Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 7

Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 Við afliendingu farandbikars í skálanum í Berkshire. Sigfríð hlaut bikarinn vegna mikilla framfara í námi frá fyrsta degi til hins síðasta. Sigfríð og „besta vinkonan" Heba, sem ætíð skildi hana og ávítaði hana aidrei. Misósúpa með þara og sesamfræjum „Nei, ég er alltof sjálfstæð manneskja til að sitja á skrifstofu lon og don ákveðinn tíma á dag og taka við skipunum. Ekki að nefna það við mig! Ég var sátt við hvernig málin æxluðust á spítalan- um „mínum“. Ungir og efnilegir menn leigja hann og starfa af hug- sjón og það er líka það sem með þarf í þessu starfi. A hinn bóginn var ég búin að fá alveg splunku- nýtt áhugamál, en það var elda- mennska. Það spratt upp vegna bókar sem vinir mínir í Englandi gáfu mér þegar ég útskrifaðist forðum daga. Þetta er lítil bók um indverska matargerð. Og hana las ég aftur og aftur og stúderaði al- veg niður i grunninn. Engar mynd- ir eru í bókinni þannig að ég varð að reyna að sjá fyrir mér hvernig hinir ýmsu réttir litu út. Þessi áhugi minn greip mig svo gjörsamlega að ég ákvað að stofna veitingahús — og var ekkert að tvínóna við það, heldur opnaði veitingahúsið Duus hús í félagi við eiginkonu föður míns. Síðan seldi ég nú minn hlut þremur mánuðum eftir að við opnuðum, en keypti þá lítið veit- ingahús á Laugavegi 22. Þar mál- aði ég allt í hólf og gólf og gaf staðnum nafnið Matkrákan. Það mátti ég víst ekki því nokkrum vik- um síðar kom Jóhanna Sveinsdóttir í heimsókn, en hún skrifaði pistla um mat undir nafninu Matkrákan í einu blaðanna hér í bæ, og til- kynnti mér að hún ætti nafnið. Ég átti í dálitlu stappi með þetta, en eftir skamman tíma jafnaði það sig. Raunar var ég búin að láta skrá nafnið Matkrákan og einnig Krákan, og hélt því nafni. Ég fékk marga og góða gesti í mat þann tíma sem ég rak staðinn og hafði mikla ánægju af þessu starfi. Enda vil ég halda þvi fram að ég hafi verið frumkvöðull hér að kynna fyrir Reykvíkingum indverska, jap- anska, mexíkanska og indónesíska matargerð. Ég bryddaði sem sé upp á hinum ýmsu nýjungum. Þarna var ég á heimavelli og held ég verði að telja tímann sem ég var í elda- mennskunni þann alskemmtileg- asta sem ég hef lifað. Ég bókstaf- lega eldaði með hjartanu.“ Þessi upprifjun hjá Sigfríð minnti á afar einfalda uppskrift á súpu sem komin er frá henni, en ekki víst að margir hafí bragðað. „Ertu að meina hollustusúpuna mína? Það er alveg „súper“súpa get ég fullyrt. Hún tilheyrir því sem kallað er makróbíótískt fæði. Ég segi kannski ekki að hún sé allra meina bót, en fast að því. Og það er svo auðvelt að útbúa hana. Þú hellir bara sjóðandi vatni á misó- þykkni, tætur vænan slurk af soðn- um hrísgrjónum þar út í ásamt þara, gulrótum, kjúklingabaunum og sesamfræjum, og þá ertu komin með þessa líka fínu súpu. Ég lærði svo margt um míkróbíótískt fæði á námskeiði sem ég tók þátt í á Reyk- hólum fyrir nokkrum árum. En á þess konar fæði var ég algjörlega í sex mánuði og fann að heilbrigði mitt jókst til mikilla muna.“ Trúir á mátt bölbæna engu síður en hinna góðu Ekki verður farið í neinar graf- götur með það, að Sigfríð gerir alla hluti af miklum eldmóði. Enda segist hún gera allt með hjartanu, hvort sem það er að hjúkra sjúkum dýrum eða elda þarasúpu, eða mis- ósúpu, eins og Sigfríð nefnir hana. En þrátt fyrir annasamt líf, og sveiflukennda geðheilsu á köflum, á hún yndislegan dreng, Kristján Hrafn Bergsveinsson, sem er á fjórða ári. En hvað með sambúð eða giftingu? „Það gekk ekki, ekki hér áður fyrr. Ég gat ekki haft karlmann hérna inni á mér alltaf og eilíflega. Ég er svo fjarskalega sjálfstæð. Reyndar hefur afstaða mín breyst þar sem ég hef loksins lært að elska sjálfa mig og aðra, þannig að það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Ég er afskaplega hrifin og hreykin af drengnum mínum, og mér finnst það algjör sérréttindi að fá að ala upp mannveru sem er hold af mínu holdi. Samt vil ég taka það fram að ég virði einstaklingseðli hans og mun sjá til þess að það fái að njóta sín. Við erum öll einstakling- ar fyrst og fremst, en ekki hópsál- ir. Éinstaklingseðlið á alltaf að fá að njóta sín svo sem frekast er unnt því þannig næst það best fram í hveijum og einum.