Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.02.1992, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 Skíðamenn valda oft óbætanlegum skaða á náttúrunni Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar leggurtil að í framtíðinni verði mótshaldi dreift, jafnvel til margra landa í senn! JUAN Antonip Samaranch, for- seti Alþjóða Ólympíunefndar- innar, hefur lagt fram tillögu þess efnis að í f ramtíðinni verði hægt að dreifa mótshaldi á vetrarólympíuleikum, jafnvel til margra landa í senn. Tillagan kom öllum í opna skjöldu, rétt eins og yfirlýsing Samaranch um að veigamesta verkefni Ólympíuhreyfingarinnar á næstu öld væri að semja frið við umhverfið. Tillögur þessar eru svar Samaranch við gríðar- lega harðri gagnrýni á vetrar- ólympíuleikana frá umhverfis- verndarsinnum, gagnrýni sem hefur stöðugt orðið háværari á síðustu árum. ^%lþjóða Ólympíunefndin og þá sérstaklega forseti hennar, Samaranch, eru almennt talin til fégírugustu fyrir- samtímans Krístjánsson °g hgaa undlr skrífarfrá miklu ámæli um að Þýskalandi láta gróða af Ólympíuleikum slá sig blinda. Gagnrýnendur nútíma Ólympíu- leika - og þeir eru mjög margir hér í Þýskalandi - benda á að umfang Ólympíuleika sé orðið svo mikið að það sé löngu orðin einstökum borg- um ofviða, fjárhagslega og skipu- lagslega, en fyrst og fremst er það löngu orðið ofviða einstaka skíða- stöðum að taka að sér vetrarleik- ana. Helstu gagnrýnendur vetrar- ólympíuleika eru náttúruverndar- sinnar, sem telja að Ólympíuleikar og þær framkvæmdir sem fram fara vegna þeirra séu einhver mestu skipulögðu náttúruspjöll sem þekkj- ast nú á tímum umhverfisverndar. Sjaldan hafa náttúruverndar- sinnarnir fundið jafn góðan högg- stað á Ólympíuleikum og í Albert- ville. Vistfræðilegt stórslys eru framkvæmdir á svæðinu gjarnan nefndar. Þar var svo langt gengið að jafnvel Alþjóða Ólympíunefndin, sem legið hefur undir ámæli um að loka augunum fyrir umhverfis- spjöllum leikanna, gat ekki lengur horft framhjá þessu vandamáli og í kjölfar þessa er tillaga Samaranch komin fram, þar sem hann leggur til að framvegis verði leikamir haldnir þar sem aðstaða er fyrir hendi, sé hún ekki fullkomin verði einstaka greinar einfaldlega færðar til en stefnt verði að því að sem minnstar framkvæmdir þurfí. Líöur ólympíuhugsjónin undir lok? Marga óar við hugmyndum sem þessum, telja að Ólympíuleikar líði undir lok ef mótshaldinu verður dreift. Sömuleiðis óttast menn um afdrif hinnar ólympísku hugsjónar, sem segir eitthvað á þá leið að sam- eina eigi þjóðir heims á einum stað í friðsamlegri íþróttakeppni. Það er hinsvegar varla talið mögulegt lengur. Á hveijum Ólympíuleikum verður að vera fyrir hendi bobsleða- braut, ísdanshöll og skautahlaups- svæði að ógleymdum skíðabrekkum fyrir alpagreinar, svæði fyrir gönguskíðakeppni, stökkpallar, ís- hokkíhöll eða hallir - allt með áhorfendasvæðum fyrir a.m.k. 20- 30.000 manns - og síðast en ekki síst - miðsvæðis í öllu galleríinu, verður að vera borgarkjarni sem getur séð öllu fólkinu fyrir afþrey- ingu, gistingu og mat. Þá er ótalin aðstaða fyrir fjölmiðla - fleiri þús- und blaðamenn, sjónvarp og útvarp. Fleiri hundruð þúsund manns þurfa að komast til og frá keppnisstöðum dag hvern. Fæst af þessu er til í venjulegum skíðaþorpum, oftast byrja menn með skíðabrekkurnar einar og byggja svo afganginn fyr- ir leikana. Samgöngur og skipulag er oftast lélegt, í besta falli ekkert, þannig að hægt er að byrja frá grunni, en þröngir dalir og brattar brekkur valda ómældum samöngu- erfiðleikum sem ekki verða leystir nema á mjög kostnaðarsaman hátt. Bobsleðabraut fyrir tæpa þrjá mllljarða ÍSK Hver sem vill halda Ólympíuleika verður að sjá til þess að allt sé til staðar. Fyrir leikana i Albertville voru 35 hektarar skóglendis látnir víkja, ýmist með jarðýtum eða eldi, klettabelti sprengd í sundur, gervi- brautir og stæði af ýmsum gerðum byggð, yfir einni milljón kúbikmetra af jarðvegi var hrært fram og til baka, vistkerfi fjallanna sett á ann- an endann, varasamir staðir í skíða- brekkum styrktir með hundraðþús- und tonnum af steinsteypu. Að auki spruttu upp 30.000 gististaðir á öllu svæðinu, með plássi fyrir 350.000 manns. Bobsleðabrautin var byggð í smáþorpinu La Plagne og fullyrt er að hún geri þorpið óbyggilegt að lokinni keppni. Braut- in sem hlykkjast eins og ormur nið- ur fjallið og oní þorpið kostaði um 2,8 milljarðar íslenskra króna — en upphafleg áætlun var upp á rúm- lega þriðjungi lægri f|'árhæð. í þorp- inu malar kæliverksmiðja sem framleiðir úr 45 tonnum af þræl- eitruðu ammoníaki, efnið sem notað var til að halda brautinni ísaðri meðan á leikunum stóð. Viðhald brautarinnar er talið kosta sveitar- félagið um 40 milljónir íslenskra króna á ári. Bæjarfélagið í La Plagne stendur þó vel miðað við það í Pragnona-la-Vanoise. Það þorp hýsti „Curling-keppnina" og fram- Mæðrakeppni! Þriðji hver verðlaunahafi í skíðaboðgöngu kvenna á vetrarólympíu- leikunum sem slitið verður í dag, er móðir. En Raísa Smetanína, sem fæddist í snjóhúsi í Rússlandi, er ekki ein af þeirh. Hún er þó nógu gömul til að vera móðir yngsta þátttakendans í Ólympíuleikun- um. Hún verður fertug 29. febrúar [á hlaupársdaginn]. „Ég held upp á afmælið mitt í 10. skipti í lok þessa mánaðar. Ég er því alltof ung til að eiga barn - og það er sannarlega ótímabært að tala um hvenær ég hætti,“ sagði hún eftir að lið hennar vann gullverðlaunin í 4x5 km boðhíaupinu sl. mánudag. kvæmdirnar — mestan part nútíma samgöngur — gerðu þorpið að því skuldsettasta í öllu Frakklandi. Ekkert má fara úrskeiðis á svona leikum, það sem náttúran ekki skaffar verður maðurinn að búa til. Nógu brattar brekkur, nægan sjó. Fyrir svigbrautina í karlaflokki voru til taks 230 -tæki til að framleiða gervisnjó en hann er eitur í beinum umhverfissinna. Efnasamsetning hans þykir ekki heillavænleg og Þjóðverjar m.a. hafa hugsað sér að banna ákveðnar gerðir hans. Enginn kærir sig um að hugsa til þess hvernig Ólympíusvæðið lítur út í sumar þegar snjórinn hylur ekki lengur sárin. Grá mannvirkin í bland við gróðurlausar spildur. Og nágrennið hefur ekki farið var- hluta af framkvæmdunum - í dag geta menn nýtt sér hraðlestina París-Albertville, sem byggð var sérstaklega og að áuki var bílahrað- brautin tengd til svæðisins. Ólympíuleikar eða náttúruvernd Ólympíuleikar eru kapítuli út af fyrir sig, og ekki eingöngu þeir sem orðið hafa tijefni andmæla af hálfu náttúruverndarsinna. Almennt hafa rannsóknir á síð- ustu árum sýnt að skíðamenn eru mjög hættulegir umhverfinu og valda náttúrunni oft óbætanlegum skaða. Skarpir stálkantar skíðanna skaða plönturíkið á yfirborði jarð- vegsins þannig að það bindur ekki lengur vatn sem aftur leiðir til þess að jarðvegurinn tætist allur upp og á endanum er allt náttúrulegt jafn- vægi fyri bí, jarðvegurinn á sér ekki viðreisnar von. Að sjálfsögðu skiptir snjóþykktin miklu máli á hvetjum stað, en fremur snjólítið hefur verið í Ölpunum síðustu ár, þannig að áhrifin eru augljós. En það er ekki bara skíðaiðkunin sjálf sem menn hafa áhyggjur af, gríðarleg umferð með viðeigandi mengun fylgir þeim ferðamanna- fjölda sem kemur á skíðasvæðin, ótrúlegt magn af drasli safnast saman um öll fjöll og svo má lengi telja. Stöðugt fleiri skíðamenn kalla á stöðugt fleiri lyftur, breiðari brekkur og lengri, minna skóglendi og meira jarðrask. Hrópa á meira pláss en það gefst ekki. Víða í Ölp- unum er um það rætt í fullri alvöru að takmarka fjölda gesta á ákveðin svæði, loka snjólitlum svæðum og reyna með öllu móti að draga úr þeim fjölda sem kemur á svæðin, og er í raun umfram það sem þau bera með eðlilegu móti. Á sama tíma bætast við 30.000 gististaðir á svæðinu í kringum Albertville, staðir sem annaðhvort verða alltaf tómir eða hýsa fólk sem verður að láta sér nægja að horfa á brekkurn- ar. Á meðan ferðamannaþjónustan eykst, vill stöðugt meir og meir, fækkar möguleikum jafnt og þétt á að standa við þá skemmtan sem sögð er vera í boði. Þetta er sú þversögn sem menn glíma við og uppbygging Ólympíusvæðis er óijúfanlegur hluti af. Spurningin er hvort annað af tvennu verði að hverfa, nútíma Ólympíuleikar eða náttúran. Svo virðist sem talsmönn- um náttúrunnar vaxi stöðugt fiskur um hrygg. I því ljósi ber að skoða tÍllögur..Sa«wrancb.. ... TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Wrangler „Islander" 4x4, árg. ’89 (ekinn 25 þús. mílur), Mercedens Benz 230E, árg. ’84, Ford Bronco II 4x4, árg. ’84 og aðrar bif- reiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðju- daginn 25. febrúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARIMARLIÐSEIGNA STEINAR WAAGE SKOVERSLUN RÚMGÓÐIR, VANDAÐIR OG FALLEGIR SKÓR FRÁ JIP Kof***w'ftrt0B Litir: Svart, naturbrúnt og vfnrautt. Stærðir: 21—40. Verð frá kr.3.590,- Póstsendum samdægurs. 5% stabgreibsluafslóttur. Kringlunni, Domus Medica, sími 689212. Egilsgötu 3, sími 18519. \í 1917-1992 VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS Morgunveröarfundur miðvikudag 26. febrúar 1992 kl. 08.00 - 09.30 í Áfthagasol Hótels Sögu. . EINKAVÆÐING HJA REYKJAVÍKURBORG, ER EITTHVAÐ AÐ GERAST ? Framsaga: Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Álit og hugmyndir: Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, Wilhelm Wessman, hótelstjóri, Víglundur Þorsteinsson, forstjóri og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri. Fundarstjóri: Ragnar S. Halldórsson. Þátttökugjald er 1000 krónur og morgunverður innifalinn. Fundurinn er öllum opinn en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá Verslunarráðinu í síma 6766 66. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.