Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 31
m HAUWAi .€•'««! MORGUNBLAÐIÐ samsÆNÍK^ MSíAMWO OWOM SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 1» c m 31 Gunnar Thoroddsen borgarsljóri, ásamt konu sinni Völu og börnum þeirra, og norski sendiherrann, Thorgeir Andersen-Rysst með dóttur sinni Rann- veigu. Norska jólatréð uppljómað á Austurvelli. SÍMTALID... ER VIÐ EIRÍK ÖRN ARNARSON SÁLFRÆÐING SVEFNÁNLYFJA 688160 Lækninga- og sálfræðistofan góðan dag. - Góðan daginn, er Eiríkur Örn Arnarson við? Ég skal athuga það, augnablik. Halló. - Sæll Eiríkur, þetta er á Morg- unblaðinu, Kristín Maija Baldurs- dóttir. Komdu sæl. - Þú hélst erindi um svefn án lyij'a hjá Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur núna i desember. Því miður komst ég ekki en hafði mikinn áhuga. Heldurðu að þú verðir nokkuð aftur með þennan fyrirlestur á næstunni? Það er nú ekki á dagskrá. - Ekki það, nei. Hins vegar hef ég skrifað grein um þetta efni sem birtist í tímarit- inu „Heilbrigðismál" sem Krabba- meinsfélag íslands gefur út, sennilega í blaði frá 1980. Hún heitir „Svefnleysi, úrræði án lyfja“. Einnig kom á þessu ári út þemahefti um svefn hjá Geðvernd, sem hefur að geyma upplýsingar um svefnröskun. - Þetta er mjög áhugavert efni. Hefurðu orðið var við þetta vandamál í starfi þínu? Ég verð það nú iðulega. Svefnleysi er mjög algengt. - Já, held- urðu að það sé algengara hér en erlendis?.' Nei, það er ósköp áþekkt. - Er ekki að- alorsökin fyrir svefnleysi spenna? Átt þú sjálf við svefnleysi að stríða? - Ég? Já uss, oft. Já. Eg hef líka fjallað um þetta efni í fyrirlestrum í Háskólanum. Svefnleysi er eitt af algengari vandamálum sem menn eiga við að stríða, og það eru til margar aðrar aðferðir til að vinna bug á því en að nota lyf. Það er vísast fyrir þá sem vilja bæta svefninn að glugga í þessar greinar. Þau ráð sem ég tel upp hafa öll verið reynd og rannsökuð. - Ég man eftir einum sem gat ekki sofið og læknirinn hans rak hann út að ganga. Er það kannski eitt af ráðunum við svefnieysi? Það er vissulega gott ráð, kyrr- seta er of mikil hjá fólki og þvi verður það ekki líkamlega þreytt. Reyndar er ekki hyggilegt að ganga stuttu fyrir svefninn því hreyfing hressir menn. Það er hæfilegt að fá sér kvöldgöngu eftir fréttirnar í sjónvarpinu. - Einmitt. Einnig þarf að vara sig á efnum sem eru örvandi, eins og drykkjum sem innihalda kof- fein, og síðan að reykja ekki eftir kvöldmat. - Einmitt. Nú? Reykja ekki eftir kvöldmat? Að sjálfsögðu ekki. Nikótín er mjög örvandi efni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að svefn er held- ui' lakari hjá þeim sem reykja, en þeim sem reykja ekki. - Þetta ■ er mjög fróðlegt. Það er best að ég nálgist þessar greinar. Én ég þakka þér, Ei- ríkur Örn, kær- lega fyrir upp- lýsingarnar. Það var lítið. Eiríkur Örn Arnarson FRÉTTIR í fyrstu blöðum á nýju ári af áramótaglaumi eru á seinni árum fremur litlausar miðað við það sem var um árabil fyrir 45 árum. Fyrirsögnin af látunum í miðbænum 1946 var: „Miklar róstur á gamlárskvöld. Lögreglan varð oft að beita kylfum.“ Og á gamlárs- kvöld 1947: „Skrílslæti á gamlárskvöld. Eldar kveiktir, sprengjum varpað og bilum velt.“ En á þeim árum söfnuðust borgarbúar gjarn- an saman í miðbænum í stórhópum og strákum fannst sport í því að sýna djörfung fyrir framan svo stóran áhorfendaskara og storka lögreglunni með alls kyns uppátækjum. Gamlárskvöld varð róstusamara en verið hefur um mörg ár, segir í upphafinu á fréttinni um gamlárkvöld 1947. „Frá kl. 8 á gamlárskvöld til kl. 4 um nóttina átti lögreglan í látlausum átökum við ófriðarseggi. Varð hún nokkr- um sinnum að beita kylfum til þess að koma í veg fyrir íkveikjur og forða sjálfri sér. Geysilegur mannfjöldi safnaðist þegar um kl. 8 í Austurstræti og Pósthússtræti og hófust brátt sprengingar miklar. Voru þama mestmegnis unglingar innan við tvítugt. Unglingarnir