“ En Sigfríð heldur áfram að tala um karlmenn og giftingar og hversu ijarri það hafi verið henni að binda sig. „Hér áður fyrr gat ég ekki borið réttar tilfinningar til karlmanns, sem eiginkona, meina ég, því ég varð fyrir því að þurfa að slást við góðan kunningja minn í sex klukk- utíma einu sinni að næturlagi. Hann reyndi að nauðga mér, en ég hafði betur í þeirri orrahríð. Maðurinn var drukkinn en ég til- tölulega edrú. Þetta er ein af mörg- um martröðum lífs míns og ekki sú vægasta. Ég komst frá þessu án líkamlegs skaða, en hins vegar varð það ekki tii að bæta andlegu heilsuna. Ég var sundurtætt á sál og iíkama. Og ekki var hugguninni fyrir að fara. Það eina sem ég fékk var: „Alltaf þarftu að koma þér í klandur." Einhverra hluta vegna treysti ég mér ekki til að kæra manninn — ég varð að umgangast hann þó nokkuð lengi eftir þennan atburð og upplifði alveg hræðilegt hatur sem eitraði líf mitt. Þetta skilur enginn sem ekki liefur reynt það.sjáifur. Og ég verð að viður- kenna að ég fyrirleit alla karlmenn af innsta hjartans grunni. Samt sem áður ásakaði ég sjálfa mig, svo einkennilegt sem það nú er. Ég bað honum bölbæna, og þar sem ég trúi jafnmikið á mátt þeirra sem hinna góðu leið ég vítiskvalir þegar ég komst að því einn góðan veður- dag að þessi maður hefði fyrirfarið sér. Mér fannst jafnvel að bölbæn- ir mínar hefðu haft eitthvað að segja. Undir svona kringumstæð- um ímyndar maður sér allt mögu- legt. Én ég hélt áfram að hata þennan mann, jafnvel eftir að hann var látinn.“ Hóf leit að kærleikanum — Berðu enn þetta hatur í bijósti? „Nei, ég lærði að fyrirgefa rétt eins og ég lærði að elska. Þegar ég eignaðist litla barnið mitt, sem mér fannst yndislegast af öllu ynd- islegu, hóf ég leit að kærleikanum. Mér fannst raunar ég ekki eiga skilið að eignast þennan fallega dreng, sjálfsímyndin var ekki beisn- ari en það. En ég sem sagt hóf leitina, fór í heilun og reyndi á all- an hátt að bæta sjálfa mig og verða í raun og veru sátt við mitt eigið egó. Því ef þú elskar ekki sjálfan þig, hvernig ætlarðu þá að elska aðra? Það er nefnilega ekki hægt. Og ef maður er á annað borð að tileinka sér galdur gæðastjómunar, eins og við gerum í Tækniskólan- um, er best að byija á sjálfum sér. í heiluninni sem ég minntist á varð ég fyrir reynslu. Mér fannst ég sjá inn í höfuð mitt og þar var eitthvað svart, eitthvað sem ég vissi að ég varð að losna við. Á þessu heilunarnámskeiði fannst mér ég endurfæðast, mér fannst ég svífa langt uppi í geimnum og aðeins örfínn silfurþráður tengdi mig við jörðina. Þegar ég kom niður aftur fannst mér ég lenda á mjúkum moldarbeði. Og mér leið óumræði- lega vel.“ Varð heltekin af maníu eftir þriggja daga heilunarnámskeið Sjálfsagt hefur Sigfríð gert sér grein fyrir skilningsleysi mínu á því sem hún var að lýsa fyrir mér, því hún stóð skyndilega á fætur, náði sér í meira „þriggja ára te“, kastaði sér kæruleysislega í sófann á móti mér og sagði: „Ég veit að það er erfitt að skilja það sem ég er að segja. Helst verð- ur maður að upplifa það sjálfur. En fyrir mér er þetta nú samt svona. Það sem ég hafði upp úr þessu var að ég lærði að fyrirgefa, og gat þess vegna fyrirgefið mann- inum sem réðist á mig forðum daga. Ég endurlifði sársaukafull augnablik, skoðaði þau og lét þau síðan hverfa út- hugskotinu. Þannig er hægt að komast yfir sársaukann og þannig hreinsaði ég sálina af ýmsu slæmu sem þar hafði tekið sér bólfestu. Þegar því var lokið fann ég fyrir friði og kærleika sem ég hafði ekki átt áður. En af því að ég vil alltaf gera allt „í botn“ og svo mikið, þá ákvað ég að fara á námskeið í hugljómun eftir heil- unarnámskeiðið. Það tók þijá sólar- hringa og var raunverulega heila- þvottur. Þegar ég kom heim fann ég að eitthvað var að heltaka mig, og veit að það var manía. Ég vissi allt og gat allt, en það eru greini- leg einkenni maníu. Og alltaf hélt ég hærra og hærra þar til ég var hætt að sofa og nærast. Þá komst ég á það stig að fýllast ranghug- myndum. Mér fannst hendurnar á mér eins og kattarloppur og annað eftir því. Sjónvarpið talaði til mín persónulega, að mér fannst. Nú, þetta eridaði með því að ég varð að fá hjálp og lagðist inn á Borgar- spítalann, illa haldin.