Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 9

Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SÚNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 9 Tvö andlit kirkjunnar Kirkjan er í nokkrum vanda stödd. Hvers vegna? Jú, hún er ekki aðeins einhver stofnun sem hver önnur í þjóðfélaginu. Hún er samfélag allra þeirra sem játa þá trú að Guð hafi gerst maður í Jesú Kristi. í daglegu tali erum við vön að ræða um kirkjuna í merkingunni prestarnir og starfsmenn kirkjunnar aðrir. En sá hópur er ekki kirkjan, þó að hann tilheyri henni. „Kirkjan“ er allt það fólk, í öllum kirkjudeild- um, sem i bráðum 2000 ár hefur lotið Jesú Kristi, sem hefur geng- ið honum á hönd í skírninni. Fólk- ið og Jesús í sameiningu og sam- vinnu er kirkjan. í Nýja testa- mentinu kallar Páll postuli kirkj- una hvorki meira eða minna en „líkama Krists" því Kristur grund- vallaði kirkjuna og gefur henni líf. Án hans væri hún ekki til. Henni er sem sé ætlað að starfa sem eihs- konar lífræn heild, samhent sem frumur líkam- ans, undir stjórn guðssonarins. Trúartjátningin okkar, sem við höfum verið að skoða saman frá ýmsum sjónarhornum undanfarna sunnudaga, kallar hann „heilaga" sem aftur merkir að hún sé frátek- in fyrir Guð. Kirkjan og þau sem henni tilheyra ættu því að láta sig samfélagið við Guð og hvort ann- að öllu skipta, því ef kirkjan er „líkami Krists" hlýtur hún að eiga að endurspegla kærleika Guðs til sköpunarinnar eins og Jesús Kristur gerir. Þetta er eitt „and- lit“ kirkjunnar, það sem Guð ætl- ar henni að vera. Gallinn er sá að hún hefur oft og tíðum borið annað andlit, aðra grímu í aldanna rás. Þó Guð ætli kirkjunni göfugt hlutverk, þá hafa ógöfugir menn í gegnum söguna, vitandi eða óvitandi, gert sitt til þess að spilla fyrir því hlutverki. Togstreita, samkeppni og illmælgi hafa sundrað kirkjunni. Kirkjan er margklofínn í kirkjudeildir er leg- ið hafa í blóðugum eijum sín í milli, þó nú sé tekið að rofa eitt- hvað til fyrir tilstuðlan fjölkirkju- legra samtaka síðustu áratugina. Lengi vel á fyrri tímum var kirkj- an helsta valdamiðstöð þjóðfé- lagsins. Það þýddi ekki að fólkið í kirkjunni færi með völdin, heldur embættismenn hennar er tóku sér guðlegt vald. Á fyrstu öldunum eftir upprisu Jesú leit kirkjunnar fólk reyndar svo á að nú væru loforð Guðs sem endurhljóma í öllu Gamla testamentinu að ræt- ast. Þar getur að lesa hvernig Guð og ísraelsþjóðin gamla gerðu með sér samning, sáttmála. Sá samn- ingur gekk út á það að Guð hét því að sú stund kæmi þegar hann tæki endanlega við stjórn verald- arinnar. Þá myndi renna upp nýr tími, ný öld. Þá yrði samfélag Guðs og sköpunarinnar heilt og ekkert kæmi þar í milli. Höfundar Nýja testamentisins héldu því fram að nú væri þessi nýja öld runnin, Guð væri kominn til lýðs sín, nú hefði hann gert nýjan samning við fólkið, nýjan sátt- mála. Að sögn þeirra grundvallast sá sáttmáli á lífi, dauða og upp- risu Jesú Krists. Með því að fæð- ast sem maður, deyja á krossinum og sigra dauðann hafi Guð tekið sér stöðu við hliðina á hijáðu, sundruðu og deyjandi mannkyni. Frá krossinum leiðir hann fólkið undan þjáning- unni og eymd- inni og til nýrra tíma þegar ver- öldin endanlega mun hreinsast af öllu illu. Þangað stefnir heimur- inn fyrir upprisu Jesú Krists, til þeirrar framtíðar þegar Guð verð- ur allt í öllu. Þangað ætti kirkjan öðru fremur að stefna ef hún vill vera samfélag þeirra sem hafa Guð að leiðarljósi. Á fyrstu öldum kristninnar leit kirkjan á sig sem hóp manna og kvenna á himni og jörð, lifandi og látinna er væri á leiðinni til framtíðarinnar þegar Guð yrði allt í öllu. Þegar tímar liðu gleymdist þessi framtíðarsýn. Kirkjan hætti að vera fijálst sam- félag en breyttist í stað þess í ríkiskirkju. Hún þróaðist þannig yfir í að verða embættismanna- stofnun er í raun hélt um völdin í þjóðfélaginu. Embættismennirn- ir tóku völdin í kirkjunni, þar með breyttust áherslurnar. Embættis- mennirnir töldu sig hafa vald yfir aðgangi samboragar ainna að ei- lífðinni og í krafti þeirra valda kúguðu þeir háa sem lága. Smátt og smátt fóru menn að líta s^vo á að lífið væri einskis virði í sjálfu sér, að það væri aðeins biðsalur eilífðarinnar. Lífið nýttist þá til þess eins að vinna sér inn punkta fyrir eilífðardvölina, punkta sem meðal annars fengust með því að lúta embættismönnum kirkjunn- ar. Þessi tvö andlit kirkjunnar, andlitið sem Guð ætlar henni að bera og gríman er menn svo oft hafa bundið á hana, hafa síðan tekist á í ýmsum myndum í gegn- um aldirnar og yrði allt of langt mál að telja upp alla þá baráttu- sögu hér. Enda óþarfi í sjálfu sér. Hins er nær að spyija í ljósi alls þessa: Hvernig getur kirkjan brú- að bilið milli þess sem Guð ætlar henni að vera og þess sem menn- irnir af klaufaskap sínum gera úr henni? Ætli svarið sé ekki