Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
17
að kanna afdrif fólks sem hafði
verið sent til Rússlands eða hafði
horfið sporlaust undir ógnarstjórn
Rauða hersins.
Í æviminningum sínum lýsir Eð-
vald þessu tímabili svo: „Næstu
daga kom í ljós að starf okkar var
nú takmarkað við að yfírheyra
menn sem lágu undir grun um póli-
tíska glæpastarfsemi og síðan
skyldum við gera skýrslur um nið-
urstöðurnar fyrir deild saksóknara.
Rannsóknir og handtökur voru í
höndum annarrar stofnunar. Ég var
settur yfír svokallaða „leitardeild“
og helsta starf mitt var að rann-
saka útrýmingu Sovétmanna á fyrr-
verandi vinnufélögum mínum hjá
PolPol.
Ég var látinn starfa þarna vegna
þess að ég var sá eini sem enn var
á lífí af þeim sem höfðu starfað hjá
PolPol fyrir hernám Rússa. Ég vann
þarna alla daga og þurfti meira að
segja að sofa á skrifstofunni í tæp-
an mánuð. Ég hafði engin völd til
að stjórna handtökum. Það var
rannsóknastofnunin sem gaf fyrir-
mæli um hveija átti að handtaka
en við urðum að fylla út skýrslur
um þá sem voru handteknir og ég
þurfti því að undirrita þær. Ég sá
aldrei hverjir þetta voru sem voru
handteknir,“ segir hann við Morg-
unblaðið.
- Þú starfaðir þá aldrei í þýsku
öryggislögreglunni?
„Nei, aldrei og Þjóðverjar hand-
tóku mig svo 25. nóvember 1941
en þýska öryggislögreglan yfirtók
ekki stjórnmálalögregiu Eistlands
fyrr en 16. desember og þá sat ég
í einangrunarklefa,“ segir hann.
Eðvald segist aðeins einu sinni
hafa stjórnað handtöku á méðan á
hernámi Þjóðverja stóð. „Það bárust
upplýsingar um KGB-foringja sem
hélt uppi sambandi við eistneska
kommúnista. Þá fór ég sjáifur
vegna þess að það voru nær ein-
göngu unglingar og byrjendur sem
störfuðu við handtökur. Þetta vai-'
talinn hættulegur maður en hann
sýndi enga mótspyrnu. Ég vissi
aldrei hvað varð um hann.
Það voru líka nasistar í Eistlandi
sem hófu strax samvinnu við Þjóð-
verja eftir hemámið. Nasisminn var
sjúkdómur sem breiddist yfír alia
Évrópu,“ segir hann.
Eðvald segir að deildin sem hann
starfaði við hafi ekki verið í neinum
beinum samskiptum við þýska
hernámsliðið en upplýsingar sem
safnað var hafi verið sendar til tjóð-
verja. Hann hafi ekki haft nein
bein samskipti við þá.
Aðspurður segist hann ekki
þekkja nöfn þess fólks sem Wies-
enthal-stofnunin ásakar hann nú
um að hafa látið taka af lífí og vís-
ar þessu algerlega frá sér enda
hafí hann mátt svara þessum ásök-
unum í flestum fjölmiðlum landsins
á undanfömum dögum.
^Hann segist aðeins hafa yfír-
heyrt einn mann á þessum tíma,
eistneska kommúnistaleiðfogann
Karl Sare, vegna þess að hann
þekkti hann frá fyrri tíð. Áður en
Sáre var handtekinn hafði hann
starfað í neðanjarðarhreyfingu í
Vunnú, sem barðist gegn Ejóðverj-
um. Hann var handtekinn af nokkr-
um mönnum úr heimavamarliðinu
og fluttur til aðalfangelsisins en
Þjóðverjar kröfðust þess að fá hann
framseldan. Eðvald segir að Sare
hafí veitt miklar upplýsingar um
kommúnista í Eistlandi en hann
heldur því einnig fram að hann
hafi sjálfur verið handtekinn af
Þjóðveijum fyrir að koma* í veg
fyrir að Þjóðverjar fengju að yfir-
heyra Sare- béint.
„Sare viliti ekki á sér heimildir
heldur sagðist vera kommúnisti og
að hann vildi vera kommúnisti,"
segir Eðvald.
