Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
19
framsóknarmaðurinn Pálmi Lofts-
son, kvað það velkomið, en spurði
hvort þetta væru þau einkamál, sem
nefndarmenn mættu ekki hlusta á.
Einar kvað nefndarmönnum velkom-
ið að vera á þessum fundi frystihúsa-
eigendanna.
Einar hafði því næst framsögu
af hálfu þeirra félaganna og lýsti
fyrir fundarmönnum hugmyndum
þeirra Ólafs um félagsstofnun. Hann
benti fundarmönnum á þær hættur
og það öryggisleysi, sem þeir gætu
átt framundan, ef þeir tækju ekki
sjálfir sölu afurða sinna í eigin hend-
ur. í þeirri ræðu hefur hann eflaust
bent á, að þótt menn hefðu hingað
til ekki kunnað illa þeirri opinberu
forsjá, sem menn hefðu mátt hlíta
undir leiðsögn Fiskimálanefndar,
væri nú allt óljóst um framtíð nefnd-
arinnar. Ríkisstjómin hefði einmitt
nýverið skipað nefnd til að gera til-
lögur í því efni. Þá gæti svo farið
að þeim yrði ráðstafað, hver vissi
hvert, jafnvel til annarrar opinberrar
stofnunar, ef þeir hefðu ekki eigin
félagsskap um afurðasöluna.
í annan stað gæti hann hafa bent
á að frystihús á vegum SÍS höfðu
slitið samstarfi við Fiskimálanefnd
um áramótin 1940-41 og síðan feng-
ið löggildingu atvinnumálaráðherra
sem fiskútflytjandi samkvæmt lög-
unum um Fiskimálanefnd frá 1934.
Ef frystihús í einkaeigu ættu áfram
að heyra undir opinbera stofnun,
gætu samkeppnisaðilar notfært sér
þá möguleika sem því fylgdu til að
fylgjast með öllu sem sú opinbera
stofnun gerði í markaðsleit og sölu-
málum, án þess að þurfa sjálfir að
gera opinbera grein fyrir sinni starf-
semi. Sjálfsagt hefur hann einnig
hvatt menn til að horfa fram á við
og undirbúa sig undir aðrar aðstæð-
ur að ófriðnum loknum. Nú gæti
verið lag til að koma á laggirnar
eigin sölustofnun, sem væri tilbúin
til að takast á við erfiðleikana í
markaðs- og sölumálum þegar af-
skiptum ríkisstjóma af þessum mál-
um sleppti eða úr þeim drægi til
stórra muna.
Pálma Loftssyni fannst það ein-
mitt koma úr hörðustu átt, ef menn
nú ætluðu að nota þennan fund til
að vega aftan að nefndinni eftir allt
sem á undan væri gengið með SÍS,
sem farið hefði frá nefndinni með
s'ín frystihús. Pálmi spurði hvort
menn væru óánægðir með störf
nefndarinnar?
Einar Sigurðsson kvað það síður
en svo. Frystihúsaeigendur vissu sig
standa í þakkarskuld við nefndina
fyrir störf hennar og þá uppbygg-
ingu, sem átt hefði sér stað í þessum
iðnaði fyrir hennar forgöngu. En nú
fyndu menn þroskann hjá sjálfum
sér og treystust til að standa á eig-
in fótum.
Sjálfsagt hafa einhveijir fleiri tek-
ið til máls, en menn voru ekkert að
orðlengja um þessa hluti og sam-
þykktu með öllum greiddum atkvæð-
um ályktun um að frystihúsin tækju
sölu afurða sinna og innkaup til
reksturs síns í eigin hendur. Síðan
var kosin bráðabirgðastjórn svo
skipuð: Einar Sigurðsson, Vest-
mannaeyjum, Ólafur Þórðarson,
Siglufírði, Jón Auðunn Jónsson,
ísafirði, Elías Þorsteinsson, Kefla-
vík, Jóhann Fr. Guðmundsson, Seyð-
isfírði.
Þessi ákvörðun um félagsstofnun
birtist í Morgunblaðinu þegar daginn
eftir. Svo einkennilega vill hins veg-
ar til, að þegar kom að félagsstofn-
uninni sjálfri hinn 25. febrúar var
hennar að engu getið í blöðum bæj-
arins, hvort sem þar hefur um ráðið
hógværð frystihúsaeigenda eða
löngun til að starfa í friði að fyrstu
uppbyggingu félagsins.
