Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1992 C 15 Friðbjörn Sig- urðsson í aðgerð. Ungmennið kom inn með vökva- söfnun í goll- laugshúsi, senni- lega af völdum berkla, og var blóðflæði til hjarta um það bil að stöðvast. Biðröð eftir læknisskoðun. að eignast vini þarna. Haitibúar virð- ast hamingjusamir, þrátt fyrir gríð- arlega fátækt. Þeir eru glaðir í sinni, alltaf brosandi, enda þótt viðmótið breyttist um skeið eftir uppreisnina. Sumir segja að landsmenn skorti all- an metnað og kannski er það skýr- ingin á því hversu hægar framfarir hafa verið. Haitibúar eru almennt trúaðir, ég held að þeir telji sig kristna, en áhrif frá vúdú-trúnni eru mjög sterk og virðist hún hafa aðlagast kaþólskum sið. Mörg kvöld heyrði maður í fjarska trumbuslátt frá einhverri vúdú-hátíð. Það var gjaman haldið áfram alla nóttina, en síðan var far- ið úr vúdú-dýrkun beint í kirkju!" — Þið keppið við aðra lækna, það er að segja galdralækna? „Fólk leitar mikið til galdralækna. Ég sá mjög oft för eftir „Bókor“ — galdralækni — á fólki sem kom á spítalann. Þeir gátu verið mjög hjálp- legir, eins og við meðferð geðsjúk- dóma sem við gátum lítið sinnt. Rétt fyrir byltingu kom á stofuna til mín galdralæknir, sem mér þótti gaman að tala við. Hann hafði lært af föður sínum og var að kenna syni sínum galdralækningar. Hann hafði reynt að lækna sig sjálfur, en ekki gengið nógu vel þannig að hann kom á spít- alann. Reyndar er víst algengt að galdralæknar leiti eftir aðstoð á spít- alanum. Þessi galdralæknir var með lungnaberkla á nokkuð alvarlegu stigi, svo að ég lagði hann inn á berkladeild og hitti hann nokkrum sinnum á meðan hann var að hjarna við. Viðhorf margra sjúklinga á Haiti er mótað af viðskiptum við galdra- lækna. Menn halda að ef þeir fái kvilla, þá sé það vegna þess að ein- hver óvinur hafi sent kvillann í mann. Þá er farið til galdralæknis svo að hann geti rekið þennan illa anda á brott. Þegar ég sagði sjúklingi að hann væri með eyðni, þá svaraði hann: Ég veit af hverju ég er með eyðni, það er af því að þessi og þessi sendi hana í mig. Og þegar ég svar- aði að þetta væri kynsjúkdómur, skildi sjúklingurinn ekki hvað það þýddi." — Hvernig heldurðu að Haiti reiði af? „Mér virðist að ástandið hljóti að versna á næstu árum. í yfírstétt er vel menntað fólk, sem talar frönsku sín á milli og er vestrænt í fasi. En líklega eru 60-70 prósent þjóðarinnar ólæs og allur þorri talar kreólsku, sem nýlega varð ritmál. Það gerist lítið í menntamálum, böm eru ekki send í skóla vegna þess að fátækt er gríðarleg. Enda þótt skólakostnað- ur sé aðeins 30-40 dollarar á ári, ræður fólk með 6-7 böm ekki við hann. Eftir byltingu lagðist allt skól- astarf af. Innviðir Haiti era í molum, vega- kerfíð mjög slæmt og lítið um einka- bíla, almenningssamgöngur eru strjálar og lélegar, símakerfíð nær aðeins til stærstu borga, fæstir hafa aðgang að síma, rafmagn nær sömu- leiðis ekki víða og rafkerfíð bilar mjög oft. Fyrir byltingu skrapp ég eitt sinn dagstund til Port-au-Prince, rafmagnið fór þrisvar af allri borg- inni það kvöldið! Á Haiti búa rúmlega 7 milljónir manna á pínulitlum landskika. Þetta var eitt sinn grænt og fijósamt land, en vegna offjölgunar hafa skógarnir verið að hverfa. Uppblástur er mik- ill. Það era engar auðlindir í jörðu á Haiti. Efnahagsleg uppbygging er hverfandi, ekkert bætist við iðnað og fískveiðar eru á algjöra frum- stigi. Haiti er því sem næst algjör- lega háð innfluttri olíu til orkufram- leiðslu. Viðskiptabannið var farið að sverfa að þegar ég fór frá Haiti, það hafði áhrif á almenning en einnig var orðið vart við skort á lyfjum og hjúkranargögnum. Margir litlir spít- alar þurftu að loka vegna skorts á rekstrarvöram. Reyndar er það svo að alla fullkomnari læknismeðferð þurfa fjölskyldur sjúklinga að kosta sjálfar, til dæmis þarf að sækja lyf fyrir krabbameins- eða eyðnisjúkl- inga til Bandaríkjanna, og eins og gefur að skilja hefur nær enginn efni á því.“ — Þú komst úr landi heilu og höldnu? „Þegar kom að því að ég héldi heim á leið, ríkti ennþá hættuástand. Ungir apótekarar. Á útimörkuð- um voru ólögleg lyf til sölu, þess- ir drengir falbuðu helstu sýkla- lyf- Eyðnisjúklingar eru tíundi hluti þjóðarinnar. Fólk hélt sig mest innandyra í Port- au-Prince og það sáust fáir bílar á götum. Reyndar sáust líka fáir her- menn og það bar ekkert á þeim á alþjóðaflugvellinum. Allskyns kvittir gengu um það að erlend flugfélög væru að byrja að fljúga en þau frest- uðu ákvörðun dag frá degi. Flugfélag Haiti byijaði svo að fljúga einu sinni á dag til Miami. Mikill fjöldi fólks beið þess að komast úr landi, en það var ekki tekið við pöntunum. Maður varð að bíða í biðröð frá fjögur að morgni í allt að hálfan sólarhring. Þeir sem vora svo heppnir að kom- ast að afgreiðsluborðinu þurftu að múta starfsmönnum með um það bil 100 dolluram hver, til þess að selja sér farseðil. Besta ráðið var að þekkja nafn á einhveijum flugvallar- starfsmanni. Vinkona mín fékk nafn- spjald frá einum, hún var tekin fram fyrir í biðröðinni og komst úr landi samdægurs. Ég fékk sama nafn- spjaldið, en hann var þá í fríi! En svo komst ég á snoðir um það að litlar leiguflugvélar væru að fljúga frá litlum flugvelli í höfuðborginni. Ég var svo heppinn að komast dag- inn eftir með lítilli rellu til Dómin- ikanska lýðveldisins sem er austan megin á eyjunni Hispaníólu. Það var Norðmaður, Kaj Sörensen frá Þránd- heimi, sem flaug með mig yfír. Hann sagðist engann áhuga hafa á að fara aftur til Noregs, þar væri allt svo leiðinlegt — engar uppreisnir. Enda þótt ég hefði mjög góða reynslú af Haiti-búum, var það samt sem áður góð tilfinning að fara i loftið frá Port-au-Prince.“ ■Wfe lceland-Florida Connections I Ferðaþjónusta í Orlando í Flórída. íslenskt starfsfólk. Hótel, íbúðir, hús, bíialeigubílar, skemmtisiglingar af öllum tegundum, farseðlaþjónusta, aðstoð við komu á Orlando-flugvöll og margt fleira. Golf kennsla og golfpakkar. Iceland-Florida Connections er sérs- taklegur ráðgjafi fyrir Coca-Cola á ís- landi varðandi Flórída ferðir. Iceland-Florida Connections fagnar því að geta nú boðið viðskiptavinum sínum upp á bílaleigubíla frá Hertz hvar sem er í Bandaríkjunum. Pantanirmeð faxi (407) 381 5610. Sími (407) 381-5323. Herbz ,yORÆTTi hÁS'F Síðasti söludagur í H-flokki á morgun. Milljónir dregnar út þriðjudagskvöld. SPENNANW! - ef þú átt miða! Meina en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.