fólg- ið í loforði Jesú Krists, í samn- ingnum, sáttmálanum, sem hann gerði við kirkjuna sína forðum. Hann lofaði því að vera nálægur, sameinast fólki sínu sérstaklega þegar það kemur saman til þess að framkvæma vilja hans. Þannig verður kirkjan sönn kirkja Krists þegar hún reynir að vera til stað- ar þar sem hann segist ætla að mæta henni. Hvar var nú það? Jú, kirkjan er sannarlega kirkja Jesú Krists þegar hún tilbiður hann. Þegar þau sem tilheyra samfélaginu lúta honum í bæn, þá er hann mitt á meðal þeirra og leiðir þau. Þegar kirkjan þann- ig leggur til hliðar deilur og mann- alæti, þá er Jesús Kristur nærri. En hvergi komnumst við nær Jesú Kristi en í þjónustunni við náunga okkar. Jesús hefur ekki aðeins heitið að vera nálægur honum, sérstaklega þegar illa stendur á. í hinum þjáða ER Jesús Kristur, þar mætum við honum auglitis til auglitis. í þjónustunni við hinn þjáða hetur kirkjan endanlegar kastað grímunni er menn hafa smíðað henni og leyft guðssynin- um að stjórna sér milliliðalaust. Takmark alls starfs kirkjunnar er sú stund í framtíðinni þegar Guð verður allt í öllu og afmáir myrkrið í veröldinni. Til þeirrar stundar stefnir kirkjan. Það gerir hún best með því að bera hina daglegu atburði hvers tíma saman við hið komandi ríki Guðs og benda samtímamönnum sínum á það sem miður fer í ljósi þess. Þannig verður kirkjan stöðug áminning þeirra er með völdin fara í þjóðfélaginu hverju sinni. Hún á að benda á óréttinn þegar svipa hans dynur. Hún á að kreij- ast réttarins, frelsisins, náunga- kærleikans og jafnaðarins. Hún á að bera hönd fyrir höfuð lítil- magnans, þó að það kosti hana óvinsældir stjórnvalda, jafnvel of- sóknir, eins og oft hefur viljað brenna við. Hún á að vera eins og herfylki Guðs í heiminum er berst fyrir betri og bættari fram- tíð veraldarinnar. Sú barátta mun enda með sigri kirkjunnar, því lið- ið er á nóttina og dagurinn er í nánd þegar Guð endanlega afmá- ir hið illa. IlöCundur er fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar á Austurlandi. KRISTNIÁ KROSSCÖTUM eftir Þórhall Heimisson VEÐURHORFUR í DAG, 23. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Um 800 km austan af Langanesi er 960 mb lægð á leið norðaustur en á vestanverðu Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 975 mb lægð. HORFUR í DAG: Sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi. Él um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustan lands. Vægt frost víðast hvar. HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg suðvestan átt um mest allt land. Éljagangur um allt sunn- an og vestanvert landið en lengst af léttskýjað norðaustan til. Frost á bilinu 2 til 8 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Vaxandi austan og suðaustan átt. Snjókoma eða slydda um mest allt land, einkum suðaustan til. Hlýnandi veður. Svarsími Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staöur hiti veður Staður hiti vedur Akureyri -s-1 alskýjað Glasgow 7 rigning Reykjavík h-2 snjóél/síð.klst. Hamþorg 3 þokumóða Bergen 5 rigning London 2 alskýjað Helsinki -Í1 snjókoma Los Angeles 15 skýjað Kaupmannahöfn 1 þokumóða Lúxemborg 5-1 þokumóða Narssarssuaq -í-15 heiðskírt Madríd 54 heiðskírt Nuuk h-25 þokumóða Malaga 11 skýjað Osló 5-2 skýjað Mallorca 5-2 léttskýjað Stokkhólmur 5-4 þoka Montreal 5-12 skýjað Þórshöfn 7 skúr á síð.klst. NewYork Oriando París Madeira Róm Vin Washington Winnipeg 2 19 5-2 12 2 5-2 5 517 skýjað alskýjað léttskýjað skúr heiðskírt snjókoma heiðskirt alskýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Feneyjar Frankfurt 10 hálfskýjað 5-2 þoka á sið.klst. 0 þokumóða 3 alskýjað 1 alskýjað 0 þokumóða 4 skýjað o Heiðskírt / / / ' ' ' ' Rigning / / / V Skúrír 4 Lóttskýjað * / * V. # Hálfskýjcð ' * r * Slydda y * / V Slydduól m Skýjað # # * * * * * Snjókoma * * # V Él H Alskýjað 5 , 5 Súld oo Mistur r Noröan, 4 vindttig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. Vindstefna 10° Hhastig: 10 gréður á Celsíus = Þoka = Þokumóða Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavik dagana 21. lebrúar til 27. febrúar, að báðum dögum meötöldum, er i Borgar Apóteki, Álftamýri 1-5. Auk þess er Reykjavikur Apótek, Austuratræti, opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og Kópavog i Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur við Barónsstig fré kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. i s. 21230. Lögreglan í Reykjavík: Neyðarsimar 11166 og 000. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátiðir. Símsvari 681041. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í simsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Alnæmi: Læknir eða hjúkrunarfræðingur veitir upplýsingar ó miövikud. kl. 18-19 i s. 91-622280. Ekki þarf að gefa upp nafn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann styðja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra i s. 28586. Mótefnamælingar vegna HIV smits fást að kostnaðarlausu i Húð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18 kl. 9-11.30, á rannsóknarstofu Borgarspitalans, virka daga kl. 8-10, á göngudeild Lands- pitalans kl. 8-15 virka daga, á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag- mælsku gætt. Samtökin '78: Upplýsingar og róðgjöf í s. 91-28539 mónudags- og fimmtudagskvöld kl. 20-23. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafa viðtalstima á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfólagsins Skógarhliö 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Mosfells Apótek: Opið virka daga 9-18.30. Laugard. 9-12. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabæn Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apótekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardögum kl. 10-14. Apótek Norður- bæjar: Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu i s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opiö kl. 9-19 mánudag til föstudag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, simþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um læknavakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppf. um læknavakt 2358. - Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga kl. 10-13. Sunnudagakl. 13-14. Heimsóknartimi Sjúkrahússins kl. 15.30-16ogkl. 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Neyðarathvarf opið allan sólarhringinn, ætlað börn- um og unglingum að 18 ára aldri sem ekki eiga í önnur hús að venda. Opið allan sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622. Sfmaþjónusta Rauðakrosshússins. Ráðgjafar- og upplýsingarsimi ætlaður börnum og unglingum að 20 ára aldri. Ekki þarf að gefa upp nafn. Opiö allan sólarhringinn. S: 91-622266, Grænt númer: 99-6622. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla 5, opió kl. 12-15 þriöjudaga og laugardaga kl. 11-16. S. 812833. G-samtökin, landssamb. fólks um greiðsluerfiðleika og gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópa- vogi, opið 10-14 virka daga, s. 642984, (simsvari). Foreldrasamtökin Vimulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir ioreldrum og foreldrafél. upplýsingar: Mánud. 13-16, þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfengis- og fikniefnaneytendur. Göngudeild Landspítalans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrun- arfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9—10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi i heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Stígamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miðstöð fyrir konur og börn, sem oröið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Virka daga kl. 9-19. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Pósth. 8687 128 Rvik. Simsvari allan sólar- hringinn. S. 676020. Lifsvon - landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspellum. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrif st. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Simi 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðumúla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5 (Tryggvagötumegin). Mánud.- föstud. kl. 9-12. Laugardaga kl. 10-12, s. 19282. AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. Fundir Tjarnargötu 20 á fimmtud. kl. 20. i Bústaðakirkju sunnud. kl. 11. Unglingaheimili rikisins, aðstoð við unglinga og foreldra þeirra, s. 689270 / 31700. Vinalína Rauða krossins, s. 616464 og grænt númer 99-6464, er ætluð fullorönum, sem telja sig þurfa að tjá sig. Svarað kl. 20-23 öll kvöld. Skautar/skiði. Uppl. um opnunartima skautasvellsins Laugardag, um skiðabrekku i Breiöholti og troðnar göngubrautir i Rvik s. 685533. Uppl. um skiöalyftur Bláfjöll- um/Skálafelli s. 801111. Upplý8ingamiðstöð ferðamála Bankastr. 2: Opin vetrarmán. mán./föst. kl. 10.00- 16.00, laugard. kl. 10.00-14.00. Fréttasendingar Rikisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju: Útvarpað er óstefnuvirkt allan sólarhringinn á 3295,6100 og 9265 kHz. Hádegisfréttum er útvarp- að til Noröurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15790 og 13830 kHz. og kvöldfréttum. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855 kHz. Til Kanada og Bandarikjanna: Daglega: kl. 14.10-14,40 á 15770 og 13855 kHz. Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35-20.10 á 15770 og 13855 kHz. kvöldfróttir. Daglega kl. 23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardög- um og sunnudögum er lesið f réttayfirlit liöinnar viku. Ísl. tfmi, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspitalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiriksgötu: Heimsóknartimar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatimi kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hótúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Geðdeild Vifilstaðadeild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Landa- kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. - Ðorgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnar- búðir. Alla daga kl. 14-17. - Hvitabandið, hjúkrunardeild og Skjóf hjúkrunarheimili. Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 - Laugardaga og sunnudag3 kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkun Alla daga kkl. 15.30-16.00. - Klepps- spítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspitali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefs- sprtali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili i Kópa- vogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishér- aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30- 19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrf - sjúkra- húsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusimi frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hitaveitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami simi á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. - föstud. kl. 9-19 og laugar- daga kl. 9-12. Handritasalur mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Útlánssal- ur (vegna heimlóna) mánud.-föstud. kl. 9-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar i aðalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavikur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbóka- safnið i Gerðubergi 3-5, s. 79122 Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: ménud. - fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriöjud. - föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomu- staðir viðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið i Gerðubergi fimmtud. kl. 14c15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Leiðsögn um safnið laugardaga kl. 14. Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18. Árnagarðun Handritasýning til 1. sept., alla virka daga kl. 14-16. Ásmundarsafn i Sigtúni: Opið alla daga 10-16. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.-föstud. kl. 13-19. Nonnahús alladaga 14-16.30. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýningarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sumarsýning á islenskum verkum i eigu safnsins. Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavikur við rafstöðina við Elliðaár. Opið sunnud. 14-16. Safn Ásgrims Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðvikudaga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. Kjarvalsstaðin Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga miili kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl. 13.30-16. Á öðrum timum eftir samkomulagi. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-fimmtud. kl. 10-21. Föstud. 10-19. Lesstofan opin frá mánud.-föstud. kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðan Opið laugard. og sunnud. kt. 14-18 og eftir samkomu- lagi. S. 54700. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-miðvikud. kl. 15-22, þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19 og föstud. kl. 15-20. ORÐ DAGSINS Reytjavik simi 10000. Akureyri s. 96-21840. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavik: Þessir sundstaðir: Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Breið- holtslaug eru opnir sem hér segir: Mánud. - föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30- 17.30, sunnud. 8.00—17.30. Sundhöll Reykjavikur: Mánud. - föstud. kl. 7.00—19.00. Lokað i laug kl. 13.30-16.10. Opið i böð og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir börn frá kl. 16.50—19.00. Stóra brettið opið frá kl. 17.00-1 >.30. Laugard. kl. 7.30-17.30, sunnud. kl. 8.00—17.30. Garðabær. Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga - föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga - fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helg- ar: 9-15.30. Varmáriaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud. kl. 6.30-8 og 16—21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45-19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16-18.45. Laugar- daga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keflavikur: Opin mánudaga - föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnu- daga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og sunnu- daga kl. 8-16.30. Siminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnu- daga 8-16. Simi 23260. Sundlaug Seltjamamess: Opin mánud. - föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10- 17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.