reyndu alls staðar þar sem við varð komið að kveikja í rusli. Við hús Fiskifélags- ins við Ingólfsstræti var kveikt mikið bál, en lögreglunni tókst að slökkva áður en eldsvoði varð af. Logandi kassar voru víða dregnir út á götur og margar atrennur gerðar til að kveikja í jólatrénu á Austurvelli. Við nýbyggingu Bún- aðarbankans í Austurstræti kom til allmikilla átaka við lögregluna. Nokkrir piltar klifu upp vinnu- grindur utan á húsinu og eltu þá þrír lögregluþjónar til þess að reka þá niður. Einn drengjanna fór alla leið upp á þak hússins, og þar tók lögreglan hann. Var bundinn kað- all um snáða og átti að láta hann síga niður í böndum. Þegar hann var kominn á móts við neðsta vinn- upallinn, skar einhver á sigtaugina og féll sigmaðurinn niður á timbur- hrúgu. Kom hann undir sig fótum og gat strokið frá lögi-eglunni með spottann um mittið. En lögreglu- þjónn náði honum þó brátt. En í þann mund er sigmaðurinn var handsamaður, gerði mannfjöld- inn heiftarlega árás á lögregluna og urðu átök hörð. Beittu þá lög- reglumenn kylfum og brast brátt flótti í árásarliðið. Lögreglan hafði afmarkað athafnasvæði framan við lögreglustöðina. Um miðnætti, er ólætin keyrðu úr hófi fram, var skorið á kaðalinn og mikill flokkur unglinga réðist á lögreglustöðina með gijótkasti. Brotnuðu átta rúð- ur í húsinu. Var einnig varpað þama stórum sprengjum og brotn- uðu rúður af sprengjuþrýstingi. Lögreglan hafði stofnað fimm út- rásarsveitir og höfðu þær bifreiðar til umráða. Urðu þessar sveitir að fara nokkrum sinnum út og koma í veg fyrir skemmdir og dreifa mannfjölda. Lögreglan beitti ekki táragasi í þetta sinn, en kvað þó hafa verið til þess æma ástæðu. Ekki var þó öll nótt úti enn. Víða brotnuðu rúður af gijótkasti og sprengjukasti, svo sem í Alþing- ishúsinu og Stjórnarráðshúsinu. Klukkan að ganga fjögur um nótt- w FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ Gamlárs- kvöld ígamla daga ina var enn mikill mannfjöldi á götunum. Utan við verzlunina Vísi neðst á Laugavegi kveiktu óróa- seggir í kössum og spýtnabraki og köstuðu logandi kyndlum fyrir bif- reiðar, sem um götuna fóru. Er bifreiðar námu staðar, réðust þeir á þær og reyndu að hvolfa þeim. Einnig reyndu þeir að kveikja í þeim með því að kveikja á sprengj- um við benzíngeyma þeirra. Átta lögregluþjónar komu þarna á vett- vang og reyndu að dreifa mann- fjöldanum og varð þar að grípa rösklega til kylfanna og tókst þá dreifingin. Ekki urðu lætin minni árið eftir, ágamlárkvöld 1947. Um það segir: „Aköf skrílslæti voru höfð í frammi á gamlárskvöld, og munu sjaldan eða aldrei hafa verið gerðar fleiri tilraunir til skemmdai'verka. Eitt alvarlegasta skemmdarverkið var tilraun til að kveikja í skúr við olíu- port Shell, þar sem geymt var sprengiefni og olíur. Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn áður en stór- tjón hlytist af, en þarna lá við borð að yrði ægileg sprenging og mikill eldsvoði. Sprengju var varpað að Hótel Borg og sprungu margar rúður í veitingasalnum. Einn maður fékk sprengju í andlitið og sprakk hún við munn hans, svo að vörin rifnaði. Bílum var velt og tilraunir gerðar til að stöðva umferð um aðalgötur bæjarins með því að bera á þær tunnur og rusl. Hópur stráka og unglinga fóru með öskrum og óhljóðum um göturnar og jafnvel guðsþjónusta í Dómkirkjunni var trufluð af hávaðaseggjum. Ein rúða sprakk í kirkjunnier „kínveija" var kastað í gluggann." Ólafur K. Magnússon hafði þetta haust ráðist ljósmyndari tii Morg- unblaðsins. Hann segir að lætin hafi verið svo mikil að engin að- staða hafi verið til myndatöku og menn ógjarnan hætt dýrmætri myndavél sinni. Sjálfur var hann á dansleik úti í Tívoli, stillti mynda- vélinni sinni opinni úti og lét hana safna á filmuna flugeldunum sem skotið var upp yfir Reykjavík, eins og sést á þessari mynd hans frá 1947.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.