Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 4
A C MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR’ 5. JANÚAR 1992 ÁR FJÖLSKYLDUNNAR1994 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í lok árs 1989 að árið 1994 yrði alþjóðlegt ár fjölskyldunnar. Nú þegar hefur verið hafist handa við undirbúning þess árs og er Bragi Guð- brandsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra formaður undir- búningsnefndar á íslandi. Svipaða sögu var að segja um inn- flytjendur, þar voru ættarböndin sterkust og svo virtist sem sameig- inleg vandamál ýttu undir sam- vinnu.“ Á íslandi hefur ekki verið gerð samskonar könnun á fjölskyldu- tengslum en í samtali við Gísla Ágúst kemur einnig fram, að kjamafjölskyldan hefur verið ríkj- andi í Vestur-Evrópu frá því á 13. öld. Segir Gísli Ágúst að svo virðist sem goðsögnin um stórfjölskyld- una í bændasamfélaginu hafi við lítil rök að styðjast. Rannsóknar- hópur í Cambridge með Peter Lasl- ett og Richard Wall í fararbroddi hafi m.a. komist að þeirri niður- stöðu, að gerð og stærð fjölskyld- unnar hafí verið stórlega ofmetin og að stórfjölskylduna sé helst að fínna á afmörkuðum svæðum i ríkj- um Mið- og Austur-Evrópu. STÓRFJÖLSKYLDAN SKILNAÐIR í sumar sem leið fékk Benedikt Jóhannsson sálfræðingur spjald með Visakortinu sínu þar sem Stjórnunarfélag íslands auglýsti fyrirlestur eins „eftirsóttasta ræð- umanns heims“. Spáði sá ágæti maður fyrir þróun mála næsta ára- tuginn og vakti það athygli Bened- ikts að ekki var vikið orði að stöðu fjölskyldunnar. „Var þó full ástæða til þess, því ég tel að fjölskyldu- og hjónalíf eigi í vök að veijast um_ þessar mundir," segir Benedikt. „íslenskt samfélag hefur ekki lagað sig sem skyldi að breyttum fjölskylduhátt- um. Stjómvöld hafa reynt að'koma til móts við þarfir forskólabarna og einstæðra mæðra, en hin venju- lega fjölskylda situr eftir." Benedikt starfar hjá Sálfræði- deild skóla, en er einnig með sál- fræðilega ráðgjöf og hjónameð- ferð. Hann segir að skilnaðir hafi Að sögn Braga er í hveiju landi kosin landsnefnd með þátt- töku opinberra aðila, fé- lagasamtaka og einkaaðila. Félagsmálaráðherra hefur nú tii- nefnt 28 aðila í undirbúnings- nefnd. Eru i henni fulltrúar ráðu- neyta, sveitarfélaga, fuiltrúar fé- lagasamtaka eins og til að mynda kvenfélagasamböndin, Rauði krossinn og Barnaheill, og aðilar vinnumarkaðarins, vinnuveitend- ur og ASÍ. Nefndin hefur nú þeg- ar haldið tvo fundi. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út rit með tilmælum um hvemig best verði unnið að verkefninu og er það megintilgangur og vilji ís- lensku ríkisstjómarinnar að þetta geti orðið til þess að ákveðin fjöl- skyldustefna verði mótuð hér á landi. Felur það í sér að hagsmun- ir fjölskyldunnar verði hafðir í huga þegar ákvarðanir em teknar innan ríkisstjómarinnar um hin ýmsu mál í þjóðfélaginu og þess gætt hvaða áhrif fmmvörp og lagasetningar geti’ haft á fjöl- skylduna. Ættarmót em ákaflega vinsæl meðal íslendinga og á hveiju ári em gefnar út ættarbækur, stund- um svo margar að menn em í mestu vandræðum með að velja úr því ekki vilja þeir gera upp á milli ætta. Fyrir útlendinga gæti íslenskt samfélag virst ákaflega hlýtt og kærleiksríkt, yfirfullt af vinum og vandamönnum og á há- tíðlegum stundum og í skemmti- þáttum erum „við íslendingar ein stór fjölskylda", eða allt þar til fatlaðir ákveða að flytja í næsta hús við okkur. Þá kveður við annan tón. Hver svo sem styrkur stórfjöl- skyldunnar er hér á landi þá er oft ansi erfítt að hreiðra um sig í faðmi hennar. A.m.k. dugar lítt fyrir íslensk börn að flýja á náðir vandamanna á