Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þó að þér gangi tiltölulega greiðlega með hluti sem þú vinnur að heima við getur þú búist margs konar töfum og örðugleikum í vinnunni. Naut„ (20. apríl - 20. maí) Þig langar til að skapa núna og nú kemur sér vel fyrir þig að eiga auðvelt með að tjá hugsanir þínar. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú hefur gott auga fyrir kaup og sölu og öllu sem varðar Qöl- skyldu og heimili, en þú verður að gæta ýtrustu varfæmi í fjár- málaviðskiptum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$8 Haltu endilega áfram á sömu braut og Iáttu þig engu skipta þó að þú fáir dauflegar undir- tektir frá öðrum í augnablik- inu. Þú veist hvað þú ert að gera, en öðrum kann að sjást yfir það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér hundleiðist að sinna hvers- dagsstörfunum í vinnunni í dag, en láttu þig hafa það. Fjármálaþróunin er í rétta átt og nú ríður á að þú farir með gát í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Meyja (23. ágúst - 22. september)<jfj.ff> Þar sem ýmislegt er í lausu lofti hjá þér í ástamálunum núna, skaltu fara að hitta vini þína og taka þátt í því sem þeir eru að gera. Það verður skemmtilegt hjá ykkur. Vog (23. sept. - 22. október) Þú virðist ekki geta fram- kvæmt það sem þú hafðir hug á, að minnsta kosti ekki heima við. Láttu það ekki á þig fá óg vertu vakandi fyrir tækifær- um sem þér bjóðast í vinnunni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér hættir til að vanmeta ráð- leggingar sem einhver gefur þér í dag. Hlustaðu á þær með opinn huga. Það kemur sér oft vel að eiga góða vini. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú þarft að greiða ákveðna reikninga í dag. Talaðu hrein- skilnislega við samstarfsmenn þína. Þú þarft að hafa vakandi auga á fjárreiðum þínum núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Gefðu sjálfsdýrkun þinni ekki svo lausan tauminn að þú úti- lokir aðra. Taktu góðum hug- myndum opnum örmum, hvað- an sem þær koma-og leyfðu maka þínum að ráða með þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það er kominn tími tii þess að þú hristir af þér sjálfsefann og nýtir sem allra best þau tæki- færi sem þér bjóðast. Þú kemur hlutunum á hreyfingu núna. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Láttu gleðispilli ekki draga þig niður í dag. Astvinir þínir standa þétt við bakið á þér og þið eigið góðan tíma saman. Skipuleggið skemmtiferð sam- an. Stjörnuspána á ad lesa sem dœgradviil. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra sta&reynda. DÝRAGLENS LJÓSKA SV&MDVEZÐU&HX- N Z>eetStABHÐAKBOÐ fy&Z) HAma 'AStae/FSTorpjúyí oséta vu. kOM/HN AFTOfi 'ADUgt EtdALUJF /UATUGtMÍy FERDINAND Fjölskylda okkar verður í burtu í nokkra daga .. . Mér datt í hug hvort þú vildir hugsa um hundinn minn á með- an ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eina leiðin til að vinna 4 spaða er að gefa tvo slagi á hjarta! Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ ÁKD6 ¥ D76 i Vestur ♦ 876 Austur ♦ G ♦ ÁKG ♦ 5 ¥ ÁKG5 II ¥ 1098432 ♦ ÁDG32 ♦ 876 Suður ♦ 109 + D1095 ♦ 10987432 ¥- ♦ K54 ♦ 432 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl 1 hjarta 3 spaðar ■4 hiörtu 4 spaðar Utspil: hjartakóngur. Sagnhafi á níu slagi og mögu- leika á þeim tíunda í laufi eða tígli. En eftir sögnum að dæma á vestur örugglega tígulásinn, svo kóngurinn er lítill vonarpen- ingur. Laufdrottningin gæti hins vegar legið hvoru megin sem er. En ef maður gerir ráð fyrir að vestur sé með hjartaásinn (útspilið var upplýsandi), þá er laufsvíningin óþörf. Suður hend- ir einfaldlega laufi í hjartakóng- inn! Síðan hreinsar hann laufið með trompun, stingur eitt hjarta og endar í blindum í þessari stöðu: Norður ♦ D6 ¥ D Vestur ♦ 876 Austur ♦ - ♦ — ♦ - VÁG ♦ ÁDG3 III ¥1098 ♦ 109 4- Suður ♦ 1098 ♦ 10 ¥- ♦ K54 4 — Nú er hjartadrottningu spilað og tígli hent heima. Vestur verð- ur þá að gefa slag á tígulkóng eða trompun og afkast. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson I lokaumferð sænsku deilda- keppninnar í síðustu viku kom þessi staða upp í viðureign alþjóð- lega meistarans Christers Hart- mans (2.350), SK Rockaden frá Stokkhólmi, sem hafði hvítt og átti leik gegn stórmeistaranum Harry Schiissler (2.465), Lim- hamn SK. Schiissler var að enda við að drepa riddara á c3 og hefur væntanlega búist við svarinu 15. exf6. En hvítur á miklu sterkari leik: 15. Dxg7! - Hf8, (15. - Hg8 er auðvitað svarað með 16. exf6 — Hxg7, 17. fxg7 og hvítur fær síðan nýja drottningu) 16. exf6 — Bd8, 17. bxc3 - Bd7, 18. Hfel — Db5, 19. Dxh7 - d5, 20. f5 — Dc6, 21. Dh5 og með þijú peð undir og vonlausa stöðu gaf Schússler. Limhamn þurfti að sigra Rockaden 51h-Vk tii að verða Svíþjóðarmeistari félaga. Með stórmeistarana Hellers og Schússler, Svíþjóðarmeistarann Brynell og Sævar Bjarnason í lið- inu hefði það átt að vera mögu- legt, en Sævar var kaliaður sér- staklega frá íslandi í viðureignina. En þetta afhroð Schússlers hafði eðlilega siæm áhrif á félaga haps og úrslitin urðu 4-4 janftefli. Sævar missti því af hlutdeild í Svíþjóðarmeistaratitlinum, en helgina eftir tefldi hann með Tafl- félagi Garðabæjar, sem sigraði í íslensku deildakeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.