Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 25

Morgunblaðið - 23.02.1992, Page 25
_ d /?i fiií MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 25 Hjaltí S. Guðmunds- son — Kveðjuorð Fæddur 24. maí 1924 Dáinn 28. janúar 1992 Hjalti var sonur hjónanna Guð- mundar Jónssonar og Láru Guð- mannsdóttur í Vesturhópshólum. Guðmundur fæddist 14. júní 1885, á Stóra-Hvarfi í Víðidal. Faðir hans var Jón Jónsson, stundum nefndur Gilsbakka-Jón yngri, eða Grundar- Jón, hann var orðlagður harðfengis- maður. Hann var af svonefndri Tröllatunguætt. Móðir Guðmundar var Þorbjörg Pétursdóttir, frá Öxna- tungu í Víðidal. Þau bjuggu seinna á Grund í Vesturhópi og Vestur- hópshólum. Lára Guðmannsdóttir fæddist í Krossanesi á Vatnsnesi, 14. september 1892. Foreldrar hennar voru Guðmann Ámason og Ögn Eyjólfsdóttir, sem bjuggu þar. Þetta eru kunnar ættir fyrir margra hluta sakir. Hafa ýmsir þessara ættmenna skarað fram úr í búskap, t.d. Eyjólfur Guðmundsson á Illugastöðum, afi Láru, sem var frumkvöðull og leiðbeinandi um ræktun æðarvarps, og fleiri hafa orðið kunnir varðandi sjávarútveg og fiskveiðar. Guðmundur og Lára hófu búskap í Vesturhópshólum árið 1916, en áður hafði Guðmundur dvalið á bú- garði í Danmörku í eitt ár, til að kynna sér búnaðarstörf. Taldi hann lærdómsríkt að kynnast búskap Dana. Guðmundi og Láru búnaðist vel, og nutu virðingar sveitunga sinna, enda sérlega greiðvikin og vel að sér. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi, nema Hjalti, sem hér er minnst. Börn þeirra eru: Þorbjörg Jónína, var gift Axel Benediktssyni, fv. skólastjóra, hann er látinn; Unn- ur, var gift Hjálmtý Hallmundssyni, trésmið, hann er einnig látinn; Agn- ar Guðmann, múrarameistari, kvæntur Guðrúnu Valdimarsdóttur; næstur var svo Hjalti Sigutjón; Jón Eyjólfur, bóndi, kvæntur Ölmu Á. Levy; Gunnlaugur, kaupmaður, kvæntur Erlu J. Levy; Ásta, skrif- stofumaður. Guðmundur Jónsson lést árið 1946. Kom þá í hlut Hjalta að standa fyrir búinu ásamt móður sinni, til ársins 1951, er hann kvæntist Margréti Böbs, frá Lubeck í Þýska- landi. Þá lét Lára af búskap, en ungu hjónin tóku við. Lára lést árið 1983. Hjalti tileinkaði sér snyrti- mennsku foreldra sinna í búskapn- um, dyggilega studdur af konu sinni, sem var ótrúlega fljót að læra íslenska búskaparhætti. Þau byggðu upp á jörðinni og stórjuku ræktun. Segir það nokkuð um umgengnina, að Hjalta voru veitt verðlaun fyrir frábæra snyrtimennsku í. búskap. Hjalti og Margrét eignuðust fimm börn, þau eru: Lára Brynja, hár- greiðslumeistari í Bandaríkjunum, gift Kevin Cooke, kerfisfr., þau eiga þijú börn, Guðmundur Hinrik, húsa- smíðameistari í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Kristbergsdóttur, meina- tækni, þau eiga þijú börn; Margrét Bára, gift Sigurgeiri Tómassyni, húsasmíðameistara í Reykjavík, þau eiga tvö börn; Ásta Emelía, sambýl- ismaður Halldór Teitsson, deildar- stjóri, þau eiga eitt bam; yngstur er Úlfar Bjarki, hann er enn í for- eldrahúsum. Vesturhópshólar er kirkjustaður, þar er bændakirkja, þ.e. að kirkjan er í eigu bóndans. Mun þetta vera síðasta bændakirkja í Húnaþingi. Mér er ekki kunnugt um hvenær bændakirkja var fyrst reist í Vest- urhópshólum, en sú, sem nú stend- ur, mun vera byggð árið 1879. Guðmundur og Lára létu sér mjög annt um kirkjuna og héldu henni vel við. Hjalti tók svo við og hélt henni við með mestu snyrti- mennsku, enda vissi hann um óskir foreldra sinna í því efni.. Kirkjuna afhenti