Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 Þættir um íslenskt mál Bókmenntir Erlendur Jónsson Mörður Árnason: Málkrókar. 240 bls. Uglan. íslenski kiljuklúb- burinn. Reykjavík, 1991. Þættir þessir eru byggðir á erind- um sem höfundur flutti um daglegt mál í Ríkisútvarpinu. Ætli megi ekki kalla þá dæmigerða sem slíka? Stuttir eru þeir; gagnorðir; alþýð- legir; eitt meginefni tekið fyrir í senn; aðfinnslur jafnan studdar ábendingum. Þannig hafa þættir þessir mótast á áranna rás. Og þeirri hefð fylgir Mörður í öllum höfuðdráttum. Það sem hér er öðruvísi snertir yfirborðið en hreyfir lítt við grunn- inum. Til dæmis er ljóst að höfund- ur vill fyrir enga muni sýnast form- legur né hátíðlegur og enn síður lærður heldur alþýðlegur og kump- ánlegur. Lærðra manna snið íþyng- ir ekki stíl hans. Skólastafsetningu fylgir hann ekki nema honum sýn- ist svo. Samtengingum slengir hann saman að hætti Laxness og fleiri. Og soldið skrifar hann svo — eftir framburði. Meinlausum slettum og slangri vísar hann ekki hvarvetna á bug. Kannski vill hann sýnast dálítið ungur og kærulaus. »Frjáls- lyndri ábyrgðarstefnu« segist hann FASTEIGIXIASALA Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 Vantar eignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbylí ÁLFTANES Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús v/Norðurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góð svefnherb. Vandaðar innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj. LINDARBRAUT Mjög gott einbhús á einni hæð. Hús- ið er 145 fm auk 30 fm blómaskála. Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket. Fallegur garður. V. 16 m. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íb. i góðu lyftuhúsi. Raðhús HRAUNBÆR Vorum að fá í sölu mjög gott enda- raðh. á einni hæð. 137 fm. Nýtt parket. Bílskréttur. Skipti á góðri 3ja-4ra herb. íb. koma til greina. GRASARIMI Til sölu sérstakl. fallegt parh., hæð og ris m/innb. bílsk. V. 12,7 m. Áhv. 6,0 m. BREKKUBYGGÐ V8.5M. Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm, auk bílsk. 4ra-6 herb. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæö i lyftuh. Laus nú þegar. ESKIHLÍÐ Vorum að fá í sölu góða 4ra-5 herb. 108 fm íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. BÓLSTAÐARHLÍÐ Mjög góð 4ra-5 herb. 105 fm íb. á 3. hæð í fjölbh. Bílskréttur. Laus strax. NEÐSTALEITI Til sölu stórglæsil. 4ra-5 herb. íb. 121 fm. Parket á gólfum. Þvottaherb. innaf eldh. Tvennar svalir. Stórkostl. útsýni. Stæði í lokuöu bílahúsi. 3ja herb. VESTURBERG Til sölu góða 3ja herb. 87 fm íb. á 3. hæö. V. 6,4 m. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risib. Sérinng. V. 4,2 m. 2ja herb. SKÚLAGATA 2ja herb. 50 fm íb. á 1. hæð. Suð- ursv. V. 3,7 m. HLÍÐARHJALLI Glæsil. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð. Stórar suðursv. LYNGMÓAR GBÆ Til sölu mjög falleg 2ja herb. 60 fm íb. á 3. hæð (efstu) ásamt innb. bílsk. Parket á gólfum. Stórar suðursv. Laus fljótlega. V. 6,3 m. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson, hs. 39558. Mörður Árnason þó fylgja. Og það er líklega sönnu . nær. Því Mörður er ekki allur þar sem hann er séður. Ef horft er framhjá saklausum leikaraskap kemur í ljós býsna skemmtilegur kennari og glöggur málfræðingur. Eins og slíkra er háttur beinast skeyti hans oft að vafasamri málnotkun, röngu máli eins og það var forðum kallað, en ekki síður að óhóflegri notkun ýmissa talshátta. Sumir nefna það kiisjur. Stöku maður hefur látið klisjurnar fara svo í taugarnar á sér að klisjan hefur orðið að klisju í munni hans sjálfs. Ekki á það við um Mörð þótt hann að vísu grípi til þessa margnotaða orðs. Hann er tiltölulega hófsamur og sjaldan staglsamur. Undirrót stofnana- málsins, sem farið hefur fyrir bijóstið á mörgum, útskýrir hann t.d. með fagmannlegri hógværð en heldur aftur af hneykslan sinni. Og þar tekur hann sennilega réttan pól í hæðina. Því stofnanamálið er ekki tímabundinn faraldur heldur þáttur í mannlegu eðli sem seint verður brott numinn. Kansellístíll eða stofnanamál verður til í einhverri mynd meðan stofnanir standa. Or- sakanna er sjaldnast að leita í sljórri máltilfinningu, oftár í meðfæddri varúð: maður vill ekkert segja og þorir ekkert að segja en verður þó að segja eitthvað; reynir þá að haga orðum almennt og loðið til að síðar megi leggja í þau hvaða skilning sem henta þykir. Mörður skrifar Evróvision sem kemur þægilega á óvart. Flestir segja júróvision sem er fáránlegt. Með fullri virðingu fyrir ensku verð- ur að segjast eins og er að hún blandast íslenskunni afleitlega. Sjálfsagt er að bera ensk heiti fram að enskum hætti. Hitt er fráleitt þegar heiti úr öðrum tungumálum eru einnig borin fram svo. Það er auglýsing á menntunarskorti og vanþekkingu. Ömurlegt er t.d. að heyra Unita í Afríku borið fram júníta. Þrátt fyrir málhreinsun og nýyrð- asmíð þarf íslenskan enn á sköp- unarmætti að halda. Þegar íslensk- ur texti er prentaður við hliðina á enskum eða frönskum er sá íslenski jafnan þriðjungi lengri. Hvers vegna? Gröndal henti gaman að heitinu á félagi þeirra Flateyinga og tók herlegheitin upp í eitt kvæða sinna: Fiateyjarframfarastiftunarstofnfé lagsbréfiegafélag. Nemanda, sem skipað var að skrifa áætiunarbifreið í stað rútu steig skrefið til fulls og bjó til orðið áætlunarsjáifhreyfi- rennireið. Vonandi hefur hann orðið málfræðingur! Sá er sem sé höfuð- galli íslenskunnar hve hún er óhæfi- lega langdregin, hversu orðin hlaða utan á sig. Mörg nýyrði eru eins og námskeið í klúðri. Má bjóða þér á skyndibitastað? Hver missir ekki lystina af að heyra annað eins? Enginn málfræðingur hefur enn sem komið er bent á leiðir til mál- farslegrar hagræðingar. Almenningur er hins vegar löngu prðinn þreyttur á staglinu. Þegar íslendingar tóku að selja Spánverj- um saltfisk og heyra spænsku tal- aða hugkvæmdist einhvetjum að klippa halann aftan af löngu orðun- um og láta þau síðan enda á ó að spænskum hætti. Það máttu kallast hagstæð viðskipti. Þar með fékk Iðnaðarmannafélagshúsið sitt klassíska heiti: Iðnó. Nemendur í gagnfræðaskólum tóku að kalla skóla sína gaggó. Og strætisvagnar Reykjavíkur urðu strætó. Þættir Marðar eru engin kerfis- bundin málfræði. Þeir boða ekki heldur neitt róttækt. En þeir eru gagnorðir og hressilegir. Merði tekst að blása lífi í fræði sem eru í eðli sínu þurr og í margra augum leiðinleg. Með eigin stíl sýnir hann svo fordæmi sem jafnt fijálslyndir og ábyrgir eiga að geta fylgt. »ís- lensk hefð krefst þó alla jafna í nafni fegurðar og rökvísi að ekki sé ekið utan málfræðilegra vega,« segir Mörður. Það má heita sann- gjörn krafa. Þjóð eins og íslending- ar, sem lifir mest í viðtengingar- hætti þátíðar, þarf að kunna sína málfræði. Glæsilegur sumarbústaður Glæsilegur og mjög vandaður sumarbústaður á besta stað í Biskupstungum. 64 fm ásamt 38 fm svefnlofti. Rafmagn og hiti. Stór verönd og heitur pottur. Falleg eldhúsinnrétting. Nánari upplýsingar hjá: Lögmönnum Suðurlandi - fasteignasöiu, Austurvegi 38, Selfossi, sími 98-22988. p lnrfuwW | Gódan daginn! Bragi Ásgeirsson með japanskri stúlku. Um hana sagði Bragi: „Þetta er ein af dætrum sólarinnar og systrum morgunroðans, sem ég hitti við hofið Heian í hinni fornu höfuðborg Kyoto; vildi gjarnan taka af sér mynd við hlið mér. Hún minnti mig á fiðrildi í sínum litskrúðuga búningi og sposkt bros færðist yfir kirsuberjavarir hennar." Seldi 3 listaverk í Osaka í Japan Bragi Asgeirsson listmálari nýkom- inn heim af japanskri listahátíð BRAGI Ásgeirsson listmálari er nýkominn frá Osaka í Japan, en þangað lánaði hann tíu verk, flest stór, á fyrstu listahátíð hindraðra (fatlaðra), sem haldin er í heiminum. Hátiðin stóð í þijá daga og seldi Bragi þrjú af verkunum tíu. Myndirnar eru allar úr röð grænna mynda, sem Bragi gerði sumarið 1988 og sýnd voru á sýningu hans að Vesturgötu 17, í september 1990. Myndirnar, sem Bragi sýndi í Japan, voru frá tímabilinu 1988 til 1992. Þær átta myndir, sem ekki seldust urðu eftir í Japan, því að fyrirhugað er að sýna þær í Tókíó í desember. Bragi Ás- geirsson var eini erlendi málar- inn, sem boðið var að sýna á þessari listahátíð. „Auðvitað er ég mjög ánægðui' og jafnframt ringlaður því að þetta var svo óvænt,“ sagði Bragi í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður um viðbrögð við þessari sölu. „Hér leit enginn við þessum myndum, en útlensk- ir myndlistarmenn, sem komu á vinnustofu mína og höfðu ferðast um landið voru undantekningar- laust mjög hrifnir af þeim og hvöttu mig til að reyna að sýna þau erlendis. Sögðu svo mikið af landinu í þeim og um leið væru þau mjög nútímaleg." Bragi sagði að hingað hefði komið maður frá Japan á síðastl- iðnu sumri, Kiyoko Tsubouchi.og heimsótt sig á vinnustofuna. Hann tók videó myndir og fyrir tilstilli hans var honum boðið til Japan. Þessi maður var ekki í forsvari í Osaka, en verður það í Tókíó og hyggst skipuleggja hátíðina. Hann hefui’’ hug á að sýna einnig grafíkmyndir eftir Braga. Um ferðina til Japan sagði Bragi: „Ferðin til Japan var einstök upplifun og hver dagur var öðr- um viðburðaríkari og þessu lauk í Tókíó, þar sem ég dvaldi í þtjá daga, með einum eftirminnileg- asta degi sem ég hef lengi lifað, svo að það var hálf erfitt að slíta sig frá landinu daginn eftir, en þá tók við einstök flugferð norð- ur yfir Síberíu, Rússland og niður til Kaupmannahafnar, er tók 10 klukkustundir og 50 mínútur. Mig hefur dreymt furðulega drauma er gerast í Japan á hverri nóttu síðan ég kom heim, en sem tengjast þó ekki endilega listum eða dvöl minni þar, frekar ein- hveiju óræðu framhaldi, svo yfir- þyrmandi og firnasterk voru áhrifin og ég heltekinn af þessu gjörólíka menningarsamfélagi," sagði Bragi Ásgeirsson listmál- ari. Húbert Nói í Nýlistasafninu FRAM til 12. apríl stendur yfir í efri sölum Nýlistasafnsins sýn- ing á verkum Húberts Nóa. Á sýningunni eru 13 olíumálverk og eru það nýjustu verk listamanns- ins. Húbert Nói stundaði nám við Raunvísindadeild Háskóla Islands 1981-82, veturinn 82-83 nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og loks nám við Myndlista- og handíða- skóla Jslands 83-87. Húbert Nói hefur stafað sem myndlistarmaður frá áriðnu 1987 og haldið 4 einka- sýningar og tekið þátt í tveimur samsýningum. Sýningin í Nýlistasafninu stend- ur til 12. apríl nk. og er hún opin frá kl. 14-18 alla daga. Nýlista- safnið stendur við Vatnsstíg 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.