Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 ÓLYMPÍULEIKARNIR í FRAKKLANDI Jean-Claude Killy þegar hann var upp á sitt besta. Hann varð þrefaldur meistari á Ólympíuleikunum í Grenoble 1968, sigraði í bruni, svigi og stór- svigi. Killy í dag: fjár- hagslega þarf hann ekkert að gera. Segist því engu kvíða, „hef aðeins áhyggjur af því að gera ekki neitt.“ ar, IOC, en segir ósennilegt að það verði að veruleika. „Fulltrúi þjóðar í IOC verður að búa í viðkomandi landi, en ég bý í Sviss.“ En honum finnst starfið greinilega áhugavert. „Skipuleggjendur alþjóða leika eru hluti af þeirri töfrahreyfingu, sem gerir fólki kleift að láta sig dreyma, svo um er að ræða ánægða fram- kvæmdastjóra, en ekki eins og hjá Sameinuðu þjóðunum. Því er um jákvætt umhverfi að ræða, en meira get ég ekki sagt.“ De Gaulle sæmdi Killy heiðurs- merkinu Legion d’Honneur (orðu frönsku heiðursfylkingarinnar) fyrir gullverðlaunin í Grenoble og Franco- is Mitterand Frakklandsforseti heiðraði hann enn frekar 1982 vegna þess að fataframleiðsla hans var ein af sex helstu útflutningsvörum Frakka; frami á tveimur stöðum er sameinaður í einu litlu, rauðu merki, sem hann ber í jakkabarmi. Rétti maðurinn Sem meistari á skíðum og við- skiptamaður var Killy rétti maðurinn til að afla Savoie-héraði fylgis fyrir Ólympíuleikana 1992 og hann byij- aði að reka áróður fyrir Albertville 1981. Hann var framkvæmdastjóri leikanna ásamt Michel Barnier, en sagði skyndilega upp 1987, þegar íbúar Savoie-héraðs mótmæltu niðurskurði hans og ásökuðu hann um að taka Val d’Isére fram yfir aðra staði. Þetta var slæmt ár. Eiginkona hans lést úr krabbmeini í nóvember og honum fannst íbúar Savoie-hér- aðs hafa svikið sig. Hann var talinn á að taka aftur við starfinu 1988 og síðan hafa ekki verið neinar deil- ur. „Aðeins vandamál," segir hann. 1988 lærði Killy að fljúga þyrlu til að geta kannað svæði leikanna og í annan stað vegna þess að hon- um finnst þyrla meira spennandi en lítil flugvél. Hann segir að síðan hann byijaði að keppa hafi hann lært að vera skipulagður og um leið tamið sér að vera sérstaklega ná- kvæmur gagnvart hraða og þess vegna tíma. „Þegar sekúndubrot telur verður að greina hveija breytu af yfirveg- un. Allt — mataræði, skór, lyftur, mismunandi snjókorn. Svo leitin að sekúndubrotinu á sér stað hægt og hljótt." Sjálfs síns herra í fyrsta sinn Að leikunum loknum — en loka- hátíðin er einmitt í dag, sunnudag — verður hann 48 ára og sjálfs síns herra í fyrsta sinn, börnin orðin full- orðin og engin ábyrgð. „Ég bíð eftir augnablikinu með mikilli eftirvænt- ingu vegna þess að ég veit ekki hvað ég geri, þegar það kemur. Þetta er áskorun, því 50 ára maður er ekki lengur 20 ára en hann er held- ur ekki orðinn 65 ára. Hann á enn von. Fjárhagslega þarf ég ekki að gera neitt og hef nægan tíma til þess. Svo ég kvíði engu, hef aðeins áhyggjur af því að gera ekki neitt." Getur sá, sem sættir sig aðeins við fullkomnun og er vanur að hugsa í sekúndubrotum raunverulega leikið sér án þess að hafa nokkuð fyrir stafni? „Ég veit það ekki,“ segir hann. „Það kemur í ljós eftir nokkur ár.“ Byggt á International Herald Tribune. Killy er maður leikanna ÞEGAR Jean-Claud Killy frægasti og sennilega mesti afreksmaður Frakklands í íþróttum, samþykkti að vera annar framkvæmda- stjóri Ólympíuleikanna í Albertville, sagði hann að spennan, sem starfinu fylgdi, yrði jafnvel enn meiri en í skiðakeppni. Þetta var yfirlýsing við hæfi enda Killy háttvís og vel að sér í almennings- tengslum, en reyndist hann sannspár? „Það eru miklu fleiri hliðar á starfinu og fleiri óvissuþættir," segir hann. „Sennilega er ekk- ert eins þreytandi eins og að verða svara spurningum varðandi málefni, sem maður er ekki nógu vel að sér í. Ég vissi allt um skíðakeppni eða að minnsta kosti hvað þurfti að gera þó ég hafi