Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1992 LIFANDIELDUR FRÁ ORKNEYJUM Rætt við tónskáldið og hliómsveitarstjórann Sir Peter Maxwell Davies SIR Peter Maxwell Davies, eitt þekktasta og afkastamesta tónskáld Breta í dag, er stjórnandi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í kvöld. Tónleikarnir eru utan áskriftar og hefjast klukkan 20.00. Efnisskráin er fjölbreytt: Brúðkaup Fígarós, forleikur og Sinfónía nr. 40 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Trompetkonsert og Brúð- kaup á Orkneyjum með sólarupprás eftir Sir Peter. Einleikari verð- ur Svíinn Haakan Hardenberger, sem er talinn einn besti núlifandi trompetleikari í heiminum, rúmlega þrítugur að aldri. Hann tók þátt í trompetkeppnum í Toulon í Frakklandi og Genf í Sviss og vann fyrstu verðlaun á báðum stöðum. Annar einleikari kvöldsins er Ge- orge MacIIwham. Hann hefur verið flautuleikari í Konunglegu skosku hljómsveitinni, Hljómsveit breska útvarpsins í Skotlandi og leikur nú stöðu fyrsta flautuleikara í Skosku sinfóníuhljómsveitinni. Hann hefur sérhæft sig i leik á Hálandasekkjapípu. Tónskáldið og hljómsveitarstjór- inn Sir Peter Maxwell Daviés fædd- ist í Manchester á Englandi árið 1934 og er meðal fremstu tón- skálda Breta í dag. Hann hefur getið sér gott orð fyrir hljómsveit- arstjórn og einnig vakið athygli fyrir frumlegar kennsluaðferðir og fijótt starf með börnum. Hann lauk tónlistarnámi frá Tónlistarháskó- lanum í Manchester árið 2957 og var einn af „Manchesterhópnum“, en sá félagsskapur aðhylltist evr- ópska framúrstefnu í ætt við „Darmstadtskólann." Að námi íoknu í Manchester lagði hann stund á tónsmíðar á Ítalíu, hjá Petrassi, og einnig í Bandaríkjun- um hjá Sessions. Davies er afkast- amikið tónskáld og hefur samið flestar tegundir tónlistar og notar gjarnan stefjaefni úr miðaldatónl- ist. Sir Peter hefur ekki stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands áður — og reyndar aldrei til íslands komið fyrr en nú. „Einu tengsl mín við ísland, hingað til er Hafliði Hall- grímsson,“ segir hann. „Ég kenndi honum, þegar hann var að læra I Skotlandi og nú leikur hann með „Scottish Chamber Orchestra," sem ég hef töluvert með að gera. En mér finnst gaman að gæla við þá hugmynd að tengsl mín við ísland séu fom,“ segir Sir Peter, sem er búsettur á eynni Hoy á Orkneyjum, „vegna þess að Orkn- eyingasaga er skrifuð á íslensku. Ef ekki væri fyrir þá sögu, myndum við ekkert vita um bakgrunn okkar og forna menningu." - Finnst ykkur á Orkneyjum þið vera skyldari Norðurlandabúum en Skotum? „Nei, það hlýtur að vera augljóst að eftir 5—600 ára tengsl við Skot- land, teljum við okkur skyldari Skotum. En á sama hátt og Skotar eru að losa sig undan Englending- um, erum við að losa okkur undan Skotum — eða viljum trúa því að svo sé — og lítum í auknum mæli til Skandinavíu og íslands. Það sama má segja um Hjaltlendinga. í okkar augum er Island sérlega áhugavert, vegna þess að ykkur hefur tekist að þróa tónlistarlíf og bókmenntahefð, þrátt fyrir smæð- ina. Það höfum við hinsvegar ekki gert.“ - Hvernig er tónlistarhefð Orkn- eyinga? „Þar er rík þjóðlagatónlistarhefð og margir sem leika á fiðlu. Það má segja að þar sé sterk fiðluhefð í heilu fjölskyldunum. En á hveiju ári höldum við listahátíð — um mitt sumar. Við köllum hana „Há- tíð heilags Magnúsar,“ sem er verndardýrlingur eyjanna. Á þess- ari hátíð, sem stendur í viku, er boðið upp á myndlist, tónlist, leikl- ist, dans og óperu — og áuk þess að virkja bestu heimamennina bjóð- um við alltaf upp á það besta sem við getum fengið að utan. Sem dæmi get ég nefnt að við höfum fengið Utvarpshljómsveit BBC, Kammersveit BBC og Konunglegu Fílharmóníuhljómsveitina í London — og meðal frægra hljómsveitar- stjóra og einleikara get ég nefnt André