Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1992 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Miðflótti á meginlandinu * TT Trslit kosninga í tveimur sam- I) bandsríkjum Þýskalands um helgina, þingkosninga á Ítalíu og kosninga til héraðsráða í Frakk- landi í síðasta mánuði gefa tilefni til vangaveltna um hvort þar megi greina eina og sömu undirölduna. I Slésvík-Holtsetalandi fékk Þýska þjóðarsambandið 6,3% atkvæða og í Baden-Wiirttemberg fengu repú- blikanar 10,9%. Bæði framboð eru utarlega á hægri vængnum og setja breytta stefnu í innflytjendamálum á oddinn. Sigurvegari kosninganna á Ítalíu var Norðurbandalagið, hægrisamtök sem hafa á stefnuskrá sinni sambandsslit Norður- og Suður-Ítalíu og hertar aðgerðir gegn innflytjendum. Bandalagið er nú stærst flokka í Mílanó og ná- grenni og hinn fjórði stærsti á landsvísu. Nýfasistar héldu sínu frá því í síðustu kosningum, fengu 6,5% atkvæða. í Frakklandi festi hin öfgafulla Þjóðarfylking Le Pens sig í sessi og náði 13,9% fylgi. Þessi úrslit í þremur ríkjum á meginlandi Evrópu hafa vakið ugg um að þjóð- ernisstefnu og útlendingahaturs gæti nú í vaxandi mæli. Sagði for- sætisráðherra Portúgals meira að segja að úrslitin í Þýskalandi stefndu einingu Evrópu í hættu. í Þýskalandi var kosið nyrst og syðst í vesturhlutanum. Bæði í Slés- vík-Holtsetalándi og Baden-Wiirtt- emberg hafa kristilegir demókratar áratugum saman staðið styrkum fótum. Fyrir fjórum árum gerðist það í Slésvík-Holtsetalandi að jafn- aðarmenn náðu hreinum meirihluta. Mátti rekja þann sigur til persónu- töfra Björns Engholms, sem nú er formaður þýska jafnaðarmanna- flokksins, og hneykslismáls sem kristilegir demókratar voru flæktir í og kennt var við leiðtoga flokksins í héraðinu, Rainer Barschel. Sigur jafnaðarmanna í kosningunum þá var undantekning sem þeir gátu ekki búist við að endurtæki sig. Jafnaðarmenn höfðu auk þess ekki sama aðdráttarafl og fyrr vegna þess að vitað er að Björn Engholm stefnir á framboð gegn Helmut Kohl kanslara í næstu þingkosning- um eftir tvö ár og er því svo að segja einungis með annan fótinn i Kiel. í Baden-Wurttemberg varð Lothar Spáth forsætisráðherra og leiðtogi kristilegra demókrata upp- vís að því ekki alls fyrir löngu að hafa þegið greiða frá einkafyrir- tækjum sem þóttu óviðurkvæmileg- ir. Spáth var fram að því einn vin- sælasti stjórnmálamaður Þýska- lands og hefur eftirmanni hans, Erwin Teufel, ekki tekist að fylla skarð hans. Á hinn bóginn hafa jafnaðarmenn aldrei náð sama styrk í Suður-Þýskalandi, þ.e. Bæjara- landi og Baden-Wurttemberg, og í iðnhéruðunum norðar í landinu. Bágt gengi stóru flokkanna í Þýskalandi og uppgangur jaðar- framboða á sér því nokkrar skýring- ár heima í héraði. Úrslitin endur- spegla einnig óánægju með lands- málapólitík þessara flokka. Þeir hafa ekki getað komið sér saman um breytingar á stjórnarskránni sem nauðsynlegar væru til að tak- marka straum innflytjenda. Kohl kanslari hafði heitið því að samein- ing Þýskalands myndi ekki þýða auknar byrðar fyrir Vestur-Þjóð- verja. Hann hefur ekki getað staðið við þetta loforð, reikningurinn fyrir sameininguna fer ört hækkandi. Jafnaðarmenn hafa ekki boðið upp á