Morgunblaðið - 23.02.1992, Side 40

Morgunblaðið - 23.02.1992, Side 40
 ir ir Grunnur m Landsbanki mk íslands MI&L. Banki alira landsmanna \ FORGANGSPÓSTUR UPPL ÝSINGASÍMI 63 71 90 MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTUÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 23. FEBRUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Forstjóri Ríkisspítalanna: Gera ætti Landa- -.kotsspítala að öfl- ugu einkasjúkrahúsi DAVÍÐ A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, telur að í stað þess að sameina Borgarspítala og Landakotsspítala hefði átt að gera Landakotsspítala að öflugu, sjálfstæðu einkasjúkrahúsi er annaðist biðlistaaðgerðir. Siðan ætti að stefna að samruna Landsspitalans og Borgarspítalans í einn miðjuspitala sem hefði með að gera allar flókn- ar og dýrar aðgerðir. Davíð segir að í blönduðu hag- kerfi eins og hér á landi eigi að nýta kosti hinna ýmsu rekstrar- forma. Nýta eigi kosti opinbers samrekstrar fyrir dýra og flókna starfsemi þar sem sjúkdómstilvik ^ru tiltölulega fá. Vegna mikillar þjálfunar starfsfólks tryggi það minnsta tvöföldun og hámarks- gæði, og þar með verði hagkvæmn- in mest og kostnaður í lágmarki. Ef menn vildu samkeppni í heil- brigðisþjónustunni ætti að koma henni fýrir [ einföldu og ódýru starf- seminni þar sem verkefni eru nægi- lega mikil til að skipta megi þeim milli margra án þess að þjálfun starfsfólks væri í hættu. Þannig ætti að nýta kosti opinbers rekstrar og hugsanlega einkarekstrar þar sem þeir eiga við, Sjá ennfremur „Þvingað hjónaband" á bls. 10. Beinmergsskipti: íslandi boðin aðild að vefjaflokkaskrá ISLENDINGUM hefur verið boðin aðild að samnorrænni vefjaflokka- skrá í Ósló en formlegt svar hefur ekki verið gefið ennþá, að sögn Alfreðs Arnasonar, erfðafræðings hjá Vísindarannsóknastofu Landspít- alans í erfðaónæmisfræði. „Við munum taka þátt i þessu samstarfi, en ekki er vitað hvenær," segir hann. Fyrir nokkrum árum var fyrsti alþjóðlegi vefjabankinn stofnaður með það fyrir augum að þeir aðilar sem þyrftu á beinmergsskiptum að halda gætu leitað þangað. Hingað til hafa íslendingar eingöngu verið þiggjendur beinmergs erlendis frá. f haust fer væntanlega einn unglingur utan í beinmergsskipti. í viðtali í blaðinu í dag við Ásgeir araldsson, sérfræðing í barnalækn- ingum og ónæmisfræði, sem starfar við Háskólasjúkrahúsið í Leiden í Hollandi við beinmergsskipti á börn- um, kemur fram að í Hollandi stend- ur til að hafin verði byltingarkennd aðferð til að lækna mjög sjaldgæfan Morgunblaðið/Þorkell Blómahaf á konudegi Konudagurinn er í dag og er þetta mesti blómasöludagur ársins. Á myndinni er Ragna Fróðadóttir í Blómaálfinum umvafin blómum, en blómasal- ar eru viðbúnir mikilli sölu í dag. Að sögn Birnu Björnsdótt- ur, formanns félags blóma- verslana, er um þessar mundir mikið úrval af blómum í landinu og segir hún að blómasala í dag sé allt að því þreföld miðað við venjulega helgi. ónæmissjúkdóm á þessu ári. Öll til- skilin leyfí frá siðanefndum o.fl. hafa verið fengin. „Deildin sem ég er á — í samvinnu við vísindamenn í Hol- landi — er tilbúin til þess að hefja þessa lækningaaðferð hjá börnum sem hafa engan beinmergsgjafa. Hugmyndin er að taka beinmerg úr sjúklingnum og smita beinmerg- frumumar í tilraunaglasi með sér- stökum vírus. Þegar vírusinn er kom- inn inn í beinmergfrumurnar er en- símframleiðslan einnig komin á sinn stað. Síðan eru frumurnar settar aftur í sjúklinginn. Þessar fmmur og þau hvítu blóðkorn sem frá þeim koma halda framleiðslunni áfram og blóðkornin geta unnið sitt verk,“ seg- ir Ásgeir m.a. í viðtalinu. Sjá viðtal við Ásgeir Haraldsson á bls. 6c W* j 9 1 « - .; 1 y* SVr''"á' • i *: I DAGSINS ONN Morgunblaðið/RAX Lægra verð og birgðaaukn- ing valda tapi í fiskvinnslu Veik staða fyrirtækjanna eftir gott árferði áhyggjuefni, segir forstjóri SH STAÐA fiskvinnslunnar er afar slæm um þessar mundir og kemur þar meðal annars til lækkandi afurðaverð og nokkur birgðaaukn- ing frá því sem var um áramótin 1991. Þá hefur hráefnisverð farið hækkandi og afli til vinnslu dregizt saman. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að það sé kannski alvarlegast að fyrirtækin séu orðin svo veik að þau geti ekki mætt verðlækkunum eftir afar gott tímabil hvað varðar hátt afurðaverð og hraðar afskipanir. „Markaðsverðið var hækkandi fram á mitt ár 1991, en fór svo lækkandi seinnihluta ársins og kringum síðastliðin áramót var það að meðaltali eitthvað lægra en um áramótin þar á undan. F’rá áramótum hefur það haldið áfram að síga niður,“ segir Friðrik. „Ég vil ekki spá neinni verulegri verð- breytingu frá því sem nú er. Auð- vitað verða einhveijar breytingar, bæði upp og niður og ekki veruleg- ar. Það sem verður, verður þó frekar niður en hitt.“ Friðrik sagði að það sem hefði hins vegar gerzt í bolfiskinum milli áramóta, væri að óseldar birgðir í landinu í byijun 1991 hefðu verið þær minnstu sem menn mundu og svipuð staða hefði haldist fram á árið á meðan verð var ennþá hækkandi. „Skýringin á þessum miklu erfiðleikum í dag er meðal annars af þeim tveimur þáttum, að verð hefur lækkað verulega frá því sem hæst var á miðju ári og um leið hafa birgðir aukist,“ sagði hann. „Þó þær séu alls ekki miklar, kemur fram þarna tekjurýnun vegna lækkandi verðs og nokkur fjárbinding í auknum birgðum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að staða ijölmargra fyrirtækja sé með þeim hætti, að þau þoli engan mótbyr af þessu tagi. Sjálfsagt er það eitt mesta áhyggjuefnið að staða þeirra skuli vera slík, þegar þau eru að koma út úr tímabili sem hefur verið eitt það bezta hvað varðar afurðaverð og hraða af- setningu, að þau skuli ekki vera í stakk búin til að taka við verð- lækkun. Þrátt fyrir að átt hafi sér stað mjög mikil hagræðing og aðhaldssemi í fjöldanum öllum af þessum fyrirtækjum og þau hafi verið í óða önn að aðlaga sig þess- um snögga aflasamdrætti frá því sem spáð var, er staðan með versta móti,“ segir Friðrik Páls- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.