaðsins. Kín-
versk sljórnvöld fyrirskipa hjónum að
eignast ekki fleiri en eitt barn, til að
stemma stigu við offjölgun, en undir
sérstökum kringumstæðum, fyrst og
fremst í sveitahéruðum, leyfist fólki að
eignast tvö börn. „Við reynum að fræða
fólk um þessa stefnu en ef það bregst
og konan á þegar tvö börn fyrir er
gripið til fóstureyðingar eða ófrjósemis-
aðgerðar,” sagði kínverskur embættis-
maður.
BATURINN TEKINN UPP
Morgunblaðið/KGA
Á þessum árstíma er allra veðra von og vissaca að ganga tryggilega frá hlutunum. Þessi trillukarl í Hafnarfirði var að taka
bát sinn upp fyrir veturinn þegar ljósmyndari átti leið hjá á dögunum.
Talið öruggt að Úkraínumemi samþykki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu:
Föllumst ekki á neinar
breytingar landamæra
- segir talsmaður úkraínska þingsins
BÚIST er við að mikill meirililuti Úkraínumanna muni greiða sjálfstæði lýðveldisins
atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Georgíj Tsjernevskjj, talsmað-
ur úkraínska þingsins í Kiev, segir í samtali við Morgunblaðið að í viðræðum við
Rússa hafi komið fram að þeir geri ekki neinar landakröfur, þó öðru hafi verið hald-
ið fram. Rúmenska þingið hefur samþykkt ályktun um að Úkraínu beri að skila aftur
landsvæði sem Sovétríkin sölsuðu undir sig 1940 en talsmaður þingsins segir að hin
sjálfstæða Úkraína muni ekki fallast á neinar breytingar landamæra.
„Málið er að í síðustu viðræðum okkar við
Boris Jeltsín, forseta Rússlands, ítrekaði
hann að Rússar gera engar landakröfur á
hendur Úkraínumönnum. Þetta var afdrátt-
arlaust af hans hálfu. Yfirlýsingar um ann-
að, sem haldið hefur verið á lofti, voru ekki
frá Jeltsín sjálfum komnar heldur blaðafull-
trúa hans eða einhvetjum öðrum.
Hvað varðar kröfur Rúmena þá hafa okk-
ur ekki borist neinar formlegar kröfur enn.
Það verður hins vegar að taka fram að í sjálf-
stæðisyfirlýsingu Ukraínu, sem samþykkt var
á þinginu, er lögð áhersla á að landsvæði
Úkraínu sé ein óskiptanleg heild. Það er
okkar afstaða,” sagði Tsjernevskíj.
Talsmaður þingsins sagði að ekki kæmi
til greina að breyta landamærum og gefa
þannig eftir landsvæði sem nú tilheyrðu
Úkraínu.
Rússar hafa einnig lýst því yfir að ef
Úkraína feti braut sjálfstæðis verði hún að
greiða þá 80 milljarða rúblna sem hún skuld-
ar miðstjórninni í Moskvu. „Við stöndum ein-
mitt þessa stundina í samningaviðræðum um
skuldir Úkraínu og okkar afstaða er að þær
beri að endurgreiða. Við viljum hins vegar
fá nákvæmar upplýsingar um hvernig þær
eru til komnar. Hvar lánin voru tekin og til
hvers þau voru notuð. Sendinefnd frá okkur
er nú að ræða þessi mál í Moskvu,” sagði
talsmaður þingsins.
Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar
yrði sjálfstæði sagði Tsjernevskíj að líklega
myndi sjálfstæðinu formlega verða lýst yfir
strax á mánudaginn. Dagar og klukkustund-
ir skiptu þó litlu máli í þessu sambandi.
Hann sagði ýmsar þjóðir hafa gefið í skyn
við Úkraínumenn að þær myndu viðurkenna
sjálfstæði ríkisins þegar í stað en vildi ekki
nefna nein lönd. „Ætli þið komist ekki að
því eftir örfáa daga,” sagði hann kíminn.
Aðspurður um forsetakosningarnar, sem
einnig fara fram í dag, sagði hann að sín
persónulega skoðun væri að eftir því sem
nær hefði dregið kosningunum hefði stefna
frambjóðendanna sex orðið æ áþekkari. Það
væri því mjög erfitt að vera með einhveija
spádóma.
Sjá nánar bls. 4.
30 MUNIfl EFTIR BJARGIÐ JÖRÐINM #
10 FJÁRSJÓÐUR FÓLGINN í FURÐUFISKUM PEARL HARBOR r'' 'rJjjj&iíáS^£á&iÍ&áA' V .ni 4 f c