aðrar lausnir enda eru þær ekki til; eini munurinn er sá að þeir lof- uðu ekki upp í ermina á sér. Græn- ingjar eru hlynntir því að bjóða inn- flytjendur velkomna og því hafa þeir ekki reynst fýsilegur kostur fyrir þá Þjóðveija sem gefa lítið fyrir fjölskrúðuga þjóðaflóru í einu og sama ríkinu. Það hefur sýnt sig í ótal kosningum í vesturhluta Þýskalands að langj; innan við fimm prósent kjósenda ala nýnasísk við- horf í bijósti. En á umbrotatímum eiga lýðskrumaraflokkar hægt um vik að ná eyrum kjósenda og verða farvegur þreytu, leiða og óánægju. Á Italíu hafa kristilegir demó- kratar og samstarfsflokkar þeirra setið í fimmtfu ríkisstjórnum frá stríðslokum. Þeir hafa reynst lítt færir um að takast á við brotalam- irnar í ítölsku þjóðfélagi og stjórn- málum: mafíuna, spillinguna og sóun almannaíjár. Samtrygging hefðbundnu flokkanna hefur komið í veg fyrir heilbrigða endurnýjun. Úrslitin þar sem fjórflokkunum í ríkisstjórn var veitt ærleg ráðning voru því gleðiefni þeim sem vilja breytingar. Atkvæði greitt Norður- bandalaginu var því ekki endilega tjáning á þeirri ósk að segja skilið við suðurhlutann heldur merki um að nú væri mælirinn fullur, skattar á Norðlendinga til að halda uppi lífskjörum í suðri væru óviðunandi. Sósíalistar í Frakklandi sem bæði fara með forsetaembættið og ríkis- stjórn guldu afhroð í kosningum til héraðsráða í síðasta mánuði. Hægriflokkarnir fengu heldur ekki góða útkomu. Sigurvegarar urðu íjóðarfylkingin, sem þó fékk ekki jafn mikið fylgi og óttast var, og græningjar. Urslitin er því vart hægt. að túlka sem vaxandi þjóðern- ishyggju heldur fremur sem megna óánægju með gömlu grónu fiokkanu og þá sérstaklega sósíalista. Kosningarnar _ í Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu sýna að þess er langt að bíða að ólíkar þjóðir geti búið í sátt og samlyndi í einu og sama ríkinu á meginlandi Evr- ópu. Þær sýna hættuna sem fólgin er í því að kjósendum finnist þeir ekki eiga neinna kosta völ þegar þeir virða fyrir sér gömlu kunnug- legu flokkana og þær leiða í Ijós að eftir hrun kommúnismans er hætt við að öfgaflokkar til hægri verði eini farvegur mótmælaat- kvæða. Bakteríustofnar ónæmir fyrir sýklalyfjum: Sjúklingar á sjúkrahús þar sem inntökulyfin virka ekki Morgunblaðið/Sverrir Karl G. Kristinsson, læknir á sýkladeild Landspítalans. Fjöldi sjúhlinga, sem grelndust með sýkingar af völdum penisillín- ónæmra pneumókokka Penisíllín- ónaamir pneumó- kokkar Nygengi penisillínónæmra pneumókokka 1988 0,0% 1989 2,3% 1990 2,7% 1991 8,4% ; 1.ársfj. '92 17,2% IV'88 I '89 II '89 III'69 IV‘89 I'90 II'90 III'90 IV'90 I '91 II'91 III'91 IV'91 I'92 FUNDIST liafa hér á landi stofnar ákveðinnar bakteríutegundar, sem eru ónæmir fyrir penisillíni og fleiri sýklalyfjum. Umrædd bakt- ería, sem er algengasta orsök Iungnabólgu, eyrnabólgu og bólgu í kjálka- og ennisholum, nefnist Streptococcus pneumoniae, eða pneumókokkar. Aukið hlutfall ónæmra bakteríustofna veldur því, að sjúklingar þurfa æ oftar að leggjast á sjúkrahús, til meðferðar með stungulyfjum, þar sem sýkla- lyf í töfluformi nægja ekki. Talið er að ónæmi bakteríustofnanna megi meðal annars rekja til mikill- ar notkunar sýklalyfja hér