Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 39
! i MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 39 Minning: Sigríður Gísladóttir frá Borg á Mýrum Fædd 26. mars 1891 Dáin 20. mars 1992 Minningarnar um ömmu mína á Borg koma fram í hugann. Amma stóð við eldavélina og bakaði pönnu- kökur. Bekkurinn við eldhúsborðið var þéttsetinn af börnum og full- orðnum. Það var rætt saman og oft var hlegið dátt í eldhúsinu á Borg. Heimsóknirnar til ömmu á Borg urðu margar. Lítil stelpa spurði oft: „Mamma, má ég gista hjá henni ömmu.“ Svo var farið eftir skóla með skólabílnum út að Borg. En þá voru næturgestir ömmu gjarnan orðnir tveir eða fleiri. Stutt var fyr- ir frænkur mínar á Nýpugörðum að rölta á milli bæja og óteljandi voru milliferðirnar hjá oíckur. Þar sem hugmyndaflug okkar var býsna auð- ugt á þessum árum voru þetta sann- kallaðar ævintýraferðir, margt var ráðgert og ýmislegt brallað. Svo var komið inn í hlýjuna til ömmu og henni trúað fyrir. öilum leyndarmálunum. Amma mátti alltaf vera að því að hlusta og gleðjast með okkur yfir mörgum stórfengleg- um hugmyndum. Hún kímdi og klappaði okkur á kinnina og við fundum svo vel hve vænt henni þótti um okkur allar. En færu leikir okkar frænknanna úr böndunum dugði henni að segja okkur það einu sinni. Við skildum samstundis að við mætt- um bæta hegðun okkar. Við bárum virðingu fyrir ömmu okkar, öllum hennar orðum og athöfnum. Eftir að amma og Ragnar fluttu á Höfn efldust kynni okkar ömmu enn, þegar ég dvaldi hjá þeim einn vetur. Góðu stundirnar voru margar sem við áttum saman og mér fannst dásamlegt að geta átt ömmu sem ég gat litið á sem bestu vinkonu rnína. Amma mín var ákveðin og sterk kona. Lífsgleði og kraftur streymdu frá henni. Hún var ætíð tilbúin að hlusta og gat miðlað öðrum af visku sinni og reynslu. Hún átti auðvelt með að hughreysta og tala kjark í þá sem áttu í erfiðleikum. Eg veit, að mörgum fannst þeir sterkari og reiðubúnari til þess að takast á við lífið og tilveruna, eftir að hafa talað við ömmu. Ég vil þakka þér, amma mín, fyr- ir að hafa fengið að njóta tilsagnar þinnar og trausts á lífsleiðinni. Það er bjart yfir minningunni sem ég mun varðveita í huga mínum um öll ókomin ár. Arnborg S. Benediktsdóttir. Kolbrún S. Andrés dóttir - Minning Mig langar til að kveðja mína kæru vinkonu, Kolbrúnu Svölu Andrésdóttur, sem lést 11. marz sl. langt um aldur fram, aðeins 36 ára. Kolla var dóttir hjónanna Andr- ésar Guðmundssonar og Guðrúnar Þóroddsdóttur og var hún næstelst 6 systkina. Kollu kynntist ég þegar hún flutti til Bolungarvíkur ásamt íjölskyldu sinni árið 1966. í Bolungarvík bjuggu þau um fjögur ár, en flutt- ust síðan til Keflavíkur. Eftir að Kolla flutti suður héldum við alltaf sambandi þó að langt væri á milli okkar. Eftir að ég fluttist til Reykja- víkur varð samband okkar enn nán- ara. í huga Kollu átti Bolungarvík sérstakan sess, ein ferð okkar þang- að er mér sérstaklega minnisstæð, er við bekkjarsystkini úr grunn- skóla Bolungarvíkur komum saman eina helgi í Bolungarvík sumarið 1989. Þessi ferð var Kollu afar mikils virði og oft umræðuefni okk- ar á milli þegar við hittumst. Fyrir 5 árum veiktist Kolla alvar- lega og náði sér ekki að fullu eftir það, en gat unnið hlutastarf á barnaheimilinu, sem hún hafði unn- ið á í mörg ár áður en hún veiktist. Fyrir nokkrum árum kynntist hún sambýlismanni