Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992
AF
GUÐS
Samantekt Komillo Koldolóns
„SANNLEIKURINN er sá að á
bak við ánægjulegt andlit leynd-
ist ánægður maður“, er niður-
staða ævisöguritarans Josephs
Connollys um skapara Woosters
og Jeeves, yfirstéttarmannsins
og hins skrúðmælta þjóns hans.
Wodehouse hefði seint unnið
verðlaun fyrir ytri fegurð. Höf-
uðið var stórt og afskaplega
venjulegt. Hárið þynntist
snemma og var sem dúnn um 25
ára aldurinn. Ekki bættu bleik
hornspangargleraugu um betur.
En góðvildin var í öndvegi —
góðvild og kímni skína jafnvel
gegnum verstu ljósmyndir af
honum. Hann brosti oft — reynd-
ar oftast nær.
NAÐ
P.G. Wodehouse
við ritvélina, hálf-
fimmtugur að
aldri.
Hugh Laurie og Stephen Fry í
hlutverkum Jeeves og Wooster
í sjónvarpsþáttunum vinsælu.
Fjórar bækur eftir Wodehouse frá árunum 1927 til 1932.
standa bróðurnum að baki fyrsta
skólaárið. Ekki var P.G. þó í nöp
við bróður sinn vegna þessa,
heldur var hann einn helsti
aðdáandi hans. Á flestum svið-
um stóð P.G. jafnfætis
bróðurnum, t.d. við að ritstýra i
skólablaðinu svo og í krikket
og rugby.
P.G. ákvað að helga sig
háskólanámi og sótti um ,
inngöngu í Oxford-háskóla.
Ef til vill var það vegna
óframfærni — hann var
afar feiminn, hvorki lífið né
sálin í samkvæmum, fípaðist í
léttara hjali og átti til að missa hluti
í gólfið. Hann varð samt ekki „kúr-
isti“ og hafði tíma aflögu í íþróttir.
Árið 1897 fékk hann inngöngu í
háskólann, en þá kom babb í bát-
inn. Armine bróðir hans hafði einn-
ig fengið inngöngu og ekki voru til
nógir peningar til að senda þá báða
til Oxford. P.G. var sá sem lét und-
an.
Nú blasti vinnan við, og P.G.
varð ekkert uppnæmur þegar faðir
hans lýsti því yfir að hann ætti að
stunda viðskipti. Það var fráleitt
því hann hafði stundað nám í forn-
málum.
Hafi P.G. nokkum tíma haft
ástæðu til að vera dapur hefur það
verið lokamisserið í Dulwich, eink-
um þar sem faðir hans hafði fundið
honum starf í banka. En þá gerðist
afdrifaríkur atburður. Hann skrif-
aði ritgerðina „Hugleiðingar um
formennsku hjá keppnisliðum". Rit-
gerðin var tekin til birtingar í skóla-
blaði og fyrir hana var greidd hálf
gínea.
Þetta var aðeins bytjunin. P.G.
var nú 19 ára og hafði sagt föður
sínum að hann ætlaði að verða rit-
höfundur. Engu að síður fór hann
að vinna árið 1900 við „Hong Kong
og Sjanghæ bankann“ í Lundúnum.
bankanum höfðu birst ekki færri
en 80 greinar eftir hann. En neitan-
ir skiptu líka hundruðum. Stundum
skrifaði hann allt að tíu sögur á
viku og sendi til blaða út um allt.
Flestar voru endursendar.
Þótt P.G. stundaði vinnu sína í
bankanum af kappi, var ekki tekið
mikið eftir honum þar. Hjartað var
annars staðar og einnig hugurinn,
að sögn yfirmanns hans. Eftir að
honum hafði tekist að rústa glænýja
sjóðbók ákvað bankinn að reyna að
komast af án hans.
Nú var P.G. kominn upp á lagið
með að skrifa drengjasögur sem
urðu vinsælar og drengir gátu lifað
sig inn í. Þessar sögur jók hann,
bætti og breytti í skáldsögur. Árið
1903 komu út skáldsagan „The
Pothunters" og skömmu síðar „A
Prefect’s Uncle“ og „St. Austen’s",
safn skólasagna auk alls kyns
blaðagreina.
Árið 1904 fór P.G. í fimm vikna
ferðalag til Ameríku. Við heimkom-
una var hann eftirsóttur blaðamað-
ur, enda orðinn „sigldur". Þá samdi
hann fyrstu söngtextana, við sýn-
ingu á „Bruce liðþjálfa“, og fyrir
þá fékk hann fimm gíneur.
Um jólaleytið sama ár fannst
P.G. hann hafa forframast nóg til
að skrifa í dagbók sína: „ .. .Ég er
orðinn þekktur. Ég á söngtexta í
Bruce liðþjálfa, framhaldssögu í
„Kapteinninum“, fimm útgefnar
bækur, ég ritstýri „Meðal annars"
(By the Way), Pearsons gefur út
tvær sögur og tvö ljóð eftir mig,
ég hef lokið sögunum um „Kid
Brady" og hef verið beðinn um að
skrifa vikulega ljóð fyrir „Vanity
Fair“.
Nú, þegar hann var orðinn „al-
vöru“ rithöfundur, gerði Sir Sey-
mour Hicks samning við hann um
söngtexta fyrir ókomnar sýningar
í Aldwych-leikhúsi. Unga tónskáld-
Wodehouse skrifaði fram í and-
látið. Hér er hann við ritvélina
viku áður en hann lést 1975.
Vinnubrögðin þar áttu lítt við hann
og honum hryllti við hugmyndinni
um að eiga eftir að fara til Áustur-
landa til að stjóma eigin banka,
hann sem treysti sér varla til að
reka pylsuvagn, að eigin sögn.
Kunnátta hans í latínu og grísku
kom honum vel þegar honum var
fengið fyrsta verkefnið, að líma frí-
merki á umslög. Það gerði hann
með glæsibrag. Þáð var ekki fyrr
en bókhaldið byrjaði, með öllum
sínum afstemmingum og debet og
kredit að hann fór að guggna. Öðr-
um ungum mönnum sem byijuðu
um sama leyti virtist vegna vel, og
það sem verra var, þeir voru blátt
áfram fagmannlegir. P.G. óskaði
þeim velfarnaðar og fór að skrifa
greinár á nóttunni. Brátt birtust
greinar hans í „St. Jame’s Gaz-
ette“, „The Weekly Telegraph“ og
víðar.
Þetta kann að hafa virst auðvelt
og að sönnu veittist P.G. ekki erfítt
að semja. Eftir tveggja ára starf í
Undanfarin
mánndags
kvöld hafa þeir
Jeeves og Woaster
haft ofan af fyrir
íslcnskum sjón-
varpsáhorfendum í
þáttaröðinni Ráð
undir rifi hverju. Hér
segir frá skapara
þeirra P.G. Wadehouse
sem skipar dáiítió
scrstakan sess í bresk-
um bókmenntum
Pelham Grenville (P.G.)
Wodehouse — spaugjöf-
ur og höfundur söng-
texta, leikrita og kvik-
myndahandrita — fædd-
ist á Englandi 15. októ-
ber 1881, í Guildford,
Surrey, þótt fjölskyldan
hefði búið í Hong Kong í mörg ár.
Faðir hans var opinber embættis-
maður og fluttist til Hong Kong
árið 1867, þar sem hann kvæntist
tíu árum síðar Eleanor Deane,
prestdóttur. Pelham Grenville, er
hlaut gælunafnið „Plum“, var þriðji
fjögurra sona.
Fyrstu tvö æviárin dvaldi P.G.
með fjölskyldunni í Hong Kong, en
þá var ákveðið að drengimir skyldu
fá einkakennslu á Englandi. Vegna
þessara örlagaríku ákvörðunar
sundraðist fjölskyldan og synirnir
hlutu þá óvenjulegu reynslu í barn-
æsku að sjá foreldra sína aðeins
sjöunda hvert ár, öll skólaárin.
Árið 1884 var leigt hús í Bath á
Englandi og synirnir þrír urðu eftir
í umsjá þurrlegrar, alvörugefinnar
konu, Miss Roper. Hjá henni þrifust
allar hefðbundnar dyggðir svo sem
formfesta, óaðfínnanlegur þrifnað-
ur, röð og regla — uppáhald ungra
drengja!
P.G. saknaði foreldra sinna og
eðlilegs fjölskyldulífs eins og hann
ímyndaði sér það. Með tímanum
leit hann á móður sína sem
„frænku" eða „fjölskylduvin“. Þrátt
fyrir þetta sagðist hann hafa notið
mjög barnæsku sinnar og aldrei lit-
ið á sig sem fórnarlamb sambúðar-
slita eða annarra hrakfara. Þvert á
móti hafi ánægjuleg æskuár komið
í veg fyrir að hann yrði mikil rithöf-
undur — sársaukann hafi vantað!
Áhrifa þessa óvenjulega uppeldis
gætir þannig í bókum P.G. að hann
kallar flestar eldri konur „frænkur“
og telur sér frjálst að gera góðlát-
legt grín að háttum þeirra. Maður
gerir ekki grín að mæðrum.
Árið 1893 varð P.G. ástfanginn
— af Dulwich-menntaskóla. í heim-
sókn til bróðurins Armine varð P.G.
svo hrifinn af skólanum að hann
nauðaði í föður sínum um að leyfa
sér að fara í hann.
P.G. virðist hafa notið lífsins í
Dulwich. 15 ára gamall var hann
mjög feiminn, öfugt við Armine.
Var ekki laust við að P.G. þætti