á landi, því að ónæmi þessara baktería er langt frá því að vera jafn algengt í nágrannalöndum okkar. Ef svo heldur fram sem horfir, gæti glat- ast hluti þess forskots, sem lækna- vísindin hafa haft á bakteríusjúk- dóma frá uppgötvun pcnisillínsins. Karl G. Kristinsson, læknir á sýkla- deild Landspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að pneumókokkar væri orsök mjög algengra sýkinga og því mikið áhyggjuefni ef þekkt sýklalyf vinna ekki á þeim. „Áður en penisillínið kom til sögunnar lögðu slíkar sýkingar, eins og lungnabólga, marga að velli, en síðan hefur verið auðvelt að meðhöndla þær,“ sagði hann. „Pneumókokkar hafa verið mjög næmir fyrir penisillíni, en árið 1967 fannst penisillínónæmi fyrst í pneumókokkum erlendis og hefur síð- an breiðst út. Fyrst var um lélegt næmi að ræða, en nú finnast alger- lega ónæmir stofnar. Fyrsti penisillín- ónæmi stofninn hér á landi fannst í desember árið 1988. Ónæmum stofn- um hefur síðan fjölgað ört og af inns- endum sýnum á sýklafræðideildinni fyrstu þijá mánuði þessa árs er nær íjórðungur pneumókokka ónæmur fyrir penisillíni. Það sem er svo enn alvarlegra er að þar af eru þrír fjórðu pneumókokka ijölónæmir, það er ónæmir fyrir jafnvel öllum sýklalyfj- um til inntöku sem skráð eru hér á landi. Þarna er í sumum tilfellum um fleiri en eitt sýni úr hveijum sjúklingi að ræða. Nýgengi greiningarinnar er 17%, það er 17% sjúklinga með pneumókokkasýkingar sem greindar eru í fyrsta sinn, eru með penisillín- ónæma stofna. Þetta er óvenju hátt hlutfall, því nýgengi yfir 10% finnst í fáum löndum. Það er þó ekki um neinn faraldur að ræða.“ Karl sagði að bakterían hefði með tímanum fengið í sig erfðavísi, sem flytur upplýsingar um ónæmi gegn sýklalyfjum. „Hér á landi hafa komið upp vandasamar sýkingar, sem erfitt hefur verið að uppræta," sagði hann. „Það eru dæmi um blóðsýkingu, en ekkert dæmi um heilahimnubólgu af völdum ónæmra pneumókokka. Eyrnabólga hjá börnum getur lagast af sjálfu sér, en það gerir lungna- bólga hins vegar sjaldnast. Þá verða sjúklingar að leggjast inn á sjúkra- hús, til meðfei'ðar með stungulyfjum. Þau vinna á bakteríunum, þó töflulyf- in geri það ekki, vegna þess að þau verka á sameindir í bakteríunum, sem hin lyfin ná ekki til. Verkan þeirra er hins vegar ekki eins örugg og ella þegar pneumókokkarnir eru ónæmir. Allra svartsýnustu spár segja okkur, að ef heldur fram sem horfir þá gæt- um við glatað því forskoti, sem við höfum haft á sýkingar af þessu tagi eftir að penisillínið var uppgötvað." Karl sagði að ein ástæðan fyrir því, hve sýklalyfjaónæmi er útbreitt hér, væri án efa sú, að neysla sýkla- lyfja væri mikil. „Hins vegar er sú skýring ekki einhlít, því þó við neytum meira af sýklalyfjum en til dæmis aðrar Norðurlandaþjóðir, þá er neysl- an hér langtum minni en á ítalíu, Spáni og í Grikklandi, svo dæmi sé tekið. Hlutfall pneumókokka er mun hærra í börnum en fullorðnum og ég hef látið mér detta í hug að hluti skýringarinnar sé einnig, að hér á landi er mjög stór hluti barna á dag- vistarheimilum og bakteríur berast því auðveldlega milli fjölda barna. Þá er rétt að geta þess að aðeins lítill hluti þeirra, sem bera þessar bakterír