sínum, Sverri Gunnlaugssyni, og höfðu þau búið sér fállegt heimili við Borgarveg í Njarðvík. Hans missir er mikill. Það eru margar minningar, sem koma upp í hugann nú að leiðarlok- um, þær geymi ég í hjarta mínu um ókomin ár. Ég vil þakka Kollu samfylgdina gegnum árin. Guð geymi Kollu mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Sverrir, Guðrún, Anders og aðrir aðstandendur. Ykkur sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. Erla Hallsdóttir. Mig langar lítillega til að minn- ast vinkonu minnar „Kollu“, eins og hún var kölluð, með þakklæti í huga. Ég kynntist henni þegar hún fluttist til Bolungarvíkur 1966 og var hún þá ellefu ára gömul. Síðan fluttist hún fjórum árumn seinna til Keflavíkur og bjó hún þar allt til enda. Þegar Kolla fljrtur suður slitnar sambandið á milli okkar.en endurnýjast þegar við hittumst af tilviljun mörgum árum seinna. Fyr- ir fimm árum veiktist hún skyndi- lega og í ljós kom að hún reyndist vera með blóðtappa. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og átti ég bátt með að trúa þessu fyrst í stað. Síst af öllu datt mér í hug að nokkuð svona lagað gæti komið fyrir hana Kollu. Hún sem var stál- slegin, lífsglöð og kraftmikil. Alltaf á skíðum og gangandi upp um fjöll og firnindi. Svona hugsum við mennirnir oft. Við stundum okkar vinnu, erum föst í okkar daglegu rútínu en leiðum aldrei hugann að því að svona nokkuð geti gerst óvænt og skyndilega. Eftir veikindin vann hún sig upp hægt og sígandi með miklum vilja- styrk og þreki. Ég minnist þess þegar hún hringdi í mig glöð og ánægð. Hvað lífið var aftur orðið bjart og skemmtilegt. Hún var kom- inn með mann og búin að sætta sig við þær takmarkanir sem veikindin höfðu ollið. Nákvæmlega fimm Það var fyrir 35 árum að ég var kynntur fyrir Guðmundu Sig- urðardóttur, nú nýlátinni, tengda- móður minni, sem hefði orðið 76 ára núna 30. marz. Ég var sautján ára gamall er ég kynntist konunni minni og tengdist hennar fjölskyldu. Mig langar að minnast þess er ég fór fyrst á Njálsgötu 17 með kærustu minni, nú konunni minni Ingi- björgu, ég var skjálfandi á beinun- um, feiminn og vissi ekkert hvern- ig mér yrði tekið. Fljótlega varð mér það ljóst að allar áhyggjur voru óþarfar, hún tók mér opnum örmum, og hvað hún var yndisleg og hlýleg og kærleikurinn sem streymdi frá henni var slíkur að mér fannst eins og ég væri svo mikils virði, en þannig var hún við alla. Upp frá þessu urðum við perluvinir og hún kallaði mig ætíð son sinn og hún var mér sem önn- ur móðir. Það er margs að minn- ast á 35 árum, sérstaklega þegar um manneskju eins og Guðmundu er að ræða; alltaf að gefa og hlúa að öðrum, að ógleymdum fyrir- árum eftir áfallið, 21. febrúar 1992, er hringt til mín og mér tilkynnt að Kolla hafi veikst aftur. Eftir stuttan tíma lést hún eftir mikla baráttu. Þegar svona hlutir gerast skýtur upp í hugann þeirri hugsun hvða það sé sem gefur lífinu raunveru- legt gildi. Ég er á því að ekki eru það peningar, eignir eða völd, held- uru séu vinátta og kærleikur eitt- hvað meira til að byggja á. Þvi meira sem maður gefur því meira fær maður til baka. Sönn vinátta auðgar lífið og veitir okkur betri skilning á mannlegu eðli. Þótt við Kolla höfðum ekki mikinn tíma saman þá var það eitthvað sem tengdi okkur og veikindin ollu því að við urðum nánari. Ég þakka Kollu minni að fá tækifæri til að kynnast