Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 23
X <?23
MORGUNBIiAÐIÐ 'MINNINQAR^IMMfMtaR'S.'JAN'ÚAR 1992
-
I
i
\
Kveðjuorð:
Eannveig Vigfúsdóttir
Fædd 5. janúar 1898
Dáin 7. október 1991
A fæðingardegi frú Rannveigar
Vigfúsdóttur vil ég minnast henn-
ar nokkrum orðum, en hún lést í
hárri elli á Hrafnistu í Hafnarfirði
7. október sl.
Þegar Slysavarnafélag íslands
var stofnað árið 1928 gerðust
Rannveig og eiginmaður hennar
Sigurjón Einarsson skipstjóri
stofnfélagar þess og síðan þegar
kvennadeildin Hraunprýði var
stofnuð í Hafnarfirði 1930 var
Rannveig meðal stofnenda og í
fyrstu stjórn.
Árið 1937 var hún kosin for-
maður og gegndi því starfi í 23
ár eða svo lengi sem hún gaf
kost á sér. I formennsku hennar
og undir hennar handleiðslu óx
starfsemi og félagatala deildar-
innar ár frá ári og hafði mjög
örvandi áhrif á aðrar kvennadeild-
ir í félaginu, sem þá voru í mót-
un. Það voru mörg verkefni sem
ráðist var í í formannstíð Rann-
veigar, sem ekki verða talin hér,
en hún var ákaflega metnaðarfull
fyrir sína deild og uppskar laun
erfiðis síns. Hraunprýði er fjöl-
mennasta kvennadeild innan
Slysavarnafélags íslands og starf-
ar af þrótti og framsækni.
Rannveig er ógleymanleg öllum
sem störfuðu með henni að slysa-
varnamálum. Hún var einstök
hugsjónakona og fannst enginn
vandi svo stór að ekki væri hægt
að leysa hann. Hún var mikill
stjórnandi, glöð og hvetjandi,
gerði kröfur til stjórnarkvenna,
en þó fyrst og fremst til sjálfrar
sín og unni málefninu af heilum
hug. Það var líka styrkur hennar
og einn af góðum eðliskostum
hversu hún lét í ljós þakklæti til
þeirra kvenna, sem leystu verkin
af hendi. Hún hafði þannig áhrif
á mig, þegar ég ung að árum
. gekk til liðs við þennan félags-
skap, að ég gerði allt með gleði
sem ég var beðin um, því ég vildi
ekki valda henni vonbrigðum,
þessari konu sem^sjálf var sjó-
mannskona og móðir, en báðir
synir hennar, Einar og Vigfús,
voru sjómenn í mörg ár. Rannveig
lagði því allan sinn metnað i að
efla og styrkja þetta mikilvæga
félag.
Frú Rannveig sat í aðalstjórn
Slysavarnafélags Islands í 22 ár
og sat þing félagsins í öll þau ár.
Hún var ákaflega glæsileg kona
og vakti athygli hvar sem hún
fór, tók oft til máls og þar gafst
henni tækifæri til að vera þátttak-
andi í að koma góðum málum í
höfn.
Rannveig hætti sem formaður
Hraunprýði þegar þeim hjónum
var falin framkvæmdastjórn á
Hrafnistu í Reykjavík árið 1957.
En hún tók virkan þátt í störfum
félagsins meðan heilsan leyfði og
allt fram á síðasta dag fylgdist
hún með störfum okkar. En þar
átti hún styrka stoð, þar sem
Hulda dóttir hennar var tengilið-
urinn sem aldrei brást. Það var
henni ómæld gleði að tvö af börn-
um hennar hafa verið í forystu-
sveit slysavarnafólks um áraraðir,
bæði í Hafnarfirði og í aðalsam-
tökunum.
Frú Rannveig lifði langan dag.
Hún naut virðingar að verðleikum-
.og var sæmd þeim heiðri, sem
félagið hefur yfir að ráða. Hún
sá félagið, sem hún unni og var
stofnandi að, verða að því sterka
vígi, sem það er í þjóðfélaginu í
dag.
Félagskonur í Hraunprýði
kveðja Rannveigu með virðingu
og þökk. Blessuð sé minning
mætrar konu.
Ester Kláusdóttir,
formaður Hraunprýði
*
Útsalan hefst á morgun
40-70% afsláttur
*
RITA, Eddufelli.
Aiii
0TV^RP?T/fK'
SÆo6%DSTÆWstÆÐUR
^%ÖRP ..m A||M
vðtf>AR VITLAUST
S$iAR
c1iKISTUR
SAUMavélar
ssr*
°G. FL
ekkert á réffuVe^
KOMDU OG GRÆDDU Á
ÖLLUSAMAN
Veislunni lýkur 31.1.92
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
HEIMILISTÆKJADEILD FALKANS
Suðurlandsbraut 8 - Sfmi 814670