veikist." í Ungveijalandi er mjög há tíðni penisillínónæmra pneumókokka. Karl bendir á, að þar í landi eigi hið sama við og hér um fjþlda barna á dagvist- arheimilum. „Ástandið er einnig slæmt á. Spáni og ekki loku fyrir það skotið að ónæmir pneumókokkar hafi borist þaðan,“ sagði hann. Kai'l sagði að nauðsynlegt væri að minnka notkun sýklalyfja hér á landi. „Læknar vita af þessari auknu tíðni ónæmra pneumókokka og vita, að ef sýking lætur ekki undan með hefð- bundinni meðferð verður að rækta sýni úi' sjúklingnum til að ganga úr skugga um.það hvort bakteríurnar, sem sýkingunni valda, eru ónæmar. Þá verður almenningur að gera sér grein fyrir að penisillín er ekki allra meina bót og hefur til dæmis ekkert að segja gegn veirusýkingum, eins og kvefi og bráðum bronkítis." Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa greinst íjörutíu sjúklingar með sýkingar, sem rekja má til penis- illínónæmra pneumókokka. „Af þess- um fjörutíu eru þrír af hveijum fjórum með fjölónæmi. Sumir læknast af sjálfu sér, en ég giska á að um 20 hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús til meðferðar með stungulyfjum." Um áratuga skeið komu sífellt fram nýjar tegundir sýklalyíja. „Und- anfarin ár hafa hins vegar ekki kom- ið fram ný sýklalyf, sem vinna á þess- um bakteríum og því miður eru ný sýklalyf gegn pneumókokkum ekki í sjónmáli. Hins vegar bindum við von- ir við þróunina í Ungveijalandi, því þar virðist sem ónæmið sé í rénun aftur." Onæmir bakteríustofnar finnast víða um heim og í Finnlandi hefur ónæmi Streptococcus pyogenes valdið áhyggjum. Bakterían veldur háls- bólgu og húðsýkingum. Allt að 40% slíkra streptókokka hefur myndað ónæmi gegn lyfi, sem fólk með penis- illínofnæmi notar. Ef þetta fólk fær bakteríuna, þá getur það því ekki gripið til penisillíns vegna ofnæmis, en bakterían er ónæm fyrir því lyfi, sem fólkið þolir að taka. Þrautalend- ingin er því notkun stungulyíja, sem í þessu tilfelli eru ekki jafn góð hin- um. Þessir bakteríustofnar hafa ekki fundist hér á landi, en ónæmið í Finn- landi er rakið til þess, að þar er mjög mikil notkun á þessu tiltekna lyfi hjá þeim, sem haldnir eru penisillín- ofnæmi. Ónæmir bakteríustofnar klasa- kokka, sem finnast í sjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar, hafa ekki bo'rist hingað til lands enn. Allir sjúkl- ingar, sem koma af erlendum sjúkra- húsum og leggjast inn á sjúkrahús hér á landi, eru settir í einangrun í 1-2 daga, á meðan gengið er úr skugga um hvort þeir bera þessa stofna. Miðstjórn ASÍ: Fyrri afstaða til EB ítrekuð Miðsljórn Alþýðusambands Is- lands hefur ítrekað þá fyrri af- stöðu sína, að aðild íslands að Evrópubandalaginu sé ekki tíma- bær enda séu öll rök gegn aðild íslands í fullu gildi. í ályktun sem samþykkt var á miðstjórnarfundi ASI í gær, segir að öll umræða um málefni Evrópu sé af hinu góða, en óhjákvæmilegt sé að umfjöllun um Evrópska efna- hagssvæðið hafi forgang. „Miðstjórn telur brýnt að hnýta alla lausa enda varðandi EES- samninginn og leggur áherslu á að sátt náist í þjóðfélaginu um inn- lenda lagasetningu og hliðarað- gerðir sem eru forsenda þess að EES-samningurinn sé ásættanleg- ur fyrir íslenskt