Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 24
24 •<? MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANÐI:SUNNUBXGUR 26. APRfL,l992 , Sex egg, kruhka af súrsuóogrjenmtti og kex.pak.btx •" * Aster... ... að hún sé ímiðju blómahafinu. TM Reg. U.S Pat Otf.—all rights reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Fyrir alla muni flýttu þér hingað. Vatnsæðin sprakk... HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TÍL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Óvæntir eftirmálar Frá Kristjáni B. Snorrasyni: Hinn 17. janúar sl. var Sólarkaffi ísfirðinga haldið á Hótel íslandi. Þetta er tímamóta- óg menningarhá- tíð sem haldin er ár hvert og Isfirð- ingum til mikils sóma. Að dagskrá lokinni er haldinn dansleikur og þar kemur að ástæðu þessarar greinar. Ég er forsvarsmaður og stofnandi hljómsveitarinnar Upplyftingar, sem hefur nú starfað í samfellt 18 ár. Sérstaða þessarar hljómsveitar og langur líftími orsakast af því að hún hefur ávallt haft að leiðarljósi að spila fyrir viðskiptavininn og sniðið lagaval við þá sem mættir eru hveiju sinni. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða gömlu dansana þar sem harmonikkan er uppistaðan, eða nýj- ustu lögin með ýmsum nútíma „eff- ekturn". Hljómsveitin héfur að sjálfsögðu kappkostað að spila á þeim styrk sem hæfir hveiju sinni, svo að fólki líði vel. Þessi stefna hefur gert hljóm- sveitina mjög eftirsótta jafnt hjá ungum sem öldnum. Af þessum ástæðum var hljómsveitin ráðin til starfa á Hótel íslandi í haust til að spila á árshátíðum og opnum dans- leikjum. Þar á meðal kom í okkar hlut að spila á Sólarkaffí ísfírðinga- félagsins 17. janúar sl. eins og í Breiðvangi árið áður. Af tilviljun hitti ég Gunnar Sigur- jónsson góðan og gegnan ísfírðing nokkrum dögum fyrir hátíðina, en við erum málkunnugir vegna sameig- inlegra starfa að bankamálum. Kvaðst Gunnar verða veislustjóri þetta kvöld og bera kvíðboga fyrir hávaða sem alltaf væri of mikill á slíkum hátíðum að sínu mati. Sagði hann mér frá aldursskiptingu fólks á þessari hátíð. Ég fullvissaði Gunn- ar um það að hann þyrfti engu að kvíða í þessu efni hvað hljómsveitina varðaði, því tæknimenn hússins stjómuðu styrk hljómsveitarinnar fram í sal og þeir myndu fara eftir óskum hans hvað styrkinn varðaði. Hljómsveitin stjórnar sem sagt ekki styrknum fram í sal!! Þetta veit fólk að sjálfsögðu almennt ekki. Síðan kom að Sólarkaffínu og dansleiknum og verður ekki annað sagt en að hann tókst sérlega vel. Enginn, ekki nokkur maður kvartaði um hávaða við hljómsveitina, dans- gólfíð var fullt allt kvöldið og slíkt flör í lokin að hljómsveitin stalst til að spila í 20 mínútur fram yfir kl. 3! Meðal annarra komu fram með hljómsveitinni Gunnar Hólm, þekktur heimamaður að vestan og söng m.a. Upp undir Eiríksjöklj, Guðný Snorra- dóttir sem söng Ég er fráskilin að vestan og síðast en ekki síst Helgi Björnsson sem söng mörg af sínum þjóðfrægu lögum. Eftir dansleikinn linnti ekki látum fólks sem klappaði og kom og þakk- aði hljómsveitinni fyrir frábæran endi á góðri skemmtun. Einnig var til þess tekið af starfsfólki Hótels íslands hve gestirnir