Nú voru hvergi nærri allir frysti-
húseigendur á þessum fundi og
þurfti strax að kynna hinum málið
og fá þá til að vera með í félaginu.
Bráðabirgðastjórnin fól Ólafi Þórð-
arsyni allar framkvæmdir í þessum
málum og hófst hann handa um að
skrifa frystihúseigendum og ræða
við þá sem til bæjarins komu. Ekki
Brautryðjendur
í fyrstu stjórninni voru meðal annarra þeir Einar Sigurðsson, Ólafur Þórðarson og Elías Þorsteinsson, sem
var fyrsti formaðurinn, og allir áttu þeir eftir að koma mikið við sögu Sölumiðstöðvarinnar.
er vitað til að umrædd bréf hafí
varðveist.
Félagsformið
Eins og áður er sagt fór sjálfur
stofnfundur Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna fram hinn 25. febrúar
1942. Á þessum liðlega tveimur
undirbúningsmánuðum hefur verið í
ýmis hom að líta fyrir bráðabirgða-
stjórnina eða framkvæmdastjóra
hennar, Ólaf Þörðarson frá Lauga-
bóli. Hvers konar félagsskapur átti
þetta að verða: Hlutafélag, einhvers
konar samvinnufélag, eða kom til
greina að gerast aðili að 10' ára
gömlum samtökum saltfískframleið-
enda, SÍF, sem bjó yfir mikilli við-
skiptareynslu og viðskiptasambönd-
um, en hafði takmörkuð verkefni
um þessar mundir, þar sem að mestu
hafði tekið fyrir saltfísksölu til Mið-
jarðarhafslanda sökum ófriðarins?
Einar „ríki“ Sigurðsson er einn
til frásagnar um þær skiptu skoðan-
ir, sem uppi kunna að hafa verið
um þetta efni. Gera má ráð fyrir því
að þá þegar hafí hann látið uppi þá
skoðun, sem hann átti eftir að endur-
taka á fjölda aðalfunda SH:
„Ég barðist fyrir því árum saman
í Sölumiðstöðinni, á meðan ég var
og hét, að breytt yrði um rekstrar-
form og hún gerð að sterku hlutafé-
lagi, sem er félagsform okkar einka-
rekstrarmanna, þannig að Sölumið-
stöðin yrði megnug þess að vera
skjaldborg einkarekstrarins og þá
sérstaklega frystihúsanna, eins og
Sambandið er kaupfélögum sínum
og frystihúsum. En þetta sjónarmið
mitt bergmálaði ekki í hugskotstómi
trúbræðra minna í einkarekstrin-
um.“
Samband íslenskra samvinnufé-
laga er eins og snjóbolti, sem hleður
stöðugt utan á sig. Því liggur ekk-
ert á. Það er eins og kaþólska kirkj-
an. Því var það, að Vilhjálmur Þór
sagði einhveiju sinni við Ólaf Þórðar-
son frá Laugarbóli, þegar þeir ræddu
um Jöklana: „Það er sama hvernig
þið bröltið. Við eignumst þetta allt
fyrr eða síðar." Við vorum þá að
taka á móti nýju skipi."
En þrátt fyrir það rekstrarform,
sem fyrir valinu varð — eða kannski
vegna þess — hefur þvi farið fjarri
að hrakspár Vilhjálms Þórs hafi
ræst. Sölumiðstöðin hefur haldið
sínu striki í hálfa öld og þrátt fyrir
smávægilegar breytingar á upphaf-
legum lögum og samþykktum í átt
að hlutafélagsforminu, hefur þó eng-
inn meirihlutavilji verið fyrir stökk-
breytingum í þá átt.
Einar Sigurðsson gerir líka grein
fyrir öðru sjónarmiði: „Aðrir vildu
fara yfír til SÍF. Það voru sölusam-
tök saltfiskframleiðenda, sem höfðu
nú lítið við að vera, því að saltfisk-
verkun lagðist niður á stríðsárunum.
Meðal þeirra, sem þetta vildu, var
Jón Auðunn Jónsson frá ísafirði.
