Morgunblaðið - 23.02.1992, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
Ekki von-
laust að
mjölverð
hækki á ný
- segir fram-
kvæmdastjóri
Krossaness
JÓHANN Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri Krossaness, segfist
telja að botninum sé náð hvað
varðar verð á mjöli, en það lækk-
aði verulega seinni hluta janúar.
Hann er ekki vonlaus um að
markaðurinn fari að jafna sig og
verðið fari upp á við á ný.
Súlan EA kom að Krossanesi í
vikunni með fullfermi, um 730-740
tonn. Samtals hefur verið landað
um 12 þúsund tonnum af loðnu hjá
Krossanesi á vertíðini, um 6 þúsund
tonnum fyrir áramót og svipuðu
magni eftir áramót, einkum þó í
febrúar.
„Það er allt í fullum gangi hér
núna og ekki hefur dottið úr nema
sólarhringur frá því að þetta byrj-
aði fyrir alvöru,“ sagði Jóhann Pét-
ur.
Um verðið vildi hann lítið tjá-
sig,„Það er of hátt fyrir mig, en
of lágt fyrir sjómennina," sagði
hann. Nokkur deyfð hefur verið
yfir mörkuðum að undanförnu, en
verð á mjöli lækkaði umtalsvert síð-
ari hluta janúarmánaðar, m.a. að
því er Jóhann taldi í kjölfar þess
að kvóti var aukinn.
„Ég held að botninum sé náð,
verðið fari ekki neðar. Kaupendur
hafa óformlega tekið sig saman um
að lækka verðið, en það eru tak-
mörk fyrir því hversu neðarlega
þeir geta farið,“ sagði Jóhann og
bætti við að hann væri ekki vonlaus
um að verðið gæti farið að hækka
á ný. „Þetta mun jafna sig eitthvað
aftur."
Morgunblaðið/PPJ
Þessa dagana vinna flugvirkjar
Flugleiða við stórskoðun á
Fokker F27 Friendship TF-
FLM. A innfelldu myndinni sést
Baldur Bjarnason flugvirki
skoða skrúfublöð „Dagfara" á
skrúfuverkstæði Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli.
Síðasta stórskoðun Flugleiða á
Fokker F27 Friendship-vélunum
í FLUGSKÝLI Flugleiða hf. á Reykjavíkurflugvelli vinna flug-'
virlg'ar félagsins við síðustu stórskoðun á Fokker F27 Friend-
ship, en senn hverfa þessar flugvélar úr þjónustu. Flugvélin
„Dagfari“, TF-FLM, var öll sundurtekin og um tíma var erfitt
að sjá að raunveruleg flugvél stæði á gólfí flugskýlisins.
Skoðun sem þessi er á flug-
máli nefnd „D-skoðun“ og er
alstærsta skoðun sem fram-
kvæmd er á flugvélum. Vinna
við skoðun „Dagfara“ hófst 20.
janúar sl. og mun væntanlega
ljúka í lok mánaðarins. Þegar
skoðuninni lýkur munu um 7.000
vinnustundir flugvirkja liggia að
baki. Við slíkar skoðanir eru
flugvélar nánast sundurtættar
og skoðaðar í krók og kima, flug-
mælitæki fjarlægð og yfírfarin,
innréttingar teknar úr og end-
urnýjaðar, en vélamar eru nán-
ast sem nýjar eftir. Að skoðun-
inni lokinni verður „Dagfara"
síðan flogið út til Hollands 1.
mars nk. þar sem hún verður
afhent nýjum eigendum.
Skoðun „Dagfara“ er væntan-
lega síðasta stórskoðunin sem
Flugleiðir framkvæma á eigin
flugvélum í flugskýlinu á
Reykjavíkurflugvelli. Um áramót
stendur til að taka í notkun nýtt
og fullkomið viðhaldsflugskýli á
Keflavíkurflugvelli. Framvegis
verða allar stærri skoðanir flug-
véla Flugleiða framkvæmdar þar
og hefur félagið hug á því að
nýta aðstöðuna þar betur með
því að taka að sér skoðanir flug-
véla fyrir erlenda aðila.