hefðu verið ánægðir með kvöidið. En nú er komið að eftirmála þess- arar hátíðar: I mars sl. ræðst fram á ritvöllinn í „Bréfum til blaðsins" í Morgunblað- inu fyrrum kollegi okkar Gunnars Siguijónssonar, Unnur Konráðsdótt- ir, Eskihlíð 6. Hún skrifar góða grein um upphaf og tilgang Sólarkaffísins og gefur lesandanum dýpri skilning á því sem stendur á bak við hátíðina. Eftir þennan ágæta inngang gerir hún úttekt á hátíðinni í sæti gagnrýn- anda. Almennt gefur hún hátíðinni góða einkunn að undanskilinni eftir- hermu sem hún var ekki ánægð með. Síðan lýsir hún merkum ákvörð- unum síðasta aðalfundar og klykkir út með hjartnæmri túlkun á forsend- um þess að fólk sækir þessa hátíð. Eftir þetta gagnrýnir hún hljóm- sveitina Upplyftingu. Það verður að segjast eins og er að .ég hef hvorki fyrr né síðar séð ráðist með slíkum stóryrðum á islenska hljómsveit op- inberlega. í stuttu máli, ekkert gott eða jákvætt! Hér tek ég orðrétt eftir- farandi tilvitnanir: „Gamla fólkið greip um eyrun og signdi sig, hélt að komin væri loftárás.“ „I öllum bænum sjáið til þess að þessi ófögn- uður endurtaki sig ekki. Sparið ykk- ur hljómsveit sem ekki kann sitt fag — hreinlega rekur fólk á dyr.“ Svo mörg voru þau orð! Unnur Konráðsdóttir! Nú legg ég fyrir þig 5 spurningar og krefst svara við þeim eða opinberrar afsökunar í þessum dálki. 1. Hefði nú ekki verið nær að tala við mig forsvarsmann Upplyft- ingar, áður en þú ræðst á okkur saklaus með opinberum atvinnurógi? 2. Hefði ekki verið skynsamlegt að tala við veislustjórann eða for- ráðamenn hússins og fá viðhlítandi skýringar áður en farið er fram með þessum hætti? 3. Trúir þú því í einlægni að þú sért að tala fyrir munn 800 óánægðra ísfírðinga miðað við allan þann fjölda sem fyllti dansgólfið allan dansleik- inn, heimtaði meira og þakkaði hljómsveitinni sérstaklega í tugatali? 4. Finnst þér hljómsveitin ekki taka mið af eldra fólki með því að spila t.d. Dísu í dalakofanum, Fram í heiðanna ró, Bjartar vonir vakna, Sólskinsdaga, hringdansa og fleira eins og gert var þetta kvöld? 5. Er þessi aðför þín ekki hliðstæð því að þú færir til kunningjakonu þinnar og horfðir á Hemma Gunn í sjónvarpinu, tækið væri mjög hátt stillt, þú segðir ekkert, heldur skri- faðir opinbera blaðagrein þar sem þú hundskammaðir Hemma greyið Gunn, hann ærði alla með hávaða, veldi ekki sínu hlutverki, hreinlega ræki fólk á dyr? Þú áttar þig á því, Unnur, að kunningjakonan sér um að stilla styrkinn á Hemma Gunn og það á að kvarta við hana en ekki að skamma hann saklausan, ekki satt? Agæta Unnur Konráðsdóttir. Ég efa ekki eitt augnablik að þér hefur fundist vera hátt þetta kvöld. Sjálfum fínnst mér hávaði óþolandi í góðra vina hópi. Svona hluti lagar maður ekki með því að ráðast að saklausu fólki í blöðum. Það verður að byija á því að skilja hlutina, afla sér upp- lýsinga og fylgja málum eftir sam- kvæmt því. I guðanna bænum láttu þetta frumhlaup þér að kenningu verða og kynntu þér málin betur framvegis. KRISTJÁN B. SNORRASON, Birkigrund 41, Kópavogi. Víkveiji skrífar Víkveiji dagsins telur sig fijáls- lyndan íhaldsmann. En hvað merkir orðið íhaldsmaður í tungu okkar? Horfum