Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFSMIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 ÆSKUMYNDIN... ERAFSVERRIGUÐJÓNSSYNI, SÖNGVARA Varekkert aðflýtasér VAR dálítið út af fyrir mig sem krakki, þó að ég eignaðist náttúrlega félaga þegar ég varð eldri. Eg var frekar seinþroska varðandi ungl- ingsárin, svo að það má segja að ég hafi tekið minn tíma í að leyfa hlutunura að gerast án þess að flýta mér of mikið.“ Þannig lýsir Sverr- ir Guðjónsson sjálfum sér í æsku. Sverrir er Reykvíkingur, fæddur 10. janúar 1950. Foreldrar hans eru Guðjón Matthíasson og Jakobína Guðmundsdóttir. Hann er yngstur fjögurra hálfsystkina. Sverrir var í Austurbæjarskólanum öll sín bamaskólaár. Eftir bama- skólann tók við Gagnfræðaskóli Austurbæjar og Menntaskólinn í Reykjavík, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi. Sverrir segist vera mikið borgar- barn, enda hafí hann búið í miðbæn- um fram á fullorðinsár. Þarna var á þessum áram mikið af börnum en þetta var áður en öll böm flutt- ust út í úthverfin. Hann segir að þegar hann komst á unglingsár, hafi hann tekið eftir því að enginn hópur hafí tekið við í árgöngunum neðan við. Leikir og íþróttir voru efst á blaði á þessum árum. „Maður fór út á morgnana og var í fótbolta allan daginn og blés ekki úr nös þegar inn var farið á kvöldin." Sverrir var annars mjög liðtækur knattspyrnu- maður og var valinn í unglinga- landsliðið. ' Sigríður Sigurðardóttir, hálfsyst- ir Sverris, segir að það hafí verið einstaklega gott að passa hann, en það kom í hennar hlut að gera það. „En hann var mjög ákveðinn og ef hann tók eitthvað í sig, þá var ekki aftur snúið með það,“ segir hún. Eitt sem Sverrir tók snemma í sig var að hlusta eftir því sem ligg- ur á bak við það sem fólk var að segja beinum setningum. Og að Hann lærði snemma að sýna þolinmæði, Sverrir Guðjóns- son. sýna þolinmæði. Hann minnist at- viks sem gerðist þegar hann var fjögurra ára. Móðir hans hafði feng- ið vinnu á Keflavíkurflugvelli, svo að hann var sendur í sumardvöl upp að Rauðhólum. Hann langaði ekkert að fara en vissi að ekki yrði hjá því komist. „Eitt sinn var ég heima um helgi en átti að fara í búðirnar um kvöldið. Þó að mig hafi ekkert lang- að, þá hafði mér líkað ágætlega þama, sérstaklega við eina fóstr- una. Þá spurði mamma mig hvort að mig langaði ekkert til þess að fara. 0g þrátt fyrir að ég væri bara fjögurra ára, þá vora tvær hugsan- ir í gangi. Ég gat ekki sagt já, þvi þá myndi ég særa mömmu. En það var heldur ekki nógu gott að svara nei því að það myndi líka vera leiðin- legt fyrir hana. Þess vegna kaus ég að segja: Fyrst að maður á að fara, þá fer ég. Ég tók það mjög snemma í mig að sýna þolinmæði. Seinna meir þegar ég fór að endurskoða hlutina, urðu þolinmæðismörkin kannski ekki eins há. Þá uppgötvaði maður að hlutirnir þurfa ekki endilega að vera svona, maður verður gefa til- fínningum svolítið meira pláss.“ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Hringbraut malbikuð Bæjarbragurinn í Reykjavík tók gífurlegum breytingum í síð- ari heimsstyijöldinni og eftir það. Almenningur hafði skyndilega meira á milli handanna, ný íbúðar- hverfi risu og bílaeignin jókst. Með auknum íbú- aijölda og aukinni um- ferð þurfti aukna gatna- gerð til. Myndirnar að þessu sinni eru af fyrstu stóra gatnagerðinni í Reykjavík, malbikun Hringbrautar. Þær eru að öllum líkindum tekn- ar sumarið 1950. Árið 1953 var lokið við að malbika Hringbraut frá Miklatorgi, vestur að Bræðraborg- arstíg og 1958 var lokið við götuna vestur að Framnesvegi. Hringbraut lá upphaflega í hring, eins og heiti hennar gefur til kynna. Hún náði frá Granda, þar sem nú heitir Ánanaust og niður að sjó við Skúlagötu og heitir sá hluti hennar nú Snorrabraut. Hringbraut var skipt upp í þessar þrjár götur til að greina betur á milli framkvæmda við gatnagerðina. Fyrir malbikun var Hringbraut lögð rauðamöl sem var mikið notuð í gatnagerð á þeim tíma. Hringbraut var þó langt i frá fyrsta gatan sem var malbikuð, en það var Austurstræti, árið 1912. Árið 1936 var Hringbraut lögð tvöföld með eyjum á milli og þótti mörgum það