launafólk,“ segir síðan í ályktuninni. Islenska óperan: Rigoletto á Listahátíð ÍSLENSKA óperan sýnir óperuna Rigoletto á Listahátíð í júní og verður sýningin framlag Óperunnar til hátíðarinnar. Þetta er sama sýning og náði miklum vinsældum hér í fyrravetur, þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir sló í gegn í hlutverki Gildu en þær meginbreytingar verða þá á, að tveir af söngvarar koma heim frá Þýskalandi til að taka þátt í sýningunni. Þar er um að rieða Kristin Sigmundsson sem syngja mun titilhlutverkið, Rigoletto, og Ólaf Árna Bjarnason, sem mun syngja hlutverk hertogans. Kristinn Sigmundsson kom fyrst fram í hlutverki Rigolettos í sýningu óperuhússins í Wiesbaden í fyrra- vor, en Kristinn hefur verið fastráð- inn einsöngvari að því húsi á undan- fömum árum. í vetur hefur Kristinn sungið hlutverkið margsinnis aftur í Wiesbaden. Ólafur Árni Bjarnason er ungur tenór sem starfar við óperuhúsið í Regensburg í Þýskalandi. Þar hefur hann þegar getið sér gott orð og fengið lofsamleg ummæli um frammistöðu sína í mörgum óperu- hlutverkum. Nú í haust söng Ólafur hlutverk hertogans í Rigoletto. Sigrún Hjálmtýsdóttir mun að syngja hlutverk Gildu og Elsa Wa- age hlutverk Maddalenu. í hlutverki Sparafucile verður Tómas Tómas- son. Hljómsveitarstjóri á sýningunni verður Robin Stapleton. Aðeins tvær sýningar verða á Rigoletto á Listahátið dagana 16. og 19. júní. (Úr frcttatilkynningu) Kristinn í hiutverki Rigolettos. Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri: Gunnar H. Ingimundarson rekstrarstjóri Hins íslenska bókmenntafélags, Hörður Ágústsson annar höfunda ritsins, Halldóra Eldjárn, ekkja Kristjáns Eldjárns, Sigurður Líndal forseti Hins íslenska bókinenntafélags, Sverrir Haraldsson framkvæmdastjóri (bókavörð- ur) Hins íslenska bókmenntafélags og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Rit frá Hinu íslenska bókmenntafélagi: Skrúði og áhöld Skálholtskirkna HIÐ íslenska bókmenntafélag í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands hefur gefið út ritið Skálholt: Skrúði og áhöld, eftir Hörð Ágústsson og Kristján Eldjárn. Skrúði og áhöld er þriðja bindið í ritröðinni Staðir og kirkjur. Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bókmennta- félags, sagði að það væri ekki ofmælt að tala um stórvirki í ís- lenskri bókaútgáfu í þessu sambandi á blaðamannafundi i gær þar sem bókin var kynnt. Hörður sagði að í verkinu væri fjallað um skrúða, áhöld, legsteina og bækur Skálholtskirkna, eða m.ö.o. allan lausan búnað kirkna sem notaður er við guðsþjónustu- hald. Skráðar heimildir um gripi þessa væri að finna í máldögum og úttektum fyrri tíðar manna. Greint væri frá þeim hluta þessara muna sem varðveist hafa og einnig þeim sem horfinn er. Kristján Eldjárn ritar um varðveittan skrúða og áhöld en Hörður Ágústsson aðal- lega um þann hluta sem glatast hefur. Hann ritar einnig ágrip af íslenskri skrúða- og áhaldasögu. Efni bókarinnar er skipt í þrjá meginþætti: í fyrsta þætti er gerð grein fyrir skrúða og áhöldum kirkna almennt, gerð þeirra og notkun lýst. í öðrum þætti eru til- tækar heimildir um skrúða og áhöld Skálholtskirkna kannaðar með höf- uðáherslu á þann hluta