Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
Gertað
galdralæknum
Rætt við Friðbjörn Sigurðsson lækni á Haiti
reyndar mjög undarlegt, vegna þess
að þjóðin á að vera bólusett fyrir
mislingum. Þar hefur eitthvað farið
úrskeiðis.
Lítið sást af vestrænum sjúkdóm-
um, til dæmis þekkjast kransæða-
sjúkdómar varla, erida mjög sjald-
gæft að Haitibúar reyki. Afengis-
neysla er lítt tíðkuð, sérstaklega úti
á landsbyggðinni.
Haiti hefur fengið slæmt orð á sig
vegna eyðni, sem breiðist mjög hratt
úr í landjnu. Talið er að eyðni hafi
uppaflega borist frá Afríku til Haiti
og síðan breiðst þaðan til Norður-
Ameríku. Ferðamannaþjónusta hafði
aukist mikið, en hún hrundi þegar
eyðni gerði vart við sig.
Eyðni er ámóta algeng hjá konum
og körlum á Haiti. Enginn veit
hversu margir eru smitaðir, en vís-
indamenn telja að 700.000 manns,
þ.e.a.s. tíundi hluti þjóðarinnar sé
sýktur. í melluhverfum í Port-au-
Prince eru um 60 prósent smituð af
eyðni. Útbreðsla sjúkdómsins eykst
líklega á næstu árum, vegna þess
að forvamastarf er lítið. Við höfðum
afskaplega takmarkaða möguleika á
því að meðhöndla eyðnisjúklinga.
Lyfjameðferð til þess að fresta ein-
Galdralæknirinn var með berkla.
kennum eyðni eru mjög dýr og nær
enginn Haitibúi hefur efni á henni.
Margir telja einu von landsmanna
að bóluefni finnist, svo að hægt sé
að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins."
— Nú segir Aristíde forseti í
nýlegri grein í New York Times
að það sé einn hermaður á hverja
200 íbúa, en einn læknir á hverja
3.000. Var ekki mikið álag á ykk-
ur?
„Ég hef nú trú á því að læknar
séu mun færri, en kemur fram í þess-
ari tölu. I héraðinu sem ég vann í
var einn læknir á hverja 15.000 íbúa
og okkar hérað er þó tiltölulega vel
sett. Jú, vissulega er álagið mikið
og flestir sjúklingar komu ekki á
sjúkrahúsið fyrr en þeir voru orðnir
hundveikir.
Það slæma er að það er háskóli
með ágæta læknadeild á Haiti, en
þrír fjórðu af þeim sem útskrifast
þaðan yfirgefa landið og setjast að
í Bandaríkjunum."
— Hvernig stóð á því að þú fórst
til Haiti?
„Ég var þama á vegum Yale há-
skóla, sem hefur lengi átt samstarf
við Albert Schweitzer sjúkrahúsið.
Frá Yale er jafnan einn unglæknir
að störfum þarna, nokkrar vikur í
senn.
I vissum skilningi var þetta huggu-
legt líf. Manni er séð fyrir vinnukonu
og matráðskonu, sem eldar morgun-
mat áður en maður mætir til vinnu
klukkan sjö að morgni. í hádeginu
er gert klukkutíma matarhlé og þá
er maturinn tilbúinn á borðinu heima.
Svo er unnið til sex eða sjö á kvöld-
in — og reyndar oftast lengur.
Lífið er rólegt utan vinnu, menn
skreppa í sundlaugina, en hún lok-
aðist vegna klórskorts eftir að bylt-
ingin var gerð. Mikið er um það að
fólk komi saman í kvöldverðarboð-
um, svo var hægt að skreppa í
göngutúr til nærliggjandi þorpa, eða
fara á næstu markaði, í fjallgöngu
eða niður á strönd.“
— Hvernig fólk eru Haitibúar?
„Þetta er ágætis fólk og auðvelt
eftir Jón Ásgeir Sigurðsson
Myndir: Friðbjörn Sigurðsson
Á HAITI er tíundi hver maður
með eyðni. Landið er eitt af
fátækustu löndum heims, en
íbúamir virðast hamingjusamir
þrátt fyrir örbirgðina. Frið-
björn Sigurðsson, læknir, sem
stundar framhaldsnám í ly-
flækningum í Bandaríkjunum,
var við störf á Haiti þegar bylt-
ing var gerð þar í haust. Morg-
unblaðið ræddi við Friðbjöm
um dvöl hans í þessu fátæka
landi og var hann fyrst spurður
hvernig menn hefðu brugðist
við byltingunni.