daginn því þeir eru í vinnunni eins og aðrir. Kröfurnar um lífsgæði hafa aldrei verið meiri en nú og íslensk- ir foreldrar sennilega aldrei haft meira fyrir því að uppfylla þær. Ef þeir kaupa ekki húsnæði með 75% útborgun á ári, þá bíður þeirra ótryggt húsnæði og stöðugir flutn- ingar. Til að geta greitt húsnæðið Morgunblaðið/Ragnar Axelsson SJÁLFALA: Um 64% íslenskra bama em alein heima á daginn. Býður það hættunnrheim, fyrir utan nú hversu niður- drepandi og hundleiðiniegt það er að vera einn á þeim aldri þegar tjáningarþörfiri er mest. NÝ MANNGERÐ: Á Vesturlöndum hefur verið að þróast furðuleg persón- uleikagerð. HAMINGJA: Ekki er auðvelt að móta ákveðna fjölskyldustefnu þegar þjóðin er yfirkomin af hamingju eins og sífellt kemur fram í skoðanakönnunum. þurfa þeir báðir að vinna úti. Þeir fá enga aðstoð hins opinbera við greiðslu dagvistunargjalda, mat- vörur eru sennilega þær dýrustu í Evrópu og launin sennilega þau lægstu. Vegna vinnuálags og streitu kemur oft til árekstra heima fyrir, stundum út af einföldum hlutum eins og verkaskiptingu, sem ætti þó að vera hægt áð Ieysa. Margir halda því fram að íslenskar konur hafi reynt að laga sig að breyttu þjóðfélagi, tekið þátt í at- vinnusköpun, aukið menntun sína án þess þó að segja upp húsmóður- starfínu, meðan íslenski karlinn hafí staðið hjá með hendur í vösum og látið sér nægja að fylgjast með ósköpunum án þess þó að breyta eigin lífsstíl eða láta af ósanngjöm- um kröfum. Samkvæmt upplýsing- um frá prestum, sálfræðingum og lögmönnum er það oftast konan sem óskar eftir skilnaði. Fjölskylduhagir foreldra á ís- landi eru því oft lítið betri en barn- anna og „stórfjölskyldan“ er oftast í botnlausri vinnu og hefur ekki tíma. þrefaldast síðustu þijátíu árin og að ástæður fyrir þeim geti verið margar. „Ég tel að aukin einstakl- ingshyggja og kvenfrelsisbarátta hafi haft mikil áhrif á hjónaband- ið. Eftir síðari heimsstyijöld fóru menn að leggja áherslu á frelsi einstaklingsins og gerðu meiri kröfur um hamingjusamt líf, en hjónaband og fjölskyldulíf getur verið höfuðuppspsetta ánægju í líf- inu. Á sama tíma fóru konur að beijast fyrir frelsi og mannréttind- um og láta sér nú ekki lynda það sama og áður, sem betur fer. Þótt það sé jákvætt að hafa þann möguleika að geta skilið þeg- ar hjónabandið er komið í strand, þá er það líka umhugsunarvert hve fljótt fólk virðist oft og tíðum grípa til þess neyðarúrræðis. í mörgum tilvikum virðist fólk vera að hlaupa frá sjálfu sér þegar um skilnaði er að ræða. Það vanrækir mannleg samskipti og vanrækir um leið sjálft sig. Oft koma menn með óleyst fjölskyldumál inn í eigið hjónaband og ef fólk á í persónu- legum vanda sjálft, kemur það HELSTU FJÖL- SKYLDUGERDIR Á ÍSLANDI 1. DES. 1990 Kjarnafjölskyldur 61.805 Hjónaband án bama 21.373 Hjónaband með bömum 23.924 Óvígð sambúð án bama 2.024 Óvígð sambúð með bömum 6.647 Faðir með börn 553 Móðir með börn 7.284 fram í nánum samskiptum við maka, vandamálin eru oftast tekin út á þeim sem næst standa.“ Benedikt álítur að sterk fjöl- skyldutengsl á íslandi vegi á móti takmörkuðum félagslegum stuðn- ingi hins opinbera, en að gamalgró- ið agaleysi valdi oft vissu virðing- arleysi gagnvart yfirboðurum. „Is- lendingar hafa ekki þurft að beygja sig undir félagslegt vald á sama hátt og tíðkast erlendis í borgar- samfélögum. Við emm meira stillt inn á duttlunga íslenskrar náttúra, eram átakamenn og grípum til orku okkar þegar von er á stórhríð eða brakandi þurrki. Sennilega eig- um við erfiðara en aðrar nágranna- þjóðir með að skipuleggja tímann." EINN ALLSHERJAR PIRRINGUR „Ég nenni þessu ekki lengur,“ mun vera setning sem íslenskir prestar heyra ansi oft þegar hjón í skilnaðarhugleiðingum leita til þeirra. íslenska þjóðkirkjan hefur verið með ráðgjafarþjónustu síðan í sumar og hefur sr. Þorvaldur Karl Helgason veitt henni forstöðu. Svo mikil er eftirspurnin eftir ráðg- jöf að það tekur um mánuð fyrir hjón að fá tíma, þótt Þorvaldur reyni að tala við þrenn til fern hjón á dag. Frá 1. janúar mun einnig starfa við ráðgjafarþjónustuna sál- fræðingur og félagsráðgjafí í hálfri stöðu. Algengasti aldur fólks sem ósk- ar eftir ráðgjöf er í kringum fer- tugt, að sögn Þorvalds, en tíðastir era skilnaðir hjá fólki undir þrít- ugu. Ástæður fyrir skilnaði geta verið margar, oft er um slæman fjárhag að ræða, en stundum er framhjáhald eða ofdrykkja nefnt sem ástæða. „Þegar slæmur fjár- hagur er ástæðan má spyija hver sé orsökin og hver afleiðingin,“ segir Þorvaldur. „Margt ungt fólk vinnur óhemju mikið til að ná end- um saman. Margir álíta að það vinni mikið því kröfumar séu mikl- ar en ég efast þó um að unga fólk- ið geri meiri kröfur en aðrir. Kröf- urnar endurspegla einfaldlega þjóðfélagið. Ég tel það ekki skipta mestu máli hvort ástæðumar fyrir tíðum skilnuðum sé slæmur fjárhagur, of mikil vinna, eða út af verka- skiptingu á heimilinu, þetta er ein- faldlega orðinn einn allsheijar pirr- ingur.“ Ráðgjafarþjónusta kirkjunnar er að stíga sín fyrstu, skref og hefur árangur verið mjög góður. Segir Þorvaldur að innan fárra ára geti kirkjan vonandi einnig verið með ráðgjöf og námskeið fyrir fólk sem hyggst ganga í hjónaband. GERVISKILNAÐIR Undirbúningur ungs fólks fyrir hjónaband nú á dögum er frekar bágborinn og hefur hann helst verið fólginn í því að rasa ærlega út í villtum „steggja- og gæsa- partýum" fyrir brúðkaupið, rétt eins og menn eigi yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir sjálfa brúð- kaupsveisluna. Eiginlega skilja sumir ekki hvers vegna þetta fólk er að gifta sig ef það er svona slæmt. Annað fyrirbæri hefur einnig skotið upp kollinum, en það er að skilja í þeim tilgangi, eða í þeirri von að það geti bjargað bágum fjárhag. I þeim tilvikum virðist eig- inmaðurinn fyrrverandi búa heima hjá sér þótt hann eigi ekki lögheim- ili þar og búi þar ekki í raun og vera. Getur slíkt fyrirkomulag ver- ið ansi flókið og erfitt í mörgum tilvikum. Svala Thorlacius lögmaður sem hefur haft mikil kynni af mála- flokki þeim sem hjónaskilnaðir era, segist álíta sögusagnir um skilnaði af þessu tagi stóram ýktar. „Ég veit aðeins um eitt tilfelli þar sem hjón óskuðu eftir skilnaði af þess- um orsökum. Skilnaðir sem þessir koma í það minnsta ekki inn á borð til lögmanna. Við vitum að einstætt foreldri fær ákveðnar greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins sem það fengi ekki ef það er gift eða í sambúð, og bamabætur era hærri, en á móti kemur að fólk missir þau lag- aréttindi sem það hefur í hjóna- bandi. Upphæðirnar sem hér um ræðir era ekki það háar að ég fái séð að slíkt borgi sig, auk þess sem fólk er þá að svindla á kerfinu." Svala segist ekki hafa orðið vör við að hjónaskilnaðir hafi aukist að undanfömu, en hins vegar hafí sambúðarslit aukist til muna. „Sambúðarslit era margfalt erfið- ari viðfangs. Fólk hefur miklar ranghugmyndir varðandi sambúð og heldur að auðveldara sé að slíta henni en hjónabandi, en það er þveröfugt. Hjónabandið er mjög traust stofnun lagalega séð. A undan- förnum árum hafa ýmsar breyting- ar verið gerðar til að hjálpa ein- stæðum foreldrum, en það má ekki koma niður á þessum hornsteini þjóðfélagsins sem hjónabandið er.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.