Hann var þá í stjóm SÍF. Stjómend-
ur SÍF bentu á að þeir hefðu 1,8
milljón króna yfírdrátt í Landsbank-
anum. Það var ekki lítið fé á þeim
tíma.“
Þetta orðalag Einars bendir til
þess að það hafí verið íhugað í al-
vöru að fela SÍF á hendur afurða-
sölu frystihúsanna, enda ekki óeðli-
legt, þar sem langflestir frystihúss-
eigendur höfðu jafnframt með hönd-
um saltfískverkun og vora þegar
félagsmenn í SÍF. Ef til vill hafa
menn gert sér grein fyrir því að freð-
fískur og saltfiskur voru gerólíkar
vörategundir, sem seldar vora á ólík-
um mörkuðum og kröfðust mjög
ólíkrar markaðssetningar og sölu-
starfsemi.
Þá er það þriðji kosturinn og sá
sem fyrir valinu varð. Á það hefur
verið bent að í lögunum frá 1934
um Fiskimálanefnd, þar sem fjallað
er um éinkasölu á fiski séu ákvæði
um að ríkisstjómin skuli gefa fisk-
framleiðendum kost á því að taka
hana í sínar hendur þegar stofnað
verður félag fiskframleiðenda sem
fullnægi öðrum ákvæðum laganna,
sem kveða býsna itarlega á um form
slíkra samtaka. Að bregða frá því
formi hefði því mögulega krafíst
lagabreytinga og jafnvel pólitískra
átaka um málið á Alþingi. Fyrir
menn, sem enn voru minnugir þeirra
pólitísku átaka sem stóðu um setn-
ingu laganna um Fiskimálanefnd á
sínum tíma, hefur ekkert verið fjær
lagi en fara að efna að nýju til átaka
í þessum efnum úr því að friðsam-
legri leiðir vora til.
Hér var því hið gullna tækifæri
gripið og íslendingar höfðu ákveðið
forskot fram yfir keppinautana í
stríðslok með sterku söluskipulagi;
forskot, sem til dæmis Norðmenn
sáröfunduðu okkur af.
Þríeykið
Eins og áður sagði fór því fjarri
að stofnun SH færi fram með lúðra-
þyt og söng. Það er ekki aðeins, að
ekki fínnist f dagblöðum borgarinnar
frétt um stofnfundinn. Ég hef hvergi
getað fundið að hann væri auglýst-
ur. Eftirgrennslan leiðir í ljós, að
dagana 20.- 22. febrúar fer fram
aðalfundur SÍF og þar gefur Elías
Þorsteinsson frá Jökli hf. ekki lengur
kost á sér til stjómarsetu, en hann
var þá og lengi síðar nánast óum-
deildur forystumaður athafnamanna
á Suðurnesjum. Daginn eftir hefst
Fiskiþing. Báða þessa fundi sótti
þorri athafnamanna við sjávarsíð-
una, frystihússeigendur þar á með-
al. Má álykta, að Ólafur Þórðarson
hafi nýtt sér þetta til að kynna
mönnum undirbúning málsins,
stofnsamning og frumvarp að lög-
um, og síðan hóað mönnum saman
til fundar á Hótel íslandi að kvöldi
miðvikudagsins 25. febrúar. Að
minnsta kosti vekur athygli að ein-
ungis 14 eigendur frystihúsa sitja
sjálfan stofnfundinn, en 8 bætast
strax í hópinn einhvern næstu daga.
Eftir fundargerð stofnfundarins að
dæma hafa þessir 14 verið orðnir
þaulkunnugir því um hvað málið
snerist, engar deilur koma upp og
stofnun samtakanna, stofnsamning-
ur og lög eru samþykkt ágreinings-
iaust. Það er sérstaklega athygli-
svert að ákveðið er að hvert frysti-
hús skuli aðeins hafa eitt atkvæði
án tillits til þess hvort það er stórt
eða lítið, og atkvæðamagnið er ekki
miðað við fjármagn eða útflutnings-
verðmæti, eins og raunin var til
dæmis á með SÍF.