I ásökunum gegn Eðvald er því
haldið fram að hann hafí verið
handtekinn fyrir þátttöku í ránum
á eignum gyðinga sem handteknir
voru á þessum tíma. Hann harðneit-
ar þessu þegar þetta er borið undir
hann og kveðst auk þess hafa verið
hvítþveginn af þessum ásökunum í
réttarhöldum í Svíþjóð 1946. Hann
segir að Þjóðverjar hafí aldrei fyrir-
gefið sér að hafa komið upp um
byltingaráform þeirra árið 1935.
Handtaka Eðvalds fór fram 25.
nóvember og var hann látinn sæta
vist í einangrunarklefa í heilt ár.
„I fangabúðunum var ég í einangr-
un og hafði ekkert að lesa. Beið
bara,“ segir hann.
Eðvald losnaði úr fangelsi í sept-
ember 1943 og starfaði um tíma í
gagnnjósnadeildinni í Tallin. „Þegar
Rússar komu aftur í september
1944 tókst mér svo að flýja til Sví-
þjóðar,“ segir hann.
„Hveijum dettur í hug að ég
hafi_ haldið mig í felum í öli þessi
ár. Ég hef aldrei leynt fortíð minni.
Ég hef íslenskt ríkisfang og ber
íslenskt nafn samkvæmt lögum og
hef látið heyra mikið í mér opinber-
lega um atburðina í heimalandi
mínu. Hveijum dettur í hug að
stríðsglæpamaður í felum fari að
skrifa bók um sjálfan sig?“ segir
hann.
Einar Sanden, rithöfundurinn
sem annaðist ævisöguritun Eðvalds,
vinnur nú að endurritun bókarinnar
í enskri útgáfu með viðbótarköflum
þar sem fram kemur mikið af upp-
lýsingum um þetta tímabil sem ekki
hafa birst áður að sögn Eðvalds.
Laxveiði í sjó í Hvalfirði:
Kemur verst niður á hafbeit-
arstöðvunum og Laxá í Kjós
LOKIÐ er aflestri af merkjum þeim sem fundust eða var skilað
úr netaafla jarðanna Kirkjubóls og Kúludalsár við mynni Hval-
fjarðar á síðasta sumri. Laxveiði í þessar lagnir var ekki teljandi
á árum áður, en hefur aukist mjög síðustu árin. Síðasta sumar
var aflinn svo mikill að sérstaklega vel var eftir því tekið, ekki
síst þar sem laxgengd og veiði i ám og hafbeitarstövum var held-
ur i lakari kantinum.
Hafbeitarstöðvar og landeig-
endur og leigutakar Laxár í Kjós
hafa hinsvegar mérkt mikið magn
af seiðum og hinir síðarnefndu
kostuðu fiskifræðing til þess verk-
efnis að safna saman og lesa úr
merkjum þeim sem til næðist.
Opinberar aflatöiur lagnanna á
síðasta sumri voru 3.200 laxar.
Sigurður Már Einarsson fiski-
fræðingur var fenginn til þessa
starfa. Tröllasögur gengu um hlut
Laxár í Kjós í hinni miklu sjávar-
veiði sem um ræðir. Talað var um
að Laxá ætti ef til vill 1.000 laxa
úr aflanum, jafnvel meira. í ljós
kom, að þótt Laxá eigi dijúgt í
veiðinni voru ofangreindar tölur
töluvert orðum auknar. En lítum
á það helstu úr niðurstöðum Sig-
urðar Más.
Tíu hafbeitarstöðvar og lax-
veiðiár reyndust eiga hlutdeild í
aflanum, en mjög mismikla. Um
100% skil á merkjum eru talin
hafa verið frá Kirkjubóli, en að-
eins um 30% frá Kúludalsá. Af
100% skilum frá Kirkjubóli reynd-
ust 68% merkja vera frá Kolla-
firði, 11% frá Vogalaxi, 8% úr
Hraunsfirði, 5% úr Lárósi og Laxá
í Kjós og 1% úr Kiðafellsá, Langá
og Miðfjarðará. 30% skilin frá
Kúludalsá eru nefnd lágmarks-
skil, en af þeim reyndust 66%
merkja vera frá Kollafirði, 28,9%
frá Laxá í Kjós, 5,3% frá Voga-
laxi, 2,6% frá Vatnsdalsá og Dyr-
hólaósi. Lítilli sögu má við þetta
bæta um einstakling sem var
staddur í reykhúsi í vetur og þar
voru nokkrir laxar frá Kúludalsá
í kassa fyrir innan borðið. Maður
þessi fór að róta í laxahrúgunni
og hirti á skömmum tíma 7 merki
og var lesið sérstaklega úr þeim.
