Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 ERLEINTT INNLENT Sakaður um stríðsglæpi Simon Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem lét afhenda Davíð Odds- syni forsætisráðherra bréf er hann kom í opinbera heimsókn til ísrael á mánudag þar sem fram koma ásakanir um að Eistlendingurinn Evald Mikson, Eðvald Hinriksson, sem búið hefur hér á landi frá 1946, hafí verið stríðsglæpamaður nasista og framið grimmdarverk á gyðingum í síðari heimsstyijöld- inni. Eðvald segir þessar ásakanir ósannar. í bréfi til Morgunblaðsins lýsa stjórnvöld í Eistlandi því yfir að Eðvald sé ekki sekur um neina glæpi, síst af öllu gegn þjóð gyð- inga. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að aðferð sú sem ísraelsk stjómvöld beittu við að afhenda bréfið jafnist á við að þau hafi leitt forsætisráðherra í gildru. Hefur hann afþakkað boð um opinbera heimsókn til ísrael á vori næstkomandi. Mannvirkjasjóður frestar ákvörðunum ísland gerði stjóm Mannvirkja- sjóðs NATO tilboð sem fól í sér að 90% af verðmætum óumsam- inna verka á Keflavíkurflugvelli yrðu boðin út á íslandi í opinni undirverktöku, og eigi síðar en 1. janúar 1966 rynni út einkaleyfi íslenskra aðalverktaka. Stjóm sjóðsins frestaði samþykkt verk- áætlunar og fjármögnun hennar að því er varðar fyrirhugaðar fram- kvæmdir í þágu vamarliðsins, og voru einkum Norðmenn og Bretar neikvæðir í garð tilboðsins, en full- trúar annarra NATO-ríkja hafa talið tilboðið ásættanlegt. Utanrík- isráðherra segir að fulltrúar nokk- urra aðildarríkja í stjóm sjóðsins hafi rökstutt frestunina með því að þeir þurfi að afla sér nánari upplýsinga um ummæli ráðherra í ríkisstjóm íslands, þess efnis að þeir telji tímabært að leysa upp Aðalverktaka og bjóða verkefni fyrir vamarliðið út á opnum verk- takamarkaði. Tilnefnd til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Börn náttúrunnar hefur verið tilnefnd til Óskarsverð- launa í flokki erlendra mynda. Frið- rik Þór Friðriksson leikstjóri segir þetta mikinn heiður fyrir sig og íslenska kvikmyndagerð, og til- nefningin verði vonandi lyftistöng fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Atvinnulausum fjölgar Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu hefur farið vaxandi und- anfamar vikur, og er gert ráð fyr- ir að í febrúar hafí atvinnulausum fjölgað um nálægt 200 miðað við janúar, en þá voru 1.219 skráðir atvinnulausir. Könnun Þjóðhags- stofnunar sýnir að atvinnurekendur á landinu öllu vilja fækka starfs- mönnum um 430, sem er 0,5% af heildarvinnuafli í þeim atvinnu- greinum sem könnunin náði til. ERLENT Israelar ráðast inn í Líbanon Um 1.000 manna herlið frá ísrael réðist inni í suðurhluta Líbanons á fimmtudag í þeim yfírlýsta til- gangi að uppræta eldflaugaskot- palla Hizbollah-samtakanna, hreyfingar múhameðstrúarmanna er fylgir írönum að málum. Fyrr í vikunni höfðu skæruliðar Hiz- bollah skotið eldflaugum yfír landamærin til ísraeis án þess að valda verulegu tjóni. Skærur þess- ar hófust um síðustu helgi er skæruliðar myrtu þijá ísraelska hermenn er voru í þjálfunarbúð- um. Á sunnudag felldi ísraelsher leiðtoga Hizbollah-hreyfingarinn- ar í þyrluárás sem gerð var á bíla- lest hans í Suður-Líbanon. Auk leiðtogans, Sheikh Abbas Musawi féllu eiginkona hans og ungur sonur þeirra í árásinni auk að minnsta kosti fimm lífvarða. Innrásarliðið var kallað