ekki alltaf getað gert það sjálfur, en í þessari stöðu hef ég þurft ^að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Ég vildi ekki láta annað í skiptum fyrir hitt, en það sem kemur mér á óvart er að hafa gert hvorutveggja." Kelly segir að vinir sínir hafi bent sér á að skíðamaður, sem væri vanur að fara niður í móti, gæti ekki komist yfir þær hindranir sem fylgdu stjórn Ólympíuleika, en engu að síður segist hann kunna vel við sig í starfinu og er ánægður með árangurinn. „Þetta voru forréttindi. Ef ég væri beðinn um þetta aftur segði ég að í fyrsta sinn væru það . forréttindi,. en sjálfsmorð í annað skiptið." Kelly virðist vera eins vel á sig kominn og þegar hann var á hátindi frægðarinnar á Ólympíuleikunum í Grenoble 1968, en hann segir að hann hafi varla reynt brautirnar í Albertville vegna þess að fæturnir séu ekki þeir sömu og áður. Og hann hafi hvort sem er ekki mikinn áhuga á að vera á skíðum. „Keppni var skemmtileg en að vera á skíðum mætti afgangi. Þegar ég var ekki áð keppa var ég góður skíðamaður en ekkert meira." Ratinn varð þrefaldur meistari Hann fæddist í Saint Cloud, út- :'>hverfi Parísar, en þegar hann var tveggja ára flutti hann til Val D’Is- ére í Savoiehéraði, þar sem_ fjórar af fimm alpagreinum karla á Ólymp- íuleikunum fóru fram. Hann lagði ekki stund á framhaldsnám en gerð- ist tollvörður við svissnesku landa- mærin. Fyrstu mánaðarlaunin voru aðeins um 7.500 ÍSK, en sjúkrabæt- urnar vegna meiðsla á skíðunum voru þess virði og nægur tími gafst til æfinga. Frægasti tollvörður Frakka komst að því á Ólympíuleikunum í Inns- bruck 1964 að aðferðin var jafn mikilvæg og tæknin. „Mér gekk illa vegna þess að ég var óskipulagður, algjör rati. Ég var með rangan . á,burð, kannaði brautirnar ekki nógu vel, var ekki með eins mörg pör af skíðum eins og ég hefði átt að hafa og svo framvegis. Þetta kenndi mér margt.“ Hann lærði nógu mikið til að verða þrefaldur meistari í Grenoble 1968, sigrði í bruni, svigi og stórsvigi. ! Snemma á sjöunda áratugnum hugs- 1 aði De Gaulle til leikanna og lagði þegar mikið upp úr árangri franskra skíðamanna. „Ég var ungur á þess- um tíma, en við fundum fyrir breyt- ingum frá degi til dags,“ sagði Killy. „Við vorum fyrst settir á einnar stjörnu hótel en síðan á þriggja stjörnu hótel.“ Frami í viðskiptum Killy hitti Mark McCormack, skip- uleggjanda íþróttamóta, í Genf 1967, og í maí árið eftir undirbjuggu þeir á laun framtíð Killys í viðskipt- um. Þá var ekki úr miklu að velja fyrir meistara á skíðum: Skíða- keppni vakti ekki eins mikla athygli sjónvarpsstöðva og tennis og því var ekki hagnaðarvon fyrir atvinnumenn í framkvæmd skíðamóta; Kiliy vissi að tímabilið í Frakklandi var of stutt til reka skíðasvæði með hagnað í huga; heimsmeistari var ekki senni- legur til veita leiðsögn í barnabrekk- um. Killy kynnti allt á milli Chevrolet- bíla og Rolex-úra. Hann hannaði skíðafatnað. Hann fór til Japan og Astralíu og í meira en áratug flaug hann 10 til 12 sinnum á ári til Bandaríkjanna. Hann segir að hann hafi orðið góður sölumaður — „ég varð að læra allt“ — og oft hafði hann á tilfinningunni að hann væri notaður. „Til fullnustu. En enginn neyddi mig til þess.“ Sagt er að hann hafi þénað um 1,2 milljarða ÍSK á viðskiptum og hefur til margra ára búið í Genf í Sviss, þar sem skattar eru lægri en í Frakklandi. Einu mistök hans voru kvikmyndin „Snow Job“ sem gerð var 1972. Meðan á tökum stóð hitti hann leikkonuna Daniélle Gaubert og kvæntist henni næsta ár. þau eignuðust eina dóttur og hann gekk tveimur börnum hennar frá fyrra hjónabandi með Rhadames Trujillo, syni einræðisherra Dómínikanska lýðveldisins, í föður stað. Næsti forseti IOC? Killy hefur verið nefndur sem eft- irmaður Juan Antonio Samaranch, forseta Alþjóða ólympíunefndarinn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.