USpreisnin var gerð
klukkan þrjú að næt-
urlagi, aðfaranótt
mánudags, 30. sept-
ember. Fréttin flaug
eins og eldur í sinu um
allt land, þannig að
þegar fólk kom til vinnu á mánudags-
morgun var þetta eina umræðuefnið.
Menn voru mjög æstir yfir bylting-
unni, sérstaklega á landsbyggðinni,
vegna þess að þar er Aristide forseti
gríðarlega vinsæll.
Það ríkti mikið fát og fum strax
eftir byltinguna. Herinn bannaði fólki
að safnast saman, setti á útgöngu-
bann, stöðvaði almenningssamgöng-
ur, setti upp vegatálma og eyðilagði
útvarpsstöðvar, þannig að það var
engar fréttir að fá nema þær sem
bárust milli manna. Einu fréttimar
sem við fengum vom frá bandarísku
stöðinni Voice of America.
Fyrst kvisaðist að Aristide hefði
komist undan og því héldu allir að
hemum tækist ekki að ná undirtök-
unum og forsetinn tæki við völdum
á nýjan leik. En svo kom í ljós að
hann hafði verið handsamaður og
rekinn úr landi. Það olli miklum von-
brigðum og mér fannst menn verða
bæði þegjandalegir og þunglyndir.
Landsmenn héldu reyndar í von-
ina, og þráfellt flaug orðrómur um
það, að Aristide væri á leiðinni til
baka. Á hverjum einasta degi kom
einhver til mín og sagði: „Veistu
hvað! Aristide forseti er á leiðinni til
landsins og nú kemst allt í samt lag
aftur!““
— Eru Haiti-búar svona ein-
faldir?
„Nei, það held ég ekki. Almenn-
ingur er langþreyttur á pólitískum
upphlaupum og eftir kjör Aristide
var fólk mjög vongott um framtíð-
ina. Lýðræði er mjög ungt á Haiti
og framfarir engar ennþá, en samt
hélt fólk í vonina. Ég kynntist mörg-
um sem fannst þeir vera að taka
þátt í uppbyggingu landsins.
Haiti er annað land í Ameríku sem
öðlast sjálfstæði og það fyrsta í heim-
inum þar sem svertingjaþjóð ræður
ríkjum. Rétt eftir aldamótin 1800
ráku svartir þrælar frönsku nýlendu-
herrana úr landi. Landið var sjálf-
stætt til 1915, þegar Bandaríkin
gerðu innrás og héldu landinu í 19 ár.
Trúðarnir eftir Graham Greene
er skemmtileg saga og mjög góð
lýsing á lífemi Haiti-búa um miðja
öldina. Greene bjó um tíma á Haiti
og kynntist þjóðfélaginu mjög vel.
Bókin var skrifuð á meðan einræði
var enn við lýði í landinu, og illræmd-
ar sveitir Tontons Macoute kúguðu
alla í skjóli hryðjuverka og ofbeldis.
Greene segir frá hóteleiganda sem
lendir í því að veita andófsmönnum
Þinghúsið á Haiti var eitt sinn einkahöll einræðisherranna Papa Doc og Baby Doc.
á Haiti aðstoð. Bókin féll ekki stjóm-
völdum í geð og var bönnuð. En
ástandið hefur gjörbreyst eftir að
lýðræði komst á, menn em óhultir
og ekki lengur hræddir við yfirvöld.
Venjulega ber lítið á hemum, enda
ekki nema um 10.000 manns í hon-
um, en íbúar Haiti em um 7 milljónir.
En það er því miður staðreynd að
sjötíu prósent þjóðarinnar em ólæs.
Það fást engin dagblöð á landsbyggð-
inni og sjónvarp nær ekki út fyrir
höfuðborgina Port-au-Prince, þannig
að upplýsingar em af skornum
skammti í landinu.2
— Voruð þið á spítalanum ekki
dauðhrædd um að það yrði gerð
árás á ykkur?