dulitið um öxl til að gera okkur grein fyrir hinu sögulega sam- hengi. íhaldsflokkur var stofnaður á Al- þingi íslendinga árið 1924. í Al- fræði menningarsjóðs [íslandssaga — Einar Laxness] er flokkurinn skil- greindur sem hægri flokkur öfugt við Alþýðuflokk, sem sagður er vinstri flokkur. Yzt á vinstri væng stjórnmálanna eru síðan sósíalistar og kommúnistar. íhaldsflokkurinn var ótvíræður hægri flokkur, borgaralegur lýðræð- isflokkur, sem byggði stefnu sína á hugmyndafræði einstaklingsfrelsis (frelsis til skoðana, tjáningar og framtaks), eignaréttar, samkeppni og markaðsbúskapar. Flokkar með þessu heiti störfuðu víðar í Evrópu, m.a. í Danmörku. Einn slíkur vann glæstan kosningasigur á dögunum í Bretlandi, fimmta kjörtímabilið í röð; sem frægt er orðið. Árið 1929 sameinuðust íhalds- flokkurinn og Fijálslyndi flokkurinn í nýjum flokki, Sjálfstæðisflokknum. Meðlimir þess flokks heita sjálfstæð- ismenn í almennri umræðu. Þeir hafa þó allar götur frá stofnun flokksins og samhliða verið kallaðir íhaldsmenn, ekki sízt af andstæðing- um sínum. Þetta orð, íhaldsmaður, hefur því ákveðna og skilgreinda merkingu í tungu okkar. xxx Víkveiji dagsins er ekki sáttur við þann hugtakarugling sem hann telur felast í „nýrri“ notkun þessa orðs, íhaldsmaður, og reyndar einnig orðanna hægri maður, í sum- um fjölmiðlum, einkum hjá frétta- stofu hljóðvarps. Nokkuð hefur borið á því að þessi fjölmiðill og reyndar fleiri noti orðin íhaldsmenn og jafn- vel hægri menn (öfgamenn til hægri) um stalínista eða harðlínumenn yzt á vinstri væng stjórnmálanna í fyrr- um Sovétríkjum. Með hliðsjón af framansögðu er þessi merking eða notkun orðanna íhaldsmaður og hægri maður á skjön við það sem þau hafa merkt og merkja enn í hugum þorra þjóðarinn- ar. Þegar stalínistar eiga í hlut má einfaldlega nota orðin yzt til vinstri, vinsri öfgamaður eða afturhalds- maður, þegar fyrrum Sovétríki eiga í hlut. Vel má vera að íslenzkir vinstri sósíalistar, sem standa upp að haus í hugmyndafræðilegu og pólitísku gjaldþroti, finni einhveija fróun í því að nota orðin íhaldsmaður eða jafn- vel hægri maður yfir (fyrrum) já- bræður sína í Austur-Evrópu. Þann- ig geti þeir hengt það hugmynda- fræðilega hrun, sem þeir eru hluti af í skoðanalegu tilliti, á klakk pólití- skra andstæðinga hér heima fyrir, a.m.k. í hugum fávísra og hrekk- lausra. En ekki er hægt að setja samasemmerki milli þeirra og virðu- legrar fréttastofu hljóðvarps. Það eru naumast nokkur tengsl á milli hugsjónagjaldþrotsins og stofunar þeirrar, eða hvað?. Þess vegna vonar Víkveiji dagsins að þessum hugtaka- ruglingi eða misnotkun pólitískra heita linni. XXX Og að lokum í tilefni sumarkomu upphafsorð Vormorgna eftir Klettafjallaskáldið og Vestur- íslendinginn Stephan G. Stephans- son: „í dag kom vor, og allt er yngra, nú ómar Harpa í hveijum þey. í dag er Gerður gullinfíngra að giftast Frey - því norræna voróttan var það, sem vetrarhurð lyfti úr daþ .fyrir sól. Og Skímir var geislinn, sem bónorðið bar það til bjarthendrar dísar, og vorsöngvavísrar, frá Árgoða sumars í Alfoðurstól. Gleðilegt sumar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.