Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 SPILVERK þjóðanna var alla tíð nokkuð á skjön við það sem helst var á seyði á mektarárum þess uppúr miðjum áttunda áratugnum. Þekkasta plata sveitarinn- ar, og að margra mati merkasta plata hennar, Sturla, sem út kom 1977, var endurútgefin fyrir stuttu. A ISpilverkinu 1977 voru Egill Ólafsson, Sigrún „Diddú“ Hjálmtýsdóttir, Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson. Valgair segir að lögin á Sturlu hafi sum verið úr leikverkinu Græn- jöxlu, og þaðan eigi allir góðar minningar. Var Sturla tímamóta- plata á ferli Spilverksins? „Fyrir Spilverkið, í það minnsta okkur persónulega, voru allar plötur tímamóta- plötur,“ segir Valgeir og bætir því við að fyrir stuttu hafí karlpeningur sveit- arinnar setið saman og hlustað á Sturlu og orðið hissa yfir því hvað hún var einföld. „Okkur fannst glettilega skemmtilegt að hlusta plötuna, hún hefur elst vel. Við vissum nokk hvað við ætluðum að gera þegar við fórum að vinna hana, og við vorum ekki lengi. Ég eiginlega dáist að því hvað við vorum huguð, hún er svo spartversk." Sturla seldist afskaplega vel, líklega best hljómplatna Spilverksins. Þó er Valgeir ekki á því að hún hafi verið einhverskonar vendipunkt- ur í sögu sveitarinnar. „Tónlistarlega var meira lagt undir á næstu plötu, íslandi, en þá var Egill ekki lengur með.“ Hvað heldur Sturlu ferskri? „Við vorum engir meist- ara hljóðfæraleikarar og þurftum því að leita þeirra leiða sem voru færar á hvetjum tíma og það var ekki alltaf hringvegurinn, enda ekki búið að opna hann þá, en það gæti þó verið rangt hjá mér.“ UTAN ALFARALEIÐAR AFRÍSK tónlist sækir enn í sig veðrið, en jafnan er vandkvæðum bundið að komast yfir upptökur það- an frá fyrri árum. Fyrir stuttu kom á markað geisladiskur, Les merveilies du passé, þar sem safnað er saman nokkrum af helstu lögum zaireskra frumheija í tón- list, en tónlist frá Zaire hefur haft geysileg áhrif á tónlistarþróun í Afriku. Á disknum, sem Sonodisk gefur út, er fátt um upp- iýsingar, eins og vanalega frá Sonodisk, en tónlistin talar sínu máli. Á disknum eru átján lög frá árunum 1957 fram til 1975, rúmur klukkutími af tónlist með frumherjum á við Kabasséle, sem allir zaireskir tónlistarmenn standa í skuld við, Franco og O.K. Jazz-sveit hans, Tabu Ley Rochereau og Zaiko Langa Langa, svo fáeinir flytjendur séu nefndir; allt frá órafmagn- aðri frumrúmbu í raf- vædda lifandi danstónlist. DÆGURTÓNUST Gamalty já> en gottf Löngu búlö Geislavirkir Utangarðsmenn. HORNSTEINAR Nýjuagagirni ÞAÐ fylltist margur eftir- sjá þegar það spurðist að Talking Heads væri öll. Sveitin, sem skipuð var listaspírum frá New York, var ein áhrifamesta rokk- sveit áttunda áratugarins og fram á þann níunda undir sljórn David Byrne, sem haslað hefur sér völl sem sólóstjarna, á meðan forðum félögum hans hef- ur ekki gengið sem best. David Byme var hug- myndasmiður sveitar- innar, en tónlistargrunnurinn kom að mestu frá félögum hans. Eftir því sem á leið sótti Byrne þó í sig veðrið og bar æ meira á nýjungagimi - hans í tónlist. Fyrir stuttu kom svo frá Byme sóló- skífan Uh-Oh, þar sem Byme sameinar það besta frá Talk- ing Heads-árunum og þeirri margbreytilegu tónlist sem hann hefur fengist við síð- ustu misseri. David Byme hefur verið iðinn við að kynna tónlist frá Suður-Ameríku og gefið út á eigin vegum nokkrar skífur með tónlist frá Brasilíu og Kúbu m.a., sem hafa selst vel. Áhrifa frá þeim löndum gætir og á Uh-Oh, en platan ber ekki síður svipmót Talk- ing Heads. Byme segir reyndar að eftir að sú sveit lagði upp laupana hafi hann streist við að semja tónlist sem væri sem ólíkust Talking Heads, en síðan áttað sig á að með því væri hann að afneita hiuta af sjálfum sér. Gagnrýnendur hafa tekið Uh-Oh fagnandi og em á einu máli um að þar sé kom- in besta sólóskífa Bymes fram til þessa, en enn eimir eftir af því hjá mörgum að þeir eiga erfitt með að fyrir- gefa honum að hafa lagt af Talkin Heads. Utan vega Spilverk þjóðanna, Egill, Valgeir, Diddú og Bjólan. SPILVERKIÐ OG STURLA Geislavirkir á geisladisk ÞETTA rokkár ætlar að verða endurútgáfuár líkt og það síðasta, þvi stóru útgáfurnar munu kepp- ast við að endurútgefa grúa hljómplatna frá fyrri árum á geisladisk- um. Umfangsmest verð- ur þessi útgáfa eðliiega hjá Steinum hf., því fyrir- tækið ræður yfir þorran- um af dægurtónlist sið- ustu áratuga. Úr þvi safni hefur sitthvað kom- ið út nú þegar, en á þessu ári bætast um fjörutíu titlar við; alit frá Guð- mundi Jónssyni í Utan- garðsmenn. Umsjónar- maður þessarar útgáfu, sem Steinamenn kalla Homsteina íslenskrar tónlistar, er Jónatan Garðarsson. eftir Árno Motthíosson Jónatan sagði nafnið til komið þegar leitað var að samheiti yfir alla út- gáfuröðina. „Fyrst í stað reynum við að velja útgáfur sem hafa markað einhver spor, þó misdjúp séu og hjá niismun- andi hóp- um, en einnig - förum við töluvert eftir fyrirspumum, en gríðarmargar fyrir- spumir hafa borist um sumar plötur. Til að mynda er plata Spilverksins, Sturla, alls ekki fyrsta eða síðasta plata Spiiverksins; hún er einfaldlega sú sem mest var beðið um. Undir Hornsteina falla fyrst og fremst plötur sem við erum að gefa út óbreyttar, og þá ekki með neinum bónuslögum, nema þau 8éu í samhengi. Með því á ég við að t.a.m. er rökrétt að á fyrstu Trúbrot- plötunni, sem gefin verður ágreiningur, það var alltaf ágreiningur. Á Geislavirkum var rifist um pólítíska texta. Félagar mínir vildu helst ekki spila undir svo pólitíska texta, en ég gat sannfært þá með því að benda á að sveitir eins og Clash væru ekkert sérstakar ef ekki væri fyrir textana." Bubbi gerir lítið úr pönkáhrifum á sveit- ina, þrátt fyrir dálæti þeirra félaga á slík. „Við vorum í raun bara rytmablúsband með reggí- og skaáhrifum. Að vísu spiluðum við aðeins hraðar en gengur og gerist og með meiri hráleika, en við vorum í raun bara Rolling Stones á góðum kókdegi." Bubbi segir að það hafi komið upp vangaveltur um að vinna plötuna upp, „en meðlimir hljómsveitarinnar eru út um allar jarðir og sum- ir talast ekki við. Kannski er það ágætt að það sé' ekki gert, enda er hætt við að ef allir koma saman byiji tilboð- in um að sveitin komin saman aftur, en það verður aldrei. Þetta er löngu búið.“ Hornsteinar Heimir og Jónas fyrir sunnan Fríkirkjuna. út 17. júnf, verða sex auka- lög, fimm af smáskífum og eitt sem- tekið var upp um leið og platan, en hefur aldrei komið út. Þessi auk- alög eru öll með sveitinni eins og hún var skipuð þeg- ar platan var gerð og því eðlilegt að nýta þau á hana endurútgefna, frekar en að geyma þau á einhveija safnplötu." Jónatan sagði að Steinamenn væru ekki að horfa á stundargróða, „við hugsum þetta sem þjónustuatriði ekki síst, og ef við náum í útgáfukostn- að á þremur til fjórum árum, þá erum við ánægð- ir. Við leggjum eins mikið í þetta og þarf til að gera útgáfuna veglega, bætum við nauðsynlegum upplýs- ingum, ef þær vantar og látum textablöð fylgja með hafi þau einhvemtímann verið til staðar." Eins og áður segir er útgáfan komin af stað, en út em komnar Sturla með Spilverki þjóðanna, fyrsta piata Hins islenska þursa- flokks samnefnd sveitinni, Fyrir sunnan Fríkirkjuna með Heimi og Jónasi, fyrsta plata Sav- anna tríósins, Geislavirkir með Utangarðsmönnum, í mynd með Egó, Leyndar- mál með Grafík og á Þjóð- legum nótum með Ríó. Væntanlegar eru svo m.a. plata með Silfurkórnum, Lax, lax, lax með Guð- mundi Jónssyni, Mávastell Grýlanna, Syngjandi sveittir með Sáiinni hans Jóns míns, Lög Oddgeirs Kristjánssonar með Sextett Ólafs Gauks, Sumar á Sýr- landi með Stuðmönnum, plata með Mánum, og lík- lega fleiri plötur með Stuð- mönnum, Spilverkinu, Utangarðsmönnum og Egói. Jónatan segir eftirvænt- ingu mjög mismunandi eft- ir plötum, en það væru líka mismunandi hópar sem væru að bíða eftir vissum titlum. „Ég hef ekki fundið fyrir minni áhuga fyrir Silf- urkórnum en Þursaflokkn- um. Þetta eru bara allt aðrir hópar, en eins og ég sagði áðan ræður einmitt eftirspurnin miklu um það hvaða titla við sendum frá okkur í fyrstu.“ . UTANGARÐSMENN voru ein helsta rokk- / sveit íslenskrar rokksögu og eins og slíkra / sveita er siður lifði sveitin skamma hríð, f ekki nema tvö ár. Fyrsta stóra plata sveitar- innar, Geislavirkir, kom út fyrir rúmum ellefu árum og fyrir stuttu á geisladisk. Geislavirkir telst tímamótaplata í íslenskri rokksögu og var í raun eina breiðskífa veitarinnar, þó hún hafi síðar sent frá sér tólftomm- una 45 RPM og sam- tíningsplötuna í upphafi skyldi endinn skoða. Bubbi Morthens, sem var fremstur meðal jafningja í Utangarðsmönnum, segir reyndar að hann haldi fremur uppá 45 RPM, enda líði Geislavirkir fyrir það að sveitin fékk vit- lausan upptöku stjóra, Geoff Calver. „Hann var þá nýbúinn að vinna með Mezzoforte og hafði lítið álit á þeim sveitum sem við höfð- um helst dálæti á, Clash, Sham 69 og Sex Pistols. Hann fágaði sveitina of mikið og tók í burtu hráleikann sem einkenndi Utangarðsmenn á tónleikum. Geislavirkir er samt ein af þremur bestu rokkplötum íslandssögunnar og var unnin á 80 tímum. Það var kannski stærsti plús- inn og það sem hélt kraftin- um, þrátt fyrir allt.“ Samkomulagið í Utan- garðsmönnum var brothætt, en Bubbi segir að það hafí verið gott þegar Geislavirkir var tekin upp. „En það var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.