Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 ÉG HflFÐI ENGIN VðLD TIL AÐ STJÓRNA HANDTÖKUM eftir Ómor Friðriksson. EÐVALD Hinriksson seg’ist vera agndofa yfir þeim ásökunum og fréttaflutningi sem dunið hafi yfir hann á síðustu dögum, en hann sé þó langt í frá bugaður. „Af hverju snúa fréttamenn öllu við og gegn mér? Birta myndir úr bókinni minni af fjöldagröfum en segja ekki að þær eru af fjöldagröfum Rússa, og svo hafa þeir heldur ekki fengið mitt leyfi til að birta neitt úr bókinni. Af hveiju rann- saka þeir ekki hveijir gefa þessar upplýsingar? Af hveiju talaði forseti hæstaréttar í Eistiandi rússnesku í sjónvarpinu? Enginn sann- ur Eistlendingur talar það mál eftir frelsun landsins. Vita þeir ekki að þessi kona í Eistlandi sem var spurð um mig er dóttir Laurist- ins, mannsins sem seldi Eistland í hendur Stalíns?" segir Eðvald þegar blaðamaður hitti hann á heimili hans í Hafnarfirði á föstudag. Frásögn Eðvalds Hinrikssonar aí störfum sínum í PolPol iiaustið 1941 rír dagar voru liðnir frá því að fyrstu fréttir bárust af ásök- unum Wiesenthal-stofnunar- innar um meinta stríðsglæpi Eð- valds. Þar er hann sakaður um voðaverk fyrir hálfri öld, á tímabil- inu frá því að Þjóðverjar hemámu Eistland í júlí 1941 og þar til Eð- vald var fangelsaður af Þjóðveijum í nóvember sama ár. Blaðamaður bað Eðvald að lýsa störfum sínum sem lögreglumaður á þessu tíma- bili og varð hann fúslega við því. Þegar Rússar hernámu Eistland 22. júlí 1940 tóku nýir menn við stjórn í stjórnmálalögreglunni sem Eðvald starfaði við. „Þeir voru gyð- ingar,“ segir Eðvald. „Maður sem kallaði sig Grabbe en hét réttu nafni Hasa Hoff varð yfirmaður lögregl- unnar og skipaði öllum PolPol- mönnum sem enn gengu lausir að skrifa nákvæmlega hveq'ir hefðu verið sendir í fangabúðir og hvers vegna.“ Upphófust þá handtökur starfsmanna stjórnmálalögreglunn- ar eftir sérstakri áætlun Rússa, að sögn Eðvalds. Hann lýsir flótta sínum undan Rússum á þann veg, að hann hafí gripið til þess ráðs að drekka salt- upplausn svo hann yrði fluttur veik- ur á sjúkrahús en þaðan tókst hon- um að sleppa óáreittur. Hann flýði frá Tallin og tók síðan þátt í að skipuleggja andspyrnuhreyfingu bænda sem barðist gegn Rússum í skógum Eistlands. Þjóðveijar hertóku suðurhluta Eistlands 4. júlí 1941. „Rússar höfðu drepið alla félaga mína og íjölskyldur margra þeirra höfðu verið sendar í útlegð til Síberíu. Þegar ég kom til Tallin var það fyrsta sem ég hóf að gera að afla upplýsinga um hversu margir væru enn á Iífí af fyrrverandi átarfsmönn- um PolPol (stjórnmálalögreglu Eist- lands). Það kom í ljós að það var enginn eftir á lífi. I fyrstu hafði ég verið í Vunnú í Tartú-héraði í verndarlögreglunni en hélt til Tallín til minna fyrri starfa. Nú var allt breytt og ég hóf störf í fangelsisbyggingu. Rússar höfðu byggt sérstaka álmu við fangelsi þar sem voru eingöngu skrifstofur sem KGB hafði haft til afnota og þar fóru yfírheyrslur fram. Miklar kommúnistahandtökur voru gerðar og áii þess að þeir sem þeim stjórnuðu hefðu haldið neinar skrár yfir hina handteknu. Við fengum það verkefni að skrá hveij- ir hefðu verið handteknir og fyrir hvaða sakir,“ segir Eðvald. Hann segist hafa verið yfírmaður í sérstakri upplýsingadeild en yfir henni starfað rannsóknastofnun. Þá hafí starfað sérstök deild starfs- manna sem öfluðu upplýsinga og framkvæmdu handtökur en Eðvald kveðst á þessum tíma aðeins hafa annast skráningu þeirra auk þess I - ÆVIFERILL EÐVALDS HINRIKSSONAR EÐVALD Hinriksson [Evald Mikson] sem Simon Wiesenthal- stofnunin í ísrael sakar um þátt- | töku í stríðsglæpum í Eistlandi j í síðari heimsstyijöldinni fædd- ist í Tartú í Eistlandi 29. júní árið 1911. Hann var íþrótta- stjarna í heimalandi sínu og var foringi í stjórnmálalögreglu ' lands síns þegar Rússar herná- mu Eistland í upphafi stríðsins. Hann varð þá að fara huldu höfði og barðist með andspyrnu- hreyfingu gegn hernámsliði Rússa en snéri aftur til Tallin þegar Þjóðverjar höfðu hernum- ið landið í júlí 1941. Hann var settur í fangabúðir Þjóðveija í nóvember en tókst að flýja til Svfþjóðar þar sem réttað var í máli hans og stóð til að fram- selja hann til Sovétríkjanna. Honum tókst að komast undan til íslands þar sem hann hefur búið siðan i árslok 1946. Eðvald hefuriýst reynslu sinni í ævisög- unni Úr eldinum til íslands sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1988. Híu ára gamall byijaði Eðvald að æfa íþróttir og á sínum tíma var hann í þremur landsliðum Eistlands, í knattspymu, íshokkí og körfubolta. Nítján ára gamall var hann sendur í herþjónustu í hálft annað ár en að henni lokinn helgaði hann sig íþrótt- unum og gekk auk þess í lögreglu- skóla í Tallin, höfuðborg Eistlands. I lífverði forseta í ævisögu sinni lýsir Eðvatd því að árið 1935 hafí hann fyrst tekið þátt í handtökum samsæris- og und- irróðursmanna sem ógnuðu lýðveld- inu. Hann starfaði um tíma í lífverði forsetans, Konstantíns Pats en hóf síðan störf í Tallindeild stjórnmála- lögreglu landsins, PolPol. Hlutverk hennar var að fylgjast með allri póli- tískri neðanjarðarstarfsemi í landinu og handtaka njósnara kommúnista. Þegar Rauði herinn hertók Eystrasaltsríkin var mynduð lepp- stjóm Sovétríkjanna í Eistlandi 21. júní 1940. Á því ári sem Sovétmenn stjórnuðu landinu eða þar til Þjóð- veijar hertóku Eystrasaltsríkin var flöldi eistneskra ráðamanna og ’ starfsmanna lögreglu og hers myrtir eða sendir í fangabúðir. Eðvald tókst að flýja undan sovéska hemum frá Tallin en tók þátt í baráttu and- spymuhreyfingarinnar í Eistlandi gegn sovétmönnum. Hann hóf störf í stjórnmálalögreglunni að nýju eftir að Þjóðveijar höfðu hemumið Eist- land sumarið 1941. Lýsing Eðvalds á gyðingaofsóknum Wiesenthal-stofnunin hefur ásak- að Eðvald fyrir að hafa tekið þátt í aftökum gyðinga í útrýmingarher- ferð Þjóðveija. Eðvald fjallar nokkuð um gyðingaofsóknir á þessum tíma í bók sinni og lýsir því, að haustið 1941 hafi farið að berast fréttir af gyðingaofsóknum Þjóðverja. „Við höfðum að sjálfsögðu heyrt að gyð- ingum væri haldið í sérstökum vinnubúðum og ghettóum í Þýska- landi og hernumdum löndum Þjóð- veija, en hið raunverulega markmið sem fólst í „Lokalausn" Hitlers var of grimmúðlegt til þess að nokkur heilbrigður maður tæki það alvar- lega. Hvað sem því leið höfðu verið framin fjöldamorð á Gyðingum í landi okkar, bæði í Tartú og Pamu, og die Einsatzgruppen notuðu meira að segja sérstakt dulnefni um fram- kvæmdirnar - Cottbus,“ segir Eðvald í bók sinni. Hann rekur einnig nokkur dæmi um tilraunir sínar að hjálpa nokkrum gyðingum við- að flýja land undan ofsóknum Þjóðveija og segist hafa reynt að vara gyðinga í Tallin við hættunni og fínna flóttaleiðir. Eðvald var handtekinn af þýsku öryggislögreglunni 25. nóvember 1941 fyrir andstöðu gegn Þjóðveij- um og fyrir að hafa neitað að ganga í leyniþjónustu Þjóðveija að því er fram kemur í bók hans og blaðavið- tölum. Sat hann í fangabúðum í 18 mánuði. Honum tókst að flýja til Svíþjóðar í bát ásamt öðrum flótta- mönnum árið 1944 þegar Rauði her- inn hélt aftur inn í Eistland. í bók sinni segir Eðvald að sænska öryggislögreglan hafí yfirheyrt sig við komuna til Svíþjóðar til að kanna hver tengsl hans hefðu verið við þýsku hemámsstjómina. Hann var svo fluttur í einangrunarbúðir ásamt fleiri eistneskum útlögum. Vom margir þeirra framseldir til Sovét- ríkjanna og segir Eðvald að Rússar hafi lagt kapp á að fá sig framseld- an þar sem hann vissi of mikið. Eðvald sótti um landvistarleyfi í Svíþjóð og hófust þá vitnaleiðslur í máli hans. Hefur Eðvald lýst því svo í viðtali við Morgunblaðið að í Sví- þjóð hafi kommúnistar reynt að klekkja á sér og að í réttarhöldunum hafí 30 Eistlendingar verið leiddir fram sem vitni. Hafí 27 þeirra borið að hann væri saklaus af ásökunum sem hann sætti en þrír sagst hafa heyrt talað um að hann væri sekur. Var hann loks hreinsaður af ákæmn- um að eigin sögn. Niðurstöður rann- sóknarinnar voru sendar til dóms- málaráðuneytisins. Eðvald hafði hug á að komast til Venesúela og komst um borð í gamalt skip , Rositu, sem strandaði í Innri-Njarðvíkurhöfn á leið sinni vestur um haf. Eðvald komst í land og hefur búið á íslandi síðan. Hann varð íslenskur ríkis- borgari árið 1955. Ásakaður í bók Ants Saars Árið 1961 hófu Sovétmenn réttar- höld í Tallin í Eistlandi yfir mönnum- sem vom taldir hafa framið glæpi í síðari heimsstyijöldinni. í kjölfar þeirra birti Þjóðviljinn grein eftir Áma Bergmann þar sem vitnað var til bókar eftir Ants Saar, „Grímu- lausir morðingjar," en í henni var Eðvald Hinriksson sakaður um stríðsglæpi í þjónustu Þjóðveija í Eistlandi í stríðinu. Eðvald segir í ævisögu sinni að Saars hafi nafn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.