Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 20

Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR 5. JANUAR 1992 IBIO Bíóin hafa boðið upp á úrval teiknimynda fyrir böm um jólahátíðina og hafa áhugasamir krakkar eflaust fundið eitthvað við sitt hæfi. Alls em tíu teiknimynd- ir í gangi þessa dagana. Sam-bíóin bjóða upp á þrjár; Öskubusku frá dög- um Walt Disneys, Benna og Birtu í Ástralíu og Leit; ina að týnda lampanum. í Háskólabíói er ágætlega gerð sænsk teiknimynd sem heitir Perðin til Melóníu, í Laugarásbíói er framhaldsteiknimyndin Fievel í villta vestrinu og teiknimyndasafn og í Regnboganum er Hnotu- brjótsprinsinn, Kötturinn Felix, Ástríkur og bardag- inn mikii og loks Fugla- stíðið í Lumbmskógi með íslensku tali. Sú mynd hefur fengið mjög góða aðsókn út á íslenskt tal og ætti að vera hvatning fyrir önnur bíó að stefna að talsetningu teiknimynda sinna þótt dýr sé. GERÐ UPP Á NÝTT Robert De Niro; fleiri endurgerðir. Arið 1950 gerði leikstjór- inn Jules Dassin mvndina „Night and the City“ með Richard Wid- mark í hlutverki smák- rimma í næturklúbbi. Gene Tierney var einnig í henni. Nú hefur framleiðandinn Irwin Winkler lagt út í endurgerð hennar með Ro- bert De Niro í Widmark- hlutverkinu og Jessicu Lange í Tiemey-rullunni. Endurgerðir era talsvert í tísku þessa dagana og De Niro fer einmitt með aðal- hlutverkið í þeirra nýjustu, „Cape Fear“ eftir Martin Scorsese. í „Night and the City“ leikur De Niro lögfræðing- inn Harry Fabian, sem leið- ist út í vafasama hluti til að auka lítillega tekjumar. „Mynd- in er um fólk sem grípur til örþrif- aráða til að veita sér eitt- hvað betra í lífinu," segir Winkler. Dassin gerði myndina sína í Bretlandi þangað sem hann flúði eftir að hann varð út- lægur frá Banda- ríkjunum í ofsókn unum gegn kommúnist- um í Hollywood. Hann flæktist til Frakklands og loks til Grikklands þar sem hann kvæntist Mercouri. Melinu 7.000 HAFA SEÐ ADDAMSFJÖLSKYLDUNA Alls hafa um sjö þúsund manns séð gaman- myndina Addamsfjölskyld- una í Háskólabíói samkvæmt upplýsingum frá bíóinu. _ Þá hafa um 4.000 manns seð gamanmyndina Allt sem ég óska mér í jólagjöf, sami íjöldi hefur komið til að sjá verðlaunamyndina Tvöfalt líf Veróniku eftir Pólveijann Krzysztof Kieslowski, um hálft þriðja þúsund hefur séð sænsku teiknimyndina Ferð- ina til Melóníu og um 15.500 manns hafa séð tónlistar- Pfeiffer og Pacino „Frankie og Johnny“. mynd Alan Parkers, „The Commitments". Fyrstu myndir bíósins á nýju ári verða m.a. „FX 2“ með Brian Brown og Brian Dennehy, „Regarding Henry“ með Harrison Ford, „A Rage in Harlem" og „Mistery Date“ en í febrúar verða að líkindum glæpa- myndin „Dead Again“ eftir og með Kenneth Branagh (Hinrik V) og „Frankie og Johnny" með A1 Pacino og Michelle Pfeiffer. ASTAR- SAGA HANDA OLIN Sænska leikkonan Lena Olin hefur komið sér kyrfilega fyrir í Hollywood eftir stórmyndir eins og Óbærilegur léttleiki tilver- unnar, Ovinir, ástarsaga og Havana. Hún var ein af fáum sem komu til greina hlutverk Kattarkonunnar i framhaldsmyndinni Batman snýr aftur en Michelle Pfeif- fer hreppti það á endanum. Nýjasta mynd Olin vestra heitir „Mr. Jones“ og er leik- stýrt af Mike Figgis, sem gerði þrillerinn Siðanefnd lögreglunnar, en mótleikari Olin er Richard Gere. Olin hefur ekki leikið í öðra en ástarsögum vestra og þessi er ein af þeim. í myndinni leikur hún geðlækni, sem fær Gere til meðferðar. Hann er þung- lyndissjúklingur sem rang- lega hefur verið greindur sem geðklofi og sendur á geðsjúkrahús. Sem betur fer fyrir hann tekur Olin þar á móti honum en hún flytur hann á annan spítala þar sem hann gengst undir lyfj- ameðferð og kynnist miklu nánar nýja lækninum sínum. WFramhaldsmynd Leitar- innar að Rauðum október eftir Tom Clancy heitir „Patriot Game“. Alec Baldwin fór með aðalhlut- verkið í fyrri myndinni en missti hlutverkið vegna óhóflegra krafna til Harri- sons Fords. Mótleikarar Fords verða m.a. Samuel L. Jackson, ógleymanlegur sem dópisti í Frumskógar- hita Spike Lees, og Anne Archer úr Hættulegum kynnum. Leikstjóri er Ástr- alinn Phillip Noyce. Hvada myndir voru bestar 1991f Stildaö á stóru ÞEGAR valdar eru tiu bestu bíómyndirnar á síðasta ári eins og veiyan er sækir ein á mann eins og vinur sem maður ætlar að hafa í kvöldverð að hætti Hannibals Lecters. Lömbin þagna gaf geðsýki botnlausrar illsku andlit og