„Nei, það hefur aldrei verið nein
óvild í landinu gagnvart vestrænu
fólki. Albert Schweitzer-sjúkrahúsið
sem ég starfaði við er 35 ára gam-
alt og á Haiti hefur ýmislegt gerst
síðustu áratugi, en það hefur aldrei
verið ráðist á sjúkrahúsið eða starfs-
menn orðið fyrir aðkasti.“
— Segðu frá sjúkrahúsinu.
„Það er í Artebónítdal um það bil
140 kílómetrum fyrir norðan höfuð-
borgina. Artebónít er stærsti dalur
í landinu, hann er mjög fijósamur
og þar búa 170.000 manns. Sjúkra-
húsið stofnaði Bandaríkjamaður sem
hét Mellon og var læknir. Hann dó
háaldraður fyrir tveimur ámm en
ekkja hans býr þarna ennþá. Mellon-
ættin í Bandaríkjunum var ámóta
efnuð og Rockefeller-ættin. Dr. Mell-
on var bóndi á stórbýli í Arizona fram
á miðjan aldur. En 37 ára gamall las
hann grein um Albert Schweitzer
sem vann mikið líknarstarf í Afríku
og hafði stofnað þar sjúkrahús.
Mellon skrifaði Schweitzer og
ákvað síðan að fara í læknaskóla í
Louisiana í þeim tilgangi að stofna
sjúkrahús í þriðja heiminum. í skól-
anum var honum gert að skrifa grein
um hitabeltissjúkdóma og hann
ákvað að rannsaka þá á Haiti. Mellon
uppgötvaði að það var mikil þörf
fyrir sjúkrahús í Artebónítdalnum
og hann samdi við stjórnvöld um að
fá að stofnsetja þar sjúkrahús.
Það var byggt og fyrst í stað rek-
ið á reikning Mellons, en hann lét
sjúklinga alltaf borga smágjald, einn
eða tvo dollara fyrir hveija komu.
Auk þess þurftu menn að borga 3-6
dollara fyrir hvern dag á spítalanum.
landi.2
— Hvað um heilsufar lands-
manna?
„Vanheilsa er aðallega vegna fá-
tæktar. Fólk hefur varla til hnífs og
skeiðar og vannæring er algeng, sér-
staklega hjá bömum. Raunar er van-
næring algengasta innlagnarástæða
á bamadeild Albert Schweitzer
sjúkrahússins. Ungbamadauði er tíð-
ur og á hveijum degi dóu nokkur
börn á spítalanum. Haiti er meðal
þéttbýlustu landa í heimi og fólk býr
mjög þröngt. Meirihluti íbúanna hef-
ur ekki aðgang að hreinu vatni og
margir sjúkdómar tengjast því, eins
og til dæmist taugaveiki.
Berklar eru mjög algengir og vax-
andi vandamál, meðal annars vegna
þess að eyðnisjúklingar hafa litla
vörn gegn berklum. Við sáum mikið
af malaríu, en sem betur fer er mal-
aríu-stofninn á Haiti næmur fyrir
einfaldri lyíjameðferð. Þegar ég var
á Haiti gekk þar mislingafaraldur
sem leiddi fólk til dauða. Það er
Óhugnanlegt síð-
usár af völdum
berkla sem eru
útbreiddir á Haiti.
Fimm daga lega á spítalanum kost-
aði það sama og útför í þá daga.
Enda sagði Mellon við fólk að úr því
að það vildi borga svo mikið fyrir
útför, gæti það borgað sömu upphæð
fyrir að láta bjarga lífí sínu!
En síðan tók sérstakur sjóður við
rekstri spítalans og mikið af fénu
sem rennur í hann er gjafafé frá
Bandaríkjunum og víðar. Ríkið í
Haiti styrkir spítalann ekkert og í
landinu eru engar almannatrygging-
ar til heilsugæslu eða annarra vel-
ferðarmála. Mellon vann aðeins
fyrstu árin sem læknir við spítalann,
en sneri síðan að öðrum verkefnúm
í Artebónít dal, eins og uppbyggingu
vatnsveitu.
Hjá spítalanum starfa að staðaldri
tólf læknar — fjórir lyflæknar, fjórir
bamalæknar og fjórir skurðlæknar.
Sex þeirra eru innfæddir, þar á með-
al yfírlæknir sjúkrahússins. Hann
sótti menntun til Bandaríkjanna, en
sneri til baka til Haiti þegar Duvali-
er einræðisherra var rekinn úr