Previn og Askhenazy. Þetta er mikill menningarvið- burður — en auk hátíðarinnar erum við með skipulagt tónleikahald allt árið. Við höldum líka alltaf þjóð- lagahátíð á vorin og á eyjunum er mjög sterk leiklistarhefð. Það er alít morandi í leikhópum, sem eru sívinnandi og setja upp á öllum mögulegum og ómögulegum stöð- um — hvort sem um er að ræða atvinnu- eða áhugaleikhópa. - Hvernig stendur á þessari leik- listardellu? „Ja, hvað gerir fólk svosem yfir langan, harðan vetur? Við leikum tónlist, setjum upp leiksýningar, höldum ræðukeppnir, förum í heim- sóknir til nágrannanna — og á pöbbinn og drekkum fullt af vi- skýi.“ Sem fyrr segir, er Sir Peter fæddur í Manchester — en móðir hans var skosk. Það var þó ekki fyrr en um 1970 sem hann fór til Orkneyja. „Ég heillaðist gersam- lega af þessum eyjum," segir hann. „Eg kynntist líka skáldinu George MacKay Brown og byijaði að semja tónlist við verk hans. En svo heim- sótti ég þessa eyju, Hoy, og sá húsarústir hátt uppi á kletti. Að þeim lá enginn vegur — ekki einu sinni stígur — og þær voru fullar af hestaskít. Ég gekk inn í rústirn- Sir Peter Maxwell Davies ar, horfði út um glugga með engum rúðum — yfir hafið — og sagði: „Hér ætla ég að skrifa mína tón- list.“ Og það geri ég. Það héldu auðvitað allir að ég væri klikkaður. Húsið er svo ein- angrað að ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að flytja þangað efni til að endurreisa það. En það var lítið mál. Sumt bar ég sjálfur og svo réð ég skátahóp til að hjálpa mér. Þeir voru að safna peningum fyrir ýmis verkefni, svo þeir tóku starfíð að sér með glöðu geði. Þetta gekk allt upp og ég verð að segja eins og er, að yndislegri stað er ekki hægt að finna á jörðinni. Fyrstu tíu árin hafði ég ekkert rafmagn; vann við kertaljós og olíu- lampa og hitaði upp með rekaviði — en þótt ég hafi haft rafmagn seinustu tíu árin, geng ég ennþá fjörurnar til að tína sprek, því e'kk- ert jafnast á við lifandi eldinn," segir Sir Peter. Hann iðar allur í sætinu, augun eru kvik og hann talar hratt með ríkum blæbrigðum — og maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að sjálfur sé hann lifandi eldur frá Orkneyjum. - Hvenær byijaðir þú í tónlist- arnámi? „Þegar ég var átta ára. Amma mín átti píanó og ég var sendur í tíma. Ég heillaðist strax og byijaði strax að semja. Ég er að vísu ekk- ert viss um að það hafi verið mjög góð tónlist, en ég var bytjaður að skrifa. Það var engin tónlistar- kennsla í skólanum og ég sá ekki fram á að geta lagt tónlistina fyrir mig, vegna þess að foreldrar mínir voru verkamenn og ekki mjög efn- aðir. En þegar ég var 17 ára, varð ég mér úti um styrk til að fara í Konunglega tónlistarskólann í Manchester og í háskólann þar og lauk þaðan tónlistargráðu. Eftir það fékk ég styrk til að fara til Italíu til að leggja stund á tónsmíð- ar og lauk námi frá Konservatorí- inu þar. Þá hafði ég þegar kynnst því sem var að gerast í tónsmíðum í Evrópu, vegna þess að við félag- arnir í Manchester notuðum hvert tækifæri til að fara yfir til Evrópu til að hlusta á frumflutning á nýjum verkum, hitta tónskáldin og hljóð- færaleikarana. Strax á háskólaár- unum kynntist ég því þeim tón- skáldum sem voru virkust í Evrópu á þeim tíma — og það var mér mikils virði. Eftir námið þurfti ég að vinna fyrir mér og réð mig sem tónlistar- kennara í Glochester. Þá komst ég að því að börn eru mjög flink að semja tónlist. Ég kenndi í þtjú ár og get alveg fullyrt að ég lærði ekki minna en börnin. En þá fékk ég enn einn styrk, og nú til að fara til Bandaríkjanna, þar sem ég var við nám í Princeton í tvö ár. Þegar því var lokið gerði ég samn- ing við útgáfufyrirtæki, Boosey & Hawkes. Þeir greiddu mér laun sem ég gat lifað af og fengu í staðinn útgáfurétt á verkum mínum. Eftir það hef ég ekki gert handtak," segir Sir Peter glaðhlakkalega, en bætir svo við: „Þeir gerðu mér kleift að einbeita mér að skriftum og það var mikils virði, því nú orðið hef ég nægar tekjur af verkum mínum og þarf ekki á þessum peningum að halda. Það er góð tilfinning.“ - Ekki gert handtak, segir þú. Mér skilst að þú vinnir töluvert með börnum, auk þess að vera af- kastamesta tónskáld Breta. „Það er rétt, ég vinn mikið með börnum og ég skrifa mikið fyrir börn, sérstaklega fyrir hátíðina á Orkneyjum. Þá sem ég fyrir börn sem ekki eiga eftir að verða hljóð- færaleikarar að atvinnu og vinn út frá þemum í umhverfi þeirra. En vegna þess að tónlistin er snið- in að þeirra heimi og þeirra getu, hefur hún verið prentuð og gefin út og er nú mikið notuð í tónlistar- skólum í Bretlandi og víðar. Það er mjög mikilvægt og lær- dómsríkt fyrir tónskáld að vinna með börnum og semja fyrir þau. Þetta eru framtíðaráheyrendur okkar og framtíðartónlistarmenn okkar. Með því að spinna verkin upp úr umhverfi þeirra og samfé- lagi, hafa þau merkingu fyrir börn- in; eru hluti af lífi þeirra — í stað þess að vera aðskilinn hlutur. Og það yndislegasta .við börnin er að þau gera engan greinarmun á nútí- matónlist og klassískri tónlist. Þau eru opin fyrir öllu. Þau hafa enga fordóma og loka því aldrei á mögu- leikana sem felast í tónlistinni. Um leið og þau leyfa tónlistinni að flæða ftjálsri, gefa þau sig öll í hana. Mér er sérlega minnisstætt verk sem ég skrifaði fyrir 5-6 ára börn um skordýr. Þau lifðu sig svo inn í verkið að þau dönsuðu dýrin sem þau spiluðu um leið og þau léku stefin og þau krumpuðu saman á sér andlitin eða teygðu úr þeim, eftir því hvort þau voru að túlka snigil eða engisprettu. Þetta var dásamlegt!" - Er ekki fremur sjaldgæft að virt tónskáld semji fyrir börn? „Jú, því miður, því fátt er eins lærdómsríkt, bæði hvað varðar að læra um manrilegt eðli áður en það er bælt af boðum og bönnum — og það hvernig best er að ná sam- bandi við áheyrendur og hljóðfæra- leikara. Ég er stundum spurður hvernig ég fari að því að skrifa eins mikið og ég geri — og alltaf verið að segja mér að þetta sé ekki hægt. Og ég skrifa fyrir kóra, hljómsveitir, óperur, einleikara og svo börnin. Ég svara því til að ég sé ekki bara að skrifa, heldur að lifa. Ég nýt þessarar líkamlegu hreyfingar, að draga pennann eftir blaðinu og horfa á tónverk verða til. Ég gæti aldrei skrifað eitt horn Fræðslufundur á Reykhólum Miðhúsum. FRÆÐSLUFUNDUR á Reykhól- um var fimmtudaginn 26. mars, og voru fjórir með framsögu. Arnaldur Bjarnason frá Stéttar- sambandi bænda talaði vítt og breitt um atvinnutækifæri og kom hann víða við. Næstur talaði Árni Snæbjörnsson hlunnindaráðunaut- ur og talaði um vannýttan gróður svo sem fjallagrös og söl. Einnig um vannýttar fuglategundir svo sem ýmsar svartfuglategundir. Einnig talaði hann um minjagripi. Óskar ísfeld Sigurðsson talaði fyrst og fremst um bleikju og var það erindi byggt á faglegum grunni. Enginn í Reykhólahreppi þefur reynt bleikjueldi svo að öll fræðsla var vel þegin. Að lokum talaði Vilborg Guðnadóttir, Reyk- hólum, um átaksverkefni er hún stendur fyrir hér. Hún sá fyrir sér vaxandi möguleika í gestamóttöku og heimilisiðnaði og minjagripa- gerð. Að framsögum loknum var boð- ið til kaffidrykkju á vegum búnað- arfélaganna og fyrirspurnum svar- að. I ræðu er Bjarni P. Magnússon hélt kom fram að Reykhólahreppur er eitt mesta láglaunasvæði lands- ins og samkvæmt könnunum væri verð hér einna hæst. Það kom fram á fundinum að leggja bæri áherslu á veg yfir Gilsljörð og veg yfír Kollaljarðarheiði og tengja betur Djúp og byggðir hér. Fundurinn stóð í þijá og hálfan tíma og var hinn fróðlegasti. - Sveinn. Frá fræðslufundinum á Reykhólum. Morgunblaðið/Svcinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.