Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 4
4 C
MGRGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 26. APRÍL 1992
yíkingarnir
komnir
tilparísar
íkingarnir eru komn-
ir aftur til Parísar á
þvi herrans ári 1992.
Nú með umfangsmestu
sýningu á menningarstraumum
vlkinganna, sem flæddu til allra átta
á víkingatímanum, frá því um 800
og fram yfir 1100: um norðurhvel,
vestur til Nýfundnaiands og austur
að Volgu og til Konstantinopel, um
Bretlandseyjar og strendur megin-
lands Evrópu og höfðu sín miklu
áhrif á mótun Evrópu með landvinn-
ingum í vestur til íslands, Græn-
lands og Ameríku, aðsetri á Bret-
landseyjum og hinum miklu viðskipt-
um langt í austurveg. Um það bera
vott þeir 650 fornmunir, sem safnað
hefur verið saman og iánaðir úr söfn-
um á öllu þessu svæði á hinni gríð-
armiklu Víkingasýningu, sem hófst
1. apríl í Grand Palais IParís. Þess-
ir listrænu gripir og handrit, m.a.
frá íslandi, sýna sem aldrei fyrr hve
umfangsmikil áhrif víkinganna voru
og þann hlut sem þeir áttu í að
móta Evrópu á miðöldum um leið
og voru að myndast norræn ríki og
ný lönd numin.
Víkingasýningin í París og allt
sem henni fylgir er umfangsmesta
og vandaðasta kynning á norrænni
menningu sem efnt hefur verið til.
Með þessum 650 sýningargripum frá
80 söfnum vestan frá Nýfundnalandi
og austur fyrir Vólgu gefst víðáttu-
mikil yfirsýn um þessa lítt þekktu
menningu á meginlandi Evrópu, þar
sem menn hafa mest verið upptekn-
ir af grískum og rómverskum
menningarstraumum. Að sýning-
unni standa ráðherranefnd Norður-
landaráðs, Evrópuráðið og franska
Listaráðið ásamt utanríkisráðuneyti
Frakka. Hún er afraksturinn af
margra ára rannsóknum og samn-
ingaumleitunum við öli helstu söfn
á svæðinu. M.a. söfnin í Sankti Pét-
ursborg, Moskvu, Kiev, Novgorod
og Odessa, sem í fyrsta skipti sýna
þarna minjar væringjanna og lána
norræna gripi úr sinni eigu. Sýning-
in sjálf mun standa í þrjá mán'uði í
höllinni Grand Palais í miðborg Par-
ísar, en angar hennar teygjast til
margra átta, til Víkingaskipasýning-
ar í Rouen, sýningar í Caen í Norm-
andí, til fyrirlestraraðar fræðimanna
I Finnska húsinu og ýmiskonar sér-
sýninga í norrænu húsunum í París,
auk þess sem Helge Ask, eftirlíking
af víkingaskipi frá 1010, grafið upp
í Hróarskeldu, liggur á Signu og
stundum róið á ánni af knáum nú-
tímavíkingumi m.a. með Margréti
Danadrottningu og Lang mennta-
Víkingahöfuð frú Sigtuna í Svíþjóð. Víkingaskip — eftirlíking af einu skipinu frá Hróarskeldu — liggur við bakka á Signu
Viðarrúm úr haug frá 800-850.
Fjársjóður frá 10. öld frá Gnezdovo í Rússlandi. Má þar m.a. sjá
skartgripi og sverð.
Útskornir dyrastafir úr norskri
stafakirkju frá 1050-1150.
málaráðherra Frakka við opnunina.
Sýningarskráin ein er yfir 400 síður
að stærð með fræðilegum greinum,
miklum litmyndum og kortum. Gefn-
ar hafa verið út bækur, og vísað til
um 60 bóka um þessa efni, sem eru
til sölu á staðnum, m.a. franskar
þýðingar af íslendingasögum.
Þetta er í fyrsta skipti sem stór-
sýning á vegum Evrópuráðsins verð-
ur í fleiri en einu landi. í París lýkur
Víkingasýningunni 12. júlí, þá verð-
ur hún flutt til Berlínar, þar sem
hún stendur í Altes Musem frá 1.
september til 11. nóvember. Sýning-
in verður svo opnuð í National Mu-
sem í Kaupmannahöfn 15. desember
1992 og lýkur 15. mars 1993. Svo
íslendingum gefst kostur á að sjá
hana á ýmsum stöðum. Frönsku
arkitektarnir tveir, Cornu og Crepet,
sem fengu það verkefni að setja upp
þessa sýningu sögðu mér að þeir
hefðu aldrei fengið að vanda svo vel
Skrín úr kopar, smelti og með gyllingu frá 1100-1150, grafið upp
á Jótlandi.
Silfurnæla frá 10. öld, grafin upp
í Danmörku.
til ef hún hefði aðeins átt að vera í
einu landi. En smíðaðir hafa verið
skápar úr oregon pine, mjög látlaus-
ir og skandinavískir, þannig út bún-
ir að hægt er að stilla raka og hita-
stig nákvæmlega í hveijum fyrir sig,
að undangenginni rannsókn í British
Museum. Enda eru þarna allt upp-
runalegir forngripir og strangar
reglur um hvernig með hvern og
einn skuli fara. Jónas Kristjánsson,
forstöðumaður Árnastofnunar, sagði
mér að svo væri um íslensku handrit-
in sem þarna eru og flutning á þeim.
Farið var með þau í tvennu lagi og
tveir sendiboðar í hvort sinn. Einnig
eru lánaðir góðir gripir úr Þjóðminja-
safni, en þessar tvær stofnanir eru
aðilar að sýningunni og var ákvörð-
un um það samþykkt af ríkisstjórn-
inni. Lilja Árnadóttir safnstjóri hefur
■