Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 28
28 ,-(D
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
mmmn
Ást er...
|«uT"
Vi-30
. að láta hjartað ráða.
TMReg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
° 1991 Los AngelesTímesSyndicate
Jt i
-—1 % / ) s:I
Áhugavert, en hvar eru raf-
hlöðurnar settar í samband
Með
morgTinkaffínu
o — ’j dJoc
mtr* *
Búa til snjókall? — Er’ann
ekki í lagi sem ég bjó til í
fyrra?
HÖGNI HREKKVÍSI
Á FÖRNUM VEGI
Nýja risahesthúsið á Ytra-Holti á Dalvík.
Dalvík;
Líf færíst í stærsta
hesthús landsins
Dalvík.
m ÞESSAR mundir eru hesta-
eigendur á Dalvík sem óðast
að taka í notkun ný hesthús en
þeir eiga nú um áramót að vera
búnir að rýma gömlu hesthúsin sem
voru orðin fyrir í skipulagi bæjarins
og sum nánast komin inn í íbúðar-
hverfi. Umræður um framtíðarstað-
setningu búfjárhalds innan bæjar-
marka Dalvíkur hafa staðið til
margra ára og leystust ekki fyrr
en árið 1990 með kaupum bæjarins
á jörðinni Ytra-Holti sem er syðst
í landi Dalvíkur. Til þess staðar
höfðu menn lengi horft sem ákjós-
anlegs svæðis fyrir hestamenn og
aðra þá sem yndi hafa af húsdýra-
haldi.
Síðla þess árs festu hestamenn
kaup á stórum refaskála sem á jörð-
inni var og hafa þeir til þessa unn-
ið að því að breyta honum með til-
liti til nýrrar starfsemi. Skálinn mun
verða eitthvert stærsta hesthús á
landinu, um 4.600 fm að flatarmáli
og rúmar 300-350 hross. Honum
er deilt niður í nokkur 50-200 fm
pláss sem hver og einn hestamaður
kaupir og innréttar að eigin vild,
en hvert 100 fm pláss rúmar 11-12 Auk þessa mun Hestamannafélagið
hross. Þannig verða öll hesthús á Hringur verða með félagsaðstöðu
Dalvík undir einu og sama þaki. sína í húsinu og þá er gert ráð fyr-
Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson
Hestamenn fá sér kaffi, koníak og konfekt I einni kaffistofu nýja
hesthússins á Dalvík, f.v. Steinar Steingrímsson og Rafn Arnbjörns-
son.
Víkverji skrifar
að þykir ekki hrós þegar ein-
hver er kallaður þorskur.
Þó er það svo að það er einmitt
þetta fyrirbæri, þorskurinn, og aðr-
ir nytjafiskar í íslandsálum, sem
gera landið byggilegt.
Auðlegð, sem svo að segja hvar-
vetna blasir við í byggðum bólum
landsins, sem og lífskjör og velferð
Iandsmanna, er að langstærstum
hluta sótt í sjó.
Þorskurinn og aðrir nytjafiskar
eru kostnaðarleg undirstaða vel-
ferðarinnar í landinu og efnalegs
sjálfstæðis þjóðarinnar.
Orðið þorskur sem hrakyrði fer
því illa í munni mörlandans, að
dómi Víkverja þessa dags.
xxx
egar síldarstofninn hrundi
vegna innlendrar og erlendrar
ofveiði - í bland við tímabundin
óhagstæð lífsskilyrði í sjónum -
misstu íslendingar næstbeztu
„mjólkurkúna" úr fjósi þjóðarbús-
ins. Síldin ein veitti þorskinum ein-
hverja samkeppni sem stærsta sjáv-
arauðlind landsmanna.
Með hruni síldarinnar hrundi at-
vinnu- og efnahagsundirstaða
nokkurra sjávarplássa, sem byggðu
allt sitt á þessum nytjafiski, eins
og Siglufjörður.
Nú spyr maður mann, ekki að
ástæðulausu, hvort eins fari fyrir
þorskinum og síldinni. Þar kemur
tvennt til. Veiðisókn umfram veiði-
þol. Og dyntir náttúrunnar. Valdi-
mar Gunnarsson, sjávarútvegs-
fræðingur, segir í Sjávarfréttum:
„Ástæður fyrir sveiflukenndum
afrakstri þorskstofnsins eru marg-
ar, t.d. mismunandi hitastig í sjón-
um, fæðuframboð og nýliðun á milli
tímabila. Orsakir mismunandi nýlið-
unar milli ára hafa lítið verið rann-
sakaðar en eru taldar margar.“
Höfundur nefnir fernt til. Onógt
magn af fæðu af hæfilegri stærð
þegar seiðin byija að taka til sín
æti. Ástand, stærð og aldur þorsk-
stofnsins. Vinda, strauma og sjáv-
arhita. Og loks afræningja.
Athyglisverðasti þátturinn í grein
sjávarútvegsfræðingsins fjallar um
framleiðslu þorskseiða og þá
reynslu sem náðst hefur í hafbeit
á þorski, en tilraunir í þá átt eiga
sér áratuga sögu í Noregi. Mál er
að fylgjast vel með framvindu
þeirra tilrauna.
XXX
Jóhann Siguijónsson sjávarlíf-
fræðingur segir í Sjávarfréttum:
„Við höfum hingað til ekki talið
tímabært að kynna nákvæmar
áætlanir um heildarafrán hvala á
öðrum sjávarlífverum á íslenzka
hafsvæðinu, en á næstu misserum
verður lokið úttekt á þessu máli og
mat lagt á helztu óvissuþættina.
Við getum hins vegar fullyrt að
hvalirnir éti milljónir tonna á ári
af æti og fiski og það er í sjálfu
sér nægileg ástæða til þess að skoða
málið miklu nánar og reyna að
meta þátt þessara dýra í lífkeðju
hafsins."
í sama blaði er fjallað um athug-
un Erlings Haukssonar, sjávarlíf-
fræðings, á „samkeppni" sela um
fiskmetið í sjónum. Hann „komst
að þeirri niðurstöðu, að landselir
og útselir ætu 36.000 tonn af nytja-
físki á ári, þar væri þorskur rúm
11.000 tonn. Jafnframt taldi hann
að þorskveiðar mætti auka um 30%,
ef selirnir tækju ekki sinn toll“.
Fram kemur í grein Erlings, „að
samkvæmt erlendum heimildum
þurfi landselur að meðatali 673 kg.
af sjávarfangi á ári sér til lífsviður-
væris og meðal útselur þurfl 1,57
tonn árlega, en þessi munur stafi
af því að útselir séu yfirleitt mun
þyngri en landselir. Talið er landsel-
ir éti daglega 3-4% af líkamsþunga
sínum á dag en útselir 4-4,5%“.
XXX
Vikveiji dagsins gerir sér grein
fyrir því að hvalir og selir
eiga „hefðbundinn“ rétt til lífs-
bjargar, það er til fiskmetis í ísland-
sálum. Hann er þó þeirrar skoðunar
að fólkið í landinu, sem á lífsafkomu
sína að stærstum hluta í nytjastofn-
um hafsins, vilji hafa hönd í bagga
með því, að jafnvægið í lífríkinu
haldist, þann veg, að auðlindir sjáv-
ar geri ísland áfram byggilegt -
til langrar framtíðar.