heim frá Líbanon á föstudag en a.m.k. tveir hermenn úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna særðust er ísraelsher braut sér leið í gegnum vegatálmanir gæslusveitanna. Sameinuðu þjóðirnar mótmæltu þessu og hvöttu ísraela til að kalla lið sitt á brott og leiðtogar á Vesturlöndum iýstu yfir áhyggj- um sínum sökum ofbeldisverk- anna. Bush sigrar í New Hampshire Forseti Bandaríkjanna, Ge- orge Bush vann sigur í forkosn- ingum Repúblíkanaflokksins er fram fóru í New Hampshire á þriðjudag. Forsetinn hlaut 58% atkvæða en fylgi íhaldsmannsins, Pats Buchanans reyndist mun meira en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Buchanan hlaut Borís Jeltsín. George Bush. 41% atkvæða og töldu stjórnmála- skýrendur það til marks um allvíð- tæka óánægju í röðum stuðnings- manna repúblíkana vegna framm- istöðu forsetans á vettvangi efna- hagsmála. Sama dag fóru einnig fram forkosningar Demókrata- flokksins. Paul Tsongas, fyrrum öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sigraði líkt og búist hafði verið við, hlaut 34% fylgi en Bill Clinton, umdeildur ríkisstjóri frá Arkansas, fékk 26% greiddra atkvæða. Þjóðaratkvæði um umbætur Forseti Suður-Afríku, F.W. de Klerk lýsti því óvænt yfír á fímmtudag að ákveðið hefði verið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal hvítra um umbótastefnu ríkisstjórnarinnar. Daginn áður hafði íhaldsflokkurinn, sem and- vígur er afnámi kynþáttastefn- unnar, unnið sigur í aukakosning- um í einu af höfuðvígjum flokks forsetans, Þjóðarflokksins. Hreyf- ing blökkumanna, Afríska þjóðar- ráðið (ANC), fordæmdi þessa ákvörðun forsetans og kvað hana til marks um kynþáttamismunun. Úkraínumenn gagnrýna Jeltsín Stjómvöld í Úkraínu lýstu yfír því á miðvikudag að Borís N. Jeltsín, forseti Rússlands, hefði ekki umboð til að ganga til við- ræðna um fækkun kjarnorku- vopna á landsvæði því sem áður heyrði Sovétríkjunum til. Jeltsín og undirsátar hans hafa ítrekað rætt um fækkun kjamavopna á fundum með fulltrúum Bandaríkj- astjórnar að undanförnu. Fríðargæsluliðar frá tug- um þjóða til Júgóslavíu Nú þegar fram- kvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna But- ros-Ghali hefur tekið ákvörðun um að senda allt að 14 þús- und manna friðar- gæslulið til Júgóslav- íu innan skamms, þá vekur furðu hve margar þjóðir hann ætlar að biðja um að leggja til menn í liðið. Fram undir þetta hef- ur verið talið að of miklum erfiðleikum sé bundið að setja herlið frá fleirum en einni eða fáum þjóð- um undir eina stjórn á hverjem stað. En samvinnan í eftirlits- sveitum Sameinuðu þjóðanna á mörkum Iraks og Kuwaits, þar sem fjölmargar þjóð- ir koma við sögu, hef- ur gengið svo vel að það skiptir sköpum um þessa ákvörðun nú. Fótgönguliðið eitt á að koma frá 12-13 þjóðum, stoðsveitirnar frá 5 þjóðum og eftirlitsmennirnir frá 29 þjóðum. Svo á að bæta þarna á lögreglumönnum frá 30 þjóðum. Þetta er mjög óveiyuleg tilhögun. ótt framkvæmdastjórinn og menn hans séu búnir að velja þær þjóðir, sem beðnar verða að leggja til iið, þá hafa þær ekki enn alla.r fallist á að gera það. Ekki er einfalt mál að velja þá sem æskilegt er að verði þama, því þær gmnnreglur gilda hjá Sameinuðu þjóðunum að her- mennirnir séu frá hlutlausum ríkj- um, ekki megi hafa lið af viðkom- andi svæði og ekki frá þjóðum sem á einhvem hátt gætu blandast deilumálum. Þarmeð