5 voru frá Kollafirði og tvö úr
Laxá í Kjós.
Hafbeitarstöðvarnar fjórar,
Vogalax, Kollafjörður, Lárós og
Hraunsfjörður reyndust eiga alls
1.145 laxa sem er ekki lítill hluti
af 3.200 laxa heildarveiði. Kirkju-
bólslagnirnar skiluðu merkjum af
400 löxum úr Kollafírði, 294 löx-
um frá Vogalaxi, 170 löxum úr
Lárósi og 77 löxum frá Hrauns-
fírði. Enginn merktur lax frá haf-
beitarstöðvunum á Snæfellsnesi
skilaði sér frá Kúludalsá. 173
merki frá Kollafírði og 31 merki
frá Vogalaxi komu þar hins vegar
fram.
Merktir laxar úr sleppingu tæp-
lega 30.000 gönguseiða við ósa
Laxár í Kjós sumarið 1990 reynd-
ust vera 40 talsins, en minnt er
á léleg skii á merkjum frá Kúlu-
dalsá sem þó skilaði megninu af
merkjunum. Með því að nota þær
tölur og staðreyndir sem fyrir
voru freistaði Sigurður Már þess
að áætla hve hlutur Laxár í Kjós
í veiðinni væri stór með því að
reikna út hve líklegt væri að
margir villtir laxar úr Laxá hefðu
veiðst. Niðurstaðan var 167 laxar
úr Kúludalsárlögnunum og 24 úr
Kirkjubólslögnunum, eða alls 191
lax. Samtals gerir það 231 lax
sem er 7% af heildarveiðinni og
náðust þó ekki um 70% merkjanna
frá Kúludalsá.
Þess má geta, að unnið er að
því að sjávarlagnir þessar verði
keyptar upp og með hliðsjón af
því skipta athuganir fiskifræð-
ingsins ekki litlu máli, því þær
sýna hveijir raunverulegir hags-
munaaðilar eru. Síðast er til
spurðist var fremur ólíklegt að
samkomulag næðist svo tíman-
iega að netin yrðu tekin upp fyrir
komandi vertíð. Engu að síður er
það haft fyrir satt að viðkomandi
netamenn séu síður en svo frá-
bitnir samkomulagi. Fordæmið og
fyrirkomulagið í Borgarfirði hefur
komið vel út, laxgengd stóreykst
og netamenn fá gott verð fyrir
laxinn óveiddan. Jafn vel betra
verð heldur en ef þeir hefðu veitt
hann og selt.
Sjónvarpsmynd eftir sögu
Davíðs Oddssonar tilbúin
UPPTÖKUM og frágangi á sjónvarpsmyndinni „Allt gott“ eftir
Davíð Oddsson lauk í janúar og hefur myndin verið afhent Sjón-
varpinu þar sem hún bíður sýningar. Framleiðandi myndarinnar
er kvikmyndafyrirtækið FILM og er myndin framleidd fyrir RUV.
Frá þessu segir i frétt frá kvikmyndafyrirtækinu.
„Allt gott“ gerist á þeim tímum
þegar eplalyktin var ilmur jólanna
og á íslandi ríktu höft í innflutn-
ingi ávaxta og munaðai-vöru frá
útlöndum. Sögusviðið er lítið þorp
úti á landi. Sagan segir frá tveim
7 ára strákum og ráðabruggi
þeirra til að höndla þau verðmæti
er þá þóttu toppurinn á tilver-
unni.“ Myndin er 34 mín.
Með helstu hlutverk fara: Ragn-
ar Nikulásson, Guðlaugur Hrafn
Ólafsson, Hólmfríður Þórhallsdótt-
ir, Már Magnússon, Theódór Kr.
Þórðarson, Jón Tryggvason og
Þórunn Pálsdóttir. Handrit er eftir
Davíð Oddsson, leikstjóri er Hrafn
Gunnlaugsson, stjórn kvikmynda-
töku Ari Kristinsson, leikmynd og
búningar eru eftir Karl Júlíusson
og framkvæmdastjóri er Kristján
Þórður Hrafnsson.
Eðvald Hinriksson um borð í Rositu, skipinu sem flutti hann til ís-
iands. Myndin er úr bókinni „Úr eldinum til íslands,“ sem Almenna
bókafélagið gaf út 1988.
Islenskur staðall fyrir
öruggt umhverfi barna
greint 18 manns sem hann hafi
handtekið í Tartú eftir að sovétmenn
höfðu verið reknir burt af svæðinu.