ofrausn í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til kom annað hljóð í strokkinn. Enn þann dag í dag er Hringbraut ein aðalum- ferðaræð höfuðborgarinnar og hef- ur þó ekki tekið miklum breytingum frá sumardögunum í byijun sjötta áratugarins. Gatnagerð á mótum Bjarkargötu og Hringbrautar, líklega vorið 1950. Verið er að hefja gatnagerð með því að „taka upp úr götustæð- inu“ til þess að rýma til fyrir því efni, sem gera á götuna úr. SVEITIN MÍN ER_ REYKHOLTSDALUR Reykholtsstaður „Á Reykholti í Reykholtsdal er ég fæddur og uppalinn og þar hef ég búið þijá fjórðu hluta ævi minnar. Það er því sveitin mín og mér finnst hún virkilega skemmtileg sveit,“ segir Ei- ríkur Jónsson, varaformaður Kennara- sambands íslands. Eiríkur Jónsson Reykholt er innarlega í Reyk- holtsdal. Inn af Reykholts- dalnum, er svo Hálsasveitin og eru mörkin óljós. Þarna eru engin há fjöll, heldur einungis lágir hálsar. Utsýni er frá Reykholti inn á Eiríksjökul og Okið. í dalnum eru tveir þéttbýliskjarnar. Annar er í Reykholti og hefur myndast í kringum skólann. Hinn er Klepp- jámsreykir, sem byggist fyrst og fremst upp á gróðurhúsabýlum. Eftir dalnum rennur Reykjadalsá, einhver hlykkjóttasta á landsins. Reykholtsdalurinn er dæmigerð landbúnaðarsveit. Auk þess hefur þar alltaf verið töluvert um garð- yrkjubýli. Það eru margir hverir þarna sem menn hafa nýtt sér í gegnum tíðina. Reykholt er náttúrulega sögu- frægt fyrir búsetu Snorra Sturlu- sonar. Ég man eftir því sem krakki að það var töluvert minnst á hann. Svo hefur verið skólasetur í Reyk- holti um þó nokkurn tíma. Vestan við staðinn er Eggertsflötin, skóg- arreitur þar er talið að brúðkaup Eggerts Olafssonar hafi verið hald- ið á sínum tíma.“ Jóhanna sýnir bolvindur sem eru tilvaldar til að liðka mótin milli mjóhryggjar og bijósthryggjar, ekki síst hjá kyrrsetufólki. Kymeta er bakraun „Það er mikil bakraun að sitja allan daginn, eins og svo fjöl- margir gera. Því er nauðsynlegt að standa reglulega upp, hreyfa sig aðeins og helst að teygja á þeim vöðvum sem mest reynir á,“ segir Jóhanna S. Sigurðar- dóttir. Hún er sjúkraþjálfari og hefur til meðferðar marga þá sem ekki hafa hugað nægilega vel að ofangreindum atriðum. Kyrrsetufólk ætti að setja sér þá reglu að standa upp einu sinni á klukkustund, rétta úr sér og ganga um gólf. Þar sem er fá- mennt er gott að ganga í sömu sporum og lyfta hnjánum hátt. Hreyfingin er líkamanum nauðsyn,“ segir Jóhanna. Hún segir að þeim sem vinni við tölvur og svari í síma sé hættara en öðrum við stífum og bólgnum vöðvum, t.d. í herðum og hálsi. Því sé nauðsynlegt að teygja vel á þeim vöðvum. „Æskilegast væri að gera æfíngarnar með klukkustundar millibili eða að minnsta kosti einu sinni á dag. Þegar æfingamar eru gerðar, verður maður að gæta þess að sitja vel í stólnum þannig að þungirin lendi á setbeinunum en ekki rófubeini eða lærum. Æfing- araar á að gera hægt, tvær til íjór- ar af hverri. Maður byrjar á því að anda djúpt og slaka vel á í öxlun- um. Þá gerir maður stórar hring- hreyfíngar með öxlunum, ýtir þeim fram, upp, aftur og niður, og svo öfugan hring. Gott er að teygja á hálsinum, horfa beint fram og snúa höfðinu hægt til hliðar, þannig að maður finni létta teygju. Einnig að horfa beint fram og halla síðan höfðinu að öxlinni þar til maður finnur hvernig tognar á vöðvunum. Þriðja hálsteygjan felst í því að láta hökuna síga niður á bringu og snúa höfðinu hægt til hliðar. Til að liðka mótin á milli mjóhryggjar og bijóst- hryggjar er gott að snúa upp á bolinn. Þá er höndunum haldið í olnbogabótinni á gagnstæðum handlegg og snúið nokkrum sinnum til sitt hvorrar hliðar.“ Að sögn Jóhönnu er mjög mis- jafnt hvaða æfingar fólk er fáanlegt til að gera innan um starfsfélag- ana. Fyrir þá sem þori að teygja ærlega á sér, sé gott að lyfta hönd- um hátt upp og ýta með lófunum upp eins og lyfta eigi loftinu upp. „Gallinn er sá að fæstir gera teygju- æfingar nema þegar þeir eru slæm- ir af vöðvabólgu og bakverk. Geri fólk æfingarnar reglulega gæti það hins vegar komið í veg fyrir bólgur og verki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.