falla nú t.d. úr nágrannar Júgóslavíu Austur- ríkismenn, sem hafa ásamt Finn- um og öðrum Norðurlandaþjóð- um, Kanadamönnum og Fitji- mönnum einna mesta reynslu af friðargæslu SÞ. Það er heldur ekki gefið mál að þjóð treysti sér til að senda hermenn sína á svona erfítt svæði, auk þess sem það er dýrt. Hver þjóð ber ábyrgð á aga og launagreiðslum síns liðs, þótt öll starfi þau undir yfirstjóm framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og reksturinn sjálfur sé kostaður af samtökunum. Her- mennirnir munu klæðast búning- um síns heimahers og hafa fána lands síns á öxlinni, en allir bera þeir hina kunnu bláu hjálma og húfur með merki Sameinuðu þjóð- anna og bláan klút um hálsinn. Einnig starfá þeir ávallt undir fána Sameinuðu þjóðanna. Þeir em venjulega sendir til starfa í eitt ár í senn. Önnur grunnregla er sú að ekki megi senda SÞ-lið nema báðir deiluaðilar hafi beðið um það eða að minnsta kosti samþykkt íhlut- un alþjóðahersins. Og nú hefur loks tekist að fá bæði Serba og Króata til að fallast á slíka skil- mála. Nóg er nú samt, þegar litið er til þess að þessum alþjóðlegu hermönnum er ætlað að halda hættulegum deilum í skefjum í yfirspenntu ástandi. Ein megin- reglan enn er að við friðargæslu mega þessir hermenn ekki beita valdi eða skotvopnum nema í al- geru lágmarki. I raun er meira en helmingur friðarsveita Sþ nú óvopnaðar eftirlitssveitir. En frið- argæslulið er vopnað af tveimur ástæðum. Þegar því er ætlað að hafa virka stjórn á landsvæði og halda deiluaðilum í burtu frá því. Undir það falla friðargæslusveit- imar á Kýpur, í Gólanhæðum, Suður-Líbanon og Sinai. Og vopn- að lið er sent þegar lög og reglur í landinu eru í kaldakoli og hlut- verk friðargæslunnar er að koma á eðlilegu ástandi, sem Júgóslavía fellur líklega undir. Þá eru friðar- gæsluliðar vopnaðir, en jafnvel þá er beiting vopna í lágmarki og má aðeins skjóta sem síðasta úr- ræði. Reynir mjög á friðargæslul- iðana, sem flestir eru ungir menn, að þurfa í vopnuðum átökum í raun að bíða þangað til skotið er á þá. Enda hafa á fjórða hundrað friðargæslumenn fallið. Nú fyrir fáum dögum tveir í Líbanon. Og jafnvel þótt einhver þjóð vilji stuðla að friði, þá er ekki sjálfgef- ið að hún skáki sínum ungu mönn- um í slíkar aðstæður. Nýlega lét Bandaríkjamaðurinn Stankevic hershöfðingi, sem nú er í friðar- sveitinni á landamærum Kuweits og íraks, hafa eftir sér að hann skelfíst þá tilhugun að verða kannski sendur til friðargæslu í Júgóslavíu. Það kemur sennilega ekki til, þótt hann tali bæði serb- ísku og króatísku, því ættmenn hans komu frá Serbíu, faðir hans barðist með sjessnikkunum þar í síðasta stríði. Á Írak-Kuwait- svæðinu hefur einmitt fengist góð reynsla af margþjóða friðargæslu. Allt samstarf hefur gengið vel hjá eftirlitsveitum S.þ. Kom mönnum á óvart að Rússamir hafa þar t.d. orð fyrir að vera félagslyndir og Kínveijarnir vekja aðdáun fyr- ir menningarlega kyngi. Þama kemur fram það sem yfirhershöfðingi friðargæsl- uliðsins í Gólanhæðum, Austur- ríkismaðurinn Adolf Radauer, sagði í vor við blaðamann Morgunblaðsins að einn kosturinn við slíka friðargæslu séu einmitt kynni hermanna af heijum ann- arra þjóða, sem skapi skilning og umburðarlyndi. Hann sagði að Austurríkismenn hefðu verið svona fúsir til að leggja með ærn- um tilkosnaði sína menn til friðar- gæslu síðan þeir gengu í