Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 nýjar sendingar Hamraborg 3 sími 41754 Póstsendum UnA'* ESSO STÖÐVARNAR FORVITNILEGAR VÖRUR... r jr „A FINU VERÐI Gasgrill á kr. 14.990 BASTA, glært bón (mjög auðvelt í notkun) -fljótandiá kr. 159 - úöabrúsi á kr. 159 Fóðraðir vinnuvettlingar úr skinni á kr. 286 Sorppokar (stórir, svartir. 10 stk. á rúllu) á kr. 234 Orkustöð á kr. 13.763 (orkustöð - rafgeymir sem gefur bæði 12 Volt og 220 Volt) ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA Olíufélagið hf - ávallt í alfaraleið Börn og kynferð islegt ofbeldi eftir Sigurð Þór Guðjónsson Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, eru tveggja ára um þessar mundir. Af því tilefni hafa fulltrúar þeirra gert grein fyr- ir starfsemi samtakanna í fjölmiðl- um. Og í viðtali við Helgarblaðið þ. 6. mars lýsti Guðrún Jónsdóttir eftir karlmönnum til umræðna um kynferðislegt ofbeldi. Skal nú orðið við þeirri áskorun. Umfjöllun mín verður að vísu ákaflega ófullkomin og mjög í brotum. Eigi að síður mun ég nefna nokkra fleti á málinu sem lítið hafa verið til umræðu opinber- lega. Tölur Stígamóta Árin 1990-1991 leituðu 566 ein- staklingar til Stígamóta en á síðasta ári voru nýjar konur 305. Tæpur helmingur þeirra voru yngri en tíu ára. Gerendur í fyrra voru 416, þar af 5 konur. Þolendur voru konur í 94% tilfella. Mat Furniss Fyrir rúmu ári kom hingað til lands breski bamageðlæknirinn Til- mann Fumiss, sem í tuttugu ár hefur rannsakað kynferðisbrot gegn börnum í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi. Hann hélt málstefnu fyrir fagfólk. Morgunblaðið átti tal við Furniss 11. janúar 1991. Er full ástæða vegna upplýsinga Stígamóta til að minna á ýmislegt sem þar kom fram. En ég mun einnig líta til annarra átta. Furniss sagði meðal annars: „Það er búið að taka óratíma að fá fólk almennt til að viðurkenna að kynferðislegt ofbeldi er eins algengt og það er, en eftir sem áður er mjög langt í land með að fólk geri sér grein fyrir öllum hliðum málsins og horfist í augu við staðreyndir.“ Brýnast væri að átta sig á þrenn- um staðreyndum: 1) Kynferðisofbeldi hefjist yfirleitt þegar böm em mjög ung. 2) Nálægt helmingur fómarlamba séu drengir. 3) 1-3% barna og unglinga séu fómarlömb grófs kynferðisofbeldis. Furniss ályktar að íslendingar séu ekki frábmgðnir nágrannaþjóð- unum og reiknar út frá því; 30% þjóðarinnar era börn og ungiingar, eða 75.000 einstaklingar. „Af þess- um hóp eru á bilinu 1-3% fórn- arlömb alvarlegs kynferðisofbeldis. Þá emm við að tala um 750-2.100 börn og unglinga sem eru alvarlega misnotuð. Þetta virðist óhugnanlega há tala, en ég byggi þetta á stað- reyndum." Drengirnir Og Furniss heldur áfram: „Önnur staðreynd sem fólk á erfitt með að viðurkenna er það, að 40% fórnar- lambanna eru drengir. Og það er alvarlegt mál. Alls staðar.“ Hvemig skyldi standa á allt öðru hlutfalli drengja í löndum Evrópu og þeirra sem leita til Stígamóta? Erum við ólíkir þessum þjóðum hvað þetta varðar? Eða skila drengirnir sér ekki til Stígamóta? Og þá hvers vegna? Þessari spumingu verðum við að svara því mikið getur verið í húfi. Fyrirbyggjandi nauðsyn Ekki aðeins heill þeirra drengja, sem hugsanlega eru nú þegar þol- endur, heldur einnig bama framtíð- arinnar af báðum kynjum. Furniss telur nefnilega enn mikil- vægara að finna drengi, sem eru þolendur og hjálpa þeim, en stúlk- ur: „ ... I hópi drengja sem eru fórnarlömb kynferðisglæpa í dag er líklegt að við finnum kynferðisaf- brotamenn og nauðgara framtíðar- innar ... og mjög stór hluti þeirra sem hafa framið hryllilega kynferð- isglæpi eru einstaklingar sem í æsku urðu fyrir barðinu á sama viðbjóðn- um“. Furniss segir þetta staðreynd- ir sem ekki sé hægt að horfa fram- hjá. í viðtalinu við Helgarblaðið taldi Guðrún Jónsdóttir að „kenningin" um kynferðisafbrotamenn sem fyrr- um þolendur væri röng. Hún benti á að konur gerðu ekkert svoleiðis þrátt fyrir að hafa verið þolendur. Um það hafði Furniss þetta að segja: „Alvarlegar afleiðingar kynferðis- legs ofbeldis gegn stúlkum em oft- ast sálrænar og geðrænar og koma fram með allt öðru móti en kynferð- isofbeldi.“ Og fleira sagði hann: „Eftir tutt- ugu ára starf veit ég og allir sem vinna við þessi mál, að 50% tilvika þegar börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi þá hefst það á aldrinum frá 1. ári og fram til sex ára. Hjá meiri- hluta hinna 50% hefst kynferðisof- beldið á bilinu frá 6 ára aldri og fram undir kynþroskaaldurinn." Ber þessu atriði reyndar vel saman við tölurnar frá Stígamótum. Þessar eru þá hinar þijár fmm- staðreyndir um kynferðislegt ofbeldi á börnum að mati Tilmann Furniss og ég hélt að þær væm almennt viðurkenndar. Tælingar Orðin geta valdið misskilningi þegar rætt er um kynferðislegt of- beldi á börnum. Oft er engu ofbeldi beitt í venjulegri merkingu. Miklu ferkar er um tælingu að ræða sem barnið getur upplifað sem blíðu. Stundum er gerandinn sú mann- eskja sem að öðm leyti sýnir barn- inu þrátt fyrir allt mesta ást og ræktarsemi. Má þá nærri geta að geðtengsl þess brenglast. Misnotk- unin hefur sem sagt ýmiss konar yfirbragð. En ávallt skapar hún mikið sálarstríð í barninu. Það er hins vegar hættuleg ranghugmynd að halda að kynferðisleg misnotkun barna, jafnvel alvarleg misnotkun, líkist yfírleitt grófri valdbeitingu eða nauðgun. En það er vitaskuld líka til. Gerendur Vegna hárrar tíðni kynferðislegs ofbeldis gegn börnum eru gerendur Þú opnar dós oq qæðin koma í Ijós! Sigurður Þór Guðjónsson „Allir eru í vörn. Fjöl- skyldur og ættingjar; skólarnir, kirkjan, rétt- vísin, löggæslan, heil- brigðiskerfið, stjórn- völd; konur jafnt sem karlar.“ þar af leiðandi einnig mjög margir. Og þeirri staðreynd finnst okkur erfiðast að kyngja. Ekki bætir svo úr skák að þeir eru yfirleitt ósköp venjulegt fólk úr öllum stéttum, en engar ófreskjur, þó þær finnist að vísu innan um. Áfengi kemur oft við sögu. Við getum öll leiðst út í þetta við ákveðnar kringumstæður. Og ekki hverfur sú hætta með aldr- inum þegar dómgreindin þverr og einmanaleiki verður hlutskipti flestra. Það er ekki fyrr en á síðustu ámm að samfélögin viðurkenna að kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum eigi sér raunverulega stað. Og enn eru þar kurl að koma til grafar. Tilfell- um fjölgar sífellt í Evrópu þar sem drengir hafa verið misnotaðir af mæðrum sínum. Konur virðast því oftar vera gerendur en áður var talið. Og líklega eru þau atvik ein- mitt þau sem sveipuð eru hvað mestri leynd og bannhelgi. Vörnin Sökum þess hve kynferðisbrot á börnum eru algeng í reynd og vegna þess að tilhneigingin býr í öllum, þó langflestir afneiti henni heiftar- lega, en hin ákafa vöm og höfnun, sem þolendur verða fyrir frá sínum nánustu og öðrum, því ekkert undr- unarefni. Það er því miður fremur fátítt að ættingjar og aðrir styðji málstað bamsins. Oftast snúast jafnvel mæðurnar gegn þeim en afneita verknaði gerandans eða rétt- læta liann. Jafnvel þegar brotin em viðurkennd er þó mjög hætt við að barnið verði fyrir sterkri tilfínninga- legri höfnun. Því er jafnvel kennt um allt saman. Á fáum öðmm svið- um mannlífsins kemur miskunnar- leysi okkar og eigingirni fram jafn köld og nakin. Og allir eru í vörn. Fjölskyldur og ættingjar; skólarnir, kirkjan, lög- gæslan, réttvísin, heilbrigðiskerfíð, stjórnvöld; konur jafnt sem karlar. Vörnin sprettur af geysiflóknu samspili hugrænna eiginda í hveij- um manni og samfélagslegra siða- boða, enda ógnar kynferðisofbeldi gegn börnum, einkum sifjaspell, ekki aðeins innsta kjama sálarlífs- ins, heldur sjálfri siðmenningunni og tilvemgrundvelli samfélaganna. Refsingar Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til laga um breytingar á hegningar- lögum um kynferðisbrot. Þar er ýmislegt til bóta en annað orkar tvímælis. Refsimörk við sifjaspellum og skyldum brotum eru til að mynda þyngd verulega. Það er þó ósenni- legt að strangari refsingar dragi úr þeim. Og ekki leysa þær vanda þol- enda og enn síður gerenda. Krafa margra, ekki síst ýmissa kvenna- hreyfínga, um þyngri refsingar, og þá helst mjög harðar, er byggð á hrapallegum vanskilningi á þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.