„Dagfari" var smíðaður í verk-
smiðjum Fokker árið 1964, en
hefur þjónað íslendingum nú í
um 20 ár. Það var Flugfélag
Islands sem keypti þessa flugvél
til landsins frá Japan árið 1972
og fékk hún þá einkennisstafina
TF-FIM og nafnið „Glófaxi".
Nokkru eftir sameiningu flugfé-
laganna var skráningu vélarinn-
ar breytt í TF-FLM og vélin síð-
an endurskírð „Dagfari" á tíu
ára afmælishátlð Flugleiða árið
1983. Aðeins ein flugvél hefur
þjónað lengur en „Dagfari“ í
áætlunarflugi innanlands. Það
var Dakota flugvél Flugfélags
íslands, „Gljáfaxi", sem var I
notkun frá 1946 til 1973, eða
samtals í 27 ár, en „Gljáfaxi“
heitir nú „Páll Sveinsson" og er
nú notaður við áburðardreifingu
á sumrin á vegum Landgræðsl-
unnar. Nú þegar „Dagfari“ kveð-
ur hefur hann flogið alls um
45.000 flugstundir, þar af um
30.000 hérlendis og lent um
38.500 sinnum á íslenskum flug-
völlum.
I
I
I
I
I
I
Deep Jimi and the Zep Creams.
Keflvísk hljómsveit
gerir útgáfusamn-
ing í Bandaríkjunum
KEFLVÍSKA rokksveitin Deep Jimi and the Zep Creams gerði
nýverið samning við bandaríska stórfyrirtækið Atlantic um út-
gáfu á tónlist hþ'ómsveitarinnar. Hljómsveitarmenn eru nú að
huga að utanför á næstu vikum til að taka upp fyrri breiðskífuna
af tveimur, en fyrirtækið leggur þeim til 10 milljónir króna til
að gera plötuna auk þess að greiða ferðir og uppihald.
Sólarferð fjölskyldunnar
kostar 175-250 þúsund
Hljómsveitina Deep Jimi and
the Zep Creams skipa Júlíus Freyr
Guðmundsson, Þór Sigurðsson,
Björn Ámason og Sigurður Ey-
berg.
í samtali sögðu þeir félagar að
þeir væru nú að bíða eftir því að
lögmaður þeirra lyki yfírferð á
lokagerð samningsins við Atl-
antic, en samningurinn er á undir-
merkinu East-West/ATCO. Þegar
lögmaðurinn hafí gefíð grænt ljós
fari þeir síðan utan til að hljóðrita
fyrri breiðskífuna, sem koma eigi
út í júní/júlí, en smáskífa með
sveitinni er væntanleg þegar í
apríl. Þeir vildu ekki gera of mik-
ið úr fyrirframgreiðslunni, sögðu
hana einfaldlega dragast af vænt-
anlegum söluhagnaði breiðskíf-
unnar, þetta væri engin gjöf'. Til
viðbótar við milljónimar tíu greið-
ir fyrirtækið flugferðir og uppi-
hald, auk þess sem það leggur
hljómsveitinni til fé til að fara í
-tónleikaferð að fylgja plötunni
eftir.
Sjá viðtal við Deep Jimi and
the Zep Creams á bls. I8C.
TVEGGJA vikna solarlandaferð
fyrir fjögurra manna fjölskyldu
kostar um 175-250 þúsund krón-
ur, samkvæmt upplýsingum Ur-
vals-útsýnar, Samvinnuferða-
Landsýnar, Flugleiða og Ferða-
skrifstofu Reykjavíkur.
Morgunblaðið kannaði hvað
tveggja vikna ferð til Spánar kost-
aði fyrir hjón með tvö börn, annað
undir 12 ára aldri og hitt 15 ára.
Miðað er við að farið verði á háann-
atíma í júlí-ágúst. Óskað var eftir
að ferðaskrifstofurnar gæfu upp
fullt verð, með flugvallarskatti og
öðrum gjöldum. Flugvallarskattur
hér á landi er 1.250 krónur fyrir
fullorðna og 625 fyrir börn, forfalla-
trygging 1.200 fyrir fullorðna og
600 fyrir börn, 400 króna innrit-
unargjald í Leifsstöð ef farið er
með leiguflugi og 600 króna flug-
vallarskattur á mann á Spáni.