rödd sem, þótt furðulegt sé, heillaði ekkert síður en hræddi í dæmalausum leik Anthony Hopkins. Þar fór spennumynd spennumyndanna. f samanburði var Arnold Schwarzenegger aumasta leikskólalögga í Tor- tímandanum 2 en brellurnar og gæði hasarsins gera hana að bestu hasarmynd ársins. Nokkrar myndir Kvik- myndahátíðar Listahá- tíðar vora sýndar á almenn- um sýningum (eingöngu myndir á almennum sýning- mmmmmmmmm^m um komast á listann) en ein af þeim var Vegur von- ar. Það er svissnesk óskarsverð- launamynd um hroll- tyrkneskrar Álpana til eftir Arnald Indriðason vekjandi fjölskyldu ferð yfir Sviss í leit að betra lífi. Jakob í Stiga Jakobs leitaði einfald- lega að lífi í mynd sem alltof fáir sáu en var ein af bestu myndum ársins og illa van- metin. Leitin að tilgangi hefði getað verið yfirskrift „The Doors" eftir Oliver Stone um ævi Jim Morrisons. Stundum var eins og myndin ætlaði að drepast af ofskammti en fór aldrei yfir móðuna miklu heldur varð dúndurkraftmikil og áhrifarík. Kevin Costner var mjög áberandi á árinu og átti reyndar tvær metsölumyndir, Dansar við úlfa og Hróa hött. „Dansar" var hans persónu- lega stórvirki, mynd sem hann Ieikstýrði og Iék í og hreppti fyrir fjölda óskars- verðlauna. Gagnrýnandinn Pauline Kael sagði að hann hefði fjaðrir á hausnum og fiður í kollinum en það hafði engin áhrif. Eddi klippikrumla var í ætt fallegu ævintýranna í frásögn af utanveltustrák með skæri í handa stað. Tim Burton skreytti ævintýrið með frábærum sviðsbúnaði og töfrum sem gera hann að einstökum leikstjóra í Holly- wood. Annar töframaður, ís- lenskur reyndar, er Friðrik Þór Friðriksson sem gerði Börn náttúrunnar, eina af bestu myndum íslenskrar kvikmyndagerðar. Það var í henni ljúfsár söknuður eftir einfaldari, saklausari tímum og ef maður tekur hana á hennar eigin skilmálum eru fáar íslenskar myndir jafn gefandi. Hvíti víkingurinn hafði lítil áhrif í sunduriausri bíóútgáfu en eftir á að fram- sýna verkið óstytt í sjónvarpi. Coen-bræður komu enn á óvart með Barton Fink, svart kómískri hryllingsmynd sem 10 BESTU 1991 Lömbin þagna (The Si- lence of the Lambs, Jon- athan Demme). Vegur vonar (Xavier Koller). Eddi klippikrumla (Edw- ard Scissorhands, Tim Burton). Börn náttúrunnar (Frið- rik Þór Friðriksson). Tortímandinn 2 (Terminator 2: Judge- ment Day, James Cam- eron). Stigi Jakobs (Jacob’s Ladder, Adrian Lyne). The Doors (Oliver Stone). Barton Fink (Joel og Ethan Coen). Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og etskhugi henn- ar (The Cook, the Thief, His Wife and Her Lover, Peter Greenaway). Frumskógarhiti (Jungle Fever, Spike Lee). Arnaldur Indriðason Vinur í matinn; Anthony Hopkins sem Hannibal Lecter í Lömbin þagna 10 BESTU 1991 Dansar við úlfa (Dances With Wolves, Kevin Costner). Cyrano De Bergerac (Jean-Paul Rappeneau). Lömbin þagna (The Si- lence of the Lambs, Jon- athan Demme). Barton Fink (Joel og Ethan Coen). Bilun í beinni útsend- ingu (The Fisher King, Terry Gilliam). Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar (The Cook, the Thief, His Wife and Her Lover, Peter Gre- enaway). Vegur vonar (Xavier Koller). Frumskógarhiti (Jungle Fever, Spike Lee). The Commitments (Alan Parker). Börn náttúrunnar (Friðrik Þór Friðrikoson). Sæbjörn Valdimarsson gerir heilmikið grín að Holly- woodvaldinu og lýsir því myrkri og þeirri innilokunar- kennd sem einkenna veröld rithöfundar á niðumíddu hót- eli og samskiptum hans við dularfullann nágranna. Ver- öldin var orðin svo snúin und- ir lokin að minnti á Tví- dranga. Stóra viðburðimir á ný- liðnu bíóári voru Kvikmynda- hátíð Listahátíðar, frumsýn- ing tveggja íslenskra bíó- mynda, opnun nýs kvik- myndahúss í eigu Áma Samúelssonar og loks Felix- inn í höndum Hilmars Þórs Hilmarssonar tónlistar- manns. Einnig voru ýmiss konar kvikmyndadagar mjög áberandi allt árið. Sjaldan eða aldrei hefur jafnmikil gróska verið í kynningu á bíómyndum sem gerðar era utan Bandaríkjanna en einna eftirminnilegustu kvik- myndadagamir voru þeir svissnesku, frönsku og dönsku. Árið 1991 bauð upp á gott úrval evrópskra mynda (m.a. í tengslum við Kvik- myndahátíð) eins og Cyrano de Bergerac, Homo Faber og Tvöfalt líf Veróniku. Meðfýlgjandi era listar kvikmyndagagnrýnenda Morgunblaðsins yfir bestu myndir nýliðins árs. Myndun- um er raðað af handahófí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.