Hjalti söfnuðinum árið 1959. Eins og fyrr segir voru hjónin, Guðmundur og Lára, þekkt fyrir hjálpfýsi, og ekki er vafi á að börn þeirra hafa gert sér góða grein fyr- ir því hugarfari. Móðir mín hefur sagt mér, að hún gleymi ekki hve hjálpfús Hjalti var, þá ungur mað- ur, þegar faðir minn lá lengi mikið veikur. Hún sagði að Hjalti hafi oft komið til hjálpar, og oft gert sér ferð til að fylgjast með hvort ekki væri hjálpar þörf. Svona nokkuð lýsir manninum vel. Hjalti sóttist ekki eftir embætt- um, kærði sig alls ekki um þau, þó var hann sóknarnefndarformaður, en hann hafði gott vit á málum. Þau hjón, Hjalti og Margrét, voru einstaklega samhent, gestrisin og gaman að koma til þeirra. Hjalti var spaugsamur, var oft gaman að snöggum athugasemdum hans. Annars var hann í eðli sínu alvöru- gefinn og fremur dulur maður. Hann vann mikið og vel. Verk hans sjást, og hann hafði mjög sjálfstæð- ar skoðanir. Dagsverki hans er nú lokið, en gott er að minnast afkastamikils góðs drengs. Ég færi frú Margréti og bömum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður H. Jóhannsson. WM yrí (SmhOí (D Hrl Ráðstefna •• um framtíð flutninga á Islandi Hagrœðingarfélagið og Aðgerðarannsóknafélagið efna nú til sinnar fjórðu ráðstefnu um vörustjórnun. Innanlandsflutningar eru um þessar mundir í brennidepli og því áhugavert að skoða þróun þeirra frá faglegu sjónarhorni. Dagskrá: 13:00 Inngangsorð • Snjólfur Ólafsson, formaður ARFÍ 13:10 Setning ráðstefnu • Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:20 Stefna stjórnvalda í samgöngumálum • Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:40 Framtíðarsýn • Trausti Valsson, Háskóla íslands 14:10 Umræður og fyrirspurnir 14:30 Kaffihlé 15:00 Fólksflutningar á íslandi • Kolbeinn Arinbjamarson, Flugleiðum 15:20 Verkaskipting í flutningum • Páll Hermannsson, Samskipum 15:40 Staðarval með tilliti til flutninga • Páll Jensson, Háskóla íslands 16:00 Umræður og fyrirspurnir 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri verður Thomas Möller hjá Eimskip. Ráðstefiian er haldin í Höfða, Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 26.febrúarkl. 13:00 til 16:30. Þálttakendur eru beðnir um að skrá sig t síma 621066 hjá Stjórnunaifélaginu. Þátttökugjald er kr. 4000, og er öllum heimil þátttaka. Steve Allison kennari Margrét Hálfdánardóttlr skrifstofustjöri Grimur Grímsson framkvæmdarstjórl Carolyn Godfrey kennari ALLIR KENNARAR SKÓLANS S' gWfcAR MAL Velkominn í Enskuskólann Verið velkomin að líta inn í Enskuskólann í spjall og kaffi. Við bjóðum upp á 11 námsstig í ensku. Við metum kunnáttu jþína og í framhaldi af því ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér og þínum óskum best. Komdu í heimsókn eða hringdu - þvi fylgja engar skuldbindingar. , , ■HINNRITUN STENDUR yFIR HRINGDUISIMA15330 EÐA 25900 OG FAÐU FREKARIUPPLYSINGAR KENNSLA HEFST 4. MARS Fjrrlr fuUorSna: Almenn enska (Áhersla lögð á talmál) Bnskar bökmenntlr Rituð enska Viðsklptaenska Umræðuhópar TOEFL-G MAT-GRE N&mskeið Undirbúningsnámskeið fyrlr pröf sem kráfist er vlð flesta sköla í enskumælandi löndum Verslunarmannafélag Reykjavíkur og flest önnur stéttarfélög taka þátt í námskostnaði sinna félagsmanna Ný barnanásmkeið hefjast x maí og júní Einkatímar Hægt að fá einkatíma eftir vali ÞÚ FINNUR ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR - VELKOMIN í HÓÞINN... skólinn TUNGOTU 5 101 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.