Tveggja vikna ferð fyrir þessa
fjölskyldu kostar 185.674 krónur
hjá Urval-Útsýn, til Mallorka. Þá
er miðað við brottför 15. júlí og að
bókað sé í ferðina og fargjald greitt
fyrir 24. mars næstkomandi. Hins
vegar benti skrifstofan á að þriggja
vikna ferðir kostuðu 181.736 fyrir
fjölskylduna, ef staðgreitt væri fyr-
ir 24. mars. Að öðram kosti bættist
við 4.500 króna gjald á mann, eða
18 þúsund fyrir fjölskylduna. Stað-
greiðsluafsláttur fyrir 24.3. er 7%,
en lækkar í 5% eftir þann tíma,
Hjá Samvinnuferðum-Landsýn
fékk Morgunblaðið dæmi um ferð
fyrir fjölskylduna til Alcudia þann
6. júlí. Bæði börnin njóta barnaaf-
sláttar, sem gildir til 16 ára aldurs.
Fjölskyldan greiðir 187.175 krónur
fyrir ferðina, en sé ferðin staðgreidd
er verðið 178.415 krónur. Þá bjóða
Samvinnuferðir-Landsýn sérstaka
fjölskyldupakka, þar sem sams kon-
ar ferð, en þriggja vikna, er boðin’
á sama verði. Tíu slíkar ferðir eru
í boði og gildir tilboðið ef ferðin er
fullgreidd fyrir 15. mars.
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur býð-
ur ferðir til Benidorm. Tveggja
vikna ferð fyrir fjögurra manna fjöl-
skylduna í ágúst kostar þar 213.726
krónur staðgreitt. Verðið er hið
sama, hvort sem greitt er fyrr eða
síðar að sumrinu.
Upplýsingar, sem bárust frá
Flugleiðum, vora um ferðir til Ítalíu
og Grikklands, en ekki Spánar. ítal-
Gunnar sagði að á síðastliðnu ári
hefðu farþegar á flugleiðinni til og
frá Vestmannaeyjaeyjum alls verið
82 þúsund talsins, og væri það veru-
leg aukning frá árinu áður. Þeir
valkostir sem stæðu þeim til boða
sem færu til Vestmanneyja væru
auk þess að ferðast með vélum Is-
landsflugs- væntanlega- nýjar Fok-
íuferð fyrir fjölskylduna með
Fritidsrejser I Kaupmannahöfn í
júli kostar 174.320. Við það bætist
flug frá íslandi til Kaupmannahafn-
ar, sem lægst getur orðið 20.900
fyrir fullorðinn. Bamaafsláttur er
4.180, svo fjölskyldan þarf að
greiða 79.420 á mann til viðbótar,
eða samtals 253.740 fyrir Ítalíu-
ferðina.
Ferðaskrifstofurnar reiknuðu
sjálfar út ofangreint verð. Áfanga-
staðir og gistingin sem boðið er upp
á er mismunandi. Þannig er til
dæmis misjafnt hversu stórum íbúð-
um ferðaskrifstofumar reikna með,
en þeim var það í sjálfsvald sett.
ker vélar Flugleiða í sumar og síðan'
ný feija. „Það er ekki einfalt fyrir
lítið fyrirtæki eins og okkar að
standa í samkeppni við svona stóra
og sterka aðila, en við bregðumst
við þessari samkeppni á þann hátt
að einfalda hlutina og gera þetta
aðgengilegra fyrir almenning,"
sagði hann.
íslandsflug hf.:
Ný skilmálalaus far-
gjöld til Vestmannaejga
ÍSLANDSFLUG hf. hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða aðeins
eitt ákveðið fargjald án allra skilmála á flugleiðinni milli Vestmanna-
eyja og Reykjavíkur. Að sögn Gunnars Þorvaldssonar, framkvæmda-
stjóra íslandsflugs, hafa fram til þessa verið í gangi farjöld sem
verið hafa allt upp í 7.800 kr. fram og til baka á flugleiðinni, en
hjá íslandsflugi er fargjaldið nú 5.000 kr., eða 2.500 kr. hvora leið.