Bráðabirgðastjórnin frá í desemb-
er var líka endurkjörin en henni
kosnir varamenn. Eftir stutt fund-
arhlé tilkynnti stjórnin að hún hefði
skipt með sér störfum þannig að
Elías væri formaður og Einar Sig-
urðsson ritari stjórnar. Athygli vek-
ur, að ekki verður séð af fundargerð-
inni að Elías hafí setið fundinn, held-
ur er stofnfundargerðin undirrituð
af meðeiganda hans í hf. Jökli, Þor-
grími St. Eyjólfssyni. Bendir það til
þess, að fyrir fundinn hafí menn
verið búnir að þaulhugsa hvernig
forystu þessara samtaka og fyrir-
tækis yrði best fyrir komið. Og þar
var ekki tjaldað til einnar nætur:
Þríeykið Elías, Einar og Ólafur átti
eftir að sitja í stjórn SH nær óslitið
næstu áratugi og vera Sölumiðstöð-
inni sú kjölfesta, sem ekki haggaðist
í stórsjóum byijunarörðugleika og
sviptivindum breytilegra, alþjóðlegra
viðskiptahátta.
Starfað í kyrrþey
Það var ekkert óðagot á stjórn
SH eftir stofnfundinn. Þegar hinn
15. janúar 1942, mánuði eftir undir-
búningsfundinn í Oddfellow, sam-
þykkir Fiskimálanefnd að leita heim-
ildar ráðherra til að lækka umboðs-
laun af frosnum físki, er hún selur
fyrir frystihúsin, í 1%. Að þessu
fengnu var í rauninni ekkert því til
fyrirstöðu að semja við Fiskimála-
nefnd um að hún sæi áfram um
sölu og útflutning á framleiðsluvör-
um frystihúsanna og seldi þeim
umbúðir og aðrar nauðsynjar árið
1942 eins og áður. Stjórnin gat því
einbeitt sér að öðrum verkefnum. Á
miðju sumri 1942 hafði verið gerður
nýr viðskiptasamningur fyrir 1943.
Um haustið var þessi samningur
orðinn mjög óhagstæður fyrir frysti-
húsin, því að dýrtíðin hafði aukist
mjög á þeim tíma sem liðinn var frá
því hann var gerður. Það helsta, sem
á vannst í þessu efni var, að það
tókst að ná samkomulagi við bresk
og bandarísk stjórnvöld um að þunn-
ildin mættu fylgja þorskflökunum.
Af þessu leiddi að framleiðslurýrn-
unin lækkaði úr 65% í um 58 %, eða
um 7-8 %. Fram að þessu höfðu
ytri umbúðir verið trékassar, en nú
samdist um að nota mætti pappa-
kassa í staðinn, en þeir voru að ajálf-
sögðu miklu ódýrari. Þetta hvort
tveggja var til mikilla hagsbóta fyr-
ir frystihúsin og réð úrslitum um
að þau gátu starfað að framleiðsl-
unni.
Það er svo ekki fyrr en 27. sept-
ember um haustið að fyrir fískimála-
nefnd liggur bréf Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna þess efnis, að SH
hafí ákveðið að taka í sínar hendur
um næstu áramót alla verslun með
umbúðir og aðrar nauðsynjar frysti-
húsa sinna og einnig alla afgreiðslu
í sambandi við útflutningsfram-
leiðslu þeirra. Jafnframt er þess far-
ið á leit að SH fái að yfirtaka allar
fiskumbúðir og aðrar frystivörur, er
nefndin á nú fyrirliggjandi eða kann
að eiga um áramót. Hinn 26. nóvem-
ber 1942 mæta á fundi Fiskimála-
nefndar fulltrúar SH; Huxley Ólafs-
son, Björn G. Björnsson, Kristján
Árnason, Einar Guðfinnsson og Ey-
steinn Bjarnason með þá málaleitan
að nefndin taki að sér skrifstofuhald
og daglegan rekstur Sölumiðstöðv-
arinnar. Er tekið jákvætt í það og
formanni falið að gera uppkast að
samningi, sem svo enn er lagður
fyrir Fiskimálanefnd 10. desember „
og formanni heimilað að undirrita
samkomulagið.
í tvíbýli með Fiskimálanefnd
Hinn 1. janúar 1943 hefst svo
fyrsta starfsár SH í tvíbýli við Fiski-
málanefnd í húsi Björns Kristjáns-
sonar á Vesturgötu 5. Til bráða-
birgða samdist svo um að starfsfólk
nefndarinnar gegndi jafnframt skrif-
stofustörfum fyrir SH og skrifstofu-
stjóra nefndarinnar, Guðmundi Al-
bertssyni, var jafnframt falið starf
framkvæmdastjóra fyrir SH þessi
skipan hélst fram eftir árinu, en 31.
ágúst fer fram fullnaðar fjárhags-
uppgjör milli þessara tveggja aðila
skrifstofunnar. Hinn 15. september
1943 er svo tilbúið nýtt skrifstofu-
húsnæði SH í Slipphúsinu við Mýrar-
götu, þar sem SH var til húsa til
ársins 1956, að flutt var á tvær
hæðir í Morgunblaðshúsinu við
Austurstræti þar sem Sölumiðstöðin
hefur haft aðalbækistöðvar síðan.
Um þennan aðskilnað ríkisforsjár-
innar og samtaka einkaframtaksins
segir Amór Siguijónsson: „Þessi
skilnaður varð í fullri sátt og því lík-
astur, er barn fer að heiman að reisa
nýtt bú. Auk þess sem Sölumiðstöð-
in fékk skrifstofustjóra nefndarinnar
til að vera æðstu forsjón sína, fékk
hún allmargt af því öðra starfsfólki
nefndarinnar, sem einkum hafði
unnið að verslunarstörfunum, auk
mestallra vörabirgða sem til voru
og þegar höfðu komið pantanir í.“
Með því að blaða í fundagerðabók
Fiskimálanefndar má sjá, að það að
aðskilnaðurinn hafi verið því líkastur
er barn fer að heiman að reisa nýtt
bú, er ekki bara líking heldur blá-
kaldur raunveraleikinn,
Eins og þegar barn fer að
heiman
Hinn 20 september er „lagt fram
bréf frá Sölumiðstöðinni þar sem
farið er fram á, hvort nefndin sjái
sér fært að selja eða lána SH. Eitt-
hvað af skrifstofuvélum og að láta
eftir annan símann?“ Nefndin tekur
sér fjóra daga til umhugsunar en
lætur síðan bóka hinn 24. septem-
ber: „Út af bréfí Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, sem lagt var
fram á síðasta fundi samþykkir
nefndin að lána fyrst um sinn Sölu-
miðstöðinni ritvél með löngum valsi,
handknúna samlagningarvél og eina
handknúna margföldunarvél svo og
að eftirláta henni síma 2850.“
Með þetta að veganesti og
ómælda bjartsýni í farteskinu lögðu
liðlega tveir tugir heimaríkra og
heimaalinna frystihúsakarla til at-
lögu við heimsmarkaðinn. Þeir fengu
góða menn í lið með sér, vel mennt-
aða, veraldarvana heimsborgara. En
það er önnur saga, sem ef til vill
verður rakin síðar.
Um árangurinn verður varla deilt
hálfri öld síðar. Menn geta þar kinn-
roðalaust borið sig saman við helstu
keppinautana í nálægum löndum.
Og þótt nú blási eilítið á móti í bili,
þola lífskjör almennings samanburð
við það sem best gerist í þessum
heimshluta. Því fór fjarri að svo
væri þegar lagt var upp í þessa för
með lánsritvél með löngum valsi,
liandknúna samlagningarvél og aðra
handknúna margföldunarvél.
Saga Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna er samofin íslenska ævin-
týrinu um karlssoninn úr kotinu, sem
hófst úr fátækt til bjargálna og vel-
megunar. Enn eigum við alla mögu-
leika á því að láta það ævintýri enda
vel.
Heimildir: Fundargerð stofnfundar SH;
Fiskimálanefnd, skýrsla 10 ára, eftir
Arnór Sigurjónsson; Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna 10 ára, eftir Richard
Björgvinsson; Fundargerðabók Fiski-
málanefndar; Agnar Klemens Jónsson:
Stjórnarráð Isiands 1904-1964; Tómas
Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á
íslandi 1939-1945; Þórbergur Þórðar-
son, Einar Sigurðsson: Ævisaga II, III;
Gunnar Benediktsson: Saga þin er saga
vor.