Samein- uðu þjóðirnar 1955 af því þeir litu svo á að með því að koma í veg fyrir að stríð bijótist út á einum stað séu þeir að stöðva útbreiðslu þess um heimsbyggðina og þá að þeirra eigin landamærum. Þær þjóðir sem um eru beðnar þurfa nú að taka aftsöðu til þess hvort þær senda sína menn til friðar- gæslunnar í Júgóslav- íu. Það eru :Argentína, Brasilía, Danmörk, Frakkland, Kanada, Kenýa, Nepal, Nígería, Pakistan, Rússland, Tékkóslóvakía, Belgía, Finnland, Bretland, Svíþjóð, Kanada og Holland. Og um 30 þjóðir að auki eru beðn- ar um hernaðarlega eftirlitsmenn og lög- reglumenn. Sumar þær sömu en líka aðrar, svo sem Ástralía, Bangla- desh, Egyptaland, Frakkland, Ghana, Holland, írland, Kol- umbía, Malta, Nepal, Nígería, Nýja Sjáland, Portúgal, Pólland, Rússland, Singapore, Sviss, Svíþjóð, Venesú- ela og Lúxemburg. Þær síðustu aðeins fáa menn. Gunter Greindl hershöfðingi, sem hef- ur að undanförnu haft á hendi stjórnun frið- argæslu Sþ í Júgóslavíu frá vamarskrifstofu SÞ í Vínarborg, hefur langa og mikla reynslu. Hann hefur verið yfir- maður friðargæsluliðs SÞ á Kýp- ur, í Líbanon og í Gólanhæðum og nú síðast var hann við að byggja í skyndi upp eftirlitsliðið í Irak-Kuweit. Hann hefur sett fram þá hugmynd að koma upp háskólanámi á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslurann- sóknir. Svo mikilvægt sé að kunna að taka á friðargæslu í heiminum, sem fer nú ört vaxandi. Nú síðast bæst við mjög erfiðir og viðkvæm- ir staðir eins og Júgóslavía og væntanlega Kambódía, þar sem reiknað er með að verði 30.000 manna lið frá fjölmörgum þjóðum eins og nú í Júgóslavíu. í Kambód- íu búast menn við að vekefnið verði enn erfiðara en þar vegna allra þeirra jarðsprengja sem Rauðu Kmerarnir hafa dreift um frumstkógastigana. En það svipar þá til gæslunnar í Gölahæðum, þar sem Pólveijar verða stöðugt að sprengjuhreinsa stígana fyrir gæsluliðið, nærri 20 árum eftir vopnahléð. Ein af meginreglum Sameinuðu þjóðanna varðandi friðargæsluliðin er að íhlutun gæsluliðs samtakanna á einhveij- um stað verður að vera samþykkt samhljóða í Öryggisráðinu, eftir að báðir eða allir deiluaðilar hafa fallist á það. Og jafnframt að þessi ákvörðun er aðeins sam- þykkt til sex mánaða og verður að endurnýjast með sex mánaða millibili. Þannig er málið alltaf tekið upp til endurskoðunar tvi- svar sinnum á ári. En eins og Radauer hershöfðingi sveitanna í Gólanhæðum sagði í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins um ástæðuna fyrir því að þar hefði friðargæslan tekist svona vel á erfiðu svæði í svo mörg ár:„Það byggist á því að í upphafi var svo vel að verki staðið. Samið við tvo ábyrga aðila og friðargæslu- sveitinar fengu ítarlegt skriflegt umboð sem þær geta alltaf vitnað til. Ovænt blæbrigði koma alltaf upp og sveigjanleiki skiptir miklu máli. En umfram allt verða friðar- gæslumenn að muna að báðir aðilar hafa ávallt rétt fyrir sér.“ Ekki er þó enn búið að sjá fyrir því að svona vel verði hægt að búa um hnútana í Júgóslavíu áður en liðin koma þar. Ekki er ákveð- ið hvenær friðargæslusveitir Sam- einuðu þjóðanna geta verið komn- ar til Júgóslavíu. En menn eru vongóðir um að vopnahléð sem staðið hefur í hálfan annan mánuð haldi þangað til. Enda verða frið- argæslumenn ekki sendir þangað meðan barist er. BAKSVIÐ eftir Rlínu Pálmadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.