„Það er alveg rétt en við tókum hins
vegar aldrei neinn af lífí þrátt fyrir
að sumir manna okkar væru nokkuð
byssuglaðir eins og búast mátti við
væri ástandið haft í huga,“ segir
Eðvald í bókinni.
Hann bar af sér allar ásakanir í
viðtali sein birtist í Morgunblaðinu.
Opnaði nuddstofu
Árið 1949 kvæntist Eðvald Hin-
riksson íslenskri konu, Sígríði
Bjarnadóttur, sem nú er látin. Eign-
uðust þau þijú börn, Önnu Eðvalds-
dóttur og knattspyrnumennina víð-
kunnu Atla og Jóhannes. Eðvald
starfaði um nokkurra ára skeið í
fyrirtækinu Föt hf. og 1962 opnaði
hann nudd- og gufubaðstofu í
Reykjavík. Var hann vel þekktur
sem nuddari, sérstaklega meðal
íþróttamanna. Hann býr nú í íbúð í
húsnæði aldraðra við Hjallabraut 33
í Hafnarfírði.
EINN þátturinn í verkefm Slysa-
varnafélags Islands, sem gengur
undir nafninu „Vörn fyrir börn“,
er samstarf við bæjairfélög um
nákvæma úttekt á opnum svæðum
og stofnunum í þeim tilgangi að
fjarlægja slysagildrur. Þannig
hafa tekist samningar við Kefla-
víkur- og Njarðvíkurbæ um verk-
efnið „Gerum bæinn betri fyrir
börnin".
Frá þessu segir í frétt frá SVFÍ.
Þar segir ennfremur: „Meginmarkm-
ið þessara samninga er að útbúa
íslenskan staðal öðrum bæjar- og
sveitarfélögum til afnota við slysa-
varnir barna. Einnig að auka öryggi
barna með því að fækka slysagild-
rum í umhverfinu, heima og heiman,
gera foreldra og aðra meðvitaðri og
gagnrýnni á umhverfi barna með
fræðslu og að sameina faghópa og
áhugafólk til þátttöku í verkefninu.
Að hluta til er fyrirmyndin að
þessu verkefni fengin frá Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni (WHO),
en vinnan mótuð í samræmi við ís-
lenskar aðstæður. Nú eru að hefja
störf vinnuhópar í Keflavík og Njarð-
vík, og munu þeir einkum beina at-
hygli að skólamannvirkjum, sund-
laugum, íþróttahúsum, höfnum, ný-
byggingum, leikskólum, opnum leik-
svæðum barna, vinnusvæðum, verk-
smiðjum, umferðinni og heimilum.
Þessir hópar gera fyrst vettvangs-
könnun, skrá slysagildrur og gera
síðan tillögur til sérstakra fulltrúa
„Fundurinn bendir á að fækkun
kennslustunda og fjölgun í bekkjar-
deildum getur ekki leitt til annars
en slakari árangurs nemenda og
aukinnar sérkennsluþarfar innan
skólanna," segir í ályktuninni og er
heitið á foreldra og alla landsmenn
til að snúast til varnar fyrir börnin.
Þá segir ennfremur að íslenskt
þjóðfélag sé nógu ríkt til að halda
uppi óskertu skólastarfí frá því sem
grunnskólalögin sem samþykkt voru
bæjarstjóma um lagfæringar cg
endurbætur. Á grundvelli þeirrar
reynslu, sem fæst í fyrrnefndum
tveimur bæjarfélögum, verður gerð-
ur sérstakur íslenskur staðall, sem
nota má í öllum bæjar- og sveitarfé-
lögum á landinu."
síðastliðið vor gera ráð fyrir, skól-
atíma sem þó er skemmri en tíðkast
meðal menningarþjóða í hinum vest-
ræna heimi.
„Fundurinn telur að börn og ungl-
ingar nútímans þarfnist festu og
öryggis í uppeldi og megi alls ekki
við neinni óvissu og hringli með lög
og reglur um svo mikilvægan þátt
sem er starf uppvaxandi kynslóða í
10 ár af lífi einstaklingsins."
Stjórnendur grunnskóla N-landi eystra:
Fækkun kennslustunda
leiðir til verri árangurs
FUNDUR sljórnenda í grunnskólum Norðurlandsumdæmis eystra sem
haldinn var í síðustu viku hefur mótmælt niðurskurði þeim sem ákveð-
inn hefur verið á kennslumagni til grunnskóla. Þetta kemur fram í
ályktun frá fundinum.