henni, ég hefði verið fátæk- ari án vináttu hennar. Ég bil algóðan Guð að styrkja Sverri og sendi öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Svana. bænum, þar á ég henni mikið að þakka, fyrir hennar trúfesti er stór hópur fólks sem gengur á Guðs vegum. Það er lán frá Guði að hafa fengið að eiga svo yndislega tengdamóður, en allt er að láni, en einn dag tekur eilífðin við og þá verður engin sorg, einungis fögnuður og gleði, fyrir þá sem eiga von og trú á Drottin Jesúm Krist. Ég get ekki útskýrt eða sagt allt sem býr í bijósti mér, en það er bæði söknuður og gleði, því ég veit að hún Guðmunda er farin til fundar við þann sem hún elskaði og var sífellt að tala um, Drottin Jehóva, það hlýtur að hafa verið dýrðleg heimkoma. Hún vildi alltaf að Drottinn yrði dýrðlegur í sér, þess vegna er mér svo ljúft að minnast hennar, því vitnisburð- ur hennar var slíkur, hún vildi hafa Guð í öllu sínu lífi. Ég þakka þær stundir sem við fengum að hafa hana og minning- arnar geymi ég í hjarta mínu. Guð geymi okkur öll. Vilhjálmur Hendriksson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMUNDUR ÞÓRÐARSON, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. apríl kl. 15.00. Sigurdór Hermundarson, Sigrún Ólafsdóttir, Bjarni Hermundarson, EsterHurle, Sigurður Hermundarson, Ingibjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Guðmunda Guðrún Sigurð- ardóttir, Vestmannaeyjum t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, Sörlaskjóli 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. Daníel Franklín Gíslason, Guðbjörg Elín Danielsdóttir, Árni Þórólfsson, Arna Björk Árnadóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRÍMANN SIGURÐSSON fyrrum yfirfangavörður, íragerði 12, Stokkseyri, sem lést 5. apríl, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 11. apríl kl. 14.00. Anna Hjartardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Anna P. Hjartardóttir, Svavar Björnsson, Áslaug Baldursdóttir, Frímann Baldursson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Skuld íVestmannaeyjum, sem lést 4. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. apríl kl. 15.00. Kolbrún Skaftadóttir, Hörður Felixson, Stefanía Guðmundsdóttir, Ágúst Bergsson, Jóhannes Guðmundsson, Ana Christina Leite, Kjartan Þór Guðmundsson, Þórunn Oddsdóttir, Erna Björk Guðmundsdóttir, Ragnar Geir Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eiginkonu minnar og móður, LÁRU JÓNSDÓTTUR, Reykjahlið 14, Reykjavík. Gunnar Stefánsson og börn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÖLLU HALLDÓRSDÓTTUR, Grundarfirði. Ása Finnsdóttir, Halldór Finnsson, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og hjálp við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóö- ur, ömmu og dóttúr, GUÐBJARGAR BIRNU HAFSTEINS PÉTURSDÓTTUR, Hafnarbraut 21, Höfn. Fyrir hönd annarra vandamanna, Björn Kristjánsson, Ingunn Jóna Björnsdóttir, Andrés Óskarsson, Sigurros Erla Björnsdóttir, Jón Þorsteinsson, Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, Björn Óskar Andrésson, Ágústa Sigurrós Andrésdóttir, Jón Birnir Jónsson, ívar Þór Jónsson, Pétur Hafsteinn Björnsson. Lokað vegna jarðarfarar INGE-LISS JACOBSEN í dag, fimmtudaginn 9. apríl. Verslunin Egill Jacobsen hf Austurstræti 9. f X t 'i í í i í í í ! í i i i i : i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.