“ Það er ekki að orðlengja það að Sigfríð dvaldi á Deild A-2 á Borgar- spítalanum í sjö vikur. Hún heldur því fram að hún hafi verið nær dauða en lífi, og er viss um að meginorsök þess að hún fékk svo alvarlegt kast var þetta þriggja sólarhringa námskeið. En hún tek- ur skýrt fram, að þetta sé liðin tíð og hún hafi ekki kennt neinna ein- —.............................. _________________________CJ7 kenna um árabil. Hún hafi unnið sig markvisst út úr veikindunum. „Hugsaðu þér að sitja við í heila þijá sólarhringa og spyrja í sífellu sömu spurningarinnar? í okkar til- felli var það: Hver er ég? Stans- laust og endalaust.“ En hún náði sér upp úr maníu- ástandinu og gerir sér nú betur grein fyrir orsökum þess. Hún vissi líka að eftir svona heiftarlegt man- íukast fengi hún þunglyndiskast og færi þess vegna alveg „á bóla- kaf“, eins og hún segir. En eftir hennar reynslu helst þetta tvennt í hendur. Á meðan á þessu öllu stóð var það móðir hennar, Hrefna Kristjánsdóttir, og systir, Arndís, sem studdu hana og hugsuðu um Kristján litla, sem þá var aðeins árs gamall. Pottagaldrar Nú hefur Sigfríð spjallað um hitt og þetta, en framtíðina hefur ekki borið á góma. Hvað um hana? „Framtíðin er björt. Ég hef alltaf verið atorkusöm og haft bein í nef- inu. Mér datt til dæmis í hug að bjóða frammámanni í atvinnulífinu í hádegismat, fór með hann á Óð- insvé. Það gerði ég til að kynna mig og það sem ég hef til brunns að bera. Mig vantaði vinnu og gekk bara hreint til verks. Það kemur kannski eitthvað út úr því seinna meir þó ég hefði ekki árangur sem erfiði í augnablikinu. Ég er ákaf- lega hugmyndarík og er alveg sannfærð um að hugmyndirnar eru á sveimi allt í kringum okkur. Fyr- ir ofan okkur. Það eins sem við þurfum að gera er að höndla þær. Svo einfalt er það nú.“ — Er þá ekki kominn tími til að þú segir frá Pottagöldrunum og Hugrúnum? „Pottagaldrar, já. Það er fyrir- tæki sem sér um veislur í heima- húsum. Einnig stendur það, eða ég, fyrir námskeiðum í matargerð. Raunar frekar að læra að þekkja krydd og jurtir. Ég hef gert nokkuð af því að útbúa veislur fyrir fólk sem vill ekki hina hefðbundnu matseld. Mér finnst mjög gaman að því, og helst að ég fái að sleppa ímyndunaraflinu lausu. Annars gleymdi ég nú alveg að segja þér að ég var einkakokkur bresku sendiherrahjónanna, þeirra Lady Mary Best og Sir Richards Best, um tveggja ára skeið. Starfið var auglýst laust, ég sótti um og fékk það. Þar með hef ég sannað að ég „fríka“ ekki alltaf út þegar ég elda. Meira að segja hef ég matreitt fyr- ir Vigdísi forseta og Andrew prins. Nú, Hugrúnir, ég er búin að láta skrásetja það sem fyrirtæki. Raun- ar heitir það Hugrúnir, þar sem hugmyndin fæðist. Hugurinn er svo magnaður að ég hef hugsað mér að virkja hann sem frekast er unnt. Eins og ég sagði þér áðan, eru hugmyndirnar allt í kringum okk- ur, og ég ætla að ná mér í nokkrar í framtíðinni.“ Yrkir ljóð í frístundum — Nú hef ég fyrir satt, Sigfríð, að þú hafir ort þó nokkuð af ljóð- um. Er bók í sigtinu? „Ég hef gert dálítið af því að yrkja og á í fórum mínum bæði döpur ljóð og svo aftur ljóð, sem lýsa bjartsýni minni. En bók, seg- irðu. Ég veit það nú ekki. Annars er aldrei að vita hvað ég geri. Að vísu er ég önnum kafin þessa stundina og í nánustu framtíð. Það er hörkuvinna að stunda nám í Tækniskólanum og krefst mikillar orku. Svo þarf ég auðvitað að sinna stráknum mínum og rækja skyldur mínar við hann. En ég yrki af og til. Kannski safna ég kvæðunum á einn stað í fyllingu tímans og gef út bók. Raunar er svo margt að bijótast um í kollinum á mér. Ég á mér svo marga drauma. Til að mynda á ég mér þann draum að verða einhvern tíma í þeirri aðstöðu að geta komið vænum skammti af kærleika í hagkerfið á íslandi." Það er ekki ofsögum sagt af hugmyndaauðgi þessarar konu. Og það sem meira er, henni er trúandi til að koma ótrúlegustu fyrirætlun- um í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.