sem glatast hefur. Um þennan þátt ritar Hörður Ágústsson. I þriðja þætti er fjallað í máli og myndum um þann skrúða og áhöld sem varðveist hafa. Um varðveitta hlutann hafði Kristján Eldjárn að mestu fjallað áður en hann lést. Sumt var þó í drögum og nokkrum gripum hafði honum ekki auðnast að gera grein fyrir og fjallar Hörður um það sem á vantaði. Á blaðamannafundinum kom fram að framlagi Kristjáns til verks- ins megi skipta í tvo meginþætti. Annars vegar greinar sem birst hafa áður og hins vegar greinar sem hann skrifaði sérstaklega fyrir þetta verk. Auk þessa hafði Kristján ritað um tvo horfna gripi, sem dóm- kirkjan í Skálholti hafði átt, Þor- láksskrín og öxina Remegíu, og fjallað um þá í ritinu. Bókin, sem er 369 blaðsíður í stóru broti, er ríkulega myndskreytt og einstæð heimild um Skálholtsstað. Heimsráðstefna um umhverfi og þróun í Rio de Janeiro 3.-14. júní: Tveir alþjóðasáttmálar væntanlega samþykktir GERT er ráð fyrir að tveir alþjóðasáttmálar, annar um verndun marg- breytileika líftegunda og hinn um verndun andrúmsloftsins, verði lagð- ir fram til undirritunar á ráðstefnu um umhverfi og þróun í Rio de Janeiro í Brasilíu 3.-14. júní í sumar. Reiknað er með að hclstu sam- þykktir ráðstefnunnar verði annars vegar Rio-yfirlýsingin um grundvall- arreglur, rétt okkar og skyldur gagnvart umhverfinu og hins vegar víðtæk framkvæmdaáætlun í umhverfismálum. Eftir fjórða og síðasta undirbúningsfund ráðstefnunnar í New York er stærsta óleysta málið fjárstuðningur iðnríkjanna til úrbóta í umhverfismálum, einkum í þróun- arríkjunum. Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, segir að ekki liggi endanlega fyrir hversu margir sæki ráðstcfnuna af hálfu ríkisins, en hann reikni með að þeir verði 10-14., Farið kosti um 120 þúsund fyrir hvern fulltrúa en varðandi annan kostnað gildi samningsbundnar reglur ríkisins um dagpeninga þeirra sem ferðist á þess vegum. Við undirbúning ráðstefnunnar í Rio hafa íslendingar lagt áherslu á verndun hafsins og nýtingu lifandi auðlinda þess, verndun andrúmslofts- ins, m.a. orkumál, fjölbreytileika líf- tegunda og grundvallarreglur um samskipti ríkja í umhverfismálum. Hvað varðar tillögur íslendinga um verndun hafsins má nefna að fallist var á að boða til fundar um mögu- leika á alþjóðasamningi um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum við fyrsta hentugleika, ákveðið var að hætta losun þrávirkra lífrænna efna og skora á Alþjóða siglingamála- stofnunina og Alþjóða kjarnorkumál- astofnunina að ljúka gerð reglna um flutning á notuðu eldsneyti kjarna- kljúfa með skipum og koma reglunum til framkvæmdar alþjóðlega. Enn- fremur var ákveðið að skora á aðildar- ríki Lundúnasamkomulagsins að hraða ákvarðanatöku um varp geisla- virks úrgangs í hafið með það fyrir augum að breyta tímabundnu banni í algjört bann á árinu 1993. Hvað varðar nýtingu lifandi auð- linda hafsins var viðurkennt að nýta bæri sjávarspendýr á sama hátt og aðrar lífverur hafsins. Aftur á móti náðist hvorki samstaða um að úthafs- veiðar hefðu neikvæð áhrif á þróun veiða inna efnahagslögsögu einstakra ríkja né um réttindi úthafsveiðiþjóða til aðgangs að vannýttum eða ónýtt- um fiskistofnum innan efnahagslög- sögu annarra ríkja. Var þessum atrið- um vísað til Rio-ráðstefnunnar til ákvörðunar. Af hálfu Islands var áhersla lögð á viðhald líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærrar nýtingu náttúrunnar, og voru tillögur þess efnis bornar fram. Nokkur ágreiningur varð um tillögu íslands um að ekki skyldi ein- göngu rætt um friðun fartegunda heldur einnig stjórn á þessum dýra- stofnum. Tillagan var samþykkt með þeirri áréttingu að um sé að ræða ýmsar nytjategundir og meindýr, ekki síður en dýr í útrýmingarhættu. Tillögur íslendinga um breytingar á texta um verndun andrúmsloftsins voru af þrennum toga. í fyrsta lagi var gerð tillaga um breytingu á skil- greiningu á orsök vandans og undir- strikað að fólksfjölgun væri ein af meginrótum þess umhverfisvanda sem við væri að glíma. Sú tillaga var ekki samþykkt í skjali um verndun andrúmsloftsins en minnst er á vand- amál fólksfjölgunar í ýmsum öðrum samþykktum fundarins. Hvað varðar orkumál var sam- þykkt tillaga er miðaði að því að fá þjóðir heims til að draga úr notkun jarðefna og kjarnorku við orkufram- leiðslu en auka þess í stað notkun á nýjum og endurnýjanlegum orkugjöf- um og; öruggum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Meðal nýrra og end- urnýjanlegra orkugjafa er vatnsorka. Að síðustu báru Islendingar fram tillögu um að þjóðir heims ættu að stuðla að því að orkufrekur iðnaður yrði fyrst og fremst byggður upp á svæðum sem byggju yfir mengunar- lausum og endurnýjanlegum orku- gjöfum með það fyrir augum að draga úr mengun á heimsvísu. Samkomulag náðist um breytt orðalag tillögunnar á síðasta degi undirbúningfundarins. Felst í því sú hugsun sem upphaflega var sett fram. Búist er við að hægt verði að ná samstöðu á ráðstefnunni í Rio um almenn tilmæli um að ríki láti sömu reglur gilda um hernaðar- umsvif gagnvart umhverfisvernd og gilda fyrir aðrar athafnir manna. Is- lendingar lögðust gegn banni við notkun ákveðinna veiðarfæra og er texti þess efnis ekki lagður fyrir ráð- stefnuna. Á kynningarfundi um undirbún- ingsfundinn í New York og ráðstefn- una í Rio kom fram að reiknað væri með að allur hreinn texti frá undir- búningsfundum yrði afgreiddur án atkvæðagreiðslu í Rio. Aftur á móti væru nokkur atriði innan hornklofa, þ.e. einstök ríki hefðu gert athuga- semdir við þau, og kæmi til greina að kjósa um þau. Jón Gunnar Ottós- son frá umhverfisráðuneytinu sagðist búast við að nokkrir „kjallarfundir" yrðu haldnir á ráðstefnunni um lausa enda. Magnús Jóhannesson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, sagði að menn deildu fremur um leiðir en markmið í umhverfismálum. Hann benti á að niðurstöður ráðstefnunnar kæmu til með að ráðast af því hvað yrði hægt að leggja mikið fjármagn til umhverfisbóta á næstu árum. Ef verið væri að tala um öll sviðin, t.d. í framkvæmdaáætluninni, þyrfti um 120 milljarða dollara á ári næstu 10-15 árin til að ná ásættanlegri nið- urstöðu í umhverfisvernd. Tillaga ísiendinga um að hafist skuli hahda um undirbúning að gerð alþjóðasáttmála um réttindi og skyld- ur ríkja á